Morgunblaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 6
6 MORCUHBLAÐIÐ Laugardagur 19. sept. 1959 Samanhurður á skatti og útsvari er villandi Árásirnar á niðurjöfnunarnefnd gerðar til að breiða yfir úisvarsfrelsi SÍS Frá upirczðum á bæjarstjórnarfundi EINS og skýrt var frá í blað- inu í gær urðu allmiklar um- ræður i*m útsvarsmál á bæj- arstjórnarfundi í fyrradag. — Tveir fulltrúar kommúnista’ í bæjarstjórninni, þeir Guð- mundur J. Guðmundsson og Alfreð Gíslason, báru ♦ram tillögu á fundinum um að nið- urjöfnunarnefnd gerði grein fyrir viðhorfi sínu til þeirra ásakana er hún hafði orðið fyrir í blöðum. Greinargerð frá nefndinni lá fyrir fundin- um. —i Guðmundur J. Guðmundsson fylgdi tillögunni úr hlaði. Kvað hann greinagerð niðurjöfnunar- nefndar á engan hátt fullnægj- andi. Það væri athyglisvert í sambandi við útsvarslagning- una að hátekjumenn virtust vera á öðrum útsvarsstiga en lágtekjumenn. Af útsvarsgreið- endum hefðu 6268 verið teknir út úr vélunum og meðal þeirra væru þeir, sem hefðu sjálfstæð- an atvinnurekstur og væri gam- an að fá upplýst, hverjir það væru sem yrðu þeirra gæða að- njótandi. Kvaðst G. J. G. hafa grun um, að reglur niðurjöfnun- arnefndar giltu ekki alltaf fyr- ir alla, heldutr stundum fyrir suraa. Ekki sambærilegt Geir Hallgrímsson tók næstur til máls. Kvað hann tillögu þeirra Guðmundar og Alfreðs fram bornar vegna blaðaskrifa um útsvarsálagningu. Þau blaða- skrif hefðu verið gerð í póli- tískum tilgangi fyrst og fremst til þess að ná sér niðri á pólitísk- um andstæðingum. Mörg dæmi lík þeim, sem birt væri einungis um forvígismenn Sjálfstæðisflokksins, mætti finna um menn í öllum flokkum og stéttum. Samkvæmt landslögum ætti nið- urjöfnunarnefnd að leggja út- svörin á eftir efnum og ástæðum hvers útsvarsgreiðanda, en skatt- urinn væri hinsvegar lagður á samkvæmt skattstiganum, sem væri ákveðin f lögum gagnstælt útsvarstiga, sem fer eftir ákvörð- un niðurjöfnunarnefndar og er frávíkjanlegur. Sá samanburð- argrundvöllur sem notaður hefði verið í þeim blöðum, er ritað hefðu um þetta mál, væri því ekki réttur. Þá skýrði Geir Hallgrímsson frá því, að verkefni niðurjöfn unarnefndar væri að jafna nið ur útsvörunum og til þess væri hún kosin af bæjarstjórn. í þessari nefnd ættu nú sæti Sulltrúar sem allir flokkar í bæjarstjórninni hefðu kosið. Það væri býsna ótrúlegt, ef fulltrúar ailra stjórnmála- flokkanna hefðu samþykkt sér stök útsvarsfríðindi handa for- vígismönnum Sjálfstæðis- flokksins eins og gefið hefið verið í skyn, Þá benti Geir á að til viðbótar þeim 6268 framtölum, sem nið- urj.n. hefði tekið til sérstakrar athugunar og lækkunnar, mætti gera ráð fyrir yfir 1000 lækk- anir samkv. samtölum við niður- jöfnunarnefnd meðan á kæru- fresti stæði. Þar við bættust svo þeir, er sjálfstæðan atvinnurekst- ur stunduðu, en útsvar þeirra breyttist yfirleitt til hækkunar vegna veltuútsvars, en kæmu ekki til frádráttar, eins og G.JG. hefði sagt. Léti þannig nærri, að um 7—8000 manns fengu útsvar sitt lækkað eða um þriðjungur útsvarsgjaldenda í bænum. í sambandi við ósk G.J.G. um nánari greinargerð frá niðurjöfn- unarnefnd kvað Geir hana' vera þagnarskylda samkyæmt lögum og því ekki hafa heimild til að ræða nánar álagningu.