Morgunblaðið - 23.09.1959, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.09.1959, Qupperneq 13
Miðvikudagur 23. sept. 1959 MORCVNBT/AÐIÐ 13 Hagiiús Víglundsson, ræðSsmaður: pánverja og íslend Þau voru megSnsfoð efnahagslegs sjáSfstæðis Islendinga á fyrsfa fjórðurcgi 20. aldar ÍSLENDINGAR, eins og raunar margar smáþjóðir aðrar, byggja kröfur sínar um rétt til að lifa sem sjálfstæð þjóð fyrst og fremst á sögulegum rökum. Og á sama hátt og staðreyndir sög- unnar standa vörð um pólitískt sjálfstæði okkar, eru hefðbundin viðskipti við vinveittar þjóðir forsenda sjálfstæðra utanríkis- viðskipta. Án sæmilega öruggrar efnahagsafkomu, hvílir- hið póli- tíska sjálfstæði okkar íslendinga í höndum annarra en íslendinga sjálfra. Arðurinn af þesum við- skiptum hafði runnið nær óskipt- ur til eflingar efnahagslífi fram- andi þjóða. Og viðskiptaböndin, einnig til fiskverzlunar, voru í höndum útlendra manna. Hér hlutum við því að byggja frá grunni. Hinnar ungu og lítt reyndu íslenzku verzlunarstéttar beið nú það vandasama hlutverk, að renna stoðum undir, bein og milliliðalaus sambönd við kaup- hagslega aðstöðu sína með því að koma á beinum og óháðum utan- ríkisviðskiptum. Þessar athuganir, sem byggðar voru á íslenzkum hagskýrslum, og öðrum heimildum, leiddu í ijós, að á ofangreindu tímabili höfðu Spánverjar keypt 27,4 prósent af útflutningsafurðum íslands að meðaltali, og nær ein- göngu saltfisk. Og fyrir þessi miklu viðskipti greiddu Spán- verjar að 6/7 hlutum með frjáls- um gjaldeyri, er var íslendingum nauðsynlegur til að standa undir alhliða uppbyggingu atvinnuveg- anna, einkum sjávarútvegsins, enda voru þá miklar framfaiir hjá þeim atvinnuvegi, og mikil Fyrri grein x$x§>^x$><$x$><$><$x$x§x$x^^><$x^<$><$>^*§><^<$><$><^i bjartsýni ríkjandi um málefni hans. Þessi ár má með fullum rétti nefna hið fyrra nýsköpunar- tímabil íslenzks sjávarútvegs. Sið ara nýsköpunartímabilið stóð yfir á árunum þegar eftir síðari heimsstyrjöldina. — Fyrir aðeiris 1/7 hlutann af verðmæti útflutn- ingsins til 'Spánar keyptum við spánskar vörur, svo þessi við- skipti voru íslendingum eins hag- stæð og frekast varð á kosið. Islenzki fiskurinn, „el bacalao islandés", varð sérlega eftirsótt- Magnús Víglundsson ur á Spáni, enda vönduðu fs- lendingar þessa framleiðslu eftir föngum. Enn þann dag í dag býr hér að fyrstu gerð, og íslenzki saltfiskurinn þykir hin mesta gæðavara þar syðra. ★ íslenzkum stjórnarvöldum var jafnan fullljóst mikilvægi þess, að hin umfangsmiklu viðskipti okkar við Spán færu vel úr hendi. Því var það, að fyrsti op- inberi sendimaðurinn sem hið fullvalda ísland átti erlendis, annar en sendiherrann í Kaup- mannahöfn, hafði aðsetur einmitt á Spáni. Skyldi hann gæta hags- muna okkar þar, og annars stað- ar í Suðurlöndum. Það var okkur mikil gæfa, að mikilhæfir menn völdust í þessa trúnaðarstöðu íslands á Spáni. Fyrstur gegndi þessu embætti Gunnar Egilsson, þá Helgi Guð- mundsson, síðar bankastjóri Út- vegsbanka íslands, og loks dr. Helgi P. Briem, núverandi am- bassador fslands í Bonn. Dr. Helgi gegndi þessu embætti á þeim árum, sem ég dvaldi á Spáni, og kynntist ég því af eigin sjón og raun ríkum áhuga hans fyrir að treysta sem varanlegast samband Spánar