Morgunblaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 9
Láugardagur 19. sept. 1959 ntoncrivPT aoib G'isli Sveinsson skrifar: Og svo eru það Passíúsálmarnir Og svo eru það Passíusálmarnir SENN íer að líða að því, að Hík- isútvarpið hugsi til undirbúnings vetrardagskrárinnar, og kemur þá væntanlega til greina flutn- ingur Passíusálmanna á föstunni, sem öðru hvoru hefur verið á dagskrá undanfarið. I»að hefur nú komið í ljós, síð- an er síðast var stungið niður penna um málið, að allmargir hér og þar um landið hafa gert mér orð um þetta efni, hvers þeir minnist frá fyrri tíð o. s". frv. Eru þetta vel fullorðnir menn og greinargóðir, sem bæði muna háttu þeirra, er áður lifðu, eða hafa haft sagnir gamals fólks við að styðjast. Ber þeim öllum, hvaðanæva af landinu saman um það, að fyrrum, meðan Passíu- sálmarnir voru um hönd hafðir, hafi þeir verið sungnir, þar sem nokkur tök voru á því (og þá sættu menn sig við ófullkom- leikann) en hugvekjur, lesnar, enda skilningur fólksins almennt sá, að „sálma“ ætti yfirleitt að syngja, en ekki lesa! Þetta hafa svo sem engir vefengt og yfir- leitt hafa menn rætt málið af stillingu, svo sem vera ber (með einni undantekningu þó, sem eigi skal hér frekar farið út í). Hér læt ég aðeins fýlgja með vitnsburð tveggja valinkunnra manna af Suðurlandi (auk þess, sem áður hefur komið fram), sem sé umsagnir frá Eyjólfi Eyjólfs- syni hreppstjóra og sýslunefndar- manni á Hnausum í Meðallandi (70 ára) og Birni Runólfssyni fyrrv. hreppstjóra og sýslunefnd- armanni í Holti á Siðu (81 árs). Umsögn Eyjólfs á Hnausum er á þessa leið: „Um flutning Pass- íusálmanna á heimilum hér áður, er það að segja, að ekki er mér kunnugt um annað en þeir væru sungnir, þar sem þess var nokk- ur kostur, og jafnvel þótt nærri ómögulegt væri. — Óneitanlega finnst mér flutningyr bundins máls eins og sálma fara betur að sungið sé af list, heldur en lesið, og ég tala ekki um, þegar í hlut eiga önnur eins verk og Passíusálmarnir eru. Væri æski- legt, ef takast mætti, að útvarpið léti syngja þá. En ef það yrði, sökum lengdar sálmanna ,aðeins í útdrætti, þyrfti sá útdráttur að veljast af smekkvísi. Athugandi er og, hvort ekki er nokkuð seinl farið með sálmana á kvöldin“ . .. Stúdentaferð að Gullfossi og Geysi FERÐAÞJÓNUSTA stúdenta hefur yfir að ráða nokkrum sæt- um í stúdentaferð að Gullfossi og Geysi á sunnudaginn kemur. Ferð þessi verður farin til þess að sýna hinum norrænu stúdentum, sem hér dveljast við nám í íslenzku máli og bók- menntum, umrædda staði, og verður Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur leiðsögumaður. Þeir stúdentar, sem æskja að taka þátt í förinni, eru beðnir að setja sig í samband við Ferða þjónustu stúdenta í dag eða á morgun kl. 10-12 eða 2-4, sími 15959. Fargjaldi verður stillt mjög í hóf. TUNIS, 17. sept. — Ferhat Abbas forsætisráðherra hinnar frjálsu ríkisstjórnar Alsír, hefur enn ekki látið uppi neitt álit á hinni nýju stefnu deGaulle varðandi framtíð Alsír. Hann segist ekki munu gera það, fyrr en tími hef- gefist til að hugleiða ræðu de Gaulle vendilega. Greinargerff Björns í Holti, næsta ýtarleg, er á þessa lund: ,Það hefur talsvert verið rætt og ritað um flutning Passíusáim- anna í útvarpinu. Eins og