Morgunblaðið - 22.10.1959, Side 9
Fimmtudagur 22. okt. 1959
Mnncjnsm. 4 fhð
9
Friðun
miða,
framtíð
lands
EINS og skýrt hefur verið frá í
blöðum og útvarpi eru fyrir
nokkru hafin samtök um útgáfu
merkis „er sé tákn réttlaetiskröfu
íslenzku þjóðarinnar um fisk-
veiðilögsögu, er tryggi fárhags-
og menningarlega velferð þjóð-
arinnar í framtíðinni“.
Að samtökum þessum standa
tuttugu og tveir menn, fjórir frá
hverjum hinna fimm stjórnmála-
flokka landsins, auk tveggja af
forystumönnum Slysavarnafélags
íslands.
Gefin hafa verið út rúmlega
100 þúsund merki og er ætlunin,
að þau verði seld þá daga, er
kosningar fara fram til alþingis,
25. og 26. þ. m. Framkvæmda-
nefnd samtakanna hefur nú þeg-
ar sent frá sér þau merki, sem
eiga að fara upp til sveita og til
kauptúna og kaupstaða utan
Reykjavíkur.
Væntir framkvæmdanefndin
þess, að enginn gangi svo til kosn
inga, að hann eigi beri merki
þetta.
I ávarpi samtakanna til þjóðar-
innar, sem áður hefur verið birt,
segir svo, að „hreinar tekjur af
sölu merkisins gangi til að búa
sem bezt úr garði hið nýja varð-
skip, sem þjóðin nú á í smíðum“.
Helzt hefur verið rætt um, að
fénu verði varið til kaupa á þyr-
ilvængju á hið nýja varðskip. Að
öðru leyti ákveður stórn land-
helgisgæzlunnar hversu fénu
verður varið.
Meginatriði þessa máls er þó,
að öll íslenzka þjóðin nú auðsyni
„vilja sinn til þess, að í engu
verði vikið fyrir ofbeldi því, er
eitt af mestu herveldum heims
nú beitir þjóð vora“, eins og í
ávarpinu segir.
Gerðar hafa verið ráðstafanir
til þess, að allar helztu frétta-
stofur og áhrifaríkustu blöð
margra þjóða sem ítarlegascar
fregnir af viðbrögðum ísienzku
þjóðarinnar í landhelgismálinu.
Hvetja samtökin alla, sem eiga
ættingja eða vini meðal íslend-
inga erlendis, að senda þeim nú
þegar merki þetta að gjöf; fast
þau í bókabúðum Lárusar Blönd-
al í Reykjavík og hjá umboðs-
mönnum samtakanna um allt
land.
Allir, er með einhverjum hæt:i
vilja ljá framkvæmdanefndinni
aðstoð sína við talningu, drecif-
ingu og sölu merkisins, eru beðn-
ir um að snúa sér hið fyrsta til
nefndarinnar, sem hefur bæki-
stöð í skrifstofu Slysavarnafélags
íslands, Grófinni 1, Reykjavík.
Œvar se^ur á svið
Anthony Quinn og Yoko Tani kyssast á Eskimóavísu, með því að nugga saman nefjum, í kvikmyndinni „Hvítir skuggar'*.
Hann kom aldrei til íslands, en
• ••
S.L. SUMAR var Mbl. búið að
gera ráðstafanir til að ná tali
I af ameríska kvikmyndaleikaran-
um Anthony Quinn, er hann
færi hér í gegn á leið sinni til
Grænlands, þar sem hann átti að
leika í kvikmynd. Það fór nú
| samt svo, að Quinn kom aldrei
í til íslands, því leikarar og allur
1 nauðsynlegur útbúnaður var
flutt norður í auðnirnar með
einkaflugvélum frá Montreal í
Kanada.
Nú höfum við fengið mynd,
sem tekin var á Grænlandi af
aðalleikurunum Anthony Quinn
og japönsku leikkonunni, Yoko
Tani. Kvikmyndin, sem ber nafn
ið „Hvítir skuggar', fjallar um
unga eskimóann Imuk, sem er
bjarndýraveiðimaður, og konu
hans, um baráttu þeirra fyrir lif-
inu, fyrstu samskiptum þeirra
við menningu hvítra manna, sem
er þeim framandi og óvinsam-
leg, og um hina ungu ást þeirra.
Quinn segist hafa lifað sig ákaf-
lega vel inn í hlutverkið, enda
virðist hann æði eskimóalegur
í útliti á myndinni. Þegar hann
var kominn í fötin af Eskimóa
einum, fannst honum hann vera
orðinn reglulegur Eskimói. Ant-
hony Quinn er, eins og kunnugt
er, einkum frægur fyrir leik
sinn í myndum eins og „Viva
Zapataí' og „La Strata", sem
báðar hafa verið sýndar hér, en
hann segir að þessi upptaka á
Grænlandi og í auðnum Norður-
Kanada hafi verið alveg einstök
reynzla, enda telur hann mynd-
ina heilsteypta og áhrifamikla.
