Morgunblaðið - 23.09.1959, Page 19
Miðvikudagur 23. sept. 1959
MORGVNBLAÐIÐ
19
- Verzlunarviðskípti
Framh. af bls. 13.
vaxandi eftirspurn var eftir
spönskum vörum á fslandi. En
síðari hluta árs 1956, svo’ og á
árinu 1957 og 1958, varð vart erf-
iðleika með að hafa til nægan
fisk upp í gerða samninga. Þetta
ástand gerði hinum föstu kaup-
endum íslenzks fiskjar þar syðra
óhægt um vik, er hinn velþekkti
íslenzki „Bacalao“ hvarf af
markaðnum, oft tímum saman,
enda notfærðu keppinautar okk-
ar um Spánarmarkaðinn sér
kostgæfilega þessa aðstöðu.
Til skýringar því, sem nú var
sagt, skal upplýst, að fiskm^gn
það, sem héðan hefur verið flutt
til Spánar síðustu 4 árin, er, að
því ég veit bezt, svo sem hér
segir:
Árið 1955, 3836 smálestir
Árið 1956, 3413 smálestir
Árið 1957, 1504 smálestir
Árið 1958, 1476 smálestir
Þessar tölur leiða uggvænlega
þróun í ljós, og mikið skorti á,
að við gætum' hin síðari árin
fullnægt þörfum hinna föstu við-
skiptavina okkar á Spáni. Qg með
an þessu fór fram, sátu keppi-
nautar okkar, einkum Norðmenr.,
Færeyingar og Danir ekki auð-
um höndum. Þessir aðilar aug-
lýstu nú framleiðslu sína af
kappi, og þannig tóku Færeying-
ar á síðasta ári þátt í hinni ár-
legu vörusýningu í Barcelona, en
sýningar eru haldnar í júnímán-
uði ár hvert á hinu fagra sýning-
arsvæði, sem Spánverjar komu
upp vegna Heimssýningarinnar
er haldin var í Barcelona árið
1929.
Með þessari grein fylgir mynd,
sem birtist í spönskum blöðum í
tiiefni sýningar Færeyja.
Nú eru hins vegar, góðu heilli,
batnandi horfur um aukinn fisk-
útflutning héðan til Spánar, og
ber að fagna því.
Ég vil og láta þess getið, að
ég tel líkur til, að flytja mætti
til Spánar fleiri íiskafurðir en
saltfisk, t. d. hraðfrystan fisk.
Kynnti ég mér nokkuð viðhorf
spánskra stjórnarvalda og kaup-
sýslumanna til þessarra mála, er
ég var nýlega á ferð á Spáni.
Niðurstaða mín af þeim a'thugun-
um var sú, að mér virðist sem
verulegir möguleikar séu á því
að selja hraðfrystan fisk til
Spánar, hljóti það mál nauðsyn-
legan undirbúning Mun þessum
athugunum haldið áfram á ná-
lægum tíma.
★
Þótt staðreyndirnar um við-
skipti Spánverja og íslendinga
að undanförnu, og sem hér hefur
verið vikið að, séu næsta geð-
felldar, nægja þau rök ekki eiu
saman til uppihalds þessum við-
skiptum framvegis. Gildir þetta
jafnt um Spán sem öll önnur við-
skiptalönd okkar.
Hins vegar er það mín skoðan,
að þau viðskiptakjör, sem Spán-
verjar bjóða, séu okkur á margan
veg hagstæð, og sambærileg við
það, sem bezt gerist í öðrum
markaðslöndum íslendinga. Og
þá fyrst, er fyllilega hefur tek-
izt að halda hlut íslands á hinum
hefðbundna og trygga Spánar-
markaði, er hægt að taka með
óblandinni ánægju fréttum af við
skiptum okkar við ný markaðs-
lönd víðs vegar um heim.
★
Síðari grein:
Menningarsamskipti Spánar og
íslands.
RaÖhús í smíðum
Mjög skemmtilegt og sérstætt, raðhús við Hvassa-
leiti er af sérstökum ástæðum til sölu.
Húsð selzt fokhelt. Teikning og allar nánari uppl.
á skrifstofunni.
malflutningsskbifstofa
Lúðvík Gizurarson hdl.
Klapparstíg 29 — Sími 17677.
U N G U K
\
reglusamur maöur
óskar eftir atvinnu strax. Æskilegast væri við út-
keyrslu á vörum. Margt annað kæmi til greina.
Tilboð 'sendist til blaðsins fyrir laugardag merkt:
„Ábyggilegur — 9136*.
Smurbrauðsdama
óskast í næsta mánuði. Umsóknir með upplýsingum
um fyrri störf, sendist í pósthólf 1256 merkt:
„Smurbrauðsdama“
BÖBN BÖKN
Þjóðdansanámsskeið
Innritun barna hefst föstud. 25. þ.m. kl. 2—4 í
Skátaheimilinu.
Kennsla verður með líku sniði og áður. Kennt verður
á mánud. og miðvikud. Námskeið fyrir fullorðna í
gömlu dönsunum og eins í þjóðdönsum hefjast 7.
okt. n.k. Öll kennsla fer fram í Skátaheimilinu.
Nánar auglýst síðar. Nánari upplýsingar í síma
12507.
ÞJÓÐDANSAFÉLAG BEYKJAVlKUK
Atvinna
Skrifstofustúlka, sem getur tekið að sér öll almenn
skrifstofustörf, óskast strax.
Einnig geta nokkrar stúlkur komist í verksmiðju-
störf. Vakta vinna. Tilboð með upplýsingum um
aldur, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 29. þ.m.
Merkt: „Atvinna—9135“.
Radíofónn til sölu
úr Maghony, Radionette með Garrad 3ja hraða plötu-
spilara og „Hifi 3-dimension“ hátalarakerfi, FM-
bylgju og banddreifingu á stuttbylgjum.
Ásvallagötu 46 III. kl. 20—22. Sími 10461.
Gömlu dansarnir
í kvöld kl. 9.
Hljómsveit Búts Hannessonar
(íif:
HELGI
EYSTEINSSON
VETRARGARÐURINN
Dansleikur
í kvöld kl. 9.
Tvær hljómsveitir
ERON kvartettinn
PLÚTÓ kvintettinn
Söngvarar:
Stefán Jónssön, Berti Möller
og Ásbjörn Egilsson
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. Sími 17985
LÆKKAÐ VEKÐ
N
N
Miðnæturhljómleikar í Austurbæjnrbíói í kvöld kl. 11,15
Allar beztu Jazz — og rock hljómsveitir bæja rins leika. — Söngvarar.
%
Aðgöngumiðasala í Hljóðfærahúsinu (og í Aus turbæjarbíói eftir kl. 6).
Hljómleikarnir verða ekki endurteknir