Morgunblaðið - 04.10.1959, Page 3

Morgunblaðið - 04.10.1959, Page 3
Sunnudagur 4. oRt. 1959 UORCVIVBLAÐIÐ 3 r Sr. Oskar J. Foreldrar L „Þér börn, hlýðíð foreldrum yðar, því að það er rétt. Heiðra föður þinn og móður — það er fyrsta boðorð með fyrirheiti — til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni. Og þér feður, reitið ekki börn yðar til reiði, heldur alið þau upp með aga og unjvöndun Drott- ins“. (Ef. 6. 1—4). Áreiðanlegt er það, að þessi orð hafa vakið marga foreldva til umhugsunar um þaer skyldur sem þ§ir hafa tekið á sig með upp eldi barna sinna og líka vakið börn og unglinga til umhugsun- ar um skyldur við foreldra sína. Flestir munu kannast við það frá æskuárum sínum, að hafa verið minntir á fjór^a boðorðið, um að heiðra föður og móður, og þó misjafnlega hafi gengið að breyta eftir því þá viðurkennura vér, með vaxandi lífsreynslu, lífs- gildi þessa boðorðs. Það er fögur dyggð að bera virðingu fyrir foreldrum sínum ir fleiri en 20. Hér eru öryrkj- 1 ar af völdum berkla, hjartabil- unar, taugasjúkdóma, lömun- ar, málheltu o. s. frv. „Án þeirrar þjálfunar, sem öryrkj- arnir fá hér, hefðu þeir aidrei kjark til að leita fyrir sér um atvinnu annars staðar", sagði Kjartan Guðnason. „Margir þeirra finna starf á almennum „FÓLKIÐ, sem hefur komið til okkar, hefur bókstaflega fengið nýjan svip, síðan það fór að vinna“, sagði Kjartan Guðnason. Hann var að talá um öryrkjana, sem starfa á hinni nýju vinnustofu SÍBS, „Múlalundi" að Ármúla 16. — Þar vinna nú 20 öryrkjar á tveim vöktum daglega, og margir þeirra hafa fengið trú á lífið aftur. Einn þeirra var t.d. alveg vonlaus um fram- tíðina, þegar hann byrjaði, Svo fór hann að vinna og þá var eins og vonin vaknaði. En ef ekki var til handa honum verkefni strax þegar hann kom á morgnana, missti hann móðinn aftur. Nú er þessi ungi maður kominn í æðri skóla og horfir björtum augum á fram- tíðina. Slík dæmi eru mörg. „Múlalundur“ tók til starfa í maí í vor. Þar eru nú fram- leiddar alls konar plastvörur, svo sem sjóstakkar, regnkáp- ur á börn í öllum aldursflokk- um, myndaalbúm, möppur fyrir skjöl, hlífar á símaskrár og jafnvel plastkápur á bæk- ur. Hér'eru um að ræða nýj- ung í iðnaði, sem var alger- lega óþekkt fyrir nokkrum Þar fá menn trú á lífið árum Danir og Svíar byrjuðu t.d. á svona framleiðslu á þessu ári. Nýjungin er í því fólgin# að plastið er ekki saum að saman, heldur „rafsoðið“ í þar til gerðum vélum. Við regnkápurnar eru t.d. notaðir radiógeislar, sem bræða plast- ið saman með 165 gráðu hita. í „Múlalundi" eru nú fimm vélar, sem anna framleiðsl- unni, en von er á fleiri vél- um og stærri, þannig að hægt verður að auka framleiðsluna og búa til stærri hluti, t.d. vindsængur úr plasti sem eru miklu' handhægari og ending- arbetri en gúmmívindsængur. Til leiðbeiningar öryrkjun- um er danskur sérfræðingur, Erik Gransöe, ásamt tveim dönskum stúlkum. Verða þau hér fram að áramótum. „Múla- lundur“ er opinn öllum ör- yrkjum, sé einhver starfsgeta fyrir hendi. Störfin eru mjög einföld, þannig að jafnvel van- gefnir menn geta hæglega innt þau af hendi. Aðsóknin er mik 11, um 60 manns hafa sótt um vinnu, en það er ekki rúm fyr- vinnumarkaði, en aðrir halda áfram hér. Þeir skila jafngóðri vinnu og aðrir, en fara sér auð vitað hægar. Þessi framleiðsla á sér áreiðanleg mikla fram- tíð á íslandi". Herguð á kín- verskri listsýningu EINS og skýrt var frá í frétt hér í blaðinu í gær var opnuð kín- versk listmunasýning j Bogasal Þjóðminjasafnsins í gær. Mun sýn ingin standa þennan mánuð og vera opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Frú Oddný E. Sen er eigandi listmuna þeirra, sem þarna eru á sýningunni. Hún kemst svo að orði í forspjalli í