Morgunblaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 15
Laugardagur 19. sepí. 1959 MORCVNBT/4Ð1Ð 15 Krúsjeff ber fram tillögur um alheims-afvopnun Mikiö við námuslys Clasgow Talaði í rúma klukkustund á alls- herjarþingi S.þ. NEW YORK, 18. sept. — NTB-Reuter. — NIKITA Krúsjeff ávarpaði í dag allsherjarþing SÞ. í þess- ari ræðu ræddi hann mest um afvopnunarmálin og kom fram með nýjar tillögur í jeffs Þeir fengu það svar, að eng- in svör væri hægt að gefa. For- setinn hefði hvílt sig í dag á l>ú- garði sínum í Gettysburg, en hann myndi vandlega íhuga ræðu hins rússneska forsætisráðherra. Christian Herter utanríkisráð- herra Bandaríkjanna sagði blaða- mönnum hins vegar í dag lítið nýtt sjá í tillögum Krúsjeffs. Til- lögur hans nú væru hinar sömu og Maxim Litvinov utanríkisráð- herra Sovétríkjanna hefði lagt fram í Þjóðabandalaginu fyrir stríð. Hins vegar yrðu þessar til- lögur að sjálfsögðu ræddar í af- vopnunamefrídinni, þegar hún kæmi saman til nýrra funda í Genf. þeim. Hann har fram í fáum dráttum nýja áætlun um al- þjóðlega afvopnun. í henni felst það, að allar þjóðir af- vopnist svo að styrjaldir verði útilokaðar eftir fjögur ár. — Krúsjeff Iagði til, að öll kjarnorkuvopn yrðu eyðilögð og komið yrði í veg fyrir framleiðslu þeirra í framtíð- inni. Hann kveðst fallast á al- þjóðlegt eftirlit til að koma í veg fyrir að bannið verði rof- ið. — Þá lagði hann til, að allar útlendar herstöðvar hvar sem er í heiminum yrðu lagðar niður. Hermenn til friðsamlegra starfa Krúsjeff sagðist stefna að því endanlega með tillögum sínum, að afnumdir skyldu herir, loft- flotar og herskipaflotar allra þjóða heims og að hermálaráðu- neyti og herforingjaráð skyldtl leyst upp og milljónir manna, sem nú ganga í einkennisbúning- um skyldu ganga til friðsam- legra starfa. Kjamorkan skyldi eingöngu notuð í friðsamlega þágu og eldflaugar eingöngu sem flutningatæki og til þess, að gera mannkyninu kleift að fara til landkönnunar á öðrum hnöttum. I ræðu sinni sagði hinn rúss- neski forsætisráðherra, að mann- kynið hefði enn ekki gleymt síð- ustu heimsstyrjöld. Því væri það ósk þess og krafa, að ekki kæmi til enn einnar og enn alvarlegri styrjaldar. ísinn bræddur Líklegt að Serkir hafni tillögum de Caulles París 18. sept. (Reuter). FORUSTUMENN í serknesku út- lagastjórninni eru nú staddir í Túnis, þar sem þeir ræða m.a. um síðustu tillögur de Gaulles Frakklandsforseta í Alsirmálun- um. Það er haft fyrir satt, að Habib Búrgíba forseti Túnis hvetji foringja Serkja til að svara tillögum de Gaulles á þann hátt, að dyrnar standi opnar fyrir við- ræðum og samningum um frið og sjálfstæði Alsírs. Þrátt fyrir þetta er talið líklegasl, að Serkir hafni tillögum de Gaulles með öllu. Eins og kunnugt er lagði de Gaulle til í ræðu sinni, að efnt yrði tii þjóðaratkvæðagreiðslu í Alsír um frámtíð landsins og skyldu menn geta valið milli Keflavík - Hafnar- fjörður í knatt- spyrnu BÆ JAKEPPNI í knattspyrnu. fer fram í dag milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar. Er þetta í fyrsta skipti, sem slík keppni er háð um verðlaunagrip, sem sér- leyfisstöð Keflavíkur hefur gef- ið. Vinnst hann til eignar í þrjú skipti í röð eða fimm sinnurr. alls. Leikurinn í dag verður á gras- vellinum í