Morgunblaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 3
L.augardagur 19. sepí. 1959 UORCVNBLAÐIÐ 3 Rætt við | Kristófer j | Eggertsson, | | sildarleitar- I i stjóra I NÝLEGA hitti blaðamaður Morg unblaðsins Kristófer Eggertsson, síldarleitarstjóra að máli og spurði hann frétta af störfum síld arleitarinnar í sumar. — Kristó- fer Eggertsson er kunnur skip stjóri og aflamaður. Áður en hann tók við núverandi starfi sínu fyrir 5 árum, hafði hann stundað síldveiðar í 40 sumur og oftv erið með aflahæstu skips- stjórum á síldveiðum, t.d. árið 1944, er hann var skipsstjóri á Bjarka. Kristófer Eggertsson sagði svo frá störfum síldarleitarinnar. — Síldarleitarstöðvarnar eru tvær, önnur á Raufarhöfn og hin á Siglufirði, og eru tólf tíma vakt- ir allan sólarhringinn. Við stöð- ina á Siglufirði starfa 3 menn, son og Einar Guðmundsson, báðir skipsstjórar. Við höfum haft til umráða 2 Kristófer Eggertsson við talstöðina. Lúðvík Vilhjálmsson, skipstjóri. Kristófer Eggertsson, skipsstjóri og Agnar Stefánsson, loftskeyta- xnaður, en við stöðina á Raufar- höfn starfa 2 menn, Njáll Þórðar- flugvélar undanfarin ár. Sigurður Andrésson, skipsstjóri er síldar- leitarmaður í annari, en Jó- hannes Halldórsson í hinni. Yfir- umsjón með síldarleitinni hefur ,svo síldarleitarnefnd, en í henni eiga sæti Sveinn Benediktsson, formaður, Davð Ólafsson, fiski- málastjóri og Guðmundur Jör- undsson, skipsstjóri. Fiskimála- sjóður greiðir störf síldarléitar- innar að einum þriðja, ‘en tvo þriðju greiða saltendur og síldar- verksmiðjurnar til samans, fer það eftir magni þess, sem saltað er og sett er í bræðslu. í Sumar hófst starf síldarleitar- innar 14. júní og stóð til 7. sept. ember. Daglegt starf er að veita síldarflotanum allar upplýsingar í sambandi við síldina. Við send- um út flugvélar til sldarleitar, þegar veður og önnur skilyrði eru fyrir hendi, og gefum þeim fyrir- mæli á hvaða svæði skuli leita í hvert sinn. Við höfum svo sam- band við flugvélarnar á hálftíma fresti, fáum hjá þeim staðar- ákvörðun þeirra, veður og annað, sem nauðsynlegt er. Ef þeir finna síld, tilkynna þeir okkur, hvar síldin er, og um leið og við höfum fengið tilkynningima og staðfestingu á því að hún sé rétt, köllum við á bátaflotann, bæði á Siglufirði og frá Raufarhöfn, og skýrum þeim frá því, hvar síldin er. Eins veitum við bátum, sem hafa verið inni að landa, allar Hvanneyrarhlið, þar sem sild- arleitin er til húsa. í baksýn fjallið Strákar. (Þarna bjó áður Karl Dúason, bróðir dr. Jóns Dúasonar). upplýsingar um, hvað hafi gerzt, meðan þeir voru inni. Sá háttur var hafður á í sum- ar, að bátarnir tilkynntu síldar-_ leitinni á Raufarhöfn og Siglu- firði, hvar þeir höfðu veitt síld og einnig hvað mikið magn, en áður var það þannig, að skipin gáfu veiðiskýrslu, sem send var til Fiskifélagsins — ená því vildi verða misbrestur. Klukkan 8 á hverjum morgni gáfum við Fiki- félaginu skýrslu um veiðina, og þangað var útvarpi og blöðum gert að snúa sér til að fá fréttir af veiðinni. Vegna þess hve við vorum fáliðaðir, gátum við ekki þulið upp skýrslu fyrir hvern aðila, sem hringdi. Annars erum við spurðir um alla mögulega hluti. Tildæmis bar það oft við, að ungar stúlkur okkur, hvenær kærastarnir þeirra væru væntan- legir í höfn, einnig vorum við spurðir um, hvort