Morgunblaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1959, Blaðsíða 8
8 MORCinvnr 4Ð1Ð Laugardagur 19. sept. 1959 Utg.: H.í. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábra.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamand: 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. EKKI VINSTRI STEFNA HELDUR VALDASTREITA TIL skamms tíma hefur Framsókn ætíð talið það sér einna helzt til ágætis, að hún væri miðflokkur. Hún hefur þótzt vilja draga úr mót- setningum í þjóðfélaginu, jafna deilur og forðast öfgar. Þess vegna hefur enginn harð- ar en Framsókn fordæmt komm- únista, enda sóru forustumenn hennar það hvarvetna um land fyrir kosningarnar 1956, að sam- vinna við þá kæmi ekki til greina af hennar hálfu. Á þessu urðu snögg umskipti eftir kosn- ingarnar. Þá var í skyndi samið við kommúnista og er nú orðið ljóst, að þeir samningar áttu sér langan aðdraganda. I jaun og veru var ráðið, hvað gera skyldi áður en svardagarnir voru unnir. Út úr Tímanum glopraðist til afsökunar heitrofinu, að ef svo hefði ekki verið farið að, mundi Framsókn hafa misst völdin. Því- líka ógæfu varð að hindra, hvað sem það kostaði. Ærumissir var ekki mikils virði á móts við valdamissi. ★ Forystumönnum Framsóknar þótti skýring Tímans helzt til bersögul og báru það þess vegna fyrir, að nauðsynlegt væri að vinna með kommúnistum til þess að koma fram hinum „varanlegu úrræðum“ í efnahagsmálum, er þeir höfðu heitið þjóðinni. Efnd- ir þess loforðs fóru á sama veg og annarra. Hermann Jónasson hljóp af stjórnarfleyinu með þessum orðum: „Ný verðbólgualda er skollin yfir.“ Slíkur var dómur Hermanns Jónassonar sjálfs um frammi- stöðu V-stjórnarinnar í því máli, sem hún hafði gert að sínu aðal- viðfangsefni og Framsóknarfor- ingjarnir höfðu á sínum tíma notað sem afsökun fyrir sam- ''Vinnuslitum við Sjálfstæðismenn og síðan bandalagi sínu við kommúnista. ★ Þrátt fyrir þessi endalok varð það skjótlega ljóst, að Framsókn harmaði mjög, að V-stjórnin skyldi hrökklast frá völdum. Hermann Jónasson hafði klæðzt úr miðflokksgervinu þegar í for- sætisráðherrastólnum. Hermann lýsti því fyrir rúmu ári, þegar hann enn var for- sætisráðherra, sem mesta afreki V-stjórnarinnar, að hún væri vel á veg komin með að víkja nær helming þjóðarinnar „til hliðar". Uín sömu mundir studdu Fram- sóknarmenn kommúnista öflug- lega innan verkalýðshreyfingar- innar gegn lýðræðissinnum. Framsókn og kommúnistar voru og í óða önn að semja um endurreisn V-stjórnarinnar, þeg- ar Alþýðuflokkurinn myndaði minnihlutastjórn sína fyrir jólin í vetur. Nú í þinglokin hófu þessir tveir flokkar enn samn- inga sín á milli um stjórnar- myndun eftir kosningar. I upphafi ríkti alger leynd um þær samningatilraunir. Loks eft- ir að Morgunblaðíð hafði sýnt fram á, hversu óviðurkvæmilegt væri að vera að slíku makki á bak við kjósendur rétt fyrir kosn- ingar, birtu samningaaðilar þau bréf, sem á milli hafa farið. ★ Kjósendur þurfa að kynna sér þau bréfaskipti og þá ekki síður orðsendingarnar, sem nú fara á milli Framsóknar og kommúnista af þessu tilefni. 1 bréfi Framsóknar eru játað- ar þrjár höfuðstaðreyndir: 1) Þar segir, að „öllum fær- um leiðum í efnahagsmálum“ hafi verið „lokað fyrir vinstri stjórninni". Til frekari áherzlu er viðurkennt, að vinstri stjórn- in hafi ekki „fengið stuðning til raunhæfra ráðstafana í efnahags- málum“. » 2) Sagt er að Framsóknar- flokkurinn hafi þurft „að bera sáttarorð á milli hinna stjórn- arflokkanna". 