Morgunblaðið - 10.10.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 10.10.1959, Síða 13
Laugardapur 10. okt. 195b MOK crnvm. AÐIÐ 13 Fimmtugur í dag: Gu&ján Vigfússon Pioneer 4. háifnaður kringum sólina WASHINGTON, 8. okt. NTB — AFP. — Bndaríski gervihnöttur- inn Pioneer 4., sem sendur var út í geiminn hinn 4. marz sl., og hefur verið á braut kringum sól- ina síðan, fór um miðnætti í nótt fram hjá þeim punkti á braut sinni, sem liggur fjærst sólinn-. Samkvæmt upplýsingum frá geimrannsóknastofnuninni í Washington verður gervihnött- urinn þá í 170 milljón kílómetra fjarlægð frá sólinni og fer með 112.000 kílómetra hraða á klukKU stund. Lunik 3. nálgast spor- baug sinn um jörðina 1 DAG er Guðjón Vígfússon, Eskihlíð 10, fimmtugur. Hann er fæddur í Þorleifskoti í Hraun- gerðishreppi 10. október 1909. Foreldrar hans voru hjónin Vig- fús Jónsson frá Iðu í Biskups- tungum og Sólveig Snorradóttir frá Þórustöðum í Ölfusi. Guðjón ólst upp hjá foreldrum sínum að Þorleifskoti í stórum systkinahópi. Faðir hans dó að heimili sínu árið 1932, en móðirin bjó áfram í Þorleifskoti með börnum sín- um til 1934, en þá fluttust þau öli til Reykjavíkur og hefur Guðjón átt hér heimili síðan. Áður hafði hann gengið á búnaðarskólann á Hvanneyri í 2 vetur og útskrif- aðist þaðan vorið 1933. Bílpróf tók hann 1931 en 1936 keypti hann bíl og hefir ekið síðan vöru- bílum og fóiksbílum, bæði stór- um og smáum. Hann var einn af stofnendum byggingarfélagsins „Múr“ 1954 og hefir að mestu unnið þar síðan. Eins og öllum sem þekkja Guðjón er kunnugt, er hann af- kastamikill dugnaðarmaður að hverju sem hann gengur. Og þó býst ég við því að honum hafi verið meira að skapi, að yrkja RHODOS, 8. okt. NTB—AFP — Makaríos erkibiskup, sem er leið togi bráðabirgðastjórnarinnar á Kýpur, átti í dag sex tíma við- ræður við Georgios Grívas, fyrr- verandi foringja EOKA-manna á Kýpur. Eftir viðræðurnar kvaðst Makaríos vera bjartsýnn á árang- ur þeirra, en þær tækju alls þrjá daga- Þær hófust í gærdag. jörðina og hlúa að gróðri jarð- ar, en nokkuð annað. Er það skaði að jörðin skuli ekki hafa notið hans miklu krafta og góðu kosta. Fyrst eftir að Sólveig móðir Guðjóns fluttist hingað bjó hún hjá Snorra syni sínum, en flutti þá til Guðjóns og hélt hús með honum. En árið 1950 veiktist Sólveig og var lengst af rúm- föst. Varð þá til happs að frú Guðrún Þorsteinsdóttir réðist á heimilið og annaðist gömlu kon- una upp frá því af hinni mestu prýði og fórnfýsi til æviloka, ár- ið 1957. Hefir frú Guðrún búið með Guðjóni síðan og búið hon- um gott heimili og vistlegt, og er öllum tekið þar vinsamlega og af hinni mestu gestrisni, sem þeim er í blóð borin. Guðjón hefir verið gæfumað- ur eins og hann á kyn til og hjálparhella allra er leitað hafa til hans. Er gott að una í návist hans og njóta mannkosta hans sem aldrei bregðast. Traustir mann- kostir hans eru gulli betri. Heill og blessun fylgi afmælis- barninu og heimili hans á ókomn- um árum. Milli okkar er enginn veruleg- ur skoðanamunur, sagði Makar- íos, og bætti við, að send yrði út sameiginleg yfirlýsing þegar viðræðunum lýkur á morgun. — Verður þá jafnframt haldinn blaðamannafundur.Grívas kvaðst líka vera vongóður um árangur- inn af viðræðunum og sagðist meta það mikils að fá upplýsing ar frá fyrstu hendi um ástandið á Kýpur. MOSKVU, 8. okt. — NTB-Reuter — Geimflaugin eða „geimstöðin" Lunik 3. er enn á brautinni, sem henni var ætlað að fara, sam- kvæmt fréttum Tass-fréttastof- unnar rússnesku. í kvöld var Lunik 3. í 448.000 kílómetra fjar- lægð frá jörðinni og 235.000 km. frá tunglinu. Hún fór með hálfs kílómetra hraða á sekúndu. Þegar geimflaugin fór kringum mánann fór hún út fyrir aðdrátt- arsvið hans og nálgast nú þann stað á fyrirhugaðri braut sinni, þar sem hún verður fjærst jörð- inni. 