ýi—7 gjald- enda af þeim 7—8000, sem tekn- ir hefðu verið til sérstakrar at- hugunar eða af þeim 22 þús. gjald endum, sem ; bænum væru. Hins vegar hefði Guðm. J. Guðmundss- son getað kært útsvör þessara manna, ef fyrir honum hefði vak- að að sannleikurinn k'æmi fram í málinu, en sá væri ekki til- gangurinn, heldur að þyrla upp um það sem mestu moldviðri. Aðalatriðið væri, að niðurjöfn unarnefnd væri sjálfstæður að- ili, sem jafnaði niður útsvörum og bæjarstjórn hefði ekki heim- ild til að skipta sér af niðurjöfn- uninni í einstökum atriðum. Nefndin yrði að standa reiknings skil á gerðum sínum, samkvæmt lögum landsins, og þegar þar að kæmi yrði bæjarstjórnin í kosn- ingu niðurjöfnunarnefndar að meta, hvort nefndin hefði farið að lögum. Að lokum vék Geir að nauðsyn þess að útsvars- og skattalögin væru tekin til gagngerðrarendur skoðunar, meðan beinir skattar væru við lýði. Alfreð Gíslason talaði næstur. Tók hann.mjög í sama streng og Guðmundur J. Guðmundsson og kvað nauðsynlegt að fá nánari greinargerð um þetta mál en þá er niðurjöfnunarnefnd hefði sent frá sér, ef ekki mætti ræða málið opinberlega, væri hægt að gera það á lokuðum fundi í bæjar- stjórninni. Hún fékk leiðréttingu Valborg Bentsdóttir kvað það töluverða viðbót á skattinum og útsvarinu, ef menn þyrftu að leggja á sig slíkt ómak að kæra útsvarið til niðurjöfnunarnefnd- ar, sem svo erfitt væri að ná tali af í litla herberginu á skattstof- unni. Kvað hún villu hafa ver- ið á framtali sínu í ár, en þó hefði það farið fyrirstöðulaust £ vél- arnar. Hefði hún farið upp á skattstofu og fengið þar leiðrétt- ingu, en þurfti einnig að fara til niðurjöfnunarnefndar til að fá leiðrétt útsvar. Hefði niðurjöfn- unarnefnd tekið leiðréttinguna ti| greina, en óskað þess að hún legði hana fram skriflega. V.B. lagði til að lokum, að niðurjöfn- unarnefnd skýrði fyrir almenn- ingi, hvaða liðir það væru, sem hún tæki til frádráttar, því fleiri en hún myndu vera illa heima í skattalögunum. Úrelt skattheimtuaðferð Magnús Ástmarsson kvað hér brennandi spursmál á dagskrá. Öllum mundi nú vera að verða Ijóst, að sú skattheimtuaðferö, er hér tíðkaðist, væri orðin úr- elt. Hver borgar, sem sæi sér það fært, gerði í því að svíkja undan skatti og sæju menn ekk- ert athugavert við það, þó um . væri að ræða um menn, sem' væru heiðarlegir og samvizku- samir í bðru tilliti. Ræðumaður kvað mál þetta hinsvegar koma til umræðu í bæjarstjórninni í öðru formi en hann hefði talið æskilegt, þv£ hér væri það lagt fram á þeim forsendum, að niður- jöfnunarnefnd hefði framið trún- aðarbrot. Væri ákaflega erfitt fyr ir bæjarstjórnina að fella nokk- urn dóm í því máli. En sjálfur kvaðst Magnús hafa fyllstu á- stæðu til að ætla, að niðurjöfn- unarnefnd hefði unnið störf sín af fyllstu sanngirni. Kvaðst hann því ekki geta greitt tillögu komm únistanna atkvæði. Ræða borgarstjóra Gunnar horoddsen borgarstjóri talaði næstur. Sagði hann, að jafnan yrðu miklar umræður um það manna á milli, er tekjuskatt- ur og útsvar væri lagt á. Á hinn bóginn væru útsvörin einu tekju stofnar bæja- og sveitarfélag- anna sem nokkru næmu og kvaðst borgarstjóri vilja taka undir þau orð Magnúsar Ást- marssonar, að þessi tekjuöflua væri orðin úrelt og þyrfti gagn- gerðra breytinga við. Hefðu bæj- ar- og sveitarfélögin á undan- förnum árum farið þess á leit að fá nýja tekjustofna, en sú bar- átta hefði því miður borið lítinn árangur, og hefði einn stjórn- málaflokkur hér á landi, Fram- sóknarflokkurinn, einkum ver- ið þar Þrándur í Götu. Þetta yrði að taka