og fslands. Síð- asta áratuginn hefur svo Þórður Albertsson haft fast aðsetur á Spáni sem fulltrúi íslenzkra salt- íiskútflytjenda. Ég vil og geta þess, að hinn dugmikli og mikilsvirti fulltrúi íslands í Vesturheimi, Thor Thors, ambassador í Washington, dvaldi árlangt á Spáni (1927/28), en hann var þá framkvæmda- stjóri „Kveldúlfs", er um þær mundir var stærsta og svipmesta atvinnufyrirtæki á íslandi, og stærsti útflytjandi saltfisks tii Spánar. Þann tíma, er Thor Thors dvaldi á Spáni, notaði hann til að kynna sér sem bezt viðskipta- mál Spánverja og íslendinga, og til að afla sér staðgóðrar þekk- ingar á spánskri tungu. Mun sú þekking hafa komið honum að góðu liði síðar, er í hlut hans hef- ur komið að fara með umboð ís- lands hjá spönskumælandi þjóð- um í Vesturálfu. ★ Styrjöldin á Spáni árin 1936 til 1939, og síðari heimsstyrjöldin 1939 til 1945, varð óhjákvæmi- lega til þess, að koma í veg fyrir eðlileg viðskipti fslands og Spán- ar. Það er ekki fyrr en á árunum 1948/1949, sem þráðurinn er tek- inn upp að nýju, og þá, sem áður, voru Spánverjar fúsir að eiga skipti við íslendinga. Viðhorfið var þó breytt að því leyti, að nú gátu Spánverjar ekki innt af höndum greiðslur fyrir íslenzka saltfiskinn með frjálsum gjaldeyri, eins og jafnan fyrr, heldur hlaut greiðsla að fara fram í framleiðsluvörum Spánar. Þetta reyndist þó ekki því til fyrirstöðu, að viðskipti gætu tek- izt, og íslenzkir kaupsýslumenn leystu greiðlega vandann, svo sem oftlega áður þegar íslenzk utanríkisverzlun hefur verið flutt milli landa fyrirvaralítið, og öfluðu nú á skömmum tíma Áð- tækra viðskiptasambanda á Spáni. Hófst nú innflutningur á ýmsum vörum þaðan, svo sem ávöxtum, nýjum, þurrkuðum og niðursoðnum, vefnaðarvörum, skófatnaði, korki til fiskineta og til einangrunar húsa, vínum o. m. fl. — Og íslenzki saltfiskur- inn kom að nýju á borð Spán- verja. Þessi viðskipti, sem hófust ár- ið 1949, eða þar um bil, þróuðust með öruggum og eðlilegum hætti. Spánverjar stóðu í einu og öllu við gerða viðskiptasamninga, og «_ Framh. á bls. 19. Meðan á sýningunni í Barcelona stóff, var hátí'fflegur haldinn sérstakur „Færeyjadagur", og sýnir myndin færeyskar stúlk- ur í þjóffbúningi kynna framleiðslu heimalands síns. ekki á nægilega traustum grunni. Og almennt skilja fslendingar vel, að þeim er um fram allt nauð synlegt að treysta samstarfið við þær þjóðir, sem þeir hafa um langan aldur átt vinsamleg og traust skipti við, jafnhliða því, að hafa vakandi auga á möguleik unum til öflunar nýrra markaða. í þessarri grein verður í stórum dráttum rætt um verzlunaryið- skipti Spánverja og íslendinga, eins og þau eru mér kunn og koma mér fyrir sjónir. í annan. grein mun ég svo víkja að menn- ingarlegum samskiptum þessarra þjóða. ★ Er íslendingar hófu sjálfstæðis baráttu sína með fullum þunga á síðari hluta 19. aldar, var for- ráðamönnum þjóðarinnar, og þá fyrst og fremst Jóni Sigurðssyni, fullljós nauðsyn þess, að lands- menn næðu sjálfir að byggja upp sín eigin utanríkisviðskipti. Póii- tískt sjálfsforræði og efnahags- legt sjálfstæði hlytu að fylgjast að. Utanrikisverzlunin hafði um nær sex hundruð ára bil verið endur íslenzkra útflutnings sf- urða, og þá fyrst og fremst