kunn- ugt er hafa þeir venjulega verið lesnir, en ekki sungnir. Ýmsum mun þykja það miður farið, og verð ég að telja mig einn af þeim. Er með því að lesa sálmana, en ekki syngja þá, breytt út af þeirri þjófflegu venju, sem viðhöfð var á meðan þeir voru um hönd hafð- ir í heimahúsum, að minnsta kosti þar sem ég hafði eigin kynni af og heyrði um talað annars staðar frá. — Á unglingsárum mínum og allt fram að aldamótum voru Passíusálmarnir alltaf um hönd hafðir á hverju kvöldi um föst- una hér á heimilinu, ásamt hug- vekjum, sem munu oftast hafa verið Péturshugvekjur. Fór at höfnin fram í vökulokin. Voru sálmarnir alltaf sungnir, en ekki lesnir, nema að sérstök atvik lægju til. Móðir mín var söng hneigð og hafði góða söngrödd og varð því hennar hlutverk að vera forsöngvari Allir sungu með, bæði konur og karlar, sem nokkra hneigð höfðu til þess. Það ikom fyrir að enginn vildi taka forsönginn að sér, þegar móðir mín var ekki heima, sem fynr kom, því að hún var yfirsetu- kona (ljósmóðir). Las þá faðir minn sálminn. Hann var ekki söngvinn og tók því ekki þátt í söngnum og var ég og er með sama marki brenndur. Á öðrum heimilum hér í sveit — Síðu og Landbroti, þar sem ég kynntist sérstaklega, var sami háttur hafður á að sálmarnir voru sungnir. Og mun óhætt að halda því fram, að svo hafi víðast hvar ef ekki alls staðar, verið hér og í nærliggjandi sveitum, eftir þv sem ég heyrði umtalað. Kona mín, sem á unglingsárum var til heimilis í Norðurhjáleigu í Álfta veri hjá Jóni Andréssyni hrepp- stjóra og í Búlandsseli í Skaft ártungu og síðast (uppkomin) Skál segir mér, að kvöldlestrar um föstuna, hafi alltaf farið fram á öllum þessum báejum og hafi sálmarnir alltaf veriff sungnir Sama hafði og verið í Svarta núpi (næsti bær við Búlandssel) Eftir því, sem ég fékk vitneskju um, bæði hjá útvarpsmönnum og á annan hátt, verð ég að álykta að eins hafi verið farið að í ýms um öðrum héruðum. Að sjálfsögðu má búast við að söngurinn hafi ekki alltaf farið fram eftir listarinnar reglum þátíðar og nútímaskilningi. En fólk kunni þó að meta, hvort vel eða laklega var sungið, eftir þá tíðar hætti. Heyrði ég oft talað um, að þesst”ög þessi væri „sæmi- legur“ söngmaður, „góður“ söng- maður, „lista“-söngmaður o. s. frv. Ég er í engum vafa um það, að þessar föstu-heimilisathafnir höfðu göfgandi og bætandi áhrif á fólk — unga og gamla. — Sá háttur var sem kunnugt er hafður á heimilunum, að lesnar voru sögur og önnur rit á kvöldvökun- um. Á eftir lestrinum fóru oft fram samræður um efni það, sem lesið var. Sama fór og stundurn fram eftir föstuhúslesturinn Varð það til að glæða hugsun og skim- ing fólksins, svo að það tileiknaði sér efnið betur. Allt það, sem hvetur mann til að hugsa og skilja verður að teljast meðal í menningaráttina. Sjálfboðaliðar óskast til starfa í Þórsmörk lesnir og stundum ágætlega, þó er það ekki nema svipur hjá sjón að hlýða á þá, á móts við það pegar þeir eru vel sungnir og menn hafa textann í hendi, til að fylgjast vel með, því að færri munu nú vera en áður var, sem kunna sálmana utanbókar. Ég geri ekki ráð fyrir að hver sálm- ur verði sunginn í heild í hvert sinn. En ætla má að tök séu á að velja það úr þeim hverju sinni sem bezt á við og jafnvel hafa áraskipti