Morgunblaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVTVBL4ÐIÐ Fimmfudagur 22. okt. 1959 STETT VINNl M E-D STETT A-Ð UPPBYGCINGU f LANDSINS FRÉTTAMAÐUR Morgun- blaðsins hefur hitt að máli þrjá af fulltrúum launþega á lista Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík í kosningunum nk. sunnudag. Þeir eru Ólafur Björnsson, prófessor, fyrrver- andi formaður BSRB, sem skipar 6. sætið á listanum, Pétur Sigurðsson, sjómaður, sem er í 7. sæti listans, og Jó- hann Sigurðsson, verkamað- ur, sem skipar 11. sætið. Ólafur Björnsson: Hækkun kaupgjalds því aðeins kjarabót að verðlag hækki ekki Ólafur Björnsson, prófessor, var fyrst spurður um kjör launa- fólks hér á landi og hvernig bezt væri að bæta þau. Hann svaraði: — Kjör launafólks eru að mínu áliti einkum komin undir tvennu, í fyrsta lagi hlutfallinu milli kaupgjalds og verðlags á nauð- synjum og í öðru lagi undir því, að skattaálagningunni sé ekki hagað þannig, að hún íþyngi launafólki umfram aðra. Aðgerð- ir í efnahagsmálum, er miða að því að bæta hag launþeganna, verða því að mínu áliti að bein- ast annað hvort að því að gera hlutfallið milli kaupgjalds og verðlags hagstæðara eða hverfa frá skattlagningu, sem er laun- þegum óhagstæð. — Þó samtökum launafólks og þingfulltrúum, sem hag þeirra bera fyrir brjósti, beri að vinna saman að framkvæmd slíkra að- gerða, sem ég minntist á áðan, verður að hafa hugfast, að stór- felldar hagsbætur öllu launafólki til handa verða að jafnaði ekki hristar fram úr erminni. Laun- þegar eru meginþorri þjóðarinn- ar og hljóta kjör þeirra, eins og þjóðarinnar í heild, að vera fyrst og fremst komin undir afkomu framleiðslunnar, en hún verður alltaf að talsverðu leyti háð óvið- ráðanlegum orsökum. Það sem ég mundi telja mest aðkallandi frá hagsmunasjónarmiði launþega til þess að skapa skilyrði fyrir bætt- um kjörum þeim til handa, er stöðvun verðbólgunnar og lækk- un skatta af launatekjum. Um fyrra atriðið, nauðsyn þess að stöðva verðbólguna, virðast raun- ar ailir stjórnmáiaflokkamir í orði kveðnu vera sammála. En það er ekki nóg til þess að shk stöðvun megi takast, það verður að horfast í augu við staðreyndir og gera sér það ljóst, hvaða að- gerðir séu líklegar til árangurs og hverjar ekki. Launþegasam- tökin verða líka að marka sér ákveðna og raunsæja stefnu í þessu efni, því að geri þau það ekki, getur löggjafarsamkoman ekki tekið tillit til vilja samtak- anna, hversu gjarnan, sem hún að öðru leyti vildi gera það. — Nú hefur það af sumum stjórnmálaflokkum verið taiin heppilegust afstaða fyrir laun- þega, að mótmæla öllum hugsan- legum, raunhæfum leiðum. — Já, þannig hefur það einmiit verið — og krefjast svo annars, sem vel kann að líta út á papp- ímum, en ekki getur leyst vand- ann. Slíkt leiðir aðeins til þess að samtökin verða í rauninni áhrifa- laus á gang þessara mála að öðru leyti en því, að þau eiga sinn þátt í að koma í veg fyrir lausn verðbólguvandamálsins, en það brýtur í bág við hagsmuni þeirra. Því miður hefur afstaða laun- þegasamtakanna I þessum efnum verið alltof neikvæð til þessa, en það breytist vonandi til bóta, því þá fyrst er von til