Morgunblaðið - 30.09.1959, Page 22
22
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvik'udagur 30. sepí. 1959
Stöðvun í þróun íþróttamála
yfirvofandi ef ekki fást stór-
auknar fjárveitingar
íþróttaþing ÍSÍ sammála um brýna
nauðsyn aukins starfs hreyfingarinnar
SÚ TILLAGA sem mest var rædd á nýafstöðnu íþróttaþingi
ISÍ var um fjárhagsmál. Hún var flutt af fráfarandi — og nú-
verandi stjórn ÍSÍ og hljóðaði svo:
íþróttaþing ÍSÍ haldið í Reykjavík 25.-27. sept. 1959
skorar á Alþingi og ríkisstjórn að hækka stórlega fjárfram-
lög til íþróttasambands Islands og íþróttasjóðs.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
★ Skuldir íþróttasjóðs
Hermann Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ hafði samið
greinargerð fyrir tillögunni og
flutti framsögu fyrir henni. I
þeirri greinargerð segir m. a. svo:
„í langan tíma hefur erfiður
fjárhagur verið þröskuldur í
vegi fyrir eðlilegri þróun og fram
gangi iþróttahreyfingarinnar.
Fjárframlög meðlimanna sjálfra
hafa hvergi nærri nægt og þótt
Alþingi og rikisstjórn hafi sýnt
virðingarverða viðleitni með því
að styrkja rekstur íþróttahreyf-
ingarinnar og byggingu íþrótta-
mannvirkja, þá hafa þeir styrkir
hrokkið skammt, svo sem sjá má
á þvx, að ÍSÍ getur ekki lagt á-
herzlu á æskulýðsstarf sem nauð-
synlegt er t. d. með sumarbúðum
drengja, námskeiðum fyrir æsku
lýðsforingja og af sömu orsök er
ekki hægt að halda uppi nægi-
lega þróttmiklu útbreiðslustarfi.
Samkvæmt síðustu skýrslu
íþróttanefndar ríkisins vantar
íþróttasjóð nú kr. 9.566.808,00 kr.
til ógreiddrar áætlaðrar þátttöku
í byggingu íþróttamannvirkja, en
fjárveitingar Alþingis til íþrótta-
sjóðs hafa frá 1953 til ársins 1958,
að þ.vi ári meðtöldu, samanlagt
numið kr. 6.750.000,00.
Þaff er því ljóst, aff ef ekki
á aff verða stöðvun í þróun
íþróttamála, þá verður aff fá
stóraukið fé til íþróttamann-
virkja og hinna frjálsu íþrótta
samtaka í landinu.
Þaff fé getur ekki komiff svo
neinu verulegu nemi, nema
með fjárveitingu Alþingis.
Enda er þaff svo alis staffar í
veröldinni, þar sem eitthvaff
íþróttalíf er, þá styrkir ríkis-
valdið íþróttastarfiff, mismun-
andi mikið að vísu, en þó víða
á miklu stórtækari hátt en
þekkist hér á landi, því aff öll
þróun íþróttamála er komin
þar lengra en hér.“
★ Stórmál
Þannig segir í upphafi greinar-
gerðar framkv. stjóra ÍSÍ fyrir
áskorunartillögunni til Alþingis
og ríkisstjómar. Síðan er vikið að
samanburði á styrkjum ÍSÍ og
hliðstæðra sambanda í Noregi og
Svíþjóð. Þann samanburð ásamt
fleiri upplýsingum um málið
geymum við okkur um sinn. En
sannarlega er hér um mikiff mál
aff ræða, sem varffar hvern ein-
stakan mann, þann er vill styff ja
aff aukinni líkamsrækt þjóffar-
innar og trúir á mátt íþróttanna
til uppeldisáhrifa á viffkvæmt
æskufólk sem uppvex nú á fjöl-
breytilegri og flestir segja hættu-
Iegri tímum en áður hafa þekkzt
í sögu þjóðainnar.