til úrlausnar. Ef tækist að afla bæjar- og sveitarfélögun- um nýrra tekjustofna, væri hægt að stórlækka útsvörin. Borgarstjóri kvað flesta hneigjast meira og meira frá beinum sköttum á síðari árum. Væri sér minnisstætt í því sam- bandi, er fjármálaráðherra Noregs hefði reifað þessi mál á fundi þingmannasambands Norð- urlanda fyrir tveimur árum. Hefði hann lýst rannsóknum, er hann hafði látið gera í þessu máli og skýrt frá því, að niður- stöður hefðu orðið þær, að það væri úrelt, óhagkvæmt og dýrt skipulag að hið opinbera fengi tekjur sínar í beinum sköttum. Óbeinir skattar væru ekki síður stighækkandi £ framkvæmd en Rússneskir íistamenn á feröalagi SL. miðvikudagskvöld komu frá Moskvu fjórir frægir rúss- neskir tónlistarmenn á vegum MÍR. Munu þeir dvelja hér á Iandi í um það bil hálfan mán uð og halda hljómleika á mörgum stöðum. Fyrstu tón- leika sína munu þeir halda í kvöld á Akranesi, í Hafnar- firði annað kvöld, í Þjóðleik- húsinu á sunnudag kL 4 og á sama stað á þriðjudagskvöld. Er síðan ráðgert að listamenn irnir ferðist um landið, haldi hljómleika á Akureyri og víð- ar. Er hér um úrvais listafólk að ræða og mun marga fýsa að hlýða á túikun þeirra á verkum stórmeistaranna. — Listamennirnir eru, talið frá vinstri: Mikail Voskresenskí, píanóleikari, Ljúdmíla Isaeva, sópransöngkona, Igor Pólit- kovskí, fiðluleikari, og Taisía Merkúlova, undirleikari. þeir beinu og kæmu þannig nið- ur á breiðustu bökin. Niðurstaða þessa merka Norðmanns hefði því verið sú, að í nútíma þjóðfélagi væri heppilegra og réttlátara að skattar væru óbeinir en bein- ir. Hér á landi hefðu tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn, komizt að sömu niður- stöðu og kvaðst borgarstjóri vera þeirrar skoðunar, að þau rök, er hinn norski fjármála- ráðherra hefði lagt fram væru rétt. Útsvarsfrelsi SÍS vakti mikla athygli Er skattskráin hefði komið út að þessu sinni, hefði það vakið mesta athlygli, að Samband ís- lenzkra samvinnufélaga greiddi ekki eyri í útsvar. Samkvæmt lögum og hæstaréttardómi mætti ekki leggja á fyrirtæki þetta hærra útsvar en næmi hagnaði á viðskiptum við utanfélags menn. Þetta fyrirtæki, sem mundi hafa haft um 200 millj. kr. £ veltu á síðasta ári, hefðj sýnt tap á viðskiptum við utanfélagsmenn og því ekki greitt eyri í útsvar. Ef það hefði greitt svipað og önnur slík fyrirtæki, t. d. 1% i veltuútsvar, hefðu þar komið 2 millj. £ bæjarsjóð. Kvað borgar- stjóri það ekki geta staðizt í þjóð- félaginu til lengdar, að fyrirtæki, sem hefði jafn umfangsmikinn rekstur og SÍS slyppi við útsvar. Hér þyrfti að breyta lögum. úr skrifar daglegq hfinu j Kvöldfagur Austurvöllur. AUSTURVÖLLUR hefur um langt árabil verið stolt og prýði okkar Reykvíkinga. — Á þesum litla reit hefur þjóðar- dýrlingi okkar íslendinga verið búinn minnisvarði og beinir hann sjónum sínum til löggjaí- arsamkomu þjóðarinnar. Reykja- víkurbær hefur unnið samvizku- samlega að skreytingu vallarins og komið þar fyrir fallegum blómabeðum og allt hefur þetta mikla blómaskraut verið vel hirt og af kostgæfni. Nú síðast, er nótt tekur að dimma, hefur ver- ið komið þar fyrir snotrum ljós- kerum yfir blómabeðunum og er að því einstaklega mikil prýði á haustkvöldum. Þetta finnst Vel- vakanda ástæða til að þakka þeim, sem hugmyndina hafa átt og séð um framkvæmdina. Öll sumarfegurð gleður gest og gang andi og það er hugulsemi að lofa höfuðstaðarbúum að njóta blóm- anna, þótt tekið sé að skyggja. Ég vil aðeins skjóta því að þeim, sem þetta góða verk hafa unnið, hvort ekki væri gerlegt að beina ljóskösturunum að styttu Jóns Sigurðssonar svo að frelsishetja okkar megi standa uppljómuð í blómahafinu. Drengir í fótbolta. IGÆR tók ég eftir því, að búið var að mála skemmti- lega mynd á götuna við Gamla barnaskólann, eða Miðbæjarskó!