loka ætti barna leikvöllum, vegna söltunnar, eða hvort ástæða væri til að loka áfengisverzluninni og svo fram- Framh. á bls. 14. Stykkishólmur Þessi mynd er frá Stykkishólmi. Sýnir öri n Gamla Apótekið, sem setti um Iangt skeið mikinn svip á staðinn. Eins og sagt var frá í blaðinu i gær hrundi húsið, þegar verið var að rífa það. Apótekið var byggt 1860 og á það sér merka sögu. síaksiéar Reiðir við Fiamsókn Enda þótt kommúnistar hafl lýst því yfir að heitasta ósk þeirra sé að komast í vinstri stjórn með Framsóknar- flokknum að loknum næstu kosningum heldur „Þjóðviljinn" þó upp hatursfullum árásum þessa dagana á hinn væntanlega samstarfsflokk sinn í nýrri vinstri stjórn. f gær talar Þjóð- viljinn t.d. um það, að Fram- sóknarflokkurinn „reyni að rugla eðlileg skil í íslenzkum stjórnmálum með „vinstra“ lýð- skrumi“. I þessari sömu grein kemst Þjóðviljinn einnig að orði á þessa leið, eftir að hafa rætt um áróður Framsóknarmanna um kjördæma málið fyrir kosningarnar í sum- ar: „Þessi ósvífna málfærsla heppnaðist Framsókn furðu vel. Margir fylgjendur annarra flokka afréðu að kjósa Framsókn- arframbjóðanda í þetta eina skipti, einungis vegna kjördæma- málsins. En þá var Tíminn ekki lengi að snúa við blaðinu. Strax í fyrsta Tímablaðinu eftir kosn- ingar, hafði ritstjórinn stein- ' gleymt því, hve ákaft hann hafði biðlað til fylgjenda annarra flokka en Framsóknarflokksins að styðja sig við einar kosning- ar, vegna eins máls. Jafnskjótt og áróðursbrella Framsóknar í siumarkosningunum hafði haft til- ætluð áhrif: að færa Framsók* þúsundir atkvæða, var henni kast að til hliðar. Nú voru allir kjós- endurnir, sem kosið höfðu Fram- sókn, samkvæmt átakanlegum á- köllum og skirskotun til átthaga- tryggðar, orðnir gallharðir fylg- ismenn Framsóknarflokksins, og hver einasti þeirra talinn trygg- ur aðdáandi Eysteins og Her- manns og Vilhjálms Þórs og alls þeirra athæfis fyrr og síðar“I Drógu upp rauða fánann í Washington Sl. miðvikudag komst Þjóðvllj- inn að orði á þessa leið um mót- tökur þær, sem Krúsjeff hlaut í Washington, er hann kom þang- að: „Washington var á öðrum end- anum við komu Krúsjeffs-hjón- anna í gær. — Rauði fáninn og stjörnufáninn blöktu hlið við hlið og hundruð þúsunda þyrptust í kringum gestina“. Öll önnur blöð, bæði hér á ís- landi og annarsstaðar í lýðræðis- löndum höfðu allt aðra sögu að segja af móttökunum, sem Krús- jef? hlaut í Washington. Það, sem fyrst og fremst einkenndi þær, var að engir rússneskir fán- ar voru uppi í borginni. Engin fagnaðarlæti heyrðust, en almenn ingur fylgdist þögull og alvar- Iegur með því sem fram fór. Treysta þeir slíkum mönnum? Blað kommúnista Ieggtur á- herzlu á það í gær, að argasta afturhald landsins sé í Fram- sóknarflokknum. Kemst blaðið í framhaldi af því m.a. að orði á þessa leið: „ . . . Þessir afturhaldsmenn hafa haft völdin í Framsóknar- flokknum og hafa þau enn. Þeir hafa fengið því ráðið að Fram- sókn hefur sprengt hverja ein- ustm ríkisstjórn, sem hún hefur myndað um tveggja áratuga skeið með verkalýðsflokki, eða flokk- um, með því að heimta þving- unarlöggjöf gegn verkalýðshreyf ingunni eða lögboðnar kauplækk anir“. Af tilefni þessarra ummæla kommúnistabl. mætti spyrja: Treysta kommúnistar slíkum mönnum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.