Þessi staðreynd var mjög studd
af verndara ÍSt, forseta íslands,
Ásgeiri Ásgeirssyni sem ávarpaði
þingið við setningu þess, svo og
af fulltrúa menntamálaráðherta
Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra
sem tók til máls við sama tæki-
færi.
if Aldrei jafn veigamikiff og nú
Ásgeir Ásgeirsson forseti ís-
lands sagði m. a. á þessa leið.
Ég vil fyrst og fremst þakka
ykkur, íþróttaleiðtogum víffs
vegar aff af landinu fyiir
starf ykkar í þágu íþróttanna
og þjóðarinnar í heild. fþrótta
Frh. á bls. 23
mh
Mohair
t> A Ð var þröngt á þingi í
Markaðnum í Hafnarstræti 11 sl.
mánudag. Hópur kvenna var þar
saman kominn, og allar voru þær
spyrjandi, skoðandi og masandi.
Afgreiðslustúlkurnar stóðu með
mælistiku í hendi og mældu
hvern strangan upp á fætur öðr-
um. Konurnar stóðu með efnin í
fanginu og biðu eftir afgreiðslu,
allar voru þær „næstar“ og
stöðugt bættust nýjar og nýjar í
hópinn.
Kvennaþátturinn fór á stúf-
ana til að vita hvað þarna væri
um að vera. Hvað var verið að
selja svona eftirsótt? Jú, ný send-
ing af mohairefnum hafði verið
tekin fram og salan hafin. Ljóm-
andi falleg fjólublá og mosagræn
efni lágu þar í stranga og voru
tvær ungar stúlkur að skoða þau.
— Hvað kostar þetta? — 412
krónur. — Ekkert ódýrara? —
Ekki svona þykkt. Þynnri efnin
eru ódýrari. — Ég ætla að fá
þetta græna. — Þannig gekk það
allan daginn.
Ekki var viðlit að eiga viðtal
við afgreiðslustúlkurnar að
þessu sinni, þær voru alltaf á
sprettinum. Seinna í vikunni
náðum við tali af verzlunarstjór-
anum, fiú Maríu Pétursdóttur.
og báðum hana að segja okkui
örlítið frá þessum merka at-
burði, þegar mohairefnin komu:
— Ja, það v^r eins og efni
hefðu ekki komið í bæinn fyrr,
sagði frú María. Búðih fylltist
á svipstundu. Þetta er í fyrsta
skipti, sem við höfum orðið að
loka stundarkorn til að rýma
verzlunina, afgreiða konurnar,
sem inni voru og hleypa þeim
út bakdyramegin, áður en nýj-
um viðskiptavinum var boðið
inn. Slíkt hefur að sjálfsögðu
Sigrún: Það er slegizt um
þessi mo'iair-efni
Olga: Frönsku efnineruekki
síður falleg
komið fyrir, þegar um útsölur
er að ræða, en á venjulegum
söludegi höfum við ekki áður
þurft að grípa til slíkra bragða.
— Og hvað er svona sérstætt
við þessi efni?
— Þau eru nú fyrst og fremst
ljómandi falleg og svo tízkufyrir-
brigði. Gerðirnar eru tvenns
konar, langhært og slétt mohair
með slikju og svo hnökrað
efni, sem ekki er síður eftir-
sótt. Það kemur mjög lítið af
hverjum lit og hverri tegund,
mesta lagi einn strangi og oft
eki nema nokkrir metrar. Kven-
fólk leggur mikið upp úr því, það
vill ekki ganga í sams konar kjól
og vinkonan á. Bærinn er held-
ur ekki svo ýkja stór.
— Þetta eru dýr efni. Veigrar
kvenfólk sér ekki við að kaupa
svona dýr efni?
— Ekki höfum við orðið var-
ar við það. Efnin kosta svona
frá 250—500 krónur meterinn,
140 cm. breið. í einfaldan kjól
þarf ca 1,25—1,80 m, en tilsvar-
andi meira í dragtir og kápur.
Við heyrum engan kvarta yfir
verðinu, þvert á móti er stöð-
ugur straumur að spyrja um,
hvenær efnin komi aftur.
