Morgunblaðið - 23.09.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ
Norðvestan átt. Léttir til.
V erzl unarviðskipti
Spánverja og íslendinga.
_______Sjá bls. 13.
208. tbl. — Miðvikudagur 23. september 1959
Banaslys
á Suður-
landsbraut
LATJST eftir klukkan 9 í gær
kvöldi varð banaslys á Suður-
landsbraut skammt frá gatna-
mótum Suðurlandsbrautar og
Miklubrautar. Bifreið á leið inn
Suðurlandsbrautina ók á gang-
andi mann miðaldra, og féll
hann í götuna og mun hai'a lát-
izt samstundis.
Að ])ví er sjónarvottar tjáðu
blaðinu í gærkvöldi var bifrcið-
in mikið dælduð að framan og
gatan blóði drifin.
Blaðinu var ekki kunnugt um
nánari tildrög slyssins, en málið
var í rannsókn. .
-------------------- V
V
Þeirvilja að þing
verði kallað
-•^•— , £ myndinni var dregið J———
saman
RfKIS ÚTVARPIÐ birti I gær-
kvöldi bréf er Framsóknarflokk-
urinn hafði sent forsætisráðherra
í gær og er á þessa leið:
„Hér með leyfum við okkur,
að óska þess, að þér, herra for-
sætisráðherra, leggið til við for-
seta íslands að Alþingi verði
kvatt saman til aukafundar nú
þegar til þess að taka afstöðu til
bráðabirgðalaga um verðlagningu
landbúnaðarafurða, þar sem nýj-
ustu yfirlýsingar Sjálfstæðis-
flokksins gefa ástæðu til að efast
um, að lögin hafi nú lengur roeiri
hlutafylgi á Alþingi".
5
Líkfnndur í VífiIsslaSahroani?
HAFNARFIRÐI. — Á laugardag-
inn var lögreglunni hér skýrt frá
þýí, að þrjár telpur á aldrinum
10—12 ára hefðu orðið varar við
lík af .manni í svokölluðu Vífils-
staðahrauni upp af Hafnarfirði,
en þar höfðu þær verið í berja-
mó. Sögðust þær hafa gengið
fram hjá hellisskúta nokkrum í
hrauninu, og þá komið auga á
líkið, sem hulið hafi verið grjóti
að nokkru leyti. Ekki gátu telp
umar gefið neinar upplýsingar
um útlit þess, að öðru leyti en
því, að það hafi verið í fötum.
Kváðust þær hafa orðið mjög
hræddar við sýn þessa og tekið
rás niður í bæ. Þar skýrðu
þær svo heima hjá sér fra at-
iYfir litlu að hælast
ÞEGAR vinstri stjórnin, hrökklaðist frá völdum 4. desember
sl., eygði forystuflokkur hennar, Framsóknarflokkurinn, þá
leið eina til bjargar að biðja Sjálfstæðisflokkinn að koma
í þjóðstjórn með sér og öðrum hinum uppgefnu vinstri
flokkum, þrátt fyrir allar svívirðingarnar um Sjálfstæðis-
menn. — Sjálfstæðismenn höfnuðu hins vegar því tilboði.
Þeir vildu ekki taka þátt í því botnlausa sukki og spill-
ingu, sem ólánsstjórnin hafði leitt yfir þjóðina. Hins vegar
töldu þeir að islenzkum kjósendum bæri réttur til þess að
taka málið í sínar hendur og kveða upp dóm sinn um menn
og málefni i almennum kosningum.
SAMIÐ UM TII.TEKIN MÁL
Sjálfstæðismenn tóku þess vegna þann kost að semja við
Alþýðuflokkinn um að verja minnihlutastjórn hans van-
trausti með ákveðnum skilyrðum. Þau skilyrði voru, að
stjórnarskrárbreyting yrði framkvæmd, verðbólguskriða
vinstri stjómarinnar stöðvuð og fjárlög afgreidd greiðslu-
hallalaus. Öllum þeim skilyrðum var fullnægt.
