Morgunblaðið - 03.11.1959, Qupperneq 11
Þriðjudafrur 3. nóv. 1959
MORCTJrVfíJ.JfílÐ
11
Kristmann Guðmundsson skrifar um
BÓKMENNTIR
Enno syng várnatti.
Dikt i utval.
Eftir TÓMAS GUÐMUNDSSON
Ivar Orgland þýddi.
Fonna Forlag, Oslo.
NORSKI sendikennarinn við Há-
skólann, Ivar Orgland, er ekki
einungis vel að sér í íslenzku,
heldur snillingur á því tungumáli,
er nýnorska nefnist meðal vor,
en „landsmál“ í Noregi. Sjálfur
hefur hann gefið út tvær ljóða-
bækur á þeirri tungu, og er hin
Tómas Guðmundsson
síðari nýkomin út í haust. En
það sem oss skiptir meiru er að
hann hefur þýtt Ijóðasöfn eftir
þrjá af óðsnillingum vorum hér á
ísaláði, þá Davíð Stefánsson,
Stefán frá Hvítadal, og nú sein-
ast Tómas Guðmundsson.
Bók Tómasar heitir á landmál
inu „Enno syng várnatti". Fylgir
hann henni úr garði með allýtar-
legum og greinargóðum formála,
þar sem hann í byrjun gerir nokk
urn samanburð á þeim þremur
sem að ofan eru nefndir, en segir
síðan í stuttu máli frá ævi Tóm-
asar og þeim aðstæðum er hann
átti við að búa einkum menningar
lega. Bendir hann með réttu á
glæsimensku Tómasar og aristó-
kratist viðhorf hans til umhverf-
is síns og verkefna sinna. Eru
margar athugasemdir hans í sam
anburði skáldanna mjög athyglis
verðar og sýna að glöggt er gests
augað. Hann bendir á vissan
skyldleika Tómasar við önnur
skáld, t.d. wildenway, en tekur
þó fram, sem vera ber, að þar
sé ekki um neina eftiröpun að
ræða, — enda verður að segjast,
að Tómas Guðmundsson er meiri
andans jöfur en Hermann Wilden
wey, — þetta eru orð mín en
ekki Orglands.
Þessu næst rekur Orgland í
stuttu en ljósu máli skáldskap
Tómasar frá byrjunarbókinni allt
fram til „Fljótsins helga“, alloft
með hliðsjón af hinum tveimur,
er hann hefur áður þýtt eftir.
Skemmtileg er athugun hans á
notkun þeirra kollega á bókstöf-
unum „æ“ og „ó“, en hún segir
einmitt skrambans mikið um þá
alla Einnig er gaman að „lita-
rannsókn“ hans -— t.d. hversu
oft Stefán notar gull og gyllt og
rautt, Davíð svart og blátt, hvítt
grænt og grátt, en Tómas blátt,
hvítt og silfrað. Ég hygg að Org-
land sé einna fyrstur gagnrýn-
anda á Norðurlöndum til að nota
þessa litagreiningu á skáld og
verk þeirra, og hún er athyglis-
verð, þó kannski sé hún ekki ör-
uggur mælikvarði á viðhorfi
skálda til verkefnis þeirra og um
hverfis.
En ég er ekki sammála Org-
land er hann segir að Tómas Guð
mundsson sé „blodfattigare" held
ur en Stefán og Davíð af þeim
ástæðum að hann noti aldrei
rautt. Og ég er ekki viss um að
meira beri á útlendum áhrifum í
skáldskap Tómasar heldur en til
dæmis hjá Stefáni frá Hvítadal.
Að vísu er ég ekki vel lesin í
Ijóðum Stefáns, en mig rámar í
að þau minni nokkuð á norskan
ljóðaskáldskap, t.d. Kvæði Sivle.
En yfirleitt finnst mér gagnrýni
Ivars Orgland athyglisverð og
skemmtileg.
Samanburðurinn á Tómasi og
Olaf Bull er skarplega gerður.
En ég fæ ekki skilið hvernig í
ósköpunum ljóðskáldið Tómas
Guðmundsson getur minnt þýð-
anda hans á norska rithöfundinn
Johan Borgen! Enga tvo menn
þekki ég ólíkari, ef dæma á þá
eftir verkum þeirra.
