Morgunblaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 16
WfwiMaS&íití 205. tbl. — Laugardagur 19. september 1959 Lesbók fylgir blaðinu í dag Hlutur bœnda verði ekki skertur Yfirlýsing þingflokks og miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins i gær þeirrar deilu, VEGN A sem upp er komin um verð- lagningu landbúnaðaraf- urða, gerði miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins eftirfarandi sam- þykkt á fundi sínum í gær: „Sjálfstæðisflokkurinn telur stöðvun verðbólgu og jafn- vægi í efnahagsmálum vera höfuðnauðsyn. I þessum efnum hefur þegar mikið áunnizt frá þvi, sem var í desember síðast- liðnum. öllum er þó ljóst, að ráðstafanir þær, sem enn hafa verið gerðar, eru einungis til bráðabirgða og skapa þarf ör- uggari grundvöll til að tryggja framfarir og atvinnu handa öllum landsmönnum. Þess vegna verður ekki hjá því komizt að taka allt efnahags- kerfið til endurskoðunar, þeg- ar nýtt Alþingi, skipað í sam- ræmi við vilja þjóðarinnar, tek ur til starfa að afloknum kosn ingum. GILDANDI VERÐI.AGS- GRUNDVÖLLUR Vegna ósamkomulags hefur að þessu sinni ekki reynzt kleift að ákveða verð land- búnaðarafurða lögum sam- kvæmtr. Ekki skal um það dæmt hverjum það er að kenna, en á það bent, að æski- iegast hefði verið, að úr því hefði fengizt bætt. Það hefur ekki tekizt og er því þangað til annað reynist réttara, ekki við annað að miða en þann verðlagsgrundvöll, sem verið hefur í gildi. Samkvæmt þeim grrundvelli hefði verðlag landbúnaðaraf- urða nú átt að hækká um 3,18%. Sú hækkun er hlið- stæð því, eins og ef kaup laun- þega hækkaði vegna hækkun ar vísitolu fyrir verðlagshækk anir og þess vegna annars eðlis en beinar grunnkaupshækkan- ir. BÆNDUM BÆTT UPP TJÓNH) Hækkun landbúnaðarafurða nú mundi aftur á móti skapa hættu á nýrri verðhækkunar- skriðu. I samræmi við' aðrar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið eftir setningu stöðvunar laganna í vetur, hefði verið sanngjarnast að greiða þessar verðhækkanir niður, þangað til Alþingi hefur gefizt kostur á að taka ákvarðanir um efna- hagsmálin í heild. Ríkisstjórn- in hefur hmsvegar ekki fallizt á þá lausn, heldur ákveðið að banna verðhækkanirnar með lögum. Af framangreindum ástæð- nm lýsir S jálfstæðisflokkurinn yfir því, að hann mun á Al- þingi leggja til, að bændum verði bætt upp það tjón, sem þeir af þessum sökum verða fyrir“. ★ Stjórn Stéttarsambands bænda á fundi Mbl. fékk í gærkvöldi fregn ir af því, að stjórn Stéttarsam- bands bænda hefði í gær rætt þessi mál á fundi sinum og mætti vænta yfirlýsinga frá hennar hálfu um verðlagsmál- in í dag. Björn Ólafsson biðst undan endurkjöri Á FUNDI fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í gærkvöldi gerði Eyjólfur K. Jónsson grein fyrir störfum kjömefndar og skýrði Björn Ólafsson m. a. frá því, að Björn Ólafsson, fyrrv. ráðherra hefði ákveðið Pritchard vikið úr starfi Pritchard hershöfðingi Stý ri Herðubreiðar laskaðist S T Ý R I strandferðaskipsins Herðubresiðar laskaðist er skip- ið var statt á Borgarfirði eystra á austurleið í fyrrakvöld. — Var varastýri sett á skipið og því siglt inn til Seyðisfjarðar, þar sem athugun og viðgerð fer fram, ef hægt verður. Skipið var með mikinn varning á suðurfirð- ina, en ekki var vitað í gær hvort það gæti skilað þeim vörum á ákvörðunarstað. Biðskók í 8. umf. Bled í gærkvöldi. — LEIKAR fóra þannig í 8. umferð á skákmótinu hér, að Tal vann Smyslov og Keres vann Fischar. Skákir þeirra Gligoric og Benkö og Friðriks Ólafssonar og Petrosj an fóru í bið. I FRÉTTASTOFUFREGNUM frá Washington í gær .var skýrt frá því, að Gilbert Pritchard hers- höfðingja, yfirmanni varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli, hefði verið vikið frá störfum sam- kvæmt sérstakri ósk íslenzku ríkisstjórnarinnar. Viðurkenning á þessu fékkst hjá varnarliðinu er það útvarpaði fregninni í gær- kvöldi. í skeyti frá Reutersfréttastof- unni um þetta mál sagði, að bandaríska flugmálaráðuneytið hefði gefið út tilkynningu um brottvikningu Pritchards. Sagði í henni, að brottvikningin hefði verið ákveðin vegna óskar ís- lenzku ríkisstjórnarinnar. Hins vegar teldi yfirstjórn bandaríska flughersins hann í engu óhæfari fyrir þetta og myndi hann ekki lækka í tign heldur verða fluttur annað. Fréttamenn sneru sér til bandaríska utanríkisráðuneytis- ins og staðfesti það að herforingj- anum væri vikið úr starfi sam- kvæmt beiðni íslenzku ríkis- stjórnarinnar. Hefði sú ósk kom- ið í kjölfar ýmissa árekstra sem orðið hefðu á Keflavíkurflugvelli milli íslendinga og varnarliðs- manna síðan Pritchard tók við yfirstjórn þar. Hemlaförin voru 17 metra löng MENN, sem áttu leið um Hverf- isgötu um klukkan 9 í fyrra- kvöld, komu þar að sem orðið hafði árekstur mifii tveggja bíla, við gatnamót Klapparstígs. Hafði leigubíll ætlað að sveigja frá gangstéttinni þvert yfir götuna og niður Klapparstígihn, en rakst um leið á annan bíl, sém kom upp Hverfisgötuna. Lenti sá bíll á aft- urhurð leigubílsins og dældaði hana. En menn ræddu um það, hve hart bíllinn, sem ók upp Hverfisgötuna myndi hafa ekið. Þetta var stór amerískur bíll, gat an var þurr og litið eitt hallandi. Laust fyrir miðnætti í gær- kvöldi barst blaðinu svohljóð- andi fréttatilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu: Undanfarna daga hafa farið fram viðræður milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna vegna þeirra atburða, er gerzt hafa á Keflavíkurflugvelli. Var ríkis- stjórn Bandaríkjanna gerð grein fyrir því, hve alvarleguum aug- um ríkisstjórn Islands liti á mál- ið og bornar fram ákveðnar kröfur til úrbóta. Stjórn Bandaríkjanna tók kröfum Islendinga af vinsemd og lagði áherzlu á, að allt yrði gert sem hægt væri til að leysa vanda málið á þann hátt, að fyrirbyggja frekari árekstra í framtíðinni og koma á sem beztri samvinnu. Seint í kvöld barst utanríkis- ráðuneytinu tilkynning um að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefði ákveðið að flytja Pritchard hers- höfðingja í aðra stöðu til að full- nægja óskum ríkisstjórnar ís- lands. Val eftirmanns hershöfð- ingjans hefði ekki verið ákveðið ennþá, en því mundi verða flýtt og til þess vandað. Skólastjóri skipað ur bankaútibús- stjóri á Akureyri f ágústmánuði lét Bernharð Stefánsson af störfum sem for- stöðumaður útibús Búnaðarbank ans á Akureyri. Var starfinu þá slegið upp þar innan bankans Um starfann sótti Elías Tómas- son gjaldkeri útibúsins, „sem jafn framt hefir um langt árabil verið bankastjóri í löngum fjarvistum aðalbankastjórans Bernharðs Stefárissonar", eins og „fslend- ingur“ á Akureyri kemst að orði. Er Elías jafnframt elzti starfs- maður útibúsins. Bankaráð Búnaðarbankans réði til starfans Steingrím Bernharðs son skólastjóra barnaskólans á Dalvík. Hann er sonur Bernharðs Stefánssonar alþingismanns og fyrrum forstöðumanns útibúsins. Fimm sækja um Vogaskóla LOKIÐ er umsóknarfresti um starf skólastjóra við Vogaskóla hér í Reykjavík, en það er nýr skóli. Um starfann sækja þessir menn: Bjarni Jónsson, Ásvalla- götu 17, Eiríkur Hreinn Finnboga- son, Álfheimum 52, Guðmundur Þorláksson Eikjuvogi 25, Helgi Þorláksson, Nökkvavogi 21 og Jónas Eysteinsson