þess að hægt verði að koma til móts við þá kröfu samtakanna að verðbólgu- vandamálið verði leyst í sam- ræmi við hagsmuni launafólks. Launþegunum hefur hætt til þess að ofmeta möguleikana á því að bæta hag sinn með einhllða hækkunum kaupgjalds. Hækkun kaupgjaldsins er vitanlega kjara- bót, ef trygging er fyrir því að verðlagið hækki ekki að sarna skapi sem afleiðing kauphækk- ananna. En sé slík trygging ekki fyrir' hendi, renna kauphækkan- irnar út í sandinn og löng og dýr verkföll, sem það oft hefur kost- að að knýja kauphækkanirnar fram, verða þá fyrir gýg. Ég tel að launþegasamtökin ættu í rík- ara mæli að beita áhrifum sínum til eflingar ráðstöfunum, sem hafa mundu í för með sér aukn- ingu framleiðsluafkasta. Slíkar ráðstafanir geta jöfnum höndum verið fólgnar í því að bæta tækni og auka tæknimenntun og gera þær ráðstafanir á fjármálasviðinu er skapi meira jafnvægi í hag- kerfinu. Þá tel ég og, hélt Ólafur Björnsson áfram, að launþega- samtökin ættu að láta fjárfest- ingarmálin miklu meira til sín taka en nú er. Hin mikla fjár- festing, sem hefur átt sér stað hér á landi um langt skeið, hefur óhjákvæmilega verið þjóðinni þung byrði og þá ekki sízt laun- þegunum. Að því leyti sem fjár- festingin er nauðsynleg til trygg- ingar framförum og uppbygging- ar atvinnuveganna verða byrðir hennar að vísu ekki umflúnar. En ég tel það þó vert ítarlegrar rann- sóknar, sem launþegasamtökln eigi aðild að, hvort eigi væri unnt að minnka eitthváð fjárfest- inguna, án þess að draga þyrfti úr framförum. Ef niðurstaðan yrði jákvæð, yrði það fljótvirk- asta leiðin til þess að auka kaup- mátt launanna. Að lokum fórust Ólafi Björns- syni svo orð um skattamálin: — Skattamálin eru annað mesta hagsmunamál launþega- samtakanna, sagði hann. Hinir háu, beinu skattar, sem tíðkast hér á landi, eru launafólki vitan- lega óhagstæðir. Ég er nú að vísu ekki trúaður á það, að fram- kvæmanlegt verði að afnema beina skatta með öllu í náinni framtíð. En væri hægt að lækka þá svo um munaði og umfram allt ef hægt væri að gera þá lag- færingu á skattstigunum að þeir dragi ekki svo úr starfsvilja fólks og sjálfsbjargarhvöt sem nú á sér stað. Einnig í þessu efni tel ég að launþegasamtökin ættu að beita þeim miklu pólitísku áhrifum, sem þau gætu haft, ef rétt væri á haldið. Pétur Sigurðsson: Finna verður nýjar leiðir til verðmætisaukningar Næst talaði fréttamaður Morg- unblaðsins við Pétur Sigurðsson, sjómann. Hann sagði m. a., að það sem nú lægi einna brýnast fyrir í sambandi við kaup og k jör sjómanna væri að fá lagfæringu á lögunum um lífeyrissjóð tog- arasjómanna og að uppfyllt yrðu þau loforð, sem gefin hafa verið um lífeyrissjóð fyrir aðra sjó- menn. Ennfremur þyrfti nú að gera gangskör að því að herða á öryggismálum sjómannanna. — Ennfremur tel ég, hélt Pét- ur Sigurðsson áfram, að nú sé ekki annað sæmandi lengur en að koma upp einhvers konar vinnutryggingu fyrir aldraða sjómenn og þá sem hætta verða sjómennsku af öðrum ástæðum. Gætu þeir þá fengið vinnu á öðr- um vettvangi við sitt hæfi. Sjó- menn, sem koma í land, eru oft- ast útslitnir löngu fyrir lok eðli- legs starfsaldurs og hafa