salt- fisksins, er var þá, og lengi síðan, stærsti liður útflutningsins. ★ Spánverjar voru meðal hinna fyrstu, sem íslenzkir fiskkaup- menn leituðu til, og a. m. k. tveim tugum ára áður en fyrsta íslenzka heildverzlunin var formlega stofn uð laust eftir síðustu aldamót, ■ höfðu dugmiklir íslenzkir út- gerðarmenn hafið bein viðskipti við Spánverja. Sala íslenzkra af- urða til Spánar var þannig í önd- verðu nátengd baráttu íslend- inga fyrir óháðri utanríkisverzl- un. Umfang þessarra viðskipta varð brátt mikið, enda leið ekki á löngu þar til þau voru orðin einn sterkasti þátturinn í utanríkis- viðskiptum þjóðarinnar. Fyrir röskum áratug birti ég í dagblað- inu „Vísi“ niðurstöður athugun- ar, er ég gerði um viðskipti ís- lands og Spánar um aldarfjórð- ungs skeið, árin 1911 til 1935. En það var einmitt á þessu tímabih. sem fslendingar gerðu hvað stærst átak til að treysta efna- Feneyjar FENEYJUM í september 1959. „Kæru landar. Erum hérna niðri og langar til að heilsa upp á ykkur“. Þetta stóð á nafnspjaldi, sem þjónustusveinn kom með upp á herbergi okkar hjónanna í gistihúsi í Feneyjum. Við flýttum okkur niður og hittum þar Eggert Stefánsson og konuna hans. Svo einkennilega vildi til að við bjuggum þarna sam- tímis í sama gistihúsinu. Eggert var glaður og gest- risinn að vanda. — Ég frétti í gær, sagði hann ,að þið væruð komin hingað ,en mér tókst ekki að hafa upp á ykkur. Það hefði glatt okkur, ef þið hefðuð getað verið gestir okkar, það var nefnilega brúðkaupsdagur inn okkar í gær og við héld- um upp á hann héma í Fen- eyjum. Það eru liðin 39 ár frá því við giftumst. Samtalið barst að bók Eggerts: Bergmál Ítalíu. Hún hefur vakið mikla eftirtekt á Ítalíu og hlotið mjög vinsam- leg ummæli í mörgum blöðum þar í landi, t.d. í stórblöðun- um „II Popolo" í Rómaborg og „Corriere della Sera“ í Milanó. Finnst blöðunum, að Eggert hafi unnið stórvirki með þessari bók. — Það er búið að þýða for- málann og ýmsa kafla úr henni á ítölsku ,segir Eggert, og er ver- ið að þýða meira. Það gleður mig mjög, hve ágætlega henni hefur verið tekið. T.d. get ég sagt yður að borgarstjórinn í Vicenza þakk aði mér fyrir bókina og lét í ljósi ósk um að kynnast íslandi. Hún hefur líka gert að verkum, að ítölsk blöð hafa beðið mig um greinar og upplýsingar um ís- land. Eitt af blöðunum héma í Fen- eyjum, sem skrifaði um bókina mína, minntist um leið á hand- ritamálið. Skrifaði blaðið um það af miklum skilningi og vin- sem í garð okkar. ítalir eiga, sem kunnugt er í mörgum löndum listaverk, sem frá þeim hafa ver- ið tekin og sem þeim væri kært um að fá aftur. — Hvað segja ítalir um land- helgisdeilu okkar við Breta? — ítalska ríkisstjórnin er and- vig tólf mílna landhelgi. En ítalskur almenningur hlær að Bretum, sem senda herskip á móti smáþjóð. Um leið eru menn hérna hrifnir af íslenzku sjó- mönnum og dást af þeim hetju- skap, sem íslendingar sýna með því að leggja út í stríð við 50 milljóna þjóð, til þess að verja réttindi sín. Eggert er við góða heilsu. Þau hjónin eiga heima í Schio í hérað- inu Veneto tæpléga 100 km. frá Feneyjum. í lok þessa mánaðar fara þau líklega til Rómaborgar og verða þar mestallan veturinn. Páll Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.