Morgunblaðið - 10.10.1959, Page 2
2
MORCUKBLAÐ1Ð
LaugarSagur 10. oKt'. 1959
— Brezku
kosningarnar
Framh. af bls. 1.
aS þjóðnýtingu stálbræðslanna
og hlutabréf voru því ekki í stöð-
ugu verði síðustu öogana fyrir
kosningarnar. En sigur Ihalds-
manna boðar framhald efnahags
málaþróunar þeirrar, sem þeir
hafa stuðlað að á undanfönum
árum .
Ráffherrar juku fylgi sitt
Macmillan jók fylgi sitt í kjör-
dæmi sínu í úthverfi Lundúna.
AUir helztu leiðtogar íhalds-
manna fóru einnig með sigur af
hólmi — og margir bættu við sig
álitlegu atkvæðamagni. Lloyd
utanríkisráðherra jók meirihluta
•inn t.d. um 4,000 atkvæði og ný-
lendumálaráðherrann, Lennox-
Boyd, sem mest var gagnrýndur
af Verkamannaflokknum fyrir
kosningamar jók meirihluta sinn
um liðlega þúsund atkvæði í Bed
fordshire. Árásir Verkamanna
flokksins á íhaldsstjórnina vegna
atburðanna á Kýpur, Kenya,
Nyasalandi og Suez virðast því
hafa haft harla lítil áhrif.
Frjálslyndir vongóffir
Forystulið Verkamannaflokks-
ins segist nú ætla að hefja harð-
ari sókn en nokkru sinni fyrr. En
ljóst er, að sú sókn mun ekki ein
ungis beinast gegn íhaldsflokkn-
um, því Verkamannaflokkurinn
hefur tapað töluverðu fylgi til
frjálslyndra, sem eftir öllum sól-
armerkjum að dæma fá sama
þingmannafjölda og síðast, eða
6 menn kjörna.
Framkvæmdastjóri frjálslynda
flokksins, Herbert Harris, lét svo
um mælt í dag, að e.t.v. mundu
frjálslyndir verða sterkari í and-
stöðu gegn íhaldsflokknum
en Verkamannaflokkurinn eftir
næstu kosningar. Bretar væru
búnir að missa traust sitt á
Verkamannaflokknum — og fylg
isaukning frjálslyndra væri þýð-
ingarmikil vísbending um það,
sem í vændum væri. Frjálslynd-
ir mundu innan skamms verða
Verkamannaflokknum yfirsterk-
ari og höfuðandstæðingur íhalds
manna.
Litlar breytingar á stjórninni
Menn eru nú þegar farnir að
bollaleggja hvaða breytingar
Macmillan muni gera á stjórn
sinni. Allir þykjast þess fullviss-
ir, að honum verði falin tjórn-
arforysta áfram — og hann muni
verða við þeim óskum drottning-
ar. Hins vegar er líklegt, að ein-
hverjar smábreytingar verði gerð
ar þó stjórnin verði að mestu
óbreytt, því Macmillan hrósaði
henni mjög í kosningahríðinni og
sagði hana samhentustu sveit
manna, sem um langt skeði hefði
farið með völdin. — Vitað er, að
nýlendumálaráðherrann, Lenn-
ox-Boyd, er orðinn þreyttur eftir
að hafa verið í 5 ár í fremstu víg
línu ef svo mætti segja — og
menn spá því að hann fái eitt-
hvað umfangsminna ráðherraem
bætti.
