Morgunblaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 22. okt. 1959
MORCU NRL AÐlh
19
Fjölga þarf prestum
í Reykjavík og Hafnarfirði
Bisliupinn ræðir um málið
á blaðamannafundi.
BISKUPINN yfir Islandi, hr. Sig-
urbjöm Einarsson, hélt í gærdag
sinn fyrsta fund með blaðamönn-
um Reykjavíkurblaðanna. í>ar
gerði biskup að umtalsefni þörf-
ina á fjölgun presta í Reykjavík
og Hafnarfirði. Kvaðst hann
vilja nota tækifærið til þess eins
að gera almenningi grein fyrir
því hversu á horfði í máli þessu.
Biskup kvaðst strax vilja taka
fram, að varðandi fjölgun presta
í Reykjavík, þá liggi ekki fyrir
nein ákvörðun í því efni frá
kirkjumálastjórninni. í lögum er
svo mælt fyrir, að í Reykjavík
skuli vera svo margir þjóðkirkju
prestar, að sem næst 5000 manns
komi til jafnaðar á hvern prest.
í kaupstöðum utan Reykjavíkur
4000.
Þá virðist sem lög þessi geri
ráð fyrir því, að kirkjustjórnin
annist um þær breytingar, sem
af ákvæðum þessum leiða, þ. e. a.
s. að bæta við prestum eftir þörf-
um. Safnaðarráð Reykjavíkur á
eftir þessum margnefndu lögum
að gera tillögu um skiptingu
sókna, ef þess er þá óskað af við-
komandi safnaðarnefnd, þar sem
fjölga á prestum. Nú eru þess
sem kunnugt er dæmi að innan
sömu sóknar þjóni tveir prestar.
Þá sagði biskup, að hann hefði
fengið upplýsingar um það frá
Hagstofunni, hvernig safnaðar-
menn þjóðkirkjunnar skiptast nið
ur á milli hinna ýmsu presta-
kalla. Er þessi tala nú nærri því
eins árs, miðuð við áramótin
1958. Þá voru í Háteigspresta-
kalli 7003 þjóðkirkjumenn, í Lang
holtsprestakalli 7081, í Laugar-
nesprestakalli 8069, í Nespresta-
kalli 8959, í Bústaðasókn 6127, en
henni þjónar sami prestur og
Kópavogskaupstað, þar sem eru
4526 þjóðkirkjunnar menn. Loks
eru svo Hallgrímssókn og Dóm-
kirkjusókn, sem eru tvímennings-
prestaköll með 13000—14000 í
hvorri.
Síðan þetta manntal var gert,
hefur fólki fjölgað verulega, og
kvaðst Sigurbjörn Einarsson bisk
up telja það varlega áætlað, að
um 9000 manns sé til jafnaðar á
prestana í Reykjavíkurprestaköll
unum, sem hér hafa verið nefnd.
Ég dreg því þá ályktun, sagði
biskup, að hér í Reykjavík vanti
fimm presta, éinn í hvert þessara
fimm: Háteigs-, Laugarness-,
Langholts-, Bústaða- og Nessókn.
Hér bætti biskupinn því við, að
í Hafnarfirði þyrfti einnig að
bæta við presti, því þjóðkirkju-
presturinn þar, hefur þrjár út-
sóknir: Garðakirkju, sem nú verð
ur endurreist, Bessastaðakirkju,
og undir hana fellur allt Silfur-
túnið, og loks Kálfatjarnarkirkju.
Biskup sagði, að öllum msfetti
Ijóst vera af því, sem hér hefur
verið rakið, að fjölga þarf prest-
um í Reykjavík um fimm og í
Hafnarfirði um einn. Um fram-
vindu þessa máls kvaðst biskup
ekkert geta sagt á þessu stigx.
í sjálfu sér er framkvæmd máls-
ins gjörsamlega hliðstæð því, þeg
ar fjölga þarf kennurum í skól-
um landsins. Eru lögin um
prestana og framkvæmd fræðslu-
laganna í landinu mjög sama
eðlis.