á því, svo að fólk fái að halda kynni þeirra allra. Að lokum vil ég taka það fram — sepi þó þarf varla svo sjálf- sagt sem það er — að athöfninni sé haldið í hinu gamla, þjóðlega formi, sem sé að hugvekja sé les- in. í því sambandi vil ég minn- ast á, hvort ekki er athugandi að stofna til nýrra föustuhug- vekja. Ætti að vera tök á því nú, þyrfti ekki að útrýma þeim gömlu fyrir það“. — SKÓGRÆKT ARST J ÓRI, Hákon Bjarnason, skýrði blöðunum frá því í gærdag, að sér hefðu bor- izt fregnir, sem staðfestar hafi verið með ljósmyndum, um mjög slæma umgengni fólks inni í Þórs mörk. Sýndu myndirnar að tjald- búðafólk hafði sýnt fádæma sóða- skap í einum eftirsóttasta tjald- staðnum, í svonefndum Húsadal. Það var Snorri Karlsson, skrif- stofumaður hjá tollstjóra, er færði skógræktarstjóra fregn þessa og ljósmyndirnar. — Kvað skógræktarstjóri sig vita með vissu að þetta hefði gerzt eftir verzlunarmannahelgina, því þá hafi tjaldbúðafólk sýnt mjög góða umgengni í Mörkinni. Verður efnt til ferðar sjálf- boðaliða austur í Þórsmörk, fyrir tilstilli Snorra Karlssonar og Jóns Bjamasonar, fréttaritstjóra Þjóðviljans, í dag til þess að hreinsa burtu draslið í Húsa- dal. Hefðu Norðurleiðir, Skarp- héðinn Eyþórsson, boðið aðstoff sína og leggur fyrirtækið til far- kostinn undir sjálfboðaliðana. — Kvað Hákon Skógræktina ver» mönnum þessum þakkláta, «n Þórsmörk væri undir umsjá Skój ræktarinnar. Kvað Hákon brýn« nauðsyn bera til að hið opinbera leggði fram fé til þess að búa i haginn fyrir tjaldbúðafólk. Þetta verður ánægjuferð, sagði Hákon, og fólkinu séð fyrir gist ingu í Skagfjörðsskála Ferðafé- lagsins, svo það þarf aðeins að taka með sér hvílupoka og nest- issnarl. Sjálfboðaliðarnir leggja af stað úr bænum kl. 2 í dag og verða 1 hópnum 27 manns en þrisvar sinnum fleiri höfðu gefið sig fram til starfa. «0 / i, orrœnn ráðherrafund- ur um félagsmál Sé haldið áfram með flutning Passíusálmanna í útvarpinu — sem ég tel sjálfsagt að sé gert, þá umfram allt látiff syngja þá. Þó að sálmarnir séu sæmilega Mallorca — eyjan sem erfitt er oð yfirgefa NÚ líður að þeim tíma, er ferða- menn frá hinum norðlægari lönd um fjölmenna til Mallorca og lengja þannig sumarið um nokkra daga. Auk þess að vera rómuð fyrir gott loftslag, er eyjan líka mjög fögur og þar er margt sögu- legraminja.Það er athyglisvert við sögu eyjarinnar, sem er að vísu borin saman við sögu margra ann ara staða ekki sérlega viðburða- rík, að þrír innrásarherir, sem hertekið hafa eyjuna, hafa allir sezt par að og gerzt heimamenri. Rómverjar voru fyrstir til þess að hernema Mallorca. Þeir reistu borgir og aðalstöðvar þeirra voru í nágrenni við Alcudia. Árið '901 hernámu Arabar Mallorca. Þeír hófu þegar miklar framkvæmd- ir á eyjunni og komu upp fuli- komnu vatnsveitukerfi, svo full- komnu að litlu hefur verið við það bætt síðan. Hagur Mallorka tók mjög að blómgast eftir að Palma, núverandi höfuðborg var gerð að verzlunarmiðstöð. Áður höfðu borgir verið byggðar nokk uð uppi í landinu af ótta við árás- ir sjóræningja. Palma stóð með miklum blóma undir stjórn Ar- aba og var nógu sterk hern- aðarlega til þess að bjóða sjó- ræningjum byrginn. Árið 1229 gekk James I. kon- ungur, sem hafði aðsetur í Barce lona, á land á Mallorca og hélt með her manns til Palma. Er hann steig á land strengdi hann þess heit, að reita skeggið af kalífanum sem réð ríkjum á eynni. Það hefur löngum verið sagt um íbúa Mallorca að þeir vildu miklu heldur liggja í fjör- unni og horfa á bláar öldur Mið- jarðarhafsins brotna við sand, en að standa í mannvígum og hern- NORRÆNN ráðherrafundur um félagsinál var haldinn í Fevik við Arendal í Suður-Noregi dagana 7.