Af þessu leiðir, að Sjálfstæðisflokkurinn ber ekki
ábyrgð á öðrum athöfnum minnihlutastjórnar Alþýðu-
flokksins en þeim, sem sérstaklega var samið um, og
getið var hér að framan. Sjálfstæðisflokkurinn er t. d.
andvígur bráðabirgðalögum stjórnarinnar, þar sem
bændur eru sviptir rétti, sem þeir hafa átt í heilt ár.
Sjálfstæðismenn lýstu sig andvíga þessari ráðstöfun og
bera því enga ábyrgð á henni.
AF LITL.U AÐ HÆLAST
Um áframhaldandi setu minnihlutastjórnar Alþýðuflokks-
ins fram a$ kosningum er það að segja, að flestum mun
sýnast sem nógur glundroði ríki í íslenzkum stjórnmálum
þótt stjórnin væri ekki knúin til þess að segja af sér nú,
enda þótt mikill meirihluti Alþingis sé mótfallinn bráða-
birgðalögum hennar, ef Framsóknarflokkurinn svíkur ekki
yfirlýsta afstöðu sína til þeirra. Hins vegar er ástæðu-
laust fyrir Alþýðublaðið í gær að hælast beinlínis um yfir
því, að stjórn þess skyldi ekki felld af þessu tilefni. — Þar
er vissulega yfir litlu að hælast og vandséð hverjum slíkt
ætti að gagna.
burði þessum, sem síðan var til-
kynntur lögreglunni. Voru tveir
menn gerðir út á laugardag til að
leita á þessum slóðum, en þeir
urðu einskis vísari, — og frekari
leit hefir ekki borið árangur. —
Vegna hræðslunnar, sem greip
telpurnar, hafa þær ruglazt í rím
inu og geta ekki bent á fyrr-
nefndan stað, en í hrauninu eru
fá kennimerki til að átta sig á.
Fjölsótt bifreiða-
sýning
FRANKFURT, 21. sept. — Nær
250 þúsund manns skoðuðu 39.
Alþjóðlegu bifreiðasýninguna hér
um síðustu helgi. Alls hafa þá
yfir 320 þúsund manns séð sýn-
inguna.
S eftir höfninni í Neskaupstað
1 gær og þá tók fréttamaður
Mbl. á staðnum þessa mynd. )
Þetta er gamalt hús, er nefnt
var Krosshús og stóð fyrir
ofan kaupfélagshúsið. Það
var selt á uppboði til niður-
rifs fyrir nokkrum árum.
Kaupfélagið keypti það og
i átti að flytja það að Miðbæ
i í Norðfjarðarhreppi og nota
það þar fyrir útihús. Var lagt
af stað með húsið fyrir um
það bil tveimur vikum, en er {
til átti að taka þótti ekki fært i
að flytja það eftir götunni. |
Það ráð var því tekið að ýta j
^ því í sjóinn, bundin utan um i
j það dráttartaug og vélbátur 5
i fenginn til að draga húsið inn ;
á leiruna við fjaðrðrarbotn- Í
inn. Þar var það svo dregið á i
S Iand með ýtu, en ekki tokst •
i betur en svo, að húsið hrundi j
; saman er það tók land og fór i
i svo um sjóferð þá.
Áframhaldandi óþurrkar
VALDASTÖÐUM, 20. sept. —
Varla getur heitið, að tekið hafi
af steini nú í lengri tíma. Hefir
því gengið mjög erfiðlega, að ná
inn heyjum af þeim sökum. Og
það, sem náðst hefir, mun vera
yfirleitt illa þurrt, og því vafa-
samt hvernig það kann að verk-
ast. Annars er heyfengur mjög
misjafn. Sumir hafa náð sæmi
legum heyforða, aðrir mjög litlu
svo að til vandræða horfir, ef að
ekki batnar því fyr. Og mun þá
vart duga til.