Njarðvíkum og hefst kl. 4 e. h. þriggja kosta. í fyrsta lagi fullt sjálfstæði, í öðru lagi meðferð innanríkismála í samstarfi með Frökkum og í þriðja lagi að Alsír verði hluti af Frakklandi. Vildi de Gaulle fyrst að friði yrði kom- ið á í landinu og þjóðaratkvæða- greiðsla haldin, þegar friður hefði ríkt í landinu í fjögur ár. I dag birtist í egypzka blaðinu Al Gomhouria forustugrein um þessi mál. Þar segir, að það sé mikilvægur áfangi,' að Frakk- landsforseti viðurkennir sjálf- ákvörðunarrétt Serkja. Hinsveg- ar telur blaðið ekki hægt að fall- ast á fjögra ára frestinn. fbúar Alsír eigi að ráða málum sínum strax og það sé ekki hægt fyrir serknesku uppreisnarmennina að leggja niður vopn gegn einum loforðum Frakka, sem þeir hafi verið vanir að svíkja^ á undan- förnum árum. Öfgamenn meðál evrópskra landnema í Alsír hafa látið í það skína, að de Gaulle hafi með þessum síðustu tillögum gengið feti of langt. Nú sé ekki annað fyrir landnemana að gera, en að gera nýja byltingu eins og þá sem gerð var 13. maí 1958 og reka de Gaulle af höndum sér. Frétta- menn sem staddir eru í Algeirs- borg kveðast þó ekki hafa orðið varir neinna óróleika þar. í dag var haldinn fundur um utanríkismál í Evrópuráðinu í Strassborg, sem 15 Evrópuþjóðir eiga sæti í. Tóku fulltrúar Frakka þar til máls og skoruðu á sammálf unga sína að styðja þessar nýj- ustu tillögur de Gaulles og sýna það í verki. Einnig lýsti hann yfir ánægja sinni yfir því, að Eisenhower Bandaríkjaforseti skyldi hafa boðið honum til Bandaríkjanna. Kvaðst Krúsjeff trúa því, að með þessari heimsókn hans væri brot- ið £ blað í veraldarsögunni. fsinn væri nú bráðnaður. Hins vegar þyrfti enn að bæta úr mörgu. Margar þjóðir ættu enn ekki full- trúa á þingi hinna Sameinuðu þjóða, en þeim myndi fjölga því að nýlenduskipulagið væri að hrynja. Krúsjeff ræddi ýmis önnur mál efni. Hann sagði það fráleitt, að kínverska kommúnistastjórnin skyldi ekki eiga aðild að S. Þ. Nauðsynlegt væri að fjarlægja fulltrúa Sjang Kai-sheks úr fund arsölum þeirra alveg með sama hætti og nauðsynlegt væri að grafa gömul lík. Þá vék hann að samþykktinni í öryggisráðinu um daginn varð- andi skipun rannsóknarnefndar í Laos-málinu og sagði í því sam bandi, að það væri mjög var- hugavert að afhenda neitunar- valdið í S. Þ. Slíkt gæti leitt til þess, að samtökin hryndu til grunna. Ræða Krúsjeffs stóð í 1 klst. og 12 mínútur. Að henni lokinni kvað við mikið lófaklapp í fund- arsalnum. Tillögurnar ekki nýjar Fréttamenn sneru sér í kvöld til skrifstofu Hvíta hússins í Was hington og leituðu eftir áliti Eis- enhowers forseta á ræðu Krús- Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 42. og 43. tbl. Lögbirtingablaðsins 1959, á húseigninni Norðurhlíð við Sundlaugaveg, hér í bænum, eign Ásthildar Jósefsdóttur, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík, tollstjórans í Reykjavík og Iðnlánasjóðs á eiginni sjálfri þriðjudaginn 22. septem- ber 1959, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Hafnfirðingar Oss vantar duglagan afgreiðslumann frá næstu mánaðarmótum að telja. Upplýsingar á skrifstofu blaðsins í Reykjavík. GLASGOW, 18. sept. (NTB) —® Allt útlit var fyrir það í kvöld, að 46 námumenn, sem lokuðust inni í kolanámu 12 km fyrir utan Glasgow, hefðu