Morgunblaðið - 03.11.1959, Síða 10
10
MORCUNRLAÐ1Ð
Þriðjudagur 3. nðv. 1959
0”0-+ 0 \
0 0 0 0 0 00 00.0:0-0 0 0X
En stefnumót hans við
dauðann hefur dregizt á
langinn í 11 ár
þannig að þróast sú sannfæring,
að heimurinn væri vondur, þar
sem illmennin hrósuðu happi, en
hinir góðu yrðu að lúta í lægra
haldi.
Þegar hann var 15 ára hófst nýr
þáttur í lífi hans: Hann byrjaði
að stela brauði, kökum og kaffi
til þess að færa foreldrum sínum,
er lifðu í einú' af fátækrahverum
Los Angeles. Úr matvælastuldi
lá leiðin yfir í bílþjófnaði og
hann lenti á betrunarhæli, þar
sem hann dvaldist í 8 mánuði.
Lítið batnaði hann þar, því þeg-
ar hann kom af því, hóf hann rán
í stórum stíl.
Kynntist Hómer í fangelslnu
Þegar hann var 20 ára hafði
hann fimm sinnum verið hand-
tekinn og játað á sig 30 rán og 9
bílstuldi. Hann var dæmdur í 16
ára fangelsi og var færður í fang-
elsið í St. Quintine til þess að
afplána refsingu og þar tókst hon
um að gleyma heiminum í tvö ár
með því að helga sig lestri si-
gildra bókmennta. Hér kynntist
hann Hómer, Macchiavelli.
Nietsche og fleirum stórmennum
andans. En einn góðan veðurdag
um stöðum meðfram veginum.
Glæpamaðurinn hafði grímu fyr-
ir andlitinu. Hann nálgaðist bif-
reiðina, kveikti á litlu vasaljósi
með rauðu ljósi, tók upp skamm-
byssu, beindi henni að elskend-
unum og skipaði þeim að afhenda
alla peninga, sem þau væru með.
Stundum lét hann sér þá ekki
nægja að taka peningana, heldur
hrifsaði stúlkuna úr örmum unn-
usta síns til þess að nauðga henni,
annað hvort þarna á staðnum eða
nema hana á brott.
Kvöld eitt eltu lögreglumenn
uppi og stöSvuðu Ford-bifreið,
sem var lík þeirri, sem glæpa-
maður rauða ljóssins hafði sézt i.
Maðurinn við stýrið var Chess-
man. í bifreiðinni fannst lítið
vasaljós, kvenfatnaður og skamm
byssa. Þrjár stúlkur, sem glæpa-
maðurinn hafði svívirt, lýstu því
yfir á lögreglustöðinni að þær
þekktu að Chessman væri hinn
seki. í réttarhöldunum yfir hon-
um árið 1948, sem lengi verða i
minnum höfð, fékk Caryl sér eng
an málflytjanda, heldur varði
hann sig sjálfur og reyndi að
sanna sakleysi sitt. Hann flutti
mál sitt svo vel, að margir lög-
Þegar Chessman var handtekinn var hann trúlofaður þessari
stúlku, sem nú er 33 ára. Hún heitir Frances Couturier og var
fráskilin tveggja barna móðir. Hún gengur enn með trúlof-
unarhring Chessmans á baugfingri vinstri handar og kveðst
muni elska hann að eilífu.
aðist lögregluritari sá, sem hrað-
ritaði niður allar yfirheyrslur.
Öðrum manni var falið að gegna
starfi hans og skyldi hann umrita
hraðritunina. En í þeirri umritun
urðu ýmis mistök. nokkrum setn-
ingum var sleppt og merkingu
annarra breytt, svo að árangur-
inn varð ekki í samræmi við
varpaði ljósi yfir hugarástand
sakamanna. Þeir snerust á sveif
með höfundinum og vildu að hon
um yrði sýnd náð.
Að kvöldi 13. maí, 24 klukku-
stundum fyrir stefnumótið við
dauðann, var aftökunni frestað.
Chessman létti. Nú fór hann að
fá höfundarlaun fyrir bókina og
Sök
Chess-
mans
þykir
sönnuÖ
ÞANN 23. október sl. átti Caryl
Chessman stefnumót við dauð-
ann. Þá átti að taka hann af lífi
í gasklefanum í St. Quintine fang
elsinu. En á siðustu stundu ákvað
hæstiréttur Bandaríkjanna að
fresta aftökunni og heimila endur
upptöku og rannsókn málsins.
Caryl Chessman er fyrir löngu
orðinn frægur um allan heim.
Hann er afbrotamaður og frábær
rithöfundur og hefur skrifað bæk
ur um bið sína eftir dauðanum.
