Morgunblaðið - 28.10.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 28.10.1959, Síða 12
12 MORGVHTtrAT)Jh Miðvik'údagur 28. okt. 1959 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. _ Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. URSLITIN YIÐ fyrstu sýn eru aðalein- kenni kosningaúrslitanna atkvæðatap Sjálfstæðis- flokksins yfir til Alþýðuflokks. Aðrar breytingar eru minni en þó eftirtektarverðar. Ætíð varð að búast við því, að minni flokkarnir mundu eitthvað auka fylgi sitt í kjördæmunum úti á landi. Þar höfðu þeir víð- ast áður litla eða enga mögu- leika til að fá mann kosinn utan stærstu kaupstaða. Barátta þeirra var þvi erfið og oft von- lítil. Nú breytist viðhorfið í þessu og því eðlilegt — að öðru jöfnu, — að þeir auki fylgi sitt * þess- um kjördæmum. ★ Þrátt fyrir þetta verður að játa, að kommúnistar fengu yf- irleitt meira fylgi en menn höfðu búizt við. Það kemur raunar fram í fyrirsögn sjálfs Þjóðvilj- ans í gær, þar sem hann segir fagnandi: „Fylgi Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík óbreytt“, að hann hafði búizt við lakari úr- slitum. En muna verður, að kommúnistar fengu sinn skell í vor, þá hrundi fylgið af þeim um land allt, og nú gerðu þeir ekki betur en halda í horfinu. Ráðagerð Framsóknar um að bæla vinstri flokkana undir sig og bæta stórlega við sig, svo sem Tíminn hefur látlaust boðað, fór gersamlega út um þúfur. Vonir hennar um stórfellda sigurvinn- inga í kosningunum og þar með áframhaldandi lykilstöðu í ís- lenzkum stjórnmálum urðu að engu. ★ Vafalaust munu margar skýr- ingar koma fram á atkvæðatapi Sjálfstæðisflokksins til Alþýðu- flokks. Hin nærtækasta er sú, að ' neytendur voru yfirleitt ánægð- ir með bráðabirgðalög stjórnar- innar. Sjálfstæðismenn eru sann- færðir um, að þeirra aðstaða í málinu var rétt. En það breytir ekki því, að Alþýðuflokkurinn þótti sýna röskleika með setn- ingu laganna. Að vonum eiga margir erfitt um fulla yfirsýn í slíku máli og fylgja þess vegna því, sem þeim virðist sitt hags- munasj ónarmið. Frávikning varnarmálanefnd- armannanna og Hannesar Páls- sonar og Sigurðar Sigmundsson- ar mæltist einnig vel fyrir. Allt varð þetta Alþýðuflokknum til styrktar. Ýmsir hafa því fremur greitt honum atkvæði, þar sem hann hefur nú í veigamiklum málum tekið upp mjög svipaða stefnu og Sjálfstæðisflokkurinn. Til viðbótar þessu kemur, að Alþýðuflokkurinn hefur fyrr og síðar tapað atkvæðum, þegar hann hefur lagt í vinstra ævin- týri með Framsókn, en ætíð unn- ið á, þegar hann hefur hrist Frám sókn af sér. Á þessu hefur nú enn einu sinni fengizt mjög rækileg staðfesting. ★ Við því verður ætíð að vera búinn í stjórnmálum, að þar gangi upp og ofan. Kjósendur eru frjálsir að því að taka sína ákvörðun enda eiga þeir sjálfir allt í húfi. Sjálfstæðismenn hefðu kosið úrslitin á nokkuð annan veg en þau nú urðu. En styrk- leiki flokksins er óhaggaður. Hann er megin aflið í íslenzkum stjórnmálum. og mun gera sitt til að ryðja úr vegi þeim erfið- leikum, sem eru á braut þjóðar- innar til batnandi tíma. UNNENDUR FRELSISINS VERÐA AÐ SÝNA STÖÐUGA ÁRVEKNI NÚ er enn einum kosningum lokið, en þær hafa verið alltíðar á íslandi að undan förnu, reyndar svo tíðar, að mörg um hefur þótt nóg um. Sumir hafa talað um stjórnmálaleiða fólks, en hann hefur þó ekki komið fram