Óvíða mun enn búið að taka
upp úr görðum, en þar sem það er
búið, er spretta með lélegra móti,
eða fyrir neðan meðallag.
Farið er að bera á bráðapest á
sumum bæjum. Talið er, að fé
muni reynast rýrt til frálags að
þessu sinni. Um orsakir er ekki
vitað. Sumir telja, að orsakanna
sé að leita frá því í júní s.l. í
kuldakasti, sem þá gerði. Gróður
spilltist þá svo mjög, að gras
fölnaði og trjágróður feldi lauf.
Tók þá fyrir sprettu um nokkurt
skeið. Er þetta tilgáta, sem lík-
lega verður aldrei ráðin til fulls.
Rœðír um stjórnmál
Bandaríkjanna
VALDIMAR Björnsson fjármála-
ráðherra , í Minnesota, sem hér
er í boði Stúdentafélags Reykja-
víkur og Loftleiða h.f. ræðir um
bandarísk stjórnmál á fundi
Stúdeníafélags Reykjavíkur í
Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9.
Þegar ráðherrann hefur lokið
máli sínu, mun fundarmönnum
gefast færi á að bera fram fyrir-
spurnir.
Öllum er heimill aðgangur að
fundinum, en aðgar.gseyrir er 10
kr. fyrir þá, sem eigi hafa stúd-
entaskírteini.
Valdimar Björnsson er sem
kunnugt er meðal þeirra íslend-
inga, sem hvað lengst hafa kom
izt í mannvirðingu erlendis. —
Hann er og að góðu kunnur fiö!da
manna hér heima. Má þvi búast
við mikilli aðsókn
Valdimar Björnsson
Gamlir Garðbúar
halda fagnað
í BYRJUN okt. n.k. er aldarfjórð
ungur liðinn frá því er gamli
stúdentagarðurinn var tekinn í
notkun. Vistmenn fyrsta ársins,
1934—35, hafa nú bundizt sam-
tökum um, að minnast þessa af-
mælis Gamla Garðs, sem var
fyrsta sameiginlegt heimili stúd-
enta við Háskóla íslands. í fram-
kvæmdanefndinni eru Jóhann
Hafstein bankastjóri, formaður,
en meðstjórnendur Ragnar Jó-
hannesson bókavörður á Akra-
nesi, Gunnlaugur Pétursson borg
arritari, Þorvaldur Þórarinsson
lögfræðingur og Þórarinn Sveins-
son læknir.
Áformað er, að sem flestir
þeirra, er á Garði hafa búið næst-
liðin 25 ár komi saman til nokk-
urs fagnaðar, ásamt konum sín-
um, laugardaginn 10. október n.k.
Er þess fastlega vænzt, að Garð-
búar fjölmenni og tilkynni bók- ■
ara Garðs, Gunnari Andrew,
þátttöku í símum 16037 kl. 12
til 2 síðd. og 16842 kl. 2 til 5 síðd.
eigi síðar en 25. þ. m.
Biðskák
BLED, 22. september: — Leikar
fóru þannig í 10. umferðinni á
Kandidatamótinu hér, að Fischer
vann Benkö og Keres vann Tal.
Smyslov og Petrosjan gerðu jafn
tefli, en biðskap varð hjá Gligor-
ic og Friðrik Ólafssyni.
Berserkjasveppur/<
fundirm hér á landi
NÝLEGA hefur fundizt hér
á landi sveppategund, sem
nefnd er flugusveppur. —
Sveppur þessi er eitraður,
en þó ekki banvænn, en
neyzla hans getur orsakað
æðisköst og ofsjónir. Þessi
sveppur er einnig nefndur
berserkjasveppur, en talið
er að berserkirnir hafi neytt
hans til forna til að komast
í tilhlýðilegan manndráps-
ham. (Sjá nánar bls. 10).
Auk þess sem þar segir
tjáði Eyþór Einarsson,
grasafræðingur, blaðinu í
gær, að hann hefði fundið
svepp þennan í Vaglaskógi.