Sex sinnum áður hefur aftaka
hans verið ákveðin, en í hvert
skipti hefur honum tekizt að fá
henni frestað með áfrýjunum til
dómstóla Kalifomíuríkis og sam-
bands dómstólanna. Hann hefur
nú beðið dauðans í 11 ár og gerir
nú lokatilraun til að bjarga lífi
sínu, með því að undirbúa nýja
málsvöm á grundvelli lagaþekk-
ingar, sem hann hefur aflað sér
meðan hann situr í fangelsinu.
Hinn vondi heimur
Caryl Chessman er nú 38 ára.
Það má skipta ævisögu hans nið-
ur í þrjú tímabil, sem er hvert
öðru áhrifameira. Þegar hann var
14 ára hafði hann aðeins kynnzt
sársauka, vonbrigðum og ótta.
Hann hafði tónlistarhæfileika, en
þá veiktist hann af heilahimnu-
bólgu og síðan af lungnaastma.
Urðu það honum sár vonbrigði
að hann neyddist til að gefa upp
tónlistarnámið.
Hann elskaði móður sína en
eftir bifreiðaslys lamaðist hún
varanlega á báðum fótum. Faðir
hans eyddi öllum eignum sínum
í lækningakostnað og gerði síðan i
tvær tilraunir til að fremja sjálfs
morð. í huga litla Caryls tók
vitnisburðinn og sakborningnum
í óhag. Nú byggið Chessman vörn
sína fyrir dómstólunum á þessum
galla á málsmeðferðinni og tókst
honum að ónýta málið um stund-
arsakir og þurfti að taka það fyr-
ir að nýju.
Caryl Chessman var færður í
klefa hinna dauðadæmdu í St.
Quintine fangelsinu í júlí 1948
og þar hefst þriðji og áhrifamesti
þáttur lífs hans. Á þessum tíma
hefur hann séð marga af félög-
um sínum hverfa í áttina til gas-
klefans. Hann hefur sjálfur reynt
óttann og hina skelfilegu bið eftir
dauðann, sem oft beið hans innan
fárra klukkustunda. Sjö sinnum
hefur aftökustund hans verið á-
kveðin og oftast hefur aftökunni
aðeins verið frestað á síðustu.
stundu. Bardagi Chessmanns við
dómstóla Bandaríkjanna hefur
nú staðið í 11 ár. Það hafa verið
ár skelfingar, en hann hefur not-
að þau, með dauðann hangandi
yfir höfði sér, til þess að skrifa
bækur, sem hafa gert hann heims
frægan.
Chessman byrjar ritstörf
Þegar Chessman kom í fangels
ið tóku fangelsisyfirvöldin bráð-
lega eftir því, að hann varð ró-
legur, þegar hann var að lesa eða
skrifa eitthvað. Þau hvöttu hann
þess vegna til þess að verja sem
mestum tíma í það. Þau leyfðu
honum þannig að koma sér upp
heilu lögfræðibókasafni með
fjölda bóka og skýrslna og hann
fékk að hafa ritvél. Milli þess
sem hann lagði stund á laganám
skrifaði hann svolitla bók, sem
hann kallaði: „Hin vitskerta
Hollywood" En ritið hefur ekki
verið gefið út, vegna þess að út-
gefendum þótti þáð lítils virði.
Skömmu síðar byrjaði hann full-
ur af áhuga að skrifa sjálfsævi-
sögu sína. Nú hafði aftaka hans
verið ákveðin í þriðja skipti,
þann 14. maí 1954. En Chessman
vildi ekki deyja án þess að hafa
fyrst lokið verki sínu og var hann
nú í marga mánuði eins og negld-
ur við ritvél sína, 17 klukku-
stundir á dag. Bókin var kölluð
„Klefi 2455, armur dauðans" Hún
kom út í miðum apríl 1954 og
varð þegar i stað í hópi metsölu-
bóka. Sérfræðingar í sakfræði,
sálfræðingar og lögfræðingar,
sem lásu hana, lýstu því yfir að
hún væri merkilegt skjal og
Nýjasta myndin af Chessman, tekin meðan hann beið síð-
asta stefnumóts við dauðann 23. okt. Hann er nú 38 ára.
tókst honum að strjúka, og þegar
hann var einu sinni orðinn frjáls,
hóf hann að nýju glæpastarfsemi
sína og lagði nú sérstaklega
stund á þjófnaði í húsum hinna
auðugu, sem búa í Beverly Hills.
menn í Los Angeles lýstu yfir
undrun sinni yfir því. Hann við-
urkenndi að hafa framið mörg
afbrot, en neitaði því algerlega
að hann væri hinn dularfulli
kvennaræningi.