látið lífið. Stórir björgunarflokkar vinna þó enn að björgunarstörfum, en menn- irnir lokuðust inni í 500 metra dýpi. Sprenging varð á þessu dýpi í morgun. Fóru björgunar- flokkar þá þegar af stað og björguðu sex mönnum en fundu eitt lík. Eldur kom upp í nám- unni, en í kvöld hafði tekizt að slökkva hann á þesum stað. Hins vegar virðist hann hafa breiðst út til annarra námuganga. Björg- unarstörf hafa verið mjög erfið m. a. vegna þess, að timbur í námugöngum og veggjum hefur brunnið og veldur það jarðhruni. Stjórnendur námunnar telja að eldurinn hafi komið upp í loft- ræstikerfinu og hafi sprengingin orðið þegar neistar kveiktu í gas- lofti. Námumennirnir, sem lok- uðust inni höfðu enn ekki byrjað starf, en voru á leiðinni niður í jörðina, þegar reykjarmökkur huldi þá. LONDON, 17. sept — Tass-frétta- stofan skýrir frá því, að tveir 24 lesta sovéskir snjóskriðbílar séu lagðir af stað frá Mirny flugvell- inum á heimsskautalandinu £ 4 vikna ferð nær 1500 km vega- lengd til Vostok. — ★ — — Samanaburður Framh. af bls. 6. Ef á að ræða opinberlega skatta og útsvör einstakra manna, verður auðvitað að birta framtöl þeirra. Vill Al- freð Gíslason að lögum sé breytt og öll framtöl gerð op- inber? Þá myndi þar koma í ljós, að um leið og ég greiði rúmlega 50 þús. kr. í tekjui- skatt, þá er Alfreð Gíslason læknir svo atvinnulítill og tekjurír, að hann getur ekki borið nema 10 þús. kr. í tekju- skatt. Guðmundur J. Guðmundsson tók aftur til máls og ítrekaði sína megnustu vantrú á störfum nið- ur j öf nunarnef ndar. Guðmundur Vigfússon kvað breytinga þörf á skattheimtunni. Þá kvaðst hann samþykkur fyrri hluta í tillögu borgarstjóra, eða að bæjarfélagið fengi nýja tekju stofna, en kvað það hins vegar sína skoðun, að samvinnufélögin ættu að njóta skattfrelsis, því ann ars væri þeim gert ókleift að starfa. Geir Hallgrímsson kvað þessa síðustu yfirlýsingu Guðmundar Vigfússonar athyglisverða, en kvað það mundi koma vel í Ijós, hvort verzlunarformið þjónaði neytendum betur ef samvinnufé- lögum væri einnig gert að greiða skatta á borð við önnur rekstrar- form. Hjartans þakkir færi ég öllum, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 10. sept. s.l., með heimsóknum, gjöfum og skeytum og gjörðu mér afmælisdaginn ógleymanlegan. Sérstaklega þakka ég Kvenfélagi Hraungerðishrepps. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Sigurðardóttir, frá Hrygg Hraungerðishreppi. Eiginmaður minn GUÐNI JÓNSSON andaðist að heimili okkar á Höfn í Hornafirði þriðjudag- inn 15. þ.m. Ólöf Þórðardóttir. Hjartkær eiginmaður minn og faðir BRYNJÓLFUR ÓLAFSSON Hverfisgötu 41, Hafnarfirði. andaðist þann 18. þessa mánaðar. Guðrún Árnadóttir, börn, fóstursonur, tengdaböm. Faðir minn HELGI JÓNASSON frá Brennu, andaðist á Landakotsspítala að morgni þess 18. sept. Atli Helgason. Móðir okkar KRISTRUN I. BENEDIKTSDÓTTIR lézt að morgni 18. þessa mánaðar. Unnur Ámadóttir, Ásta Bjömsson, Katrín Stephenson, Benedikt E. Árnason, • Ragnar T. Árnason. Hjartans þakkir til skyldra og óskyldra fyrir alla hjálp í veikindum og við útför mannsins míns og föður okkar GUÐNA PÁLSSONAR Margrét Halldórsdóttir, Anna Guðnadóttir, Guðfinna Guðnadóttir, Theódóra Guðnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.