Morgunblaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.1959, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 3. nðv. 1959 MORCUISBLAÐIÐ 17 Sextugur í gœr Ásmundur Eiríksson MÁNUDAGINN 2. nóvember 1959 er Ásmundur Eiríksson, forstöðumaður Hvítasunnusafnað arins í Reykjavík. sextugur. f>ann merkisdag hefði ég gjarnan viljað taka í hönd hans — en vík er milli vina. Þessi litla grein verður því handtak mitt yfir hafið. . Ekki var ég nema sjö ára að aldri. er ég hlýddi fyrsta sinn á mál Ásmundar. Það var á sam- komu í Betel í Vestmannaeyjum. Enn er mér frásögn hans í fersku minni. Hann sagði frá, hvernig hann sem ungur maður fékk berkla í bakið. Sjúkdómurinn lagðist svo þungt á hann, að hann gat ekki hreyft sig um tíma. Varð að nota sérstakar styrktarum- búðir. Mér fannst ég Uða og þjást xneð þessum unga manni, sem ég sá í huga mér liggja fjötraðan við sjúkrabeð, þegar jafnaldrar hans fullir af lífsþrótti unnu að því að sjá æskuhugsjónir sínar rætast. En,þegar allt virtist von- laust, heyrði ég Ásmund segja: „En þá kom Jesús“. — Hvílík um skipti. Eg sá vonleysi víkja, von- irnar rætast, ungi maðurinn stóð frammi fyrir okkur alheilbrigð- lir. Frá þessari stundu fannst mér Ásmundur ekki alveg eins og venjulegir menn. Hann hafði haft nánari afskipti af Jesú en flestir sem ég þekkti. Brátt fann ég einnig, að Ás- mundur leit á börn sem sjálf- stæðar persónur. Það er meira en mörgum fullorðnum er gefið. Hann talaði við okkur í sunnu- dagaskólanum benti okkur á Jesúm sem Frelsara, lækni og leiðtoga. Ekki einungis fyrir full orðna, heldur einnig fyrir börn. Um tíma var hann forstöðu- maður Betelsafnaðarins og varð uppfræðsla hans og umgengni ÖU söfnuðinum til mikillar bless- unar. Ekki sízt okkur sem þá vor um unglingar. Ásmundur er Skagfirðingur að «tt, kominn af merku bænda- fólki. Á Reykjahóli í Fljótum gleit hann barnsskónum við holl gveitastörf í fögru umhverfi. Sú þjálfun hefur sjálfsagt reynzt honum notadrjúg, þegar út í köllunarstarf lífsins kom. Starf þess sem sáir Orði Guðs í mannshjötrun er að mörgu leyti hliðstæð starfi bóndans. Kost- gæfni og þolgæði eru þá farsælir eiginleikar. Þeir hafa Ásmundi geíizt. í upphafi minntist ég á sjúk- dómsbaráttu hans. Síðar í lífinu hefur hann fengið að reyna oftar en einu sinni sannleiksgildi þess sem Matthías Jochumsson kvað um Hallgrim Pétursson: Guðs-manns líf er sjaldan happ né hrós heldur tár og blóðug þyrnirós. En Ásmundur hefur ekki stað- ið einn. í sköpunarsögu Biblíunnar segir svo: Og Drottinn Guð sagði: Eigi er það gott, að maður inn sé einsamall; ég vil gjöra hon um meðhjálp við hans hæfi. Hafi nokkur kona skilið þetta hlutverk sitt réttilega, þá er það Þórhildur Jóhannesdóttir, kona Ásmundar. Hún hefur staðið við hlið manns síns í starfi hans svo trúlega og af þvílíkum skilningi, að fágætt er. Á heimili þeirra er gott að vera gestur. Annast finnst víst eng- um hann vera gestur, þegar hann dvelur þar. Árið 1945 fluttust þau hjón frá Vestmannaeyjum til Reykjavík- ur og hafa þau starfað í þjónustu Fíladelfiusafnaðarins þar síðan. Guð gefi þeim mörg starfsár enn. Þetta er engin tæmandi lýsing á manninum Ásmundi Eirikssyni. Hún kemur kannske bezt fram í sálmversi, sem hann orti