— Og hvenær koma þau aft-
ur?
— Við eigum von á annarrl
sendingu eftir mánaðarmotin.
En við vorum rétt í þessu að
taka upp ný, frönsk efni, — viljið
þér líta á? Og afgreiðslustúlkurn-
ar, Sigrún og Olga, breiddu úr
nýjum, frönskum efnum, sem
voru röndótt, munstruð og marg-
lit: — Þessi eru ekki síður falleg
og mjög eftirsótt, sögðu þær. —
Mikið keypt í víð pils, sem eru
sérstaklega vinsæl um þessar
mundir. Frakkarnir hafa auga
fyrir því sem fagurt er. íslenzka
kvenfólkið kann vel að meta fal-
lega vöru.
Markvörffur Arsenals, Standen, gripur inn i leiklnn og stöffvar
hættulegt upphlaup Blackpools. Á myndinni sjást frá vinstri
fyrirliffi Arsenals, Vic Grows, miffvörffur Arsenals Dodgin, miff-
herji Blackpools Durie (í hvítri peysu) og aff baki Standens
sést í vinstri bakvörff Arsenals, Mc Cudlough. Myndin var tekin
sl. Iaugardag — Arsenal vann, 2:1.
Manchesier United lapar enn
10. UMFERÐ ensku deildarkeppn
innar fór fram sl. laugardag og
urðu úrslit þessi:
1. d*ild
Arsenal — Blackpool .......... .. 2.1
Burnley — Birmingham .......... 3:1
Fulham — Chelsea ............... 1:3
Leeds — Newcastle ............. 2:3
Leichester — Tottenham......... 1*1
Manchester City — Blackburn .... 2.1
N. Forest — Bolton ............ 2:1
Preston — Manchester U........ 4.0
Sheffield W. — Luton .......... 2:0
West Ham — W. B. A............. 4:1
Wolverhampton — Everton ....... 2:0
markið en Clamp setti hitt. —
Hinn frægi enski dómari Arthur
Ellis, sem dæmdi leikinn milli
Fulham og Chelsea fékk afar
slæma dóma fyrir frammistöðu
sína og var honum kennt um að
Chelsea vann. Hann dæmdi m.a.
vítaspyrnu á Fulham þegar einn
varnarspilari Fulham spyrnti
knettinum í horn. Fyrir Fulham
skoraði Chamberlain en fyrir
Chelsea skoruðu Greaves, Sillett
og Livesey.
2. deild
Aston Villa — Leyton Orient ... 1:0
Brighton — Swansea ........... 1:2
Bristol City — Middlesborough .... 2:0
Charlton — Derby .............. 6:1
Lincoln — Cardiff ............. 2:3
Liverpool — Plymouth .........— 4:1
Portsmouth — Ipswich ........ 0:2
Rotherham — Hull .......... 1:0
Scunthorpe — Sheffield U..... 1:1
Stoke — Bristol Rovers ....... 0:1
Sunderland — Huddersfield.... 0:0
Á laugardaginn léku frland og
England (áhugamenn) og endaði
sá leikur 1:1. — í sl. viku léku
Englendingar unglingalandsleik
(undir 23ja ára) við Ungverja og
endaði sá leikur 1:0 Ungverjum
í vil. — Leikmenn Tottenham
máttu þakka fyrir jafnteflið gegn
Leichester, sem lék mjög vel.
Fyrir Leichester skoraði McDon-
ald en fyrir Tottenham Jones úr
vítaspyrnu. — Herd og Barnwell
tryggðu Arsenal sigurinn yfir
Blackpool með ágæfum mörkum,
en fyrir Blackpool skoraði Mudic.