Eins og áður er sagt er formáli
Ivar Orglands fjörlega og
skemmtilega ritaður enda hefur
hann vakið athygli á Tómasi og
íslenzkri ljóðagerð yfirleitt í
heimalandi þýðandans.
Þá er að líta á ljóðaþýðingarn-
ar sjálfar:
Þeim fslendingum sem óvanir
eru að lesa nýnorsku, mun vafa
laust í fyrstu falla nokkuð fyrir
brjóst hversu lík málin eru, svo
að ósjaldan líta nýnorskar setn-
ingar út sem afbökun á íslenzku.
En þegar komið er yfir þennan
þröskuld, bíður lesandans þ.e.a.s.
þeirra sem unna góðri ljóðagerð,
fersk og sjaldgæf listnautn. Þetta
tugumál er nefnilega hreint og ó-
flekkað af meðferð margra kyn-
slóða, eins og flest mál eru ann-
ars. Og í rauninni skrifa engin
Ivar Orgland
tvö skáld það eins. Nýnorskan
getur verið ljót og einkum ó-
smekkleg, ef illa er með hana
farið, því hún hefur nýlega verið
soðin upp úr málýskum sem sum-
ar hverjar eru ekki nein „menn-
ingarmál“. Aftur á móti verður
hún í höndum þeirra, sem hafa
ríka máltilfinningu og smekk og
kunna með þetta vandasama en
skemmtilega hljóðfæri að fara,
„thing of beauty". Olav Aukrust,
Olav Duun og Tarjei Ves&s t.d.
skrifa slíkt mál að sönn unun er
að lesa það, jafnvel þótt þeir
væru ekki eins mikil skáld og
þeir eru! Og það skal sagt Ivar
Orgland til verðugs hróss, að
landsmálið fær töfrandi lit í
meðferð hans; stundum gerist
hann blátt áfram ófreskur í kunn
áttu sinni og þessi málsnild ein
væri honum nóg til framdráttar
á skáldaþingi. En auk þess er
hann ljóðasmiður góður, í stöð-
ugri framför og má vel merkja
það einnig á þýðingum hans. Því
skal ekki leynt að ég hefði frek-
ar kosið að sjá snilldarverk Tóm-
asar Guðmundssonar þýdd á hið
fagurþjálfaða bókmenntamál, rík
isnorskuna, og þá helzt á grund-
velli fegursta talmáls í Noregi,
þess sem notað er í vesturhluta
Oslo-borgar. En Orgland hefur
raunverulega hreinsað sig af
þeirri þraut að þýða verk þess
manns er mýkstum höndum fer
um íslenzka tungu í dag, á mál
hins ferska blævar í sveitum Nor-
egs: nýnorskuna, og gert það svo
vel að ég held að mér sé óhætt
að segja að það afrek hans muni
ekki gleymast í bókmenntasögu
Noregs, þó þar sé frá mörgu stóru
að segja.
— Fyrsta kvæðið er': „Um
sundin blá“, og þar, en aðeins
það eina sinn, hefur þýðandinn
farið fram úr skáldinu sjálfu.
Síðar þegar skáldið stækkar og
hækkar verður þýðandanum auð-
sjáanlega erfiðara fyrir, þótt
hann komist oftast mjög vel frá
verki.
„Gamalt ljóð“ er ágætlega þýtt
svo að hart nær er náð frum-
tekstanum, sama má segja um:
„Frá liðnu vori“. Þegar frá byrj-
un nær þýðandinn alloft hinum
óviðjafnanlega snjalla einfaldleik
orða og hendinga sem kannski
framar öðru einkennir skáldskap
Tómasar.
Alloft tekst Orgland að þýða
erindin nálega orði til orðs — og
með orðum sem líkjast svo ís-
lenzku að lesandann hlýtur að
reka í rogastans. Gott dæmi um
þetta er fyrsta versið í „Hanna
litla“ ég get ekki staðizt þá freist
ingu að ilfæra það hér á báðum
málum:
Hanna lila! Hanna litla!
Heyrirðu ekki vorið kalla?
Sérðu ekki sólskinshafið
silfurtært um bæinn falla?