3)---Loks er því haldið fram, að næst þurfi að standa að V- stjórn, „með fullum heilindum -----af öllum hlutaðeigendum". ★ Ætla mætti, að það þætti ekki girnilegt til endurtekningar, ef ríkisstjórn hefur ekki getað kom- ið sér saman um neinar „raun- hæfar ráðstafanir“ í megin við- fangsefni sínu, og þar „væri öll- um færum leiðum lokað“. Venju- legum mönnum mundi sízt þykja til bóta, ef við þetta bættist, að í stjórninni heígi ríkt stöðugt ósamkofnulag. Flestum mundi þó þykja taka út yfir, ef ofan á allt þetta kæmi, að mjög hafi skort á um full heilindi í sam- starfi. Hlutur V-stjórnarinnar verður þó enn verri þegar íhugað er, að hið eina, sem hún hrósar sér af, uppbygging atvinnufyrir- tækja úti um land, er að lang- samlega mestu leyti stolnar skrautfjaðrir. í þeim efnum var fátt eða ekkert gert annað en að halda áfram því, sem byrjað hafði verið á, áður en V-stjórn- in tók við. En Framsóknarbroddarnir hafa ekki látið sér þennan óvirð- ingarferil að kenningu verða. í bréfi sínu segja Hermann Jónas- son og Eysteinn Jónsson, að Framsókn telji af ýmsum ástæð- um æskilegast, „að samstarfi um vinstri stjórn verði komið á að nýju hið allra fyrsta“. ★ Ekki vilja þeir þó semja um endurreisn V-stjórnarinnar fyr- ir kosningar. Þvert á móti hafa þeir svo marga fyrirvara á, að þeir geti hlaupið frá öllu sam- an, ef svo býður við að horfa. Hermann og Eysteinn fara nú um landið og slá úr og í. Þar sem þeir halda, að það eigi við segja þeir, að vinstra samstarf sé sjálfsagt og vitna í bréf sitt. Þar sem þeir telja, að vinstra samstarf sé óvinsælt, svo sem víðast er, þá segja þeir, að bréfið sé aðeins skrifað til að veiða vinstri kjósendur. 1 því séu slíkir fyrirvarar að komm- únistar fallist aldrei á þá, svo að öruggt sé að úr samstarfinu verði ekki. Almenningur hefur þegar feng ið nóg af þessum hráskinnaleik. Kjósendur skilja að Framsókn er hvorki miðflokkur né vinstri flokkur, heldur eingöngu aftur- haldssamur valdstreituflokkur. UTAN UR IIEIMI GEGNT Hvíta húsinu í Washing- ton, bústað forsetans, stendur svonefnt „Blair House“, en þar hafa Bandaríkjaforsetar nú um 17 ára skeið hýst tigna gesti, er borið hefir að garði þeirra. — Og þetta hús er nú hinn „opinberi“ aðseturstaður Krúsjeffs, forsætis ráðherra Sovétríkjanna á meðan hann dvelst vestanhafs. Raunar verður það meira „í orði en á borði“ — en hann gisti þar þó a. m. k. fyrstu nóttina, eftir að hann kom til Bandaríkjanna. ★ —♦ Blair House er 135 ára gamalt, byggt af dr. Joseph Lo- vell, lækni í bandaríska hernum. Lovell átti húsið í 12 ár, en seldi það síðan Francis Preston Blair, sem m. a. var kunnur af stjórn- málaskrifum sínum. Var húsið í eigu hans og ættingja hans þar til árið 1942, að Bandaríkjastjórn keypti það — í þeim tilgangi að nota það sem dvalarstað fyrir opinbera gesti forsetans. Og þetta gamla hús hefir vissu lega hýst marga tigna gesti á þessu tímabili — þjóðhöfðingja og fræga stjórnmálamenn. Meðal gestanna hafa t.d. verið Elísabet Englandsdrottning, Baldvin Belg iukonungur, Páll Grikkjakonung- ur, Haile Selassie, keisári Eþíó- píu, Reza Pahlevi, íranskeisari, Sir Winston Churchill, Adenauer kanslari, de Gaulle, Nehru, for- sætisráðherra Indlands — og for- setar og kóngar frá öllum horn- um heims. — Þess má geta, að á meðan Molotov var og hét, gisti hann tvisvar í Blair House, 1942 og 1945. Hann mun vera eini gesturinn þar, sem sofið hefir með skammbyssu»undir koddan- Þar svaf Molotov — með skammbyssu undir koddanum ,,Blair House" hetir hýst marga tignar- menn — og þar svaf Krúsjeff fyrstu nóttina vestanhafs — og um þriggja ára skeið bjó Truman þar meðan hann var for- seti, en þá var Hvíta húsið „skinn að upp“ hátt og lágt og - ýmsar breytingar gerðar á því. — Og á þessum tíma gerðist blóðugur at- burður í Blair House, er árásar- menn frá Purto Rico ætluðu að ráða forsetann af dögum. Hörð átök urðu þá við aðaldyr húss- ins, og var einn af lífvörðum forsetans skotinn þar til bana, en tveir aðrir særðust mikið. — Það má því segja, að þetta gamla hús hafi ýmislegt „séð“ um dagana. ★ —♦ Húsakynnin eru mjög rúm- góð og glæsileg. Fremst í húsinu er geysistór matsalur, en aftan til eru margir og vel búnir við- hafnarsalir. Öll nýtízkuþægindi eru við höndina, t.d. er litasjón- varp af fullkomnustu gerð í bóka salnum á annarri hæð, og hljóm- plötutæki eru þar einnig, svo sem þau gerast bezt í dag. — Hvar- vetna getur að líta dýrindis list- muni og sögulegar minjar, þar á meðal er t.d. blýantsteikning eftir Abraham Lincoln, árituð af honum. ! um! — Hann lét líka lífverði sína rannsaka húsið hátt og lágt — í leit að duldum hljóðnemum í veggjunum, og ýmsar aðrar ör- yggisráðstafanir lét