—9. sept. sl. Félagsmálaráð- herra fslands, hr. Friðjón Skarp- héðinsson gat ekki komið því við að sækja fundirfn, en Haraldur Guðmundsson sendiherra í Oslo og Jón S. Olafsson fulitrúi í fé- lagsmálaráðuneytinu . mættu þar fyrir íslands hönd. Alls sátu fund þennan 43 manns. Fyrir fundinn voru lagðar skýrsiur um þróun félagsmála á Norðurlöndum und- anfarin tvö ár svo og skýrslur nefnda er starfað hafa að ein- stökum málum milli funda. Aðalmál fundarins voru annars nýjustu aðferðir við meðhöndlun áfepgissjúklinga, reglur um elli- lífeyrisgreiðslur og lífeyri til eft- irlifenda. Þá var á fundinum undirritað- ur Norðurlandasamningur um viðurkenningu á iðgjalda- og starfstíma fyrir menn, sem tryggð ir eru gegn atvinnuleysi og flytj- ast milli ríkja, en þessi samning ur er til mikilla hagsbóta fyrir þá, sem flytjast milli atvinnu- leysistrygginga hinna einstöku aðildarríkja. Ákveðið var að skipa nefndir til þess að vinna að athugun ein- stakra vandamála í samstarfi Norðurlanda á sviði félagsmála, einkum varðandi framkvæmd áð- ur gerðs samnings um félagslegt öryggi. Atriði þau, sem hér um ræðir, varða einkum lífeyris- greiðslur erlendis, biðtíma í sam bandi við elli- og örorkulífeyris- greiðslur og meðlagsgreiðslur. Fundarmönnum var gefinn kostur á því að sjá ýmsar stofn. anir, svo sem barnaheimili, drykkjumannahæli og elliheim- ili. aði. í þetta sinn fór líka svo, að James I. hertók eyjuna án telj- andi mótstöðu og í stað þess að fara eftir þeirra tíma fordæmum og hengja kalífann, gerði James I. hann að æðsta ráðgjafa stn- um og bezta vini. Það fór eins fyrir James I. og fyrirrennurum hans, hann fór aldrei aftur til lands. Mallorka varð undir hans stjórn miðstöð siglinga og verzl- unar við Miðjarðarhaf. Skipa- stóll eyjarskeggja var þegar mestur var, 300 stór og 600 minm kaupskip og 30 þúsund sjómenn voru skráðir í Palma einni. Enn í dag er Mallorca fjölsótt- ur saður, en ekki vegna verzl- unar heldur er hún í dag paradís ferðamanna. Skip koma þangað frá mörgum höfnum á Miðjarð- arhafsströndinn.i og flugvéiar lenda á flugvellinum við Palma. Gestrisni eyjarskeggja er rómuð, 3vo og ráðvendni þeirra. Það :r í frásögur fært, að aldrei íafi það komið fyrir að leigu- oílstjóri hefði ranglega fé af ferðamanni. Sem að líkum lætur á stað, sem jafneftirsóttur er af ferða nönnum, eru margir góðir skemmtistaðir í Paima og ná- jrenni. Margir eru undir ber- um himni, enda loftslag sér- staklega milt og hlýtt. í nágrenni Palma eru bað- strendur, mikið notaðar af dvalargestum. Á flestum þeirra eru veitingastaðir og er til siðs, að fólk taki með sér nestispakka, en kaupi drykki á veitingastöðum. Á næstunni ráðgera Ferðaskrifstofa ríkis- ins, Ferðaskrifstofan Saga og Flugfélag íslands ferðir til Mallorca. — Sv. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.