Morgunblaðið - 10.10.1959, Page 9
Laugardagur 10. okt. 1959
MORCUNBLAÐIÐ
9
Nýtt vikublað;
„Ásinn"
íbúS
Stúlka í góðri vinnu óskar eítir 1,—2,—3 herb. íbúð
ENN eykst útgáfustarfsemin í
henni Reykjavík. Nokkrir ungir
menn hafa nú tekið höndum sam
an um útgáfu nýs vikublaðs er
nefnist „Ásinn".
l>etta nýja vikublað flytur ein-
göngu erlent efni í máli og mynd
um — a. m. k. er það svo um
fyrsta tölublaðið, sem útgefend-
ur hafa sýnt fréttamönnum
Þeir kváðu blaði sínu eingöngu
ætlað að flytja „lé-tt skemmti-
efni til fróðleiks og ánægju —
efni fyrir alla“. (ástar- og saka-
málasögur. frásagnir ýmsar,
kvikmyndaþátt og stjörnuspár,
svo nokkuð sé nefnt — og fram-
haldssaga hefst í öðru tbl.) —
í því eru engar auglýsingar, og
er það sérstaklega fram tekið á
forsíðunni til þess að gefa til
kynna, hvað menn fái fyrir aur-
ana sína (kr. 10 í lausasölu), þeg-
ar þeir kaupa blaðið. Það er mjög
myndskreytt, og ber þar mest á
skrítlumyndum og myndasögum,
en þær eru einar 4—5. — Hinir
ungu útgefendur hafa sýnilega
gert sér far um að hafa „upp-
setningu" blaðsins dálítið hressi-
lega, og það er prentað í tveim
litum. Forsíðan er t. d. harla
áberandi, svo að varla er hætta
á að hún „týnist“ í bókabúðun-
um þrátt fyrir allt blaða- og
tímaritaflóðið.
Ritstjórar þessa nýja blaðs eru
Bogi Arnar Finnbogason (ábm.)
og Jón K. Magnússon, en stjórn
úígáfufélagsins skipa, auk þeirra:
Klemens Guðmundsson, sem er
formaður, Halldór Indriðason og
Haraldur Guðbergsson.
„Ásinn“ er prentaður í Stein-
dórsprenti, og afgreiðsla blaðs-
ins er í Tjarnargötu 4.
íendifulhrúi
Upplýsingar í síma 23926.
Trésmiðir 'óskast
Innivinna í allan vetur
Hátt kaup. Uppl. I síma 34629
Hótel Hortj
Ragnar Bjarnason
og
Hljómsveit
Björns R. Einarssonat
leika og syngja.
☆
☆ ☆
Dansað
frá kl. 8—1
Ókeypis aðgangur
Borð aðeins tekin frá
fyrir matargesti.
Kaldir réttir frá
12 til 2 og 7—9.
(★>
f*eim, sem vilja tryggja sér
að komast að, er vissara
að koma tímanlega.
kvaddur keim
KAIRÓ, 7. okt. (Reuter). —
Sendifulltrúi Arabíska sambands
lýðveldisins í Peking lagði af
stað þaðan flugleiðis í dag til
Kairó — um Moskvu. —
Sendifulltrúinn á að flytja stjórn
sinni skýrslu um ræðu, sem for-
ingi hins bannaða, sýrlenzka
kommúnistaflokks flutti í Pek-
ing í síðustu viku, en þar réðist
hann mjög á Nasser forseta og
stjórnmálastefnu Arabíska sam-
bandslýðveldisins yfirleitt.
m
Kínversk
Listsýning
I BOGASAL,
ÞJÓÐMINJASAFNSINS
OPIN KL. 14—22.
Bifreiðir til sölu
V O L V O 1955
OPEL RECORD 1955
Bílarnir eru sem nýir að sjá, mjög
lítið keyrðir og hafa verið í
einkaeign.
Til sýnis á Melhaga 10 í dag og
á morgun.
Gömlu dansarnir
I G.T.-húsinu í kvöld kl. 9.
• Hinn nýji G.R.-kvartett leikur fyrir dansinum.
• Söngvari: Sigríður Guðmundsdóttir.
• Bezta dansgólf Reykjavíkur.
• Eini skemmtistaðurinn, þar sem engin veitinga-
borð verða í sjálfum danssalnum.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 1-33-55.
Gömlu dansarnir
í kvöld kl. 9.
(★>
Hljómsveit hússins.
Aðgöngögumiðar seldir frá kl. 8. Sími 17985.
Málfundafélagið Óðinn
Félag Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna
Fundur í Sjálfstæðishúsinu n. k. sunnudag 11. október kl. 2 e.h.
F undarefni:
Leiðin til bœttra lífskjara
Efnahagsmálastefna Sjálfstœðisflokksins
Frummælandi:
Birgir Kjaran hagfrœðingur
Állt stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins velko mið meðan husrum leyfir
STJÓRNIN