hann gera. ★ —♦ Stundum hefir Blair House verið notað sem embættisbústað- ur ráðherra í Bandaríkjastjórn Lögregluhundurinn Rex HUNDURINN hefir verið góður og tryggur þjónn mannsins frá fornu fari — stundum kannski hans bezti vinur. Það er líka oft að finna óvenjulega hlýju í rödd manna, þegar þeir tala um „hundinn sinn“ og segja frá vitsmunum hans og tryggð. En samt bregður svo undar- lega við, að orðið „hundur“ er á mörgum tungumálum í vissum samböndum eitt rammasta skammaryrði, sem menn nota. En þannig eru andstæður heimsins stundum skrýtnar. hundur heimsii... Sagt er, að vitur hundur verði nokkurn veginn eins og eigand- inn vill, að hann sé — það er að segja, ef eigandinn hefir upp- eldið á valdi snu og kann að leggja rækt við fremstu dyggðir hundsins, sem eru tryggð og hlýðni. — Þetta kemur vel fram sérstakri bók, sem nýlega var gefin út Englandi. Hún nefnist „Hundurinn minn, Rex“ og fjall ar um einhvern frægasta lög- regluhund, sem þekkzt hefir. Höf undurinn er Arthur nokkur Hol- man, einn úr hópi hinnar frægu Lundúnalögreglu, en hann var „uppalandi" og umsjónarmaður Rex. -Ar Lítil hrifning Rex var mikill og stæðilegur Scháferhundur. Lundúnalögregl- an fékk hann að gjöf frá franska sendiráðinu í borginni. Til þess I tíma höfðu lögreglumenn lítið eða j ekkert notað hunda við lögreglu- störf. — Og satt að segja ríkti í fyrstu engin hrifning í „her- búðum“ Lundúnalögreglunnar yfir sendingunni. En Rex átti eft- ir að sanna „starfsbræðrum“ sín- um það, að hann gat leyst mörg verkefni, sem þeim voru ofviða — þótt þeir væru raargir saman. — Og Lundúnalögreglan hefir ekkert á móti hundum lengur hún hefir nú fjölda lögreglu- hunda í sinni þjónustu. k Enginn fremri Rex Til dæmis um þann árangur, sem lögreglan hefir náð með því að beita hundum snum, má geta þess, að árið 1950 leið varla svo nótt, að ekki væru framdar margar líkamsárásir í Hyde Park í London — 20 árásir á einni nóttu var þá ekkert einsdæmi. Nú hefir lögreglan stöðugt sex hunda á verði í garðinum — og árangurinn er sá, að líkamsárásir eru nær því úr sögunni. En enginn hefir verið Rex fremri, ef trúa má lýsingum Hol- mans í fyrrnefndri bók. Það kom varla fyrir, að hann hefði ekki uppi á sökudólgnum, sem honum var ætlað að finna. Og hann lét það ekki hindra sig, þó að þorp- ararnir væru vopnaðir — hann kunni að afvopna þá og yfirbuga. ★ Uppeldi Það er athyglisvert, sem Hol- man segir um uppeldi hunda, en þar dæmir hann eftir reynslu sir.ni af Rex. Hann segir á einum stað í bók sinni: — „Fátt er ergilegra en að kalla og kalla á hund, sem ekki gegnir. En þótt mann laftgi helzt 'til að gefa skepnunni skell fyrir óhlýðnina, þegar hún loks kemur, tel ég slíkt mjög óráðlegt, því að það hlýtur að vera óréttlátt í augum hundsins. Frá hans sjónarmiði séð, hlýtur hann löðrunginn fyrir að hlýða“. — Þetta gera menn sér kannski ekki Ijóst, þótt það virðist liggja nokkurn veg- inn í augum uppi, þegar bent er á það. En hvað um barnauppeldi? Ætli ýmsir mættu ekkí íhuga, hvort þessi ábending lögreglu- mannsins gildir ekki einnig á því sviði? + HálsbandiS Holman bendir einnig á, að hálsbandið sé ekki til lengdar vænlegt til þess að, takmarka frelsi hundsins, svo sem þörf kann að vera á. Hraustur og greindur hundur getur lært að takmarka eigin frelsi af frjálsum vilja, samkvæmt óskum eigand- ans, segir Holman. Og þegar þvi marki er náð, fylgir hundurinn manni betur eftir bandlaus en með bandi — og þá getur hann setið grafkyrr tímunum saman á sama stað, ef það er það, sem til er ætlast af honum. Rex féll í valinn fyrir aldur fram — hann fék krabbamein í hálsinn. Það var sem Arthur Hol man hefði misst ástkært barn si.tt — og hálf Lundúnaborg tók þátt í sorg hans, því að þeir fé- lagar voru orðnir þekktir meðai borgarbúa og vinsælir. Þessi sérstæða bók hefir hlotið góða dóma í Englandi. Hefir ekki sízt verið bent á hana sem góða og þroskandi barnabók. — En eflaust er hún líka holl lesning fyrir þá, sem nota orðið „hundur“ helzt ekki öðru vísi en sem skammaryrði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.