— Manchester United gengur
mjög illa og fyrir leikinn á móti
Preston voru margar stöðubreyt-
ingar gerðar. T.d. lék Violett
hægri framvörð, en sú tilraun
heppnaðist ekki vel. Matt Busby
leitar nú að bakvörðum og hefur
hann m.a. augastað á Eric Cal-
dow hjá Glasgow Rangers. Finn-
ey átti góðan leik gegn Manchest-
er United og skoraði 2 mörk og
Taylor og Sneddon settu hvor
eitt mark. — Wolverhampton lék
mjög vel gegn Everton enda lék
Broadbent með og setti annað
Að 10 umferðum loknum er
staðan þessi:
1. deild:
L u J T Mörk st.
Tottenham 10 5 5 0 25:11 15
Wolverhampton 10 6 2 2 31:17 14
Arsenal 10 5 4 1 17:10 14
Burnley 10 7 0 3 23:18 14
Blackburn 10 5 2 3 19:12 12
W est Ham 10 4 4 2 22:17 12
Preston 10 4 3 3 19:18 11
N. Forest 10 4 3 3 11:11 11
W. B. A. 10 3 4 3 19:15 10
Chelsea 10 4 2 4 22:21 10
Manchester City 10 5 0 5 20:21 10
Leichester 10 3 4 3 16:22 10
Sheffield W. 10 4 1 5 15:13 9
Blackpool 10 3 3 4 12:16 9
Fulham 10 4 1 5 17:27 9
Manchester U. 10 3 2 5 21:24 8
Newcastle 10 3 2 5 16:22 8
Leeds 10 3 2 5 14:23 8
Bolton 10 3 1 6 13:16 7
Everton 10 2 3 5 12:18 7
Luton 10 2 3 5 8:13 7
Birmingham 10 1 3 6 14:21 5
2. deild:
L U J T Mörk St.
Aston Villa 10 8 1 1 19:7 17
Cardiff 10 6 3 1 21:15 15
Charlton 10 5 4 1 26:16 14
Middlesborough 10 5 3 2 26:12 13
Sheffield U. 10 5 3 2 22:14 13
Bristol Rovers 10 4 5 1 14:12 13
Huddersfield 10 5 2 3 18:12 12
Rotherham 10 4 4 2 18:12 12
Leyton Orient 10 4 3 3 20:14 11
Liverpool 10 5 1 4 22:16 11
Swansea 10 5 1 4 19:17 11
Sunderland 10 4 3 3 14:17 11
Ipswich 10 5 0 5 23:17 10
Stoke 10 4 2 4 19:16 10
Brighton 10 3 3 4 16:16 9
Scunthorpe 10 2 4 4 9:14 8
Plymouth 10 2 3 5 12:24 7
Bristol City 10 2 1 7 15:24 5
Derby 10 2 1 7 14:24 5
Hull 10 2 1 7 11:28 5
Portsmouth 10 1 2 7 10:21 4
Lincoln 10 2 0 8 9:25 4
Þrír íslenzkir skíSamenn
tíl Squaw Valley
Á SÍÐASTA fundi Olympíunefnd
ar, 24. þ.m. var samþ. að senda 3
skíðamenn til keppni á VIII. Vetr
arleikunum í Squaw Valley 18.—
28. febrúar nk. Jafnfxant samþ.
nefndin að senda einn fararötjóra
með flokknum og að bjóða for-
manni Skíðasambandsins, Her-
manni Stefánssyni, menntaskóla-
kennara á Akureyri, að verða
fararstjóri flokksins.
Áður hefur Olympíunefnd boð-
að þátttöku fslands í frjálsum
íþróttum og sundi á XVII. Olym.
píuleikunum í Róm 25. ágúst til
11. sept á næsta ári. Um fjölda
þátttakenda íslands þar er að
sjálfsögðu enn allt óákveðið.
Nýlega hafa eftirtaldir aðilar
tekið sæti í Olympíunefnd til
viðbótar, sem fulltrúar sérsam.
banda: Frá Frjálsíþróttasamb,
fslands: Brynj. Ingólfsson; frá
Sundsamb. ísl.r Ingvi K. Bald.
vinsson; frá Knattspyrnusamb.
ísl.: Ragnar Lárusson; frá Skíða*
samb. ísl.: Ragnar Þorsteinsson.