Endurskipulagning
Verkamannaflok ksins
Og í sambandi við ógnir þær,
sem nú steðja að verkamanna-
flokknum hugleiða menn hvernig
flokkurinn ætlar nú að endur-
vígbúast. Ljóst er, að endurskipu
lagningar er þörf og jafna verð-
ur deilur innan flokksius hið
skjótasta. Það tókst ekki með öilu
fyrir kosningarnar — og olli
sennilega miklu um fylgistap
flokksins. Vitað er, að margir af
hinum frjálslyndu fylgismönnum
Gaitskells vilja varpa þjóðnýt-
ingaráformum algerlega fyrir
borð og draga úr áhrifum verka-
lýðsfélaganna í flokknum — og
helzt taka sér til fyrirrnyndar
bandaríska demokratafiokkinn á
ýmsum sviðum. Innan verka-
mannaflokksins eru hins vegar
sterk þjóðnýtingaröfl af gamia
skólanum, sem ekki munu láta í
minni pokann fyrr en í fulla
hnefana. Stjórnmálafréttaritarar
telja þess merki, að vinstri arm-
urinn reyni jafnvel að einangra
Gaitskell og frjálslyndari öflin.
En eitthvað verður að gera.
Þessar kosningar sýndu það ljós-
lega, að Verkamannaflokkurinn
er búinn að tapa ítökum sínum
meðal unga fólksins — og slíkt
boðar aldrei gott. Meðalaldur
þingmanna Verkamannaflokksins
er miklu hærri en meðalaldur
íhaldsþingmanna. í þessum kosn
ingum kom það líka í ljós, að
öldungarnir eru sízt sigurstrang-
legri en ungu mennirnir. Þess
voru nú mörg dæmi, að ungir lítt
þekktir frambjóðendur íhalds-
manna reyndust þekktum og rót-
grónum verkamannaflokksleið-
togum skeinhættir og jafnvel sigr
uðu óvænt.
140 atkv. af 40 þús.
f kosningum þessum kenndi
margra grasa. Sá, sem fæst at-
kvæði fékk um gervallt landið
var maður að nafni Frost, sem
bauð sig fram utanflokka á Mið-
Englandi. Hann hlaut 140 atkv. af
40,000 mögulegum, en aðalbar-
áttumál hans var afnám allra
skatta — og þykir hafa farið ver
fyrir honum en Poujade hinum
franska, þegar hann reis upp
meðal þjóðar sinnar. Annar óháð-
ur féll í fimmta sinn í röð, en
sá barðist fyrir alheimsafvopn-
un. Gamall fasisti, sem þekktur
var á árunum fyrir styrjöldina,
Sir Oswald Mosley, fékk sárafá
atkvæði í kjördæmi í London.
Hans baráttumál var að reka alla
svertingja af Bretlandseyjum til
heimkynna sinna, og William
Webster, frá þjóðlega verkalýðs-
flokknum, sem sagði: Við erum
andkommúnistar, á móti Gyðing-
um, sem trúa á yfirburði hvíta
kynstofnsins — féll líka.
Eins fór með frambjóðendur
kommúnista. Allir að einum und-
anskyldum töpuðu tryggingarfé
sínu.
Og frú Sloss í London, fram-
bjóðandi íhaldsmanna, var líka
meðal þeirra sem töpuðu. Hún
er 26 ára, yngsti kvenframbjóð-
andinn — og átti von á fyrsta
barninu á kosningadaginn. Eigin-
maður henníir, sem háði alla
kosningabaráttuna fyrir konu
sína, var heldur vonsvikinn í
dag. Ekki aðeins vegna þess að
frúin hafði misst af þingsæti,
heldur lika vegna þess, að stork-
inum hafði seinkað eitthvað.
Ánægja meff úrslitin
Víffast hvar á Vesturlönd-
um hefur kosningasigri íhalds-
flokksins veriff tekiff meff vel-
þókrvun meffal stjómmálaleiff-
toga. Eisenhower sendi Mac-
millan heillaóskaskeyti og
kvaffst hyggja gott til sam-
vinnunnar, sem framundan
væri — og í Washington var
þungu fargi létt af stjórnmála-
mönnum, því þeir voru famir
aff óttast, aff nú yrffi aff hefja
undirbúning aff fundi æffstiu
manna að nýju.
Adenauer lýsti og yfir á-
nægju sinni meff úrslitin og
sama gerði talsmaður frönsku
stjórnarinnar.
Og í flestöllum samveldis-
löndnim Breta hefur veriff lýst
ánægju yfir úrslitunum.