sjálf- ur, því að hann er bæði vel rit- fær og hagmæltur: Varðmenn Drottins, vogið, þorið: Verja dýrstu sannleiksmet- Frumkristninnar förum sporið, Færum aldrei mark um set! Verjum Orð Guðs, vörðu hverja, Vígjum því hvern dropa blóðs, Einn hvort eða allir herja Okkur gegn með sverðum hnjóðs! Þetta er afmæliskveðja til þín, Ásmundur, og þakkir. Þakkir frá barninu, sem þú lézt þér svo annt um, sem þú klappaðir á koll inn og hvattir til að fylgja alltaf Jesú Kristi. Það eru þakkir frá unglingn- um, sem þú gafst þér ætíð tíma til að tala við. Það er mikils virði á þeim árum sem maður skilur oft ekki sjálfan sig. Heim- ur bernskunnar er að baki, heim ur hinna fullorðnu framundan og í hvorugum á maður heima. — Skyldi það ekki verá lausnin fyr- ir margan unglinginn, að lífs- reyndur maður gæfi sér tíma til að tala við hann — ekki prédika yfir honum heldur tala uppörv- unar- og leiðbeiningarorð, eins og þú gerðir. Leyfa unglingnum að létta á hjarta sínu, fullviss um, að hlustað er á hann af samúð. É hef aldrei sagt þér, hvað þetta var mér mikils virði, en nú geri ég það. Þetta eru þakkir frá fulltíða konunni. sem nú á orðið sitt eigið heimili. Eftir því sem árin líða, Byggingarfélag alþýðu Reykjavík íbúð til sölu 3ja herb íbúð til sölu í fyrsta byggingarflokki. Umsóknum sé skilað á skrifstofu félagsins, Bræðra- borgarstíg 47, fyrir kl. 12 á hádegi, fimmtudag. 12. nóvember. Stjórnin Héraðsskólinn að Núpi Vestur-lsafjarðarsýslu, vantar 2 starfstúlkur í eld- hús strax. Upplýsingar veitir Fræðslumálaskrifstofan eða skóla stjórinn að Núpi. Skólastjórinn WILT0\ íSLL\/K GÓLFTEPPI ★ Wilton teppaefni af íslenzkri gerð eru tví- mælalaust þéttasta og bezta teppaefni, sem sést hefir hér á landi. 'A' Athygli skal vakin á því að óþarft er að dúkleggja undir teppin. ★ Leitið upplýsinga. — Lítið á sýnishron. Klæðum horna á milli með viku fyrirvara. Nýkomið fjolbreyft úrval af erlendum golfteppum við allra hæfi Aðalstræti 9 — Sími 14190. finn ég betur, hve heilræði þín, er þú kenndir mér ungri, eru haldgóð. Fjölskylda mín öll færir þér innilegustu heillaóskir og við óskum þess heitast, að þið Þór- hildur fáið sem lengst að helga ykkur þeirri þjónustu, sem við vitum nauðsynlegasta þjóð okk- ar, boðun fagnaðarerindisins um Jesúm Krist Frelsara allra manna. G. S. Óhagstæður vöru* skiptajöfnuður BLAÐINU barst í gær yfirlil Hagstofunnar um vöruskipta- jöfnuðinn í september sl. og seg- ir þar að hann hafi orðið óhag- stæður um 36,2 millj. kr. Hafi verðmæti innflutningsins numiS 111,5 millj. kr., en útflutningur- inn varð alls 75,2 millj. kr. Eftir 9 mánuði ársins er staSa vöruskipta þannig, að innflutn- ingur umfram útflutning er aS verðmæti 281,7 millj. kr. Inn- flutningurinn nemur alls 1034,3 millj. kr. og á sama tíma nema verðmæti útfluttrar vöru 752,5 millj. kr. Þess er getið, að af verðmætum innflutningsins séu skipakaup 23,4 millj. kr. TEPPI OG DRECLAR VORUMERKI vandaðrar fram- leiðslu af öllum gerð- um Teppa og Dregla í fjölbreyttu úrvali munstra, lita og gæða. CENTROTEX — 6701 — PRAHA EINKAUMBOÐ: PÁLL JÖH. ÞORLEIFSSON HF. Umboðs- og heiidverzlun, Reykjavík. Skólavöi’ðustíg 38 — Símar: 15416, 15417.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.