sýningarskrá; „Munir þessir eru fátækleg sýn ishorn, tind úr lygnum straumi þúsund ára listþróunar. Það er samt vón mín, að munirnir megi gleðja auga áhorfenda og leiða hugi þeirra að tilvist kínverskr- ar listar, sem þó verður áfram eins og óræður draumur í vitund | okkar Vesturlandabúa". Mynd sú er hér er birt er af herguðinum Kuan-ti. Efni það sem er í líkneskinu er lakkborið silki. Það tekur svo árum skiptir að gera listaverk sem þetta. Silk- ið er lakkborið æ ofan í æ og tekur 4 mánuði að þorna eftir hverja umferð. Eins og sjá má er listaverk þetta mjög haganlega gert. Þorláksson og börn og sýna þeim ræktarsemi, kær- leika og þakklæti fyrir allt, sem þeir hafa fyrir mann gert. Það er ánægjulegt að minnast þess, þar sem þessi ræktarseml kemur fram á fagran hátt. í því sambandi dettur mér í hug eftir- farandi saga:„Fátæk ekkja, hafði af mikilli fórnfýsi og miklum dugnaði stutt vel gefinn son sinn til náms, en hann varð síðar lærð- ur og dugmikill maður. Sonurinn, sem var nú orðinn þekktur og gegndi ábyrgðarmiklu embætti, hélt eitt sinn veizlu mikla. I veizlusalnum voru tveir hlutir, sem gestunum fannst að ekki ættu heima í hinum glæsi- legu salarkynnum. Það var gam- aldags birkistafur og fornfálegur stóll, sem hafði verið settur við háborðið. Á þessu gaf húsbóndinn svo- hljóðandi skýringu: „Þegar ég fór að heiman, átti ég ekkert, nema þennan staf, en stólinn á móðir mín. f Lonúm hefur hún setið og unnið baki brotnu, til þess að ég gæti gengið mennta- veginn og nú er hún gestur minn í kvöld“. Síðan leiddi hann móð- ur sína til sætis við háborðið. Því miður hafa ekki allar mæð- ur og foreldrar af slíkri ræktar- semi að segja, og margir ung- lingar hirða, því miður, of lítið um ráð og leiðbeiningar foreldra sinna, en. komast síðar að raun um, að sigla hefði mátt hjá mörg- um skerjum í lífinu, ef þeirra ráðum hefði verið betur fylgt. IK Uppeldi er mikið vandamál. Og oft hættir foreldrum við því að vilja ráða fyrir börn sín, í stað þess að leiðbeina þeim og leyfa þeim að þroskast eðlilega. Of- stjórn skapar oft þrjózku í hugum barnanna, svo að þau lítilsvirða heilræði og leiðbeiningar foreldra sinna, sem hefðu getað orðið þeim dýrmætt vegarnesti. Foreldrar eru ekki heldur galla lausir og gefa því miður börnum sínum ekki alltaf það fordæmi í framkomu og lífsháttum, sem börnin geta litið upp til. Það er mikið áfall í lífi barns, þegar það á ungum aldri upp- götvar að foreldrar þess eru ekki sú fyrirmynd, sem óhætt er að treysta í einu og öllu. Því að börnin líta yfirleitt upp til for- eldra sinna og treysta þeim tak- markalaust. Fyrr en barnið lærir lestur, les það á síns föður enni, hreina breytni, helga skyldu, hvernig á að sinna henni. Fyrr en barnið lærir lestur, les það út úr móðuraugum unaðsboðskap elsku og trúar, upprunninn úr himinslaugum. Heimilið er heimur barnsins, himinninn er þar líka inni; hyggur það Guðs hug hjá föður, hjarta Guðs hjá mömmu sinnL Því miður eru mörg dæmi þess, að foreldrar hafa verið hirðu- lausir um þennan þátt uppeldis- ins. Börnin hafa oft fellt mörg tár, vegna óreglu og óráðvendni foreldra sinn^, ósamkomulags eða vegna þess að foreidrar slitu sam vistir, þegar börnin þurftu mest á umhyggju þeirra að halda. Það er að sjálfsögðu mikilsvert, að börnin fái að njóta góðrar fræðslu í skólum og menntastofn- unum, en sterkustu uppeldis- áhrifin fara fram á heimilunum, við föður og móðurkné. Það er mikill styrkur í öldu- róti lífsins, síðar meir, að hafa jafnan getað litið upp til foreldra sinna og eiga minningar um kær- leika þeirra og trúfast samstarf. Það er vert að hugsa um þetta, þegar vér hugleiðum samband foreldra og barna. Ó. J. Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.