- ann. Þetta var mynd af dreng í fótbolta. Ég lagði saman tvo og tvo og sá að hér myndi vera um nokkurs konar viðvörunar- merkí fyrir ökumenn, um það, að á þessu svæði geti bílstjórar átt á hættu að börn komi hlaup- andi út á götuna út frá skólan- um. Mér er óhætt að fullryða, að þessi litla mynd, sem verður að halda vel við, verði mun áhrifa- meiri, nái betur tilgangi sínum, heldur en spjald: Akið varlega, skóli! Iðulega þegar ég er að fara heim frá vinnu seint á kvöldin, milli klukkan 1—2 á nóttunni, þegar vakt lýkur, hef ég séð mesta urmul unglinga á götura Miðbæjarins, ungmenna, sem ég tel fullvíst að ekki geti verið öllu msira en 14—15 ára. Hvernig stendur á þessu? Er ekki ákvæði um útivist barna og ungnlinga og er ekki passaskyldan enn í gildi? í tvennum tilgangi Þá vék borgarstjóri að þeim blaðaskrifum, er orðið hafa um útsvarsálagningu upp á síðkastið. Kvað hann þessi skrif sumpart skrifuð í þeim tilgangi að breiða yfir útsvarsfríðindi SÍS, en sum- part til að ná sér niðri á pólitísk- um andstæðingum. Eins og skýrt hefði komið fram í ræðu Geirs Hallgrímssonar, væri það verk- efni niðurjöfnunarnefndar að jafna niður útsvörunum eftir efn- um og ástæðum hvers og ems. í blöðum hefðu birzt freklegar aðdróttanir í garð niðurjöfnunar- nefndar Reykjavíkur um íviln- anir til einstakra lnanna. Afleið- ingar þessara skrifa ættu að vera þær að kæra niðurjöfnunarnefnd fyrir sakadómaTa eða dómsmála- ráðherra fyrir brot í opinberu starfi. Ef einhver fótur væri fyrir þessum ásökunum, væri það beinlínis skylda þeirra, er se'.t hefðu þær fram, að draga nefnd- armenn fyrir lög og dóm. Þetta hefðu árásarmenn ekki gert. Höggunum væri hinsvegar beint að þeim mönnum fyrst og fremst, sem lagt væri á, og væri það glöggt sýnishom af þeim hugsunarhætti, er að baki ásökunium lægi. Útsýn, málgagn Alfreðs Gislasonar læknis og bæjarfulltrúa, hefði byrjað þessar ásakanir, en Frjáls þjóð tekið undir þær, tekið sýnu sterkara til orða og kallað stjórnendur bæj- arins „sakamenn". Hefði Útsýn fundizt Frjáls þjóð ætla að stela frá sér glæpnum, og næsta blað Útsýnar herti þvi á og kallaði okkur „þjófa“ hélt borgarstjóri áfrarn Tilgangurinn væri sá að reyna að níða æruna af nokkrum mönnum, og um leið væra Út- sýn og Frjáls þjóð að hjálpa Timanum til þess að þagga nið ur óánægjuna út af útsvars- frelsi Sambandsins. Borgarstjóri kvaðst aldrei hafa reynt að hafa áhrif á niðurjöfn- unarnefnd um það, hvaða útsvör hún legði á nokkurn gjaldanda. Þessum árásum hefur m.a. verið beint að mér persónulega, sagði borgarstjóri. Hver einasti eyrir, sem ég hef í tekjur liggur opinberlega fyrir í bæjarreikningum varðandi laun hjá bænum, og í ríkisreikningi varðandi þingfararkaup, og allt að sjálfsögðu talið í framtali. Því er ekki svo farið með tekjur alira, eins og Magnús Ástmarsson benti réttilega á. Niðurjöfnunarnefnd og skattstjóri eru bundnir þagn- arheiti og mega ekki skýra frá framtölum einstakra manna. Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.