Ló við slysi
Harður árekstur
í Köldukinn
AKUREYRI, 21. október. —
Síðastliðið mánudagskvöld varð
harður árekstur austur í Köldu-
kinn í S-Þingeyjarsýslu. Nánari
atvik eru þau, að vörubifreið ók
á jeppakerru, sem tengd var aft-
an í jeppa, er stóð á vegarbrún-
inni. I þann mund, er slysið
varð, voru 2 menn að fara upp
í kerruna, en er þeir sáu hvað
verða vildi, köstuðu þeir sér út
í skurðinn við veginn. Mátti
engu muna að þarna yrði alvar
legt slys, því að kerran lagðist
sarnan við áreksturinn, og vöru-
bifreiðin skemmdist svo mikið,
að ekki var hægt að aka henni af
siysstaðnum.
Aðfaranótt laugardags s.l. valt
4 manna fólksbifreið við Fnjósk-
árbrú í Dalsmynni og urðu á
henni talsverðar skemmdir. Bif-
reiðin var með plastyfirbygg-
ingu. Bifreiðastjórinn var einn í
bílnum og sakaði hann ekki.
Kristniboðssambnndið 30 drn
Kristniboðsvika í húsi KFUM þessa viku
SAMBAND íslenzkra kristni-
boðsfélaga er 30 ára um þessar
mundir, en það var stofnað sum-
arið 1929. Fyrstu tvo áratugina
studdi það starf íslenzkra kristni
boða í Kína. íslendingar ráku
þá ekkert sjálfstætt kristniboðs-
starf, en höfðu í þess stað ágætt
samstarf við norsk kristniboðs-
félög, og hafa tengslin haldizt
allt til þessa. En nú hefur kristni
boðssambandið í nokkur ár rek-
ið kristniboðsstöð í Konso-hér-
aði í Suður-Eþíópíu. Til þessa
hafa fimm kristniboðar starfað
þar, en tveir þeirra dveljast nú
hér á landi. Vonir standa til að
fleiri verði sendir út í náinni
framtíð, m.a. einn læknir.
í Konso vinna kristniboðarnir
ásamt nokkrum innlendum sam-
verkamönnum að líknarstörfum,
skólahaldi og prédikun fagnaðar
erindisins. Hefur nú myndazt
söfnuður þarlendra manna, og
er það fyrsta dótturkirkja ís-
lenzkrar kristni úti í heiðnum
löndum. Það er eir.nig mikið
fagnaðarefni þeim, sem starfinu
unna, að hér á landi gætir nú
sífellt vaxandi skilnings á al-
mennri skyldu kristinna manna
gagnvart kristniboði.
Eins og venja hefur verið und-
anfarin ár, stendur nú yfir
kristniboðsvika í húsi K.F.U.M.
og K„ og er hún haldin á vegum
kristniboðssambandsins. Sam-
komur eru á hverju kvöldi þessa
viku kl. 20,30. Þar tala ýmsir
kunnir ræðumenn, en auk þess
er mikill söngur og hljóðfæra-
sláttur. f kvöld tala Ástráður
Sigursteindórsson skólastjóri og
séra Sigurjón Þ. Árnason, en
annað kvöld verða sýndar mynd
ir frá Konso. Allir eru velkomnir
á samkomur þessar meðan hús-
rúm leyfir.
Kjærb^R.
Kjœrböl-málið
fyrir ríkisrétti
Smásíld í Vest-
manneyjum
VESTMANNAEYJUM, 21. okt.:
Undanfarna daga hefur orðið
vart við talsverða síld í höfninni
hér. í gær kastaði vélbáturinn
Guðbjörg með loðnunót og fékk
260 tunnur síldar í nótina. —
Síldin var mjög smá, 10—12 sm.
löng og fitulítil, 11 prósent. Fór
aflinn í bræðslu, nema 30—40
tunnur, sem voru frystar. Talið
er vafasamt að þessum veiðum
verði haldið áfram, nema fitu-
magn síldarinnar aukist. — BG.
ÞAÐ er nú nær fullráðið, að
ríkisréttur fjalli xun málKjærböl,
fyrrum Grænlandsmálaráðherra.
Ástæðan er sú, að j ráðherratíð
sinni gaf hann danska þinginu
villandi upplýsingar varðandi
siglingar að vetrarlagi til Græn-
lands — og Grænlandsfarið Hans
Hedtoft, sem fórst í vetur með
95 manns innanborðs, var byggt
affi nokkru með hliðsjón af þess-
um upplýsingum.