í lítilli kjörsókn, þvert á móti er kjörsókn yfirleitt meiri hér en í flestum nágrannalandanna. Sumir vandlætingarpostular tala um, að stjórnmálin séu eitt- hvað óhreint, sem „heiðvirðir" menn megi tæpast koma nálægt. Nær væri þessum mönnum að reyna að bæta eitthvað það, sem þeim þykir aflaga fara, heldur en að leggja ekkert annað til mál- anna en neikvæða gagnrýni. Satt er það að vísu, að stjórnmálabar- áttan er hér oft óvægin og pers- ónuleg úr hófi, en efalaust á það að nokkru leyti rætur sínar að rekja til fámennis þjóðarinnar. Margt bendir og til þess, að í þessu efni stefni í rétta átt. -A Á hinn bóginn ber ekki að harma, að menn greini á og deili nokkuð um hvernig bregðast skuli við hinum ýmsu vandamál- um. Skoðanamunur er eðlilegur og það er gæfa okkar þjóðar, að menn geta óhræddir látið skoð- anir sínar í ljós. — Auðvitað geta menn það, kann nú einhver að segja. En er þetta nú svo auð- vitað? Að minnsta kosti er hundr- uðum milljóna manna neitað um þessi Sjálfsögðu mannréttindi í heiminum í dag. ★ Nokkrir eru þeir, sem óska kunningjum sínum gleðilegrar há tíðar á kosningadögum. Sjálfsagt fylgir þessu mismunandi mikil alvara og margir myndu svara slíkri kveðju með glensi. En er það hin rétta afstaða? Vissulega er það hátíðleg stund fyrir hvern borgara, að mega neyta kosninga- réttar síns í leynilegum kosning- um. Allt of fáir hugsa um þessa hlið málsins, en því fleiri myndu gera það, ef hinn sjálfsagði rétt- ur hefði verið tekinn frá þeim. Mönnum er hollt að minnast þess stundum, að hin sjálfsögðu gæði, og þá ekki sízt það, sem er öllu öðru mikilvægara, frelsið, lúta engum náttúrulögmálum, sem tryggi, að þau skuli falla öll- um mönnum i skaut. Á öllum tím um hafa einhverjir staðið í bar- áttu til þess að öðlast frelsi og þeir sem hafa náð markinu, verða að skilja, að það kostar stöðuga árvekni að halda því. IITAN IIR HEIMI HÚN FÆR KARLMENNINA ★ til að andvarpa af aðdáun ★ HOLLYWOOD hefur ekki litið neitt henni líkt — síðan Marilyn Monroe geystist fram á sjónarsviðið. Hún heitir Tuesday Weld — og er aðeins seytján vetra. En hún er á allra vörum — meira umtöluð en nokkur önn- ur stúlka í Hollywood nú um stundir. — Til þessa hefur hún reyndar aðeins fengið smáhlut- verk í kvikmyndum, enda er það ekki á hvíta tjaldinu, sem hún hefur vakið slíka athygli á sér. En þegar hún kemur í samkvæmi ^ s i Gervöll Hollywood-1 \ borg talar um hina ) i \ j nýju þokkagyðju j \ sína, Tuesday Weld, \ s | \ sem að eins er 17 s i \ $ ara s i 5 — og það gerir hún oft — fer kliður um sali, og síðan hjóðnar allt. Viðstaddir snúa sér í sætum og horfa með áhugaglampa í aug- um — sér í lagi karlmennirnir. ★ Tuesday hefur til að bera flest það, sem fengið getur karlmenn um heimsbyggðina víða til þess að glenna upp augun af ein- skærri hrifningu. En hún hefur annað og meira. Við getum kall- að það persónuleika, við getum kallað það ágengni eða frekju — eða bara æsku. Það er „eitthvað", sem fangar og vekur áhuga — og gerir það að verkum, að hún hlýtur að vekja umtal. ★ Og það gerir hún líka svika- laust. Gervöll Hollywood-borg talar um hana. Og meira er skrif- að um hana en nokkra aðra leik- konu — síðan Marilyn Monroe „skall eins og sprengja yfir Holly wood“, eins og einn hugkvæmur maður orðaði það. — Það líður varla svo dagur, að Louella