ekki að neinu að hverfa nema nýrri erfiðisvinnu, sem oft reynist erfiðari fyrir þá undir þessum kringumstæðum en hina, sem við hana hafa starfað. Ég held að þess hafi ekki verið nógsamlega gæt't, að íslenzkur fiskimaður hefur á miðri starfsævi sinni oft og tíðum skilað lengri og þyngri vinnudegi en margir aðrir ljúka á allri sinni starfsævi. — Hefurðu nokkrar tillögur um það, í hvaða formi slík vinnutrygging yrði? — Nei, ekki að svo stöddu, enda tel ég vænlegast að ræða það mál í sambandi við úrlausn- ir á fólksekluvandamáli fiski- skipanna. En hins vegar má benda á, að allir þeir aðilar, sem sjómennsku stunda og þurfa á sémámi að halda vegna starfa síns, geta unnið sömu störf í landi, þar sem sérnám þeirra kemur að fullum notum, — nema skipstjórar og stýrimenn, þeirx-a sérnám er einskorðað við þetta eina starf, siglingu skipa, og það sem því fylgir. Ef reglugerð Stýrimannaskólans yrði endur- skoðuð, mætti bæta inn í hana um leið og öðru yrði sleppt: sér- námi í störfum, sem þeir gætu unnið við í landi og stæðu þá ekki jafn berskjaldaðir og raun ber vitni, ef í land þyrfti að leita. Á það má benda, að hásetar á fiskiskipunum, sem nokkxxr starfsár hafa að baki, t. d. neta- menn á togurum, eru prýðilega kunnugir allri meðferð véiðar- færa, og vinnubrögðum við meðferð aflans og hásetar á far- skipum gjörþekkja allt, sem við- kemur losun og lestun slíkra skipa, viðhaldi þeirra og þar með allri málningarvinnu. Ég held að á þessu sviði sem öðru sé mikið verk að vinna fyrir hinar almennu samstarfsnefndir laun- þega og vinnuveitenda, sem Sjálfstæðisflokkurinn tekur einn upp í stefnuskrá sína. — Hvernig lízt þér á stefnu- skrár flokkanna, ef litið er á þær frá sjónarhóli launþega? — Áður en þær eru skoðaðar ættu launþegar að rifja upp stefnuskrár flokkanna fyrir kosn- ingarnar 1956, rifja upp öll lof- orðin og öll svikin, nema þetta eina, sem efnt var: að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá öllum áhrifum á Alþingi, í bönkunum, í húsnæðismálastjórn og í verka- lýðsfélögunum, svo eitthvað sé nefnt. Um endalok svikaferils- ins er alþjóð kunnugt. Hann end- aði á brún öngþveitis, þegar eng- in samstaða var um neitt í ríkis- stjórninni og ný dýrtíðarbylgja flæddi yfir. Þá var það fynr styrk Sjálfstæðisflokksins, að stöðvað var á þeirri brún. Einu held ég að launþegar gleðjist nú yfir og það er að svo virðist sem samkomulagsgrundvöllur sé fyrir hendi um lagfæringu ú úreltum og óréttlátum lögum um skatta og útsvör. Hið gamla baráttumál Sjálfstæðisflokksins fyrir óbein- um sköttum virðist nú hafa feng- ið þann hljómgrunn, sem þurfa mun til lagfæringar. Þó ekki taK- ist að afnema beinu skattana að öllu leyti, tel ég nauðsynlegt að þess verði gætt í fyrirhuguðum breytingum, að þeir beinu skatt- ar, sem eftir verða, séu teknir jafnóðum af kaupi. Þetta er ekki svo þýðingarlítið t. d. fyrir þann stóra hluta sjómannastéttarinnar, sem tekur laun sín að miklu leyti með hlutafyrirkomulagi. Þeir afla vel eitt árið en næsta árið bregst aflinn. Skattar tekjuháa ársins koma þá á lágu tekjurnar og geta orðið óbærilegir. Allxr launþegar þekkja þetta nú. A síðasta