Myndin er gerð eftir skáldsögu
Hans Ruesch, „Land löngu
skugganna", og stjórnað af
Niholas Rey og Barcio Bandini.
Þeir áttu í óendanlegum erfið-
leikum þarna norður í auðnun-
um, .einkum þar sem myndin er
af „teehnorama“-gerð, og því var
ekki hægt að taka hana með að-
dráttarlinsum. Varð þv£ að
mynda öll veiðiatriðin, t.d. þegar
veiddir voru hvítabirnir, úr
fárra metra fjarlægð. Segir
Anthony Quinn að hann hafi
aldrei haft eins gaman af neinu
um æfina eins og þessum veið-
um, þó erfiðar væru og hættu-
legar.
í næsta mánuði fer annar leik-
stjórinn, Baccio Bandini, til Lapp
lands, til að taka myndir af
hreindýrahjörðum, en þar mun
vera hægt að fá fallegri hjarðir
en á Grænlandi og Kanada og
síðan verður gengið frá mynd-
inni. Er gert ráð fyrir að hún
komi á markaðinn í apríl í vetur.
i SiVlufirði
SIGLUFIRÐI, 14. okt. •— Eftir-
farandi hefur mér borizt frá
Leikfélagi Siglufjarðar:
Vetrarstarf Leikfélags Siglu
fjarðar er nú að hefjast. Þjóð-
leikhússtjóri Guðlaugur Rósin-
krans hefur sýnt leikfélaginu þá
velvild að leyfa einum af ágæt-
ustu leikurum Þjóðleikhússins,
Ævari Kvaran að fara hingað
til Siglufjarðar og starfa með
Leikfélaginu. Ævar setur á svið
leikritið „Júpiter hlær“ eftir
enska rithöfundinn A. J. Cronin.
Einnig mup hann aðstoða við
kabarett. Hann hefur einnig nám
skeið í framsögn. Þá mun Ævar
einnig heimsækja Gagnfræða-
skólann og kenna þar framsögn.
Gangið / Heimdall
í VOR fór fram víðtæk söfnun nýrra félaga í Heimdall, félag ungra
j Sjálfstæðismanna. Bættust Heimdalli þá um 200 nýir félagar á
l liálfum mánuði.
Nú er söfnun þessi hafin að nýju, og er gert ráð fyrir, að henni
liúki á kjördag.
Samkvæmt 4. grein félagslaga geta allir Sjálfstæðismenn á aldr-
inum 16—35 ára orðið meðlimir í félaginu.
Sjálfstæðisflokknum er að sjálfsögðu mikill styrkur í, að sem
flestir fylgismenn hans gangi í eitthvert Sjálfstæðisfélag. Þess vegna
hvetur Heimdallur allt reykvískt æskufólk, sem stuðla vill að sigri
Sjálfstæðisflokksins, að ganga í félagið.
Það er hægt að gera með þvi að klippa út meðfylgjandi seðil
og senda hann útfylltan til skrifstofu Heimdallar, Valhöll, Suður-
götu 39. —
Ég undirritaður (uð) óska að ganga í Heimdall, félag ungra
S j álf stæðismanna.
'NAFN: .............................4.... F.d.:
HEIMILI: .............................. SlMI:
VINNUSTAÐUR: ................... SKÓLI:
4-5 herbergja íbúð
óskast til kaups. Ennfremur 3ja herb. íbúð
Háar útborganir.
ÓLAFUR ÞORGRfMSSON, hrl.
Austurstræti 14. — Sími 15332
Húsið No. 8 við Tprnargötu
er til sölu til brottflutnings eða niðurrifs.
Tilboð sendist skrifstofu Verzlunarráðs Islands. Póst-
hússtræti 7, fyrir 31. þ.m.
Ford Merkury
Smíðaár 1957 til sölu. Bíllinn hefur alltaf verið
í einkaeign. Keyrður aðeins 22 þús. km. Sjálfskiptur.
Upplýsingar gefur:
HARALDUR GUÐMUNDSSON
lögg. fasteignasali. — llafnarstræti 15.
Símar: 15415 og 15414, heima.
5 herb. íbúðarhœð
á efri hæð í tvíbýlishúsi, komin undir tréverk til
sölu við Melabraut. Sérinngangur, sér hiti og sér
þvottahús. Bilskúrsréttindi.
STEINN JÖNSSON, hdl.
Lögfræðistofa — Fasteignasala
Krkjuhvoli — Símar 1-4951 og 1-9090.