Par- sons, Sheilah Graham eða Hedda Hopper veiti henni ekki eitthvert rúm í slaðurdálkum sínum — og útsendarar blaða og tímarita um Bandaríkin þver og endilöng hafa sífellt verið á hælum hennar síð- ustu mánuðina. Eigi alls fyrir löngu hélt Col- umbia-kvikmyndafélagið eitt fjörugt „kokkteil“-boð í tilefni þess, að hinn sænski heimsmeist- ari í hnefaleikum, Ingemar Jo- hansson, var þá að byrja að leika í fyrstu kvikmynd sinni, „All the Young Men“. — Þangað kom Tuesday Weld í fylgd með korn- ungum „sjónvarpsleikara" frá New York, Lee Kinsolving, er einnig fær sitt fyrsta kvikmynda hlutverk í nefndri mynd — sem einn af „ungu mönnunum". — Tuesday var klædd sérstæðri, rauðri peysu. Andlit hennar var algerlega farðalaust — hún hafði ekki einu sinni notað varalit — og minnti mest á unga og ferska sveitastúlku. — Gestirnir byrj- uðu strax að hvíslast á og spyrja hver annan, hver hún gæti verið þessi unga stúlka, sem líktist mest stofustúlkunni heima hjá þeim, eða „barnapíunni“. Flestir urðu alveg forviði, þegar þeir fengu að vita, að þetta væri engin önnur en Tuesday Weld — því að allir höfðu eitthvað um hana heyrt eða lesið. En leit hún í raun og veru þannig út — var þetta þá allt og sumt? , ★ En, viti menn — ekki leið á löngu, áður en allir — það er að segja, allir ungu karlmennimir (og reyndar hinir eldri líka) hóp- uðust um hana — andvarpandi af aðdáun. Og þeir hlustuðu hug- fangnir og fullir áhuga á skemmti legar og persónulegar athuga- semdir hennar, sem aldrei eru hversdagslegar — og geta stund- um verið dálítið „djarfar", sem kallað er. — Hún virðist gera sér far um að „slá um sig“ með skoðunum og athugasemdum, sem hljóma eins og blaðafyrir- sagnir. En þótt sumum hafi dottið þao í hug, er enginn, sem leggui' Tuesday orð í munn — athuga- semdir hennar fæðast ósjálfrátt, og koma gjarna á óvart — jafn vel henni sálfri stundum að því er virðist. Eins og þegar hún sagði við blaðamann á sínum tíma: „Ég hlakka til, þegar ég verð nógu þroskuð til þess að sitja fyrir nakin — hjá lista- mönnum og ljósmyndurum . . . .“ — Þá verður svipur hennar eins og vildi hún segja: „Ég vona, að ég hafi ekki sagt neina vitleysu?“ Já, hún Tuesday Weld hefur hæfileika — margs konar hæfi- leika .... Engin furða þótt herramir horfi Jafnaðarmenn tapa í Svisslamli BERN, 26. okt. (Reuter). — Jafn aðarmenn töpuðu nokkru fylgi í svissnesku þingkosningunum, sem fram fóru á sunnudag. Áður voru þeir stærsti flokkur þings- ins, með 53 þingsæti, en nú eru bæði þeir og Róttæki flokkurinn með 51 þingsæti. Kaþólski flokkurinn hefur 47 þingsæti (óbreytt), Bændaflokk- urinn 23 (vann eitt), Óháði flokk urinn 10 (óbreytt), Demókratar 6 (unnu eitt) og Frjálslyndir 5 (óbreytt). Jafnaðarmenn áttu ekki sæti í ríkisstjórn, enda þótt þeir væru stærsti flokkur þingsins. Slitu þeir stjórnarsamstarfi við hina stóru flokkana 1951 eftir deilur um efnahagsmálin og hafa ekki síðan verið í stjórn. Nú er búizt við að þeir gangi í stjórn að nýju. AKRANESI, 24. okt. --- Hrað- frystihús Haraldar Böðvarssonar & Co. er að byrja að kaupa ýsuna af trillubátunum hér, og greiðir landssambandsverð, eins og þeir hafa fengið í Reykjavík. Léttir það mikið á trillubátamönnum að þurfa ekki að flytja afla sinn til Reykjavíkur í skammdeginu. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.