Morgunblaðið - 10.10.1959, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.10.1959, Qupperneq 16
16 MORCVNBT. 4ÐIÐ ■Laugardagur 10. okt. 1959 „Og hvað er að segja um hina alkunnu ástæðu?“ Verneuil fór aftur að ganga, eða nærri því að trítla um gólfið. „Lúlúa er ofstækisfullur áhang- andi Sewes. Henni, eins og mörg- um innbornum mönnum, virðist hann vera heigur maður. Hún hefur sennilega álitið bróður yð- ar aðalmanninn í baráttunni gegn prestinum. Við vitum, að hún hafði í fórum sínum sann- anir fyrir samsærinu gegn Sewe-------“. „Einmitt það“, tók Anton fram í fyrir honum. „Hún ætlaði að koma fram með þessar sannanir í málinu. Hún hefði getað geng- ið frá bróður mínum á þess að myrða hann“. „Þetta er sálarfræði hvítra manna, Antóníó — og þér hafið verið nógu lengi í Kor.gó til þess að vita, að það er ekki sálarfræði hinna svörtu“. Hann lét aftur fallast í hinn slitna hægindastól sinn við skrifþorðið og var þreytulegur á svipinn. „Ég er fæadur í Kongó, en “g þekki jafn vel ekki öll hin dularfullu trúar- brögð og hjátrú innborinna manna. Það er langt frá því. Á ég að segja yður dæmi um það? Leynifélagsskapur Anytó-manna af ættbálki Babalis er sannfærð- ur um, að ekkert æðra réttlæti sé til og þess vegna álíta þessir hálf-viltu menn, að morð se lög- leg framkvæmd á jarðnesku rétt- læti. Batshiókó-arnir suður í landi leita ráða af þyt vindsins. Lækningamenn og galdramenn flakka ennþá um landið. Pygmy- arnir framkvæma flókna og blóð- uga skurði af trúarástæðum. Það eru til fjögur hundruð mismun- andi börn (tabus). Og svo eruð þér að bera fram rökfræði hvítra manna. Líklega hefur vindurinn, sem blæs ángað frá Brazzaville, skipað Lúlúu að bróður yðar bana, Antóníó". „Þetta er vitleysa hjá yður, lögreglustjóri. Þér gleymið því, að ég hef þekkt þessa stúlku í mörg ár. Hún er hvorki í leyni- félagsskap Anytómanna né held- ur lætur hún vestanvindinn skipa sér neitt með þyt sínum". Verneuil sváraði ekki þegar í steð. Hann horfði lengi hugs- andi á Anton. „Ég veit ekki, hvað ég á að hugsa um yður, Aniónío", sagði hann að lokum. Hann virtist tala í hreinskilni. „Þegar þér voruð hræddur um, að grunurinn félli á mágkonu ; £ ar, þá bentuð þér mér á slóð Lulúu. Nú eruð þér að verja hana“. „Ég er ekki að verja hana. Ég /H / Húsfreyjan sem fylgist með tímanum eykur vinnuhraða og sparar erfiði með þvi að nota Saumavéla-mótorinn ANF 789 • • Hentugur motor til þess að byggja á allar saumavélar: Spenna 220 volt riðstraumur eða jafnstraumur, 40 watt. Sérlega falleg gerð. Lokaður og mjög ábyggileg- ur í rekstri. Einföld og auðveld viðbygging. Fyrir- hafnarlaus innstilling. Hljóðlaus að mestu. Truflar ekki útvarpstæki. — Framleiddur af SACHSENWERK Allar upplýsingar veitir Verzlunarsendisveit Þýzka alþýðulýðveldisins Reykjavík, Austurstræti 10, 2. hæð. 59701 . ______ hygg aðeins, að þér séuð aftur á rangri slóð“. „Ég kallaði einmitt á yður, til þess að héyra um það. Réttara sagt, ég vil fá að vita það hjá yður, hvort þér álítið að Lúlúa hafi getað myrt bróður yðar“. Anton kveikti sér í vindling og fór hægt að öllu. Hann mælti: „Viljið þér láta það vera kom- ið undir tilraun, lögreglustjóri?“ „Á ég að láta yður vera einn með Lúlúu?