Álfheimum 72. Á fundi fræðsluráðs á mánudag inn var, voru umsóknir þessar lagðar fram, en þær ekki rædd ar á þeim fundi af ráðinu. skorazt undan áframhaldandi þingsetu. Síðan sagði Eyjólfur: í tilefni af því að Björn Ólafs- son lætur nú af störfum, sem þingmaður reykvískra Sjálfstæð- ismanna, leyfi ég mér að nota þftta tækifæri til að þakka hon- um hin mikilvægu störf, sem hann hefur unnið fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og þjóðina alla sem þingmaður og ráðherra. Björn Ólafsson hefur í stjórn- málum verið maður skoðanafast- ur og trúr hugsjónum sínum. Hefur hann þá stundum lítt skeytt um persónulegar stundar- vinsældir. En einmitt þessi hrein- lynda afstaða og einbeittni hafa skapað honum vaxandi traust, svo að hann hverfur nú úr hin- um æðstu trúnaðarstöðum við al- menna virðingu og þakklæti, enda munu þeir nú margir, sem meta tímabær varnaðarorð hans á liðnum árum varðandi fjár- mála- og efnahagsþróun þessa þjóðfélags. Um leið og við óskum Birni Ólafssyni gæfu og gengis og okk- ur þess, að við megum enn njóta starfa hans á öðrum vettvangi, þökkum við honum. Að loknum þesum orðum Eyjólfs K. Jónssonar hylltu fund- armenn Bjöm Ólafsson með lang varandi dynjandi lófataki. Skipverji á Magna fótbrotnar EINN af hásetum á dráttarbátn- um Magna, Sigurjón Jónoddsson, Seljalandi, fótbrotnaði í gær- kvöldi við störf um borð í drátt- arbátnum. Var Magni að aðstoða skip, sem var að láta úr höfn er slysið vildi til. Hafði dráttarvír skollið á fót Sigurjóns. Var hann fluttur í Landakotsspítalann. Sjö bílar skemmdust í sama árekstrinum ENGINN skyldi um of treysta hemlunum á bílnum sínum. í gær kom þetta fram á mjög svo áþreif anlegan hátt. Var þá satt „nýtt ís landsmet“, — einn og sami bíllinn olli skemmdum á sex bílum, — vegna þess að hemlarnir sviku ökumanninn. Þetta gerðist um kl. 3 I gær- dag á Snorrabraut, skammt íyrir ofan Laugaveg. Maður nokkur kom þar akandi á nýiegum Ford Zodiac og hugðist beita fóthemli. Sér til mikillar skelfingar varð ökumaðurinn þess var, að hemí- arnir voru óvirkir. Bdlinn rann upp á „eyjuna", sem skiptir ak- brautum Snorrabrautar. Þar stóðu margir nýlegir bílai-, sum- ir af þessa árs gerð. Maðurinn hafði gripið í hand- hemilinn, en áður en að bíllinn stöðvaðist gerðist þetta: Bíllinn hans ,sem er R-141, hafði rekist á fjóra bíla, ýmist framan á þá eða aftaná. Fjórði bíllinn kastaðist til á stæðinu og rakst á næsta bíl, sem líka kastaðist til og skall á sjötta bílinn í þessum órekstri. Sumir bílanna, einkum þeir, er urðu fyrst á vegi bremsulausa bílsins skemmdust þó nokkuð, en hinir minna. Ottast um út- breiðslu mæði- veiki á Vest- fjörðum KRÓKSFJARÐARNESI, 18. september. — Slátrun hef- ur gengið vel hér í Króks- fjarðarnesi og er talið að slátrun ljúki í Reykjanes- hólfi seint í næsta vifeu. Mæðiveiki hefur verið stað- fest í einni kind frá Kolla- búðum, en það er næsti bær við hina nýju varnargirð- ingu í Þorskafirði, Reykja- nesmegin. Eru menn hér uggandi yfir því, að veikin kunni að vera komin vestur fyrir girðingu og eru þá Gufu- dalssveit og Nauteyrar- hreppur við Djúp komin inn á svæði, sem t eljast verður mjög grunsamlegt. — Sv. G. KEFLAVÍK — SUÐURNES Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins á Suffurnesjum er í Sjálfstæffis- húsinu í Keflavík. Hún er opin frá kl. 10—18. Þeir, sem fengiff hafa heim- senda happdrættismiffa, eru vin- samlega beffnir um að gera skil á skrifstofunni sem fyrst. Einnig má hringja í síma 21 og verffur þá sent efttr skilagrein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.