Morgunblaðið - 03.11.1959, Qupperneq 3
Þriðjudagur 3. nóv. 1959
MORCVTSHLAÐ1Ð
3
Hér sést þegar verið var að landa fiski úr Hall veigu Fróðadóttur. Löndun hófst kl. 3 um nótt-
ina og var þá enn svarta myrkur. Það kom sér vel fyrir fiskikaupmenn í Grimsby að fá aflann,
því að þurrð mátti heita á fiskmarkaðnum.
msÍIÉIIs
Þórarinn Olgeirsson ræðismaður Islands í Grimsby og Sig-
urður Þórarinsson skipstjóri ræðast við skömmu áður en
fisklöndun úr togaranum hófst.
1» A Ð er ljóst af fréttum
frá Grimsby, að harðvít-
ugar deilur stóðu um það,
hvort heimila ætti fisk-
löndun úr Hallveigu
Fróðadóttur og öðrum ís-
lenzkum togurum. Á fundi
uppskipunarmanna, þar
sem ákveðið var með mikl-
um meirihluta atkvæða að
afgreiða íslenzk skip urðu
heitar umræður um mál-
íð, en stjórn félagsins stóð
sameinuð um það, að af-
greiða skyldi íslenzk skip,
svo að litið hefði verið á
það sem alvarlegt van-
traust á hana, ef verka-
menn hefðu snúizt gegn
því. Sigur íslendinga í mál-
inu er annars auðskilinn.
Það er skortur á fiski í
Bretlandi yfir vetrarmán-
uðina. Þeir geta ekki án ís-
lenzka fisksins verið.
Af fréttum frá Grimsby má
einnig sjá, að félag yfirmanna
á brezkum togurum hefur
mjög róið undir því að upp-
skipunarmenn afgreiddu ekki
íslenzk skip. Er auðséð að for-
maður félags skipstjóra og
stýrimanna, Dennis Welch,
hefur verið potturinn og pann
íslendinga
an í mótmælaaðgerðunum. —
Þegar hann frétti af ákvörðun
( félags uppskipunarmanna um
að afgreiða íslenzk skip, lýsti
hann því yfir, að hann hefði
orðið fyrir sárum vonbrigðum.
Hann bætti við: — Ef upp-
skipunarmenn hefðu ákveðið
að stöðva afgreiðslu íslenzkra
togara, hefðum við staðið með
þeim í gegnum þunnt og
þykkt. Ef félagsstjórn þeirra
eða hafnarstjórnin hefði gripið
til refsinga gegn uppskipunar
mönnum fyrir að afgreiða ekki
íslenzk skip, þá hefðum við
stöðvað siglingar brezkra
togara, þar til úr hefði verið
bætt.
Dennis Welch kennir fiski-
kaupmönnum og öðrum sem
hagsmuni hafa af viðskiptum
við fslendinga um það, að
löndunarbanninu var aflétt.
Álit sambands
flutningaverkamanna.
Félag uppskipunarmanna í
Grimsby er ein deildin í hinu
geysistóra verkalýðssambandi
flutningaverkamanna. Einn af
forstjórum þess, Mr. Peter
Henderson fagnaði því, að
löndunarbanninu á íslenzkum
fiski hefði verið aflétt.
Hann bætti við:
„Þessi ákvörðun staðfestir
stefnu sem sambandið ákvað
fyrir nokkrum mánuðum —
að ekki megi gera upp á milli
í Grimsby
fiskiskipa, hvaða þjóðfána,
sem þau bera. Atvik eins og
það, þegar togaranum Harð-
bak var vísað frá, geta aðeins
valdið enn frekari erfiðleik-
um í samskiptum Breta og ís-
endinga“.
Forystugrein
í Grimsby-blaði.
Blaðið Evening Telegraph
birti siutta forustugrein um
málið, og hljóðaði hún svo:
„Meirihluti íbúanna í þessu
héraði fagnar þeim fregnum,
að fiskiðnaðurinn þarf ekki
frekar að stríða við neitun
uppskipunarmanna á að aí-
greiða íslenzka togara.
Fiskveiðideilan við íslend-
inga er hörmuleg. En þó að
hón snerti afkomu margra í
héraðinu og þó að hún valdi
enska sjávarútvegingum erf-
leikum, þá er hún fyrst og
fremst milliríkjadeila og verð
ur ekki leyst með neinum at-
höfnum hér í Grimsby.
í Grimsby ríkir mik-
il andúð á Islendingum
meðal fólks, sem hefur afkomu
sína af sjávarútveginum, baéði
á sjónum og í landi. Fólk hef-
ur andúð á aðferðum þeim,
sem íslendingar beita til að
viðhalda yfirráðum yfir um-
deildu svæði.
Því er það skiljanlegt, að
menn séu ófúsir að stuðla að
fisklöndunum fslendinga, þeg-
ar vinir þeirra hafa orðið fynr
erfiðleikum af þeirra hálfu.
Það er verkefni ríkisstjórn-
arinnar, að leysa deiluna og
við vonum að hún hafi jafnt í
huga aðstæður þessa héraðs,
sem og almenn og víðtækari
áhrif málsins.