★
Macmillan hélt sjónvarpsræffu
í kvöld og þakkaffi Bretum traust
iff, sem þeir sýndu honum og
stjórn hans. Hann sagffist vona,
aff framtíffin yrffi farsæl og trúa á
batnandi friffarhorfur. Kosninga-
úrslitin hefffu sýnt, aff Bretar
treystu íhaldsflokknum bezt til
þess aff stýra til farsældar — og
vildm halda þeirri heillavænlegu
þróun, sem flokkurinn hefffi skap
aff þjóffarbúskapnum. Macmillan
var stuttorður og svaraffi ekki
spurningum fréttamanna, sem
biffu hans utan viff Downing
Street 10.
Kosningaskrifstofur
Sjálfstæðismanna
í Reykj aneskjördæmi
keflavík
Sjálfstæffishúsinu. — Sími 21.
HAFNARFJÖRÐUR
Sjálfstæðishúsinu. — Sími 50228.
KÓPAVOGUR
Melgerði 1. Símar: 19108 — 11091
Hversvegna sigruðu íhaldsmenn?
Almenningur telur, að auknir möguleikar verði
bezt notaðir með frjálsu framtaki
ÚRSLIT brezku þingkosning-
anna, sigur íhaldsflokksins
og stóraukinn meirihluti
þeirra í Parlamentinu er ó-
hjákvæmilegt að túlka fyrst
og fremst sem öflugt traust á
innanríkis- og efnahagsmála-
stefnu flokksins.
Utanríkismálin virffast hafa
haft sáralítil áhrif á þaff
hverjum kjósendur greiddu
atkvæði. Jafnvel Súez-máliff
virffist gleymt og grafiff í hug-
um brezkra kjósenda. Sést
þaff einna greinilegast af úr-
slitum í kjördæminu Bourne-
mouth á suffurströnd Eng-
Iands. Þar kom upp alvarleg-
asti klofningurinn í thalds-
flokknum vegna mistakanna
við Súez. íhaldsþingmaður
þessa kjördæmis, Nigel
Nicholson, greiddi atkvæði
gegn aðgerffunum viff Súez og
svipti flokksfélag íhalds-
manna hann stuðningi fyrir
vikið. Nýr frambjóffandi
íhaldsflokksins jók nú í þess-
um kosningum fylgi flokksins
í kjördæminu.
Skoðanaágreiningur tveggja
stærstu flokkanna í varnar-
málum og í afstöðunni til
Þýzkalándsmálsins var mikiff
ræddur í kosningabaráttunni,
en það er ekki hægt að sjá,
að þetta hafi heldur haft nein
teljandi áhrif.
— • —
Úrslitin í vissum kjördæm-
um út um allt Bretland eru
til sannindamerkis um þaff,
aff þaff er fyrst og fremst
efnahagsmálastefnan, sem fær
ir íhaldsflokknum sigur. —
Þetta er þeim mun athyglis-
verffara, þar sem flokkurinn
forffaffist þaff aff gefa nokk-
ur gylliloforð. Hann hét þvi
einu að halda áfram á sömu
braut og flokkurinn hefur
farið síðustu ár.
Hjá Verkamannaflokknum
var miklu meiri tilhneiging aff
koma meff fögur og gimileg
loforff. Til dæmis varff loforff
hans um 10 shillinga hækk-
un á ellilífeyri mjög fleygt á
vörum manna og þá var ekki
síður girnilegt loforff hans um
stórfellda lækkun á söluskatti
t. d. á þvottavélum og fjölda
annarra vörutegunda.
Ihaldsflokkurinn svaraffi
því til aff þessi loforff væru
vítaverff, því ómögulegt væri
aff framkvæma þau nema meff
því aff þyngja tekjuskattinn
effa valda verffbólgu.
Almenningur gein ekki viff
gylliloforffunum. Er þaff
brezkum kjósendum til sóma,
aff í staff þess virffast þeir hafa
hugsaff máliff öfgalaust og
komizt aff þeirri niðurstöðu,
að róleg framfaraþróun væri
heppilegri en trú á krafta-
verk.
