Morgunblaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 28. okt. 1959 MÖRGUNRLAÐIÐ 13 Víða er fátækt í Tyrklandi. Það er eins gott að veðráttan sé hlý, þegar búið er í svona híbýlum. innan um taktfast skóhljóðið heyrðist óreglulegt tikkið í jám- uðum háu hælunum mínum. Öðru hverju, þegar ég fann ekk- ert fast undir hælunum, þar sem 10 cm bil voru á milli steinanna í stéttinni, tók ég bakföll. Sá kafli í fréttamynd vikunnar í bíó- unum í Ankara hlýtur að hafa verið mjög skemmtilegur —- fyrir áhorfendur. Sátu tvítugir yfir stafrófskverum Tyrkir eru ákaflega stoltir af framförunum, sem orðið hafa landi þeirra á skömmum tíma. Þeir nefna gjarnan glæsilegu þjóðbrautirnar, sem þeir hafa lagt á milli stærstu borganna, 9 stóru orkúverin, sem ekki voru til fyrir 1950, og nýju stórhýsin sem rísa upp í stórborgunum. Það hefur verið farið geyst, svo geyst að reynzt hefur erfitt að láta allt fylgjast að. Einn af aumu blettunum þjóðinni er menntun almennings Það gefur e. t. v. góða hugmynd um ástandið, að af nýliðunum sem koma í herinn utan af landi og úr sveitaþorpunum uppi í fjöll unum, eru 40% ólæsir og óskrif- andi. Það er að vísu 3—5 ára skólaskylda alls staðar, en kenn- ara og skóla vantar í litlu þorpin í þessu víðlenda ríki. Og svo koma tvítugir sveitapiltar til borg Ur | Tyrklandsferð ÞAÐ er 20 mínútna ferð milli Evrópu og Asíu og farið kostar rúma krónu, ef tekin er ferjan yfir Bosporus frá Istanbul. Okk- ur tók það aðeins fáar mínútur, þar eð við flugum hátt í lofti. Þaðan leit hið 19 m langa Bos- porussund, sem skilur Asíu og Evrópu, út eins og mjó rák frá Marmarahafi í Svartahaf. Úr loft inu sáum við vel kafbátanetið, sem liggur þvert yfir sundið, svo hægt er að loka því á svipstundu. í það skipti sáum við Istambul aðeins úr lofti, þar sem víkin Gullna hornið teygir sig í boga, eins og gamalt víkingahorn, inn í borgina og moskurnar 500 teygja spírur sínar og hvolfþök upp i loftið og gefa henni svip kalífa- borganna úr Þúsund og einni nótt, sem maður las í æsku. Við tókum brátt stefnuna inn yfir Litlu-Asíu, á höfuðborgma Ankara. Ekki ýkja langt frá ströndinni er landslagið fyrir neð an okkur orðið hrjóstrugt og hrikalegt, með upp undir 2000 m. háum fjallgörðum ferlega sprungnum hásléttum og aðeins örlitlum grænum blettum hér og þar kringum ár eða vötn. Svo rís Ankara upp úr þurri moldarlitri hásléttunni, eins og sveppur í eyðimörk, nýtízku borg með breiðgötum og stórum klunnalegum skrifstofubygging- um. Hún ber öll einkenni höfuð- borgar, með stjórnarskrifstofur Farið frá Evrdpu til Asíu kostar krdnu sínar og sendiráð, en sér- einkenni gamallar gróinnar borg- ar hefur hún ekki. Enda var þetta aðeins óverulegur sveitabær þarna á sléttunni, þangað til Atatúrk ákvað eftir lýðveldisstofn unina að byggja þar upp Evr- ópska höfuðborg. Nú eru íbúarnir eitthvað um 800 þús, miklu fleiri en gert var í upphafi ráð fyrir að þar mundu nokkurn tíma verða — með þeim afleiðingum að bæjaryfirvöldin eiga í mesta basli með að útvega nægilegt vatn á þessari þurru há- sléttu. Stórar stíflur hafa verið byggðar og í undirbúningi er 140 km löng vatnsleiðsla. Kringum borgina er enginn gróður, nema þar sem tré hafa verið gróðursett. Þegar Ankara var gerð að höfuðborg voru þar engin tré, en Atatúrk lét koma upp geysimiklum trjáræktunar- stöðvum og nú prýða tré garða og breiðgötur borgarinnar. Afnam kvennabúrin og lét konur fella blæjurnar Útlendingur hefur ekki verið lengi í Tyrklandi, þegar hann fer að heyra minnzt á Atatúrk. Það er næstum sama um hvaða tyrk- pgp ................... 'im borgina Efesus í biblíunni. Nú er verið að grafa iutua Uí-í- úr jörðinni, með marmaralögðum götum sínum, súlnagöngum og byggingum. neskt málefni er spurt, hann kem ur alltaf við sögu. Mynd af hon- um hangir líka uppi í hverri opin- berri skrifstofu og stofnun, og hver Tyrki virðist dýrka minn- ingu hans. Mustafa Kemal, sem var gefið nafnið Atatúrk (Faðir Tyrkja), þegar hann lét innleiða notkun seinni nafna í landinu 1935, gerð- ist foringi Tyrkja í frelsisstríði þeirra og eftir að ríkið varð lýð- veldi árið 1923. „Við komum úr austri og höldum til vesturs", segja Tyrkir með stolti. Og undir stjórn Atatúrks tóku þeir vissu- lega stökk í þá átt. Hann ein- beitti sér að því að gera Tyrk- land, sem orðið var hræðilega langt á eftir tímanum eftir margra alda stjórn Ottoman sold- ánanna, að nútíma ríki á evrópsk- an mælikvarða. Hann innleiddi borgaraleg lög í stað lögmála kór- ansins, tók upp latneska