Höfnin í Grimsby hefur þeg
ar, eftir að deilan hófst af-
greitt íslenzka togara, og það
er stefna forustumanna í sjáv
arútvegi og fiskiðnaði, að á
engan hátt megi gera upp á
milli skipa, eftir því af hvaða
þjóðerni þau eru.
Þeirri stefnu getur eitt fé-
lag í fiskiðnaðinum ekki
breytt, félag sem þar að auki
er sjálfu sér sundurþykk".
Þessir menn komu einkum við sögu á fundi uppskipunarmanna. Þeir beittu sér fyrir því að
löndunarbannið var fellt niður með miklum meirihluta atkvæða. Þeir eru talið frá vinstri:
Mr. P. Mills, bæjarstjórnarfulltrúi, Matt Queen, ritari, Mr. G. Freer, formaður, Mr. W. Wilkins,
varaformaður, Mr. A. Kemp og Mr. H. Briggs.
STAKSTEINAR
Olíuhney’tslið
Ekki hefur verið meira un
annað mál talað undanfarna
daga en olíuhneykslið svonefnda,
enda er það eitt umfangsmesta
afbrotamál, sem rannsakað hef-
ur verið hér á landi. t ritstjórn-
argrein í Timanum sl. sunnudag
er m. a. komizt svo að orði um
skýrslu rannsóknardómaranna.
„Af skýrslu þessari verður það
ráðið, að Hið íslenzka steinolíu-
hlutafélag hefur flutt inn toll-
frjálst ýmis tæki, er það hefur
notað í þjónustu þá, er það hefur
innt af höndum við varnarliðið.
Sú hefð mun hafa skapazt, að
íslenzk fyrirtæki fengju einnig
að flytja inn tollfrjálst þau tæki,
er þau notuðu eingöngu vegna
starfa í þágu varnarliðsins“.
Og blaðið heldur áfram:
„Hér skal ekki Iagður dómur
á það, hvort H.t.S. hefur gerzt
brotlegt við landslög með þessum
tollfrjálsa innflutningi. Rann-
sóknardómararnir láta ekki í
ljós neitt álit á því atriði, enda
eðlilegt, þar sem annars á eftir
að dæma í málinu“.
Um þetta atriði þarf ekki aS
fjölyrða. Aðeins er nóg að varpa
fram þeirri spurningu, hvers
vegna svo rækilega var séð um,
að fylgisskjölin dyldu hið sanna
samhengi en í skýrslu rannsókn-
ardómaranna kemur einmitt
fram, að það hafi þeir gert. 1
skýrslunni segir meðal annars:
„f stórum dráttum gekk þessi
innflutningur þannig fyrir sig,
að fyrirtækin pöntuðu hjá Esso
Export Corporation New York
munnlega eða skriflega varning-
inn með beiðni um að fylgisskjöl
með varningnum væru stíluð á
var'narliðið eða erlenda verktaka
á Keflavíkurflugvelli en send
H.f.S. eða Olíufélaginu h.f.“
Hefur hér verið um að ræða
beint samsæri hins erlenda fyrir-
tækis og olíufélaga SÍS að rang-
færa eða öllu heldur falsa fylgis-
skjölin. Ennfremur er á það bent
í fyrrnefndri skýrslu, að utan-
ríkisráðuneytið hefur aldrei veitt
H.f.S. leyfi til tollfrjáls innflutn-
ings bifreiða, tækja, varahluta
eða byggingarefnis.
Tíminn segir ennfremur á
sunnudag:
„í sambandi við þær umræður,
sem orðið hafa um þessi mál,
hefur jafnan verið lögð áherzla
hér í blaðinu, að þau yrðu rann-
sökuð til hlítar og þeir seku látn-
ir hijóta sína refsingu, ef um
sekt reynist að ræða“.
Menn hljóta að brosa í kamp-
inn, þegar þeir iesa þetta, því
hingað til hefur Tíminn ætíð
sagt, ef samvinnufélögin hafa
verið gagnrýnd, að það væri árás
á samvinnustefnuna og ekki hef-
ur mátt benda á óreiðuna hjá
Esso, svo blaðið hafi ekki rokið
upp til handa og fóta. Hinn 9.
júlí sl. segir Tíminn á forsíðu í
fyrirsögn í tilefni af rannsókn
oliumálsins:
„Ekki er kunnugt að rannsókn
hafi leitt í ljós neitt misferli“.
Síðan hefur blaðið það eftir
framkvæmdastjóra innflutnings-
deildar SÍS, Helga Þorsteinssyni,
að eitt helzta ákæruatriðið á
hendur Esso hafi verið „að H.Í.S.
hafi selt einn kassa af frostlegi,
sem hefði verið ætlaður til nota
varnarliðsins“. En í skýrslu rann
sóknardómaranna, sem birtist í
Tímanum sl. sunnudag segir m.
a., að meðal hins Tollfrjálsa inn-
flutnings hjá Esso og Olíufélag-
inu h.f. hafi verið 216,703 pund
af frostlegi! Auðvitað er það
smávægilegt atriði á móti hinu,
að í fyrsta þætti olíuhneykslisins
hefur komizt upp um „heimildar-
laust tollfrelsi milljónainnflutn-
ings olíufélagsins“, eins og segir
í fyrirsögn hér í blaðinu 31. okt.
s.l. Það finnst Tímanum ekki
„neitt misferli"!