Morgunblaðið - 03.11.1959, Qupperneq 1
ptaripmMa
24 síður
46. árgangur
244. tbl. — Þriðjudagur 3. nóvember 1959
Prentsmiðja Morgunbla
Tryggvi Helgason við nýju sjúkraflugvélina.
(Ljósm. vig.)
Mikið
mannfall
ALSIR — Á sunnudaginn voru
l.ðin 5 ár síðan stríðið í Alsír
hófst fyrir alvöru og á því tíma-
bili hafa fallið þar, særzt eða
týnzt hvorlti meira né minna en
239,665 manns. Af frönskum her-
mönnum hafa fallið 9,300 menn
og 22,000 særzt. Uppreisnarmenn
hafa misst 120,000 manns, en
55,000 hafa særzt. Af innbornum
borgurum hafa fallið 12,000, 7,500
særzt og 6,900 týnzt. Af evrópsk-
um borgurum í Alsír hafa 2,070
fallið, 4,600 særzt
Rottuplóga
í Höín
Kaupmannahöfn 2. nóv. Reuter.
DÖNSKU heilbrigðisyfirvöldin
tilkynntu í dag, að íbúar Kaup
mannahafnar yrðu að gera sér-
stakar varúðarráðstafanir til að
bægja burt rottuplágu, sem
herja mundi í borginni eftir hið
óvénju þurra og hlýja sumar.
Sjónvarpshneykslið
vestra afhjúpað
Játning van Dorens: hann áttaði
sig of seint
WASHINGTON, 2. nóv. — NTB-
Reuter. — Bandaríski kennarinn
Charles van Doren játaði í dag, að
hann hefði vitað fyrirfram um
svörin við spurningunum, sem
hann græddi 129,000 dali á fyvir
3 árum, þegar hann tók þátt í
sjónvarpssendingaþættti sem stóð
yfir í 14 vikur.
í yfirlýsingu til rannóknar
nefndar Bandaríkjaþings, kvaðst
van Doren ekki einungis hafa
vitað um spurningarnar og svörin
við þeim, áður en spurningaþátt-
urinn hófst, en hann fékk líka
fræðslu og þjálfun í því, hvenær
honum bæri að svara spurning-
unum svo að þátturinn yrði
skemmtilegur fyrir áhorfendur.
Charles van Doren hafði áður
neitað fyrir kviðdómi í Washing-
ton, að hann hefði vitneskju um
svörin fyrirfram, en varð nú að
Deiluaðilar í stálverk-
fallinu hjá sáttasemjara
En lítil von um árangur
New York, 2. nóv. NTB/AFP.
FULLTRÚAR bandarískra stál-
framleiðenda og hinna 500.000
stáliðnaðarmanna, sem enn eru
í verkfalli, hittust í dag hjá sátta
semjara ríkisins í Washington,
eftir að ríkisstjórnin hafði stefnt
þeim þangað. Samninganefndirn
ar ræddu við sáttasemjarann
hvor í sínu lagi. Til mála getur
komið, að seinna verði reynt að
halda sameiginlegan fund til að
gera enn eina tilraun til að binda
endi á verkfallið, sem staðið hef
ur x þrjá og hálfan mánuð.
Leiðtogi stáliðnaðarmanna,
David McDonald, kvaðst hins
vegar ekki búast við neinum
samningsviðræðum, þar sem full
trúanefnd stálframleiðenda hefði
ekki það umboð, sem nauðsyn-
legt væri til að komast að sam-
komulagi. Leiðtogi stálframleið-
endanefndarinnar, Conrad Coop-
er, kvaðst að sínu leyti ekki
skilja, hvers vegna nefnd hans
hefði verið kölluð fyrir sátta-
semjarann, en vonaodi kæmi
það í ljós.
játa sök sína, eftir að mörg blöð
í Bandaríkjunum höfðu haldið
því fram, að spurningaþættir sjón
varpsstöðvanna væru fyrirfram
undirbúninr og þátttakendur
látnir vita um spurningar og
svör.
Charles van Doren er 33 ára
gamall og kenndi áður ensku við
Columbía-háskólann í New York.
Hann var alveg rólegur þegar
hann lagði fram játningu sína
í hinum stóra sal, þar sem yfir-
Framli. á bls. 23.
Sjúkra-
vé[ ti[
Akur-
eyrar
AKUREYRI, 2. október. —
Kl. 10 í gærkvöldi kom hing>
að ný björgunarflugvél frá
Bandaríkjunum. Stjórnuðu
henni Aðalbjörn Kristbjarn-
arson og Tryggvi Helgason,
en Tryggvi er eigandi vélar-
innar, ásamt deildum úr
Slysavarnafélagi og Rauða-
krossfélagi hér nyrðra.
Þeir félagar héldu frá Bradley*
field um 80 mílur norður af New
York miðvikudaginn 28. okt. sl.
Þaðan héldu þeir norður undir
landamæri Kanada og var það
fyrsti áfanginn. Næsti áfangi var
Goose Bay. Þar voru þeir veður-
tepptir í einn dag, en hugðust að
halda þaðan norður á Baffins
land. Þangað gátu þeir þó ekki
farið sakir veðurs, en héldu eftir
einn dag norður á Labrador og
fóru þaðan til Grænlands. Á
Labrador tóku þeir benzín, en
Framh. á bls. 2.
Beztu
SKÖMMU eftir að til-
kynnt var, að ítalska
ljóðskáldið Salvatore
Quasimodo hefði hlotið
Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum, sendi Morgun-
blaðið honum heilla-
óskaskeyti og bað hann í
kveðjur til íslendinga
hálfkæringi að svara
nokkrum spurningum. I
gær barst blaðinu skeyti
frá skáldinu, þar sem
hann þakkaði heilla-
óskirnar og hað blaðið
um að færa íslendingum
beztu kveðjur:
Spurningarnar, sem blað-
ið sendi og svör skáldsins
voru þessi:
1) Hafið þér haft nokk-
ur kynni af Islendingasög-
unum eða öðrum bók-
menntum fslendinga?
S v a r : Því miður þekkj-
um við á Italíu ekki mikið
til islenzkra bókmennta og
ljóða. Það væri þess vegna
þörf á auknum menningar-
skiptum milli landanna.
2) Haldið þér, að stefna
yðar í ljóðlist, sem hefur
átt svo erfitt uppdráttar,
muni verða sigursæl?
S v a r : Ég trúi því að
ljóðskáld nýju kynslóðar-
innar muni tala skýrum
rómi um vandamál sam-
tímamannanna.
3) Hvað þarf skáldskapur
til þess að hann verði sí-
gildur?
S v a r : Það er ekki
hægt að kenna neinum að
verða skáld.
4) Ilvaða álit hafið þér á
Krúsjeff?
S v a r : Ég tel hann
mesta vitring heimsins.