Meff sigri sínum hefur f-
haldsflokkurinn yfirstígiff
þröskuld gamallar venju, aff
enginn stjórnarflokkur geti
unniff meira en tvennar kosn-
ingar í röff. Þessi óvenjulegi at
burffur hefur gerzt einfaldlega
vegna þess aff óvenjuleg breyt
ing hefur verið að gerast í
þjóðlífi Breta. Hún er fólg-
in í því, aff þjóðin er meff
tækni nútímans að byggja upp
nýtt land og nýjar borgir. Auff
vitaff verffur fátækrahverfun-
um í London og hinum ó-
hreinu múrsteinskumböldum
liðinna alda ekki útrýmt á
einni nóttu, en hitt er stað-
reynd, aff aldrei fyrr í sögu
Bretlands hefur veriff byggt
eins mikiff af snotrum og
hreinlegum íbúðum eins og
síffustu árin. Þetta hefur
sennilega haft meiri áhrif en
nokkuð annaff.
Þaff er sérstaklega eftirtekt-
arvert, aff íhaldsflokkurinn
bætti viff sig mestu fylgi í
þeim kjördæmum, þar sem
flestir nýir bæir og borgar-
hlutar hafa risiff. Fyrir kosn-
ingarnar spáðu sumir því, að
slíkt gæti sums staðar orðiff
til að fella frambjóðendur
Ihaldsflokksins, vegna þess að
mikill hluti íbúa nýju hverf-
anna væri úr fátækrahverf-
unum og hefði þar af leiðandi
veriff hlynntur Verkamanna-
flokknum. En þetta fólk virff-
ist í ríkum mæli hafa snúizt
til fylgis við Ihaldsflokkinn,
og það breytir öllu. Hinir, sem
enn verffa að hafast við i
gamla ófullnægjandi húsnæð-
inu, þykjast nú hins vegar
eygja von um bætt húsnæði
ef sama þróun heldur áfram.
Það er aukin tækni í fram-
kvæmdum og framleiðslu og
aukin kaupgeta, sem hefir
snúið taflinu við. Þessar fram-
farir hafa orffið undir stjórn
íhaldsmanna og því er eðlilegt
að þeim sé þakkaðar þær. En
vel má vera að viðhorf manna
risti dýpra. Bretland, sem hef-
ur veriff möguleikasnautt land
fyrir allan almúga þjóðarinn-
ar er nú aff verffa í vaxandi
mæli land möguleikanna. —
Menn virðast aimennt telja,
að þessir auknu möguleikar
verði bezt notaðir í krafti at-
hafnasemi einstaklingsins og
frjáls framtaks. Menn óttast
að sósíalisminn kunni meff
viffjum sínum og skriffinnsku
að kæfa möguleikana.
— • —
Undantekningar frá regl-
unni sanna hana oft. Þannig
er það líka i kosningaúrslit-
unum. í nokkrum héruðum,
aðallega baffmullariðnaðarhér
uffunum í Lancashire, fyrir
norðan Liverpool og í Skot-
landi, einkum í nágrenni
Glasgow, hafa erfiffleikar
steðjað að fólki. Markaðs-
örðugleikar hafa skapaff at-
vinnuleysi á þessum svæffum.
Úrslitin í þeim kjördæmum
sýndu beizkju en ekki traust
I garff ríkisstjórnarinnar. Þar
vann Verkamannaflokkurinn
nokkur kjördæmi frá íhalds-
flokknum og jók almennt at-
kvæðatölu sína.
— • —
Verkamannaflokkurinn tal-
affi aff þessu sinni fátt um þjóð
nýtingaráform sín. Þó hafði
hann lýst því yfir, að ef hann
kæmist til valda, skyldi hann
aff nýju þjóðnýta stálbræffsl-
urnar. í þessu sambandi var
þaff athygilsvert, aff íhalds-
flokkurinn jók fylgi sitt ein-
mitt mjög mikið í stáliffnaðar-
héruðunum miklu umhverfis
Tyne-fljót. Þetta verffur ekki
túlkaff á annan hátt en þann,
að sjálfir verkamennirnir í
stáliðnaðinum hafi lýst yfir
vantrausti á þjóðnýtingu hans.