Glæpamaðurinn með rauða ljósið
Seinni hluta ársins 1947 fór dul
arfullur glæpamaður að skjóta
íbúum Los Angeles skelk í
bringu. Hann réðst ekki inn i
banka, né verzlanir, heldur réðist
hann á hin ástföngnu kærustu-
pör, sem nema staðar að nætux--
lagi í bifreiðum sínum á afvikn-
Baráttan við dómstólana
Þrátt fyrir það leit kviðdómur-
inn svo á að hann væri sekur og
var hann dæmdur til dauða. Með-
an stóð á rannsókn málsins and-
I
tók í þjónustu sína ágætan lög-
fræðing. Mali hans var nú vísað
til hæstaréttar Kaliforníu, sem sá
ekki ástæðu til að hnekkja dóm-
inum og nú var á ný ákveðið að
hann skyldi tekinn af lífi 30. júlí
kl. 10 um morguninn.
Þann 29. júlí fékk Chessman
ennþá einn frest á aftökudómn-
um, en enn einu sinni neitaði
dómstóllinn að taka málið upp
til nýrrar athugunar. Ný aftöku-
stund var ákveðin þann 14. jan-
úar 1955, síðan 15. júlí. En nú var
Chessman með aðra bók í smíðum
í ritvél sinni, sem kom út undir
nafninu: „Lögin vilja að ég deyi“.
Bók þessi hrífur lesandann inn
í dómsáflina inn í hin margbrotnu
völundarhús amerísks réttarfars
og loks inn í gasklefann, þar sem
lýst er á raunhæfan og ægilegaa
hátt sálarstríði hinna dæmdu,
þegar þeir setjast í aftökustólinn
og hverfa í eimyrjuna.
Handriti smyglað út
Fyrsta bók hans hafði verið
færð útgefendum með samþykki
fangelsisyfirvaldanna. En nú var
annað komið upp á daginn. Ný
lög höfðu verið sett í Kaliforníu,
þar sem bönnuð er útgáfa á rit-
verkum, sem dauðadæmdir fang-
ar hafa samið, nema því aðeins
að fanginn væri látinn. Handrit
Chessmans var gert upptækt, en
afriti af því hafði verið smyglað
út úr fangelsinu til útgefandans.
Og bókin kom út litlu síðar um
öll Bandaríkin.
Enn hófst ný barátta Chess-
mans við dómstólanna. Nýjar af-
tökustundir voru ákveðnar og
meðan varð Chessmann að skrifa
á laun þriðu bók sína, sem hann
kallar: „Andlit réttvísinnar" í
febrúar 1957 fannst handrit af
þessari bók í klefa hans. Enginn
vissi hvernig, eða hvenær hann
hafði skrifað hana. Chessman ját-
aði að afrit af verkinu væri til
utan fangelsisveggjanna. Hér var
um alvarlegt brot að ræða á lög-
um og á fangelsisreglugerðinnL
Kviðdómur var skipaður til þess
að rannsaka, hvað gera ætti í mál
inu. Klefa Chessmans, sem hann
hafði notað til laganáms var lok-
að, og ritvélin var tekin frá hon-
um. Auk þess var lögfræðingur
hans og útgáfufyrirtækið Prent-
ice-Hall og umboðsmaður hans 1
New York sóttir til saka fyrir
hlutdeild í afbrotinu.
í bókinni „Andlit réttvísinnar**
ver Chessman miklu rúmi til þess
að skýra frá staðreyndum máls
síns til þess að sanna sakleysi
sitt og hann beitir öllum brögð-
um til þess að reyna að koma af
stað almennri baráttu gegn dauða
refsingu. En í þessari bók og i
öllum árásunum á dómstóla lands
ins og dauðarefsinguna birtist
okkur annar Chessman en áður.
Það er stærilátur og kaldhæðinn
Chessman. Og það liggur við,
eins og einn bókmenntagagnrýn-
andinn skrifaði, að með þessari
bók missi hann alla þá samúð, er
hann hafði unnið sér meðal les-
enda hinna fyrri bóka.
í apríl 1957 vöknuðu að nýju
vonir hins dæmda manns. Hæsti-
réttur í Washington, sem hafði
8 sinnum áður lokað dyrunum
fyrir áfrýjunum hans, kvað upp
úrskurð, sem var honum í hag
og fyrirskipaði sambandslaga-
dómstóli Kalifomíu að hefja nýj-
ar yfirheyrslur, til þess að kom-
ast að raun um það, hvort rök-
semdir Chessmans fyrir því að
taka skyldi málið upp að nýju,
væru gildar. En allt fór á sömu
leið og áður. Eftir miklar mála-
flækjur var málið tekið upp fyrir
Hæstarétti Kaliforníu en hann
staðfesti í einu hljóði dauðadóm-
inn. Loks var ákveðið þann 1L
ágúst 1959 að endanlegur aftöku-
dagur skyldi vera 23. október, en
sem kunnugt er af fréttum fékk
Chessman enn frest á máli sínu.
Fórnardýr á geðveikrahæli
Alls staðar í Ameríku og sér-
staklega í Kaliforníu er fjöldi
manna, sem heldur því fram að
það eigi að taka Chessman af lífi.
Eitt af fórnarlömbum glæpa-
Framh. á bls. 16.