ári, þegar verðbólga vinstri stjórnarinnar fór að segja til sín, hækkuðu launatekjur mikið sökum víxlverkana kaups og verðlags. Skattstigar allir voru samt óbreyttir. Síðan er verðlag og kaup fært niður á þessu ári en þá lendir ofurþungi skatta og útsv. á launþegum, sem eru með miklu lægri launatekjur nú en í fyrra. Ef hin innheimtu- aðferðin hefði verið notuð, þá hefðu afleiðingar af verðbólgu vinstri stjórnarinnar ekki komið jafn hart niður á skattgreiðend- ur nú eins og dæmin sýna. Ann- ars fær maður ekki varizt brosi, þegar skattpíningarflokkur kaup- staðanna er orðinn svo hræddur við eigin stefnu í þessum mál- um, að hann skirrist ekki við að saka sinn eigin fulltrúa í niður- jöfnunarnefnd hér í Reykjavík um trúnaðarbrot í starfi til þess eins að hylja feril sinn í þess- um málum reykskýi. Þetta hafa Framsóknarmenn leikið áður, þegar almenningsálitið hefur fordæmt framferði þeirra. Þeir fórnuðu Sigurði Jónassyni þegar fyrsta olíuhneykslið komst upp en hann var síðan verðlaunaður af Eysteini með feitu ríkisemb- ætti. Þeir ráku Hannes á Undir- felli úr bænum eftir gula hneykslið en verðlaunuðu hann síðan með áframhaldandi setu í húsnæðismálastjórn, þar sem hann gat unnið myrkraverk Fram sóknar áfram. Reykvíkingar ættu að minnast þess, að það er Fram- sókn að kenna að ekki hefur tek- izt að skapa aðra tekjustofna fyr- ir bæjarfélögin og það er þeim að kenna að stærsti auðhringur landsins er útsvarsfrjáls. Að lokum ræddi Pétur Sig- urðsson um fólksekluna ó fiski- skipunum og starfsgrundvöll út- gerðarinnar og sagði, að þau mál hlytu að verða ein af fyrstu mál- unum, sem nýkjörið Alþingi fær til úrlausnar. Hann benti á, að á valdatíma vinstri stjórnarinn- ar hefðu fleiri útlendingar unn- ið að framleiðslustörfum en nokkru sinni fyrr og miklir erfið- leikar sköpuðust oft á tíðum vegna manneklu, en samt sé nú reynt að nota þann áróður, að vinstri stjórnirt hafi unnið bug á þessu vandamáli. Pétur Sigurðsson sagði að lok- um: — Ef við ætlum að lifa góðu lífi í þessu landi, þá verðum við að stefna hverju skipi og hverj- um báti á miðin, hvert frystihús, fiskvinnslustöð og sérhvert það fyrirtæki, sem eykur verðmæti útflutningsframleiðslunnar verð- ur að starfrækja. Finna verður nýjar leiðir til nauðsynlegrar verðmætisaukningar. Þessar leið- ir getur Sjálfstæðisflokkurinn einn bent á. Jóhann Sigurðsson: Elexír V-stjórnarinnar var: Rangindi, stjóm- leysi, uppgjöf Að lokum talaði fréttamaður Morgunblaðsins við Jóhann Sig- urðsson, verkamann hjá Skelj- ungi h.f. í upphafi samtalsins sagði Jóhann, að fólk skyldi nú minnast vinstri stjórnarinnar sálugu, þeirra fögru fyrirheita, sem hún gaf, og hvernig þau urðu öll að engu. Vinstri stjórn- in hafði engar hugsjónir aðrar en þá að njóta valdsins, sagði Jóhann, og útiloka næstum helm- ing þjóðarinnar, Sjálfstæðisfólk, frá áhrifum í þjóðfélaginu. Auð- vitað hlaut þetta að enda með þeim ósköpum, sem allir þekkja. Vinstri stjómin kallaði sig „stjórn Framh. á bls. 13. Þrír af fulltrúum launþcga á D-listanum í Reykjavík, Jóhann Sigurðsson, Ólafur Björnsson og Pétur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.