“ „Já, einmitt það“. Verneuil stóð upp að nýju og gekk hægt til dyranna. „Það brýtur í bág við reglurn- ar — en hvað er það, sem ekki brýtur í bág við fyrirmælin í þessu flókna máli?“ Hann opnaði dyrnar og gaf skrifara sínum fyr irmæli. Því næst sneri hann aft- ur til Antons og mælti hlýlega: „Við höfum átt í nokkrum skær- um, Antónió, en mér er vel við yður samt sem áður. Ég hef hait trú á yður frá upphafi — þegar enginn hafði trú á yður. Ég var sannfærður um, að þér mynduð ekki láta neinn falskan vitnis- burð koma fram fyrir varir yð- ar í viðurvist frú Wehr. Sjáið þér til, ég er nokkurs konar áhuga-leynilögreglumaður. Ég vissi um tug af störfum, sem gáfu meira í aðra hönd, einkum í þess ari gullgrafaraborg. En ég hef sér stakan áhuga á sannleikanum. Ég hygg, að Lúlúa hafi ráðið bróður yðar bana, sn mér er það ekki kappsmál, að fá staðfestingu á því. vil vita sannleikann. Eg verð yður þakklátur, ef þér hjálpið mér til þess“. Anton stóð á fætur. „Ég skal gera það, sem ég get, lögreglustjóri. Ég lofa yður því“. Verneuil kinkaði kolli og fór út. Að vörmu spori var komið inn með Lúlúu. Löregluþjónninn skildi þau eftir ein. Þau stóðu stundarkorn þegjandi hvort á móti öðru. Stúlkan var í einfölJum, dökk- um fötum og lýtalausri, hvítri treyju. Anton varð að viður- kenna, að hún var falleg, og hon um flaug í hug, að þessi kona hafði verið ástkona hans svo ár- um skipti, og svo væri enn, ef hann hefði ekki kynnst Veru. — Hann þekkti hennar leyndustu geðbrigði. Hann þekkti hana í reiði hennar, í barnaskap hennar, í hreinskilni hennar, í þrákelkni hennar og í ástúð hennar. Og nú átti hann að vera leynilögreglu- m&ðurinn, sem átti að komast að því, hvort hún hefði framið morð. Hún settist. Hún hafði ekki haft augun af honum allan tím- ann. Augu hennar voru eins og í villiketti, sem situr um bráð. Nú mælti hún: „Þú hefur haft af mér sigur minn“. Anton horfði á hana hissa. — Vissi 1 i ekki, að hún var sök- uð um morðið? Im hvað var hún annars að iala? „Ég ætlaði að gera út &f við þig“, sagði hún. „Þú varst fyrri til“. „Hvað átt þú annars við?“ spurði hann og hallaði sér upp að skrifborðinu. „Ég hafði allar sannanir gegn þér í höndunum. Ég tók þær frá Hermanni. Það var slæmt, að þú skyldir verða hræddur og segja sannleikann“. „Og hvers vegna ætlaðir þú að gera út af við mig?“ spurði hann. „Vegna Sewe, en einkum vegna konunnar. Ég ætlaði &5 bjarga Sewe og hefna mín á þér“. Hann gekk feti nær henni. „Lúlúa, þú ert með þvaður, sem ekki á við hérna. Þú líggur undir grun um morð. Ég vil fá að vita það hjá þér, hvort þú hafir ráðið bróður mínum bana“. „Þú veizt alveg, hver hefur ráöið honum bana“. Hann gekk auur að skrifborð- inu. „Þú tókst byssuna mina af veggnum“, sagði hann. „Þú veizt, að ég gerði það ekki“. Hann varð að stilla sig til að láta gremju sína ekki í Ijós. „Fjandinn hafi það. — Hættu nú að tala vitleysu. Það gat tng- | inn tekið byssuna og íátið hana aftur á sinn stað nema þú“. „Þú ufðir lykil að íbúðinni". „Ég lá í rúmi mínu, þegar Her- mann var drepinn. Löreglan gætti að mér, af því að Verne- uil vildi vita, hverja aðalvitnið í Sewe-málinu hafði -aman við að sælda dagana