Brezka þjóðin sýnir það
með úrslitunum, aff hún er
aff verffa æ fráhverfari sósíal-
ismanum. Verkamannaflokkur
inn hélt aff vísu í heild Iítt á
Iofti sósíalismanum. En rót-
tækir vinstrimenn, sem nálg-
ast kommúnista í skoðunum,
hafa þó mjög Iátið á sér bera
í röffum hans. Það er hætt við
aff þessi rauða fylking hafi
ekki orffið til þess aff laða kjós
endur aff — kjósendur, sem
eru að hætta aff trúa á sósíal-
ismann.
Enn frekara vitni um þetta
ber hin óvænta fylgisaukning
Frjálslynda flokksins, mest-
megnis á kostnað Verka-
mannaflokksins. Sú fylgis-
færsla er e. t. v. alvarlegasta
aðvörunin til brezka Verka-
mannaflokksins. Hér er um aff
ræffa þaff fólk sem er á móti
ihaldsflokknum en getur ekki
lengur sætt sig viff sósíalisma-
þefinn af Verkamannaflokkn-
um.
Þaff má aff vísu varast aff
draga of djarfar álýktanir af
þessum staffreyndum, en veriff
getur aff þarna sé aff brydda
á endanlegri hrörnun Verka-
mannaflokksins. Þaff má vera,
ef ekkert hindrar áframhald-
andi framfarir og þróun und-
ir stjórn íhaldsflokksins, aff
sósíalískur flokkur eins og
Verkaamnnaflokkurinn eigi
sér ekki frekar viffreisnar von.
Þaff má vera, aff Frjálslyndi
flokkurinn hafi rétt fyrir sér,
þegar hann heldur því fram,
að hann eigi eftir aff verffa
affalandstöffuflokkur íhalds-
manna í framtíffinni.
Þ. Th.
Brezki sjóliðinn hristi
hara höfuðið
ÍSAFIRÐI, 8. október: —
Fréttaritari Mbl. á ísafirði ræddi
í dag lítilsháttar við brezka sjó-
liðann, Noel James Newton, sem
skorinn var upp við botnlanga-
bólgu sl. miðvikudagskvöld hér
í sjúkrahúsinu á ísafirði. Var
líðan hans orðin allgóð, en frem-
ur var hann daufur í dálkinn og
vildi lítið segja. Þegar hann var
spurður um álit háns á þeirri
ráðstöfun, að Bretar hefðu hér
herskip, hristi hann bara höfuð-
ið, virtist hann að minnsta kosti
vera lítð hrifinn af að vera hér
við land.
Þetta er unglingspiltur, 17 ára
að aldri frá Manchester, einka-
barn foreldra sinna. Hann hefir
verið í sjóhernum í 18 mánuði,
og er hann sjálfboðaliði. Er hann
rafvirki um borð í freygátunni
Palliser. Hann rómaði aðhlynn-
ingu alla í sjúkrahúsinu 'og er
þakklátur fyrir vingjarnlegt við
mót, sem hann hefur hlotið. —
Hann hyggst halda á sjóinn á ný.
þegar fullum bata er náð.
G.K.
Fromboðsfundir
FRAMBOÐFUNDIR í Norður-
landskjördæmi vestra, verða
haldnir, sem hér segir:
Siglufirði, miðvikudaginn
14. okt. Kl. 8 sd.
Haganesvík, fimmtudaginn
15. okt. Kl. 3 sd.
Hofsósi, föstudaginn 16. okt.
Kl. 8 sd.
Sauðárkróki, laugardaginn
17. okt. Kl. 8 sd.
Blönduósi, sunnudaginn
18. okt. Kl. 3 sd.
Framboðsfundir á Skagaströnd
og Hvammstanga verða auglýstir
síðar.