Þingmenn Vinstri flokksins
samþykktu í gær kröfu um að
ríkisréttur fjallaði um málið og
bxiizt er við, að, íhaldsþingmenn
samþykki samskonar kröfu í
kvöld. Síðan munu þessir flokk-
ar væntanlega leggja fram til-
lögu á þingi um að ríkisréttur-
inn skerist í leikinn. „Politiken“
segir í dag, áð stjórnarflokkarnir
verði ekki andvígir tillögunni.
Mergurinn málsins er sá, að
þegar smíði Hans Hedtofts var
í bígerð aflaði Grænlandsmála-
ráðherrann sér umsagnar skip-
stjóra, sem mikla reynzlu höfðu
af vetrarsiglingum við Græn-
Jand. Erfitt reyndist að finna
skipstjóra, sem meðmæltur var
þeim andvígir. Barst ráðherran-
xxm j hendur umsögn andvíg sigl
ingum, en eftir mikla leit fékk
hann loks skipstjóra til þess að
mæla með þeim. Og það var ein-
mitt sú yfirlýsing, sem Kjærböl
lét þingheim heyra.
Þá hefur ritstjóri nokkur bor-
ið að Kjærböl hafi reynt að
þvinga hann til þess að birta ekki
gagnrýni á framkvæmd málanna.
Kjærböl er því bæði sakaður
um að hafa reynt að beita þving-
unum og fyrir vanrækslu í starfi
varðandi birtingu á umsögnum
skipstjóranna um vetrarsigling
ar við Grænland.
siglingunum, því flestir voru efni.
Grein Jóhannesar
Nordal
í Morgunblaðinu í gær birtist
grein eftir dr. Jóhannes Nordal
bankastjóra, er hann nefndi: „I
átt til frjálsari viðskipta". Þess
var ekki getið, að greinin var
forystugrein í nýútkomnu hefti
Fjármálatíðinda.
í þessu hefti Fjármálatíðinda,
fyrir júlí-september 1959, er
einnig grein um utanríkisvið-
skiptin 1958, grein um störf Al-
þingis á síðustu tveimur þingum
og fréttaþættir um margvíslegt
Þökkum hjartanlega vinum og fxændfólki, sem glöddu
okkur á gullbrúðkaupsdaginn.
Kristján Indriðason, Liikka Friðriksdóttir
Eskifirði.
Lokað í dag
vegna jarðarfarar frá kl. 2—4.
VCRXIVMIN
£AI
LAUCAVCC ÍS
Skrifstofur vorar og afgreiðslu verður
lokað
til hádegis, föstudag. 23. okt. vegna jarðarfarar
Friðriks Gunnarssonar forstjóra.
Afgreiðsla SmjÖrlíkisgerðanna ht.
Móðir mín og tengdamóðir
ANNA DANÍELSSEN
Brávallagötu 24, andaðist 14. þ.m.. — Jarðarförin hefur
farið fram.
Þökkum auðsýnda samúið. — Fyrir hönd aðstandenda.
Sigfrid Sigfúsdóttir og Dagfinnur Einarsson.
Jarðarför föður okkar
AÐALSTEINS GUÐMUNDSSONAR
Krossamýrarblett 15, sem lézt 16. þ.m., fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 23. þ.m. kl. 3. Blóm vinsam-
lega afþökkuð en þeim, sem vilja minnast hins látna er
bent á Krabbameinsfélagið.
Móðir, börn, tengdabörn og barnabörn hins látna.
Faðir okkar
FRIÐBIK GUNNARSSON
verður jarðsungin frá kirkju Krists konungs, Landakoti
föstudaginn 23. október. Athöfnin hefst með sálumessu
kl. 10 f.h.
Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum.
Gunnar J. Friðriksson,
Jóhanna Friðriksdóttir,
Jón Friðriksson
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd, við
andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og
afa
EINARS JÓNASSONAR
hafnsögumanns. — Sérstaklega þökkum við lækni hans
og hjúkrunarkonum í sjúkrahúsi Hvítabandsins, er
veittu honum alla hjálp af einstakri alúð og nákvæmni.
Isafold Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir, Kristinn Ólason,
Hjördís Einarsdóttir, Sigurður Jóhannsson,
Kristrún E. Castagna, Lawrence Castagna,
og barnabörn.