fyrir réttarhöld- in“. Ég hef fjarvistarsönnun, sem meira að segja Verneuil tekur gilda. Þess vegna------“. Hún horfði framan í hann. „Þess vegna skjftlast Verne- uil“, tók hún fram í fyrir hon- um. „Þú fékkst konunni byssuna og þú laumaðir henni aftui inn í íbúðina, þegar ég var ekki heima“. Anton hugsaði sig um. Það sem stúlkan sagði, var hreinasta vit- leysa. En það var röksemd í vit- le> sunni. Það gerðist ekki þann- ig, — en það hefði getað gerzt þannig. Honum varð allt í einu hugsað til Veru. Var það rétt, að Verneuil grunaði hana ekki leng- ur? Eða var lögreglustjórinn með djöfuleg látalæti? „Þú laumaðist inn á heimili bróður mir.s“, sagði hann, „og það á bak við mig, og gerðist barn- fóstra. Hvers vegna gerðir þú það?“ „Af því að ég vildi vita, hvað væri verið að ráðgera gegn pró- fessornum. Af því að ég vildi koma í veg fyrir fyrirætlanir þín ar“. „Hefur þú þá ekki elskað Her- mann?“ „Ég hef haft andstyggð á hon- um“. „En þú gerðist þó ástkona hans“. Hvers vegna er ég að segja þetta, hugsaði Anton. Honum datt í hug setning eftir þýzka skáldið Jean Paul: „Afbrýðisem- in verður degi eldri en ástin“. -— ! Það var hlægilegt, að hann var ! að skipta sér af svikum konu, sem honum var orðið sama um, svík um með manni, sem var dáinn. Lúlúa mælti: „Ef ég hefði ekki orðið ástkona hans þarna yfir í Brazzaville, þá hefði ég aldrei náð í skjölin. Eg hata þig, af því að það var til ónýtis, en ég hef ekki vonda sam vizku. Og þótt svo væri, þá tryði ég engum fyrir því nema Sewe“. Anton gerðist nú einbeittur. „Hvort sem þú hatar mig eða ekki, Lúlúa“, sagði hann, , já verður þú að trúa því, að ég vil hjálpa þér. Þú verður að segja a r L ú ó Hvolpurinn, sem hin ákafa dá- hind hefur hrakið „urtu, horfu einmana á dýrin, þar sem þau hverfa inn í kjarrið. Og þegar hráslagalegt regn tekur að faila af himnum, skríður hann undir trébút. Á meðan. Ég verð að fara að haska mér,elskan , ef ég á aO ná í vagninn. Plý, þér hei.u aftur, Markús og skilaðu kærn kveðju Johnny og Maríu. ..... gparið yðu.r hinup á roilli rnargra vorzlruia1- OCkUML fl ÖKUM Ausfcurstrasti aiUtvarpiö Laugardagur 10. október 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 VeCurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Oskalög sjúklinga Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.15 ,,Laugardagslögin“ — (16.00 Frétt- ir o gtilkynningar). 16.30 Veðurfregnir. 18.15 Skákþáttur (Baldur Möller). 19.00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Pólskir listamenn flytja þarlend þjóðlög og þjóð- dansa. 19.45 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Leikrit I>jóðleikhússins: „Dómar inn“ eftir Vilhelm Moberg, 1 þýð- ingu Helga Hjörvar. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Bald- vin Halldórsson, Herdís Þorvalds- dóttir, Haraldur Björnsson, Guð- björg í»orb j arnardóttir, Vaiur Gíslason, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson. Indriði Waage, Inga í*órðardóttir, Arndís Björns- dóttir, Klemenz Jónsson, Þorgrim ur Einarsson og Lárus Pálsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Framhald leikritsins „Dómarinn". 22.45 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.