'Stöðugt dregur úr hraða flaugarinnar, og um fimmleytið í kvöld var hraðinn Vz km á sekúndu. Fyrirhuguð braut Luniks 3. kringum jörðina liggur lóðrétt á braut tunglsins. Geimstöðin fer umhverfis jörðina í löngum spor- baug og tekur hver hringferð um hálfan mánuð. Tæki stöðvarinnar eru enn x fullkomnu lagi og senda Síldarmóttaka á Húsavík HÚSAVÍK, 30. sept. — Eftir- greind tillaga var samþykkt áj fundi bæjarstjórnar Húsavíkur hinn 26. sept. sl.: „Bæjarstjórn Húsavíkur skorar á stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins að láta síldarverksmiðju rík- isins í Húsavík vera opna til síld- armóttöku — eftir því sem af- köst hennar leyfa — fyrir öll samningsbundin skip verksmiðj- anna á næstu síldarvertíð, svo og önnur síldveiðiskip, ef ástæð- ur leyfa. Jafnframt skorar bæjarstjórn- in á stjórn S. R. að láta fyrir næstu síldarvertíð, bæta aðstöð- una við síldarverksmiðjuna á Húsavík, svo verksmiðjan geti unnið ri.eð fullum vélaafköstum. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að dómi bæjarstjórn arinnar. 1. Að þróarrúm verði aukið úr 3000 málum í allt að 10,000 mál. Að byggð verði 750 lesta mjöl geymsla. Að byggðir verði lýsisgeym- ar fyrir 500 lestir. Að bætt verði löndunarað- staðan: stórvirk löndunartæki verði sett upp. Það er álit bæjarstjórnarinn- ar að S. R. hafi á síðustu síldar- vertíð bakað afkomu Húsvíkinga mikið tjón, með því að setja verksmiðjuna á Húsavík skör lægra, en aðrar verksmiðjur sín- ar, þannig að beina með fyrir- mælum, síldveiðiflotanum fram hjá Húsavík, til Siglufjarðar og Raufarhafnar. Krefst bæjarstjórnin þess, að þetta endurtaki sig ekki, og Húsa vík verði eftirleiðis látin búa við jafnan rétt og aðrir staðir verk- smiðja S. R. til móttöku síldar- afla.“ — Fréttaritari. stöðugt upplýsingar til jarðar. — Næsta útvarpssending Luniks 3. verður milli kl. 1 og 2 á morgun. Gervihnötturinn fór hinn 1B. marz sl. hjá þeim punkti á braat sinni, sem liggur næst sólinni, og þar þá í 147 milljón kílómetra fjarlægð frá henni. Það tekar gervihnöttinn 407 daga að fara einn hring um sólina. Bera sakir á Kínverja BELGRAD, 3. okt. Reuter. — Júgóslavneska stjórnin sakaði Kínverja í gær um að heyja „kalt stríð" gegn Júgóslavíu. — Opin- ber talsmaður stjórnarinnar sagði á blaðamannafundi, að kínversk- ir embættismenn hefðu borið út svívirðilegan og ruddalegan ó- hróður um Júgóslavíu og stjórn- endur landsins. Mötuneyti stúdenta vantar stúlku í vist. Vinsamlegast talið við ráðs- konuna á Gamla Garði (Ekki svarað í síma) Umboðssalan selur ódýrt Kvenregnkápur (Poplin) Seldar fyrir aðeins kr. 395.— (Smásala) — Laugavegi 81 Byggingarlóð Tilboð óskast í lóð og húseign skammt frá gatna- mótum Skólavörðustígs og Týsgötu. Á lóðinni má byggja stórhýsi. Þeir, sem hafa áhuga, gjöri svo vel og leggi nafn sitt og símanúmer á afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, merkt: „Stórhýsi—8989“. Til sölu Rúmgóð 4ra herb. íbúð í suðurenda blokkhússins við Eskihlíð. íbúðinni fylgir eignahluti í risi, sem er 1 herb. og sameign í salerni, svo og eignahluti í kjall- ara, sem er 1 herb., hlutdeild í þvottahúsi og fl. að y4 hluta. Ibúðin er í góðu standi — Hitaveita. Uppl. í síma 19435 eftir kl. 2 í dag. Vöruskemma Pakkhús eða braggi óskast til leigu. Tilboð með upplýsingum um stærð og staðsetningu sendist til P.O. Box 897, Reykjavík Snyrtisfofa mín er flutt úr Garðastræti 17 að Hverfisgötu 50. Sími 10658 Fanney Halldórsdóttir BifreiðasaSan Ingálfstrœti 9 Símar: 18966 og 19092 Dodge “55 stærri gerð til sýnis og sölu í dag. Bifreiðasalan Ingólfstrœti 9 Símar: 18966 og 19092 Sími 15300 Ægisgötu 4 SKÁPAHÖLDUR SKÁPALÆSINGAR SEGULLÆSINGAR HURÐAGRIP UTIHURÐASKRÁR INNIHURÐASKRÁR Simi 15300 Ægisgötu 4 KLÆÐASKÁPARÖR 20 mm. GLUGGATJALDA- og‘ SKÓSKÁPARÖR 10 mm. BORÐKANTAR (aluminium) GLERFALSLISTAR Steindór Gunnlaugsson. Grívos og Mnkoríos ræðost við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.