stafrófið, gerði ráðstafanir til að byggja upp borgirnar á vestræna vísu, bannaði konum að viðlagðri refs- ingu að hylja andlit sitt, afnam kvennabúrin (sumum finnst sálfsagt að óþarfi hafi verið að líkja svo mjög eftir siðum Evrópu búa) o. fl. o. fl. Atatúrk er þjóðarhetja Tyrkja, og þeir dýrka hann svo mjög að í fyrstu finnst aðkomumanni nóg um. Það þótti sjálfsagt að við, blaðamannahópur frá Nato-lönd- unum, legðum krans á gröf hans. Grafhýsið gnæfir yfir Ankara- borg, á hæstu hæðinni í nánd við borgina, fyrirferðamikil og her- mannleg bygging með háum tröppum, skreytt að innan með rauðum marmara og gullmósaik. Það var byggt á árunum 1945— 1953. Þarna þrömmuðum við í sex- faldri röð eftir 140 m langri stein- lagðri stéttinni upp að grafhýs- inu, með hermenn berandi heljarmikinn krans í farar- broddi og kvikmyndatöku- menn hlaupandi í kringum okk- ur. Við hlið mér í fremstu röð skálmaði leggjalangur Ameríku- maður í takt við hermennina, og sögðu heim í sveitaþorpin eftit að herþjónustu lýkur. Þá eru þeir orðnir „menntaðir“ menn, hafa kannski skrifað heim og bréfið verið lesið upphátt fyrir alla af einhverjum menntamanni í þorp- inu, því auðvitað kunna foreldr- arnir ekki að lesa. Vegna skorts á tæknimenntuð- um mönnum hefur herinn einnig nýlega komið upp skólum, þar sem 11—12 ára drengir, oft af munaðarleysingjahælunum, fá skólamenntun og tækpilega þjálf un í ýmsum störfum og mega svo velja um hvort þeir fara eða halda áfram vinnu hjá hernum þegar þeir eru orðnir 16 ára gamlir. Aðsókn að slíkum skólum er gífurleg. Það síðasta sem við áttum að gera í Ankara, samkvæmt prent- uðu dagskránni okkar, var að sitja veizlu í „The Lovers club“. Var mikið um þennan hluta dag- skrárinnar talað og sumir töldu það jafnvel álitlegasta dagskrár- liðinn í ferðinni. En þegar til kom, hafði prentvillupúkinn bara gert veitendum okkar þessa glennu og við vorum einfaldlega boðin í „The Art Lovers Club“, listamannaklúbbinn. Þóttust sum ir illa sviknir. Falleg borg og fögur borgarstjórafrú Borgin Izmír, gamla Smyrna, stendur við Miðjarðarhafið á um það bil miðri Litlu Asíu strönd- inni. Hún stendur í einu frjósam- asta héraði Tyrklands. Fjórar stórár renna.þar til hafs og sjá jarðveginum fyrir vökvun, enda hafa bændurnir þarna 15—20 þús. líru árstekjur á móti 5 þús. líra meðaltekjum bænda annars stað- ar í landinu. Þarna eru ræktaðir alls kyns suðrænir ávextir, fíkj- urnar, adana-rúsínumar og mel- ónurnar þeirra eru frægar, og Iz- mír er einhver mesta útflutnings- höfn landsins. Þegar komið er inn í borgina kemur í ljós að hún ber einnig allt annan svip en hin nýja höfuð Hún er falleg, borgarstjórafrúin í Izmír, enda var hún kjörin „Ungfrú Evrópa" árið 1953. anna, og eiga allt í einu að til- einka sér tækni nútímans. Um leið og þessir ólæsu og ó- skrifandi piltar koma í herinn, eru þeir settir á skólabekk. Á sjö vikum eiga þeir að læra að lesa og skrifa. Ég kom í eina slíka kennslustund. Þarna sátu 12 pilt- ar með hvíta, nauðrakaða kollana við sólbrennd andlitin. Það var nýbúið að stýfa af þeim lubbann. Úr andlitum þeirra skein angistin vegna þeirra flóknu fræða, sem þeim var ætlað að skilja og læra, er þeir beygðu sig yfir stafrófs- kverin. Kennarinn sagði okkur, að um 25% þeirra lærðu það sem til væri ætlazt á þessum tíma, en í 15% nemendanna væri engu hægt að troða. Og til hvers er ætlast? Jú, orðaforðinn er 700 orð, sem nemendurnir eiga að kunna að lesa og skrifa. Orðin eru úr því máli sem þeir tala sjálfir við vinnu sína, valin eftir segul- bandsupptöku í verksmiðjunum. Flestir þessara pilta snúa að sjálf borg, Ankara. Þetta er gömul borg, Alexander mikli kom við sögu hennar og Izmírbúar segja meira að segja að Homer hafi skrifað þar Odyseifskviðu sinæ Borgin er því skemmtilegt sam- bland af gömlu og nýju. Þar er einn af þessum sérkenni legu austurlenzku bözurum, þar sem ríkir líf og fjör allan daginn. Þangað koma menn með vörur sínar til sölu, kjúklinga, ávexti, skemmtilega koparmuni og leir- kirnur og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Mannfjöldinn er slikur að maður verður að ryðja sér braut eftir gangstéttunum. Það getur komið fyrir að maður heyri æpt fyrir aftan sig og um leið komi snoppan á asna yfir öxlina á manni. Á klyfjuðum asnanum situr svo kannski óhreinn, ber- fættur strákur, sem leikur ofur rólega á flautuna sína milli þess sem hann hottar á asnann. En í miðborginni er einnig glæsilegt, Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.