Það er líkt og ljúfur söngur
líði inn um hjarta mitt,
ljúfur söngur æsku og ástar,
er ég heyri nafnið þitt!
Vesle Hanna! Vesle Hanna!
Höyrer du ikkje váren kalla?
Ser du ikkje solskinshavet
klárt som sylv om byen falla?
Det er líksom ljuve songen
ströymer enn om hjarta mitt,
ljuve elskhugs-, ungdomssongen
n&r eg höyrer namnet ditt.
Þannig tekst þýðandanum all-
víða að endurskapa nálega í sömu
orðum á nýnorskunni allmargar
hendingar og erindi, þó að stund-
um verði hann að vikja frá, eins
og t.d. í byrjun á „Japönsku
Lítið einbýlishús
ásamt 2000 ferm. lóð sem liggur að sjó í Kópavogs-
kaupstað til sölu. Útborgun 70 þúsund kr.
IMýja Fasteignasalan
Bcmkastræti 7. Sími 24300
og kl. 7,30 til 8,30 e.h. 18546
5 kerbergja íbúðarhæð
130 ferm. í góðu ástandi í steinhúsi á hitaveitu-
svæði í Austurbænum. Söluveio kr. 400 þús.
Nýja Fasteignasaian
Bankastræti 7. Sími 24300
og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546
ljóði“. Siðasta hendingin í því
kvæði er aftur á móti rakin orð
fyrir orð, — með orðum sem
hljóma eins og þýða hið sama!
Því ber ekki að neita að sum
af fegurstu meistaraverkum Tóm
asar eins og t.d. „Jón Thorodd-
sen“, og „Fyrir átta árum“ —
þar er síðasta erindið all miklu
lakara en frumtekstinn, — eru
ekki nálægt því eins góð í þýð-
ingunni, og er þess varla von því
að eins og alli vita sem nokkuð
hafa um slíka hluti hugsað er í
rauninni ómögulegt að þýða
meistaraleg ljóð svo að þau missi
ekkert, þó einstaka sinnum hafi
það að vísu tekizt. — „Austur-
stræti" þykir mér vel útlagt og
nær þýðandinn þar víðast þeim
þokka sem lesandanum verður ó-
gleymanlegastur við lestur kvæð-
isins. „Boðun Maríu“ er og meist-
aralega þýtt kvæði sömuleðis hið
fagra og fíngerða: „Haustnótt“.
„Þegar ég praktíseraði" hefur
einnig náðzt mjög lítið skaddað
yfir á nýnorskuna.
„Ljóð um unga konu frá Súd-
an“ er og hið bezta þýtt, því að
hinn sérkennilegi tónn Tómasar
kemur þar vel fram. — Snildar-
ljóðið „Þjóðvísa" hefur ekki
sloppið eins vel; fyrstu tvö erind-
in eru dálítið slöpp, en síðan nær
þýðandinn sér á strik og því bet-
ur sem lengra líður á kvæðið, t.d.
er síðasta vísan alveg ágæt.
Það er vandfarið með „Ljóð
um unga stúlku sem háttar“, en
það er raunar ein af beztu þýð-
ingunum og tekst Orgland þar
verulega upp. — Stemingunni í
„Haust" er vel haldið til skila.
„Enn syngur vornóttin“ er mjög
vel þýtt og blæ kvæðisins „Svefn
rof“ er prýðilega náð, þótt breitt
sé nokkuð frá orðalagi sem oft
ber nauðsyn til í slíkum þýðing-
um.
Að lokum er „Fljótið helga'*.
Það er auðvitað erfitt viðureign-
ar til þýðingar, í því nær skáld-
snilld Tómasar hátt, og það verð-
ur að segja að Orgland hefur
ekki tekizt að ná nema hluta af
dýpt þess, fegurð og mikilleik.
En mér datt í hug að hefði ég
ekki þekkt meistaraverk Tómas-
ar, myndi mér hafa fundist kvæð
ið: „Den heilage elvi“ sérstaklega
athyglisvert ljóð.
Ivar Orgland á af oss íslend*
ingum miklar þakkir skilið fyrir
það verk sem hann hefur unnið
hér á fáum dvalarárum sínum
sem sendikennari við íslenzka
Háskólann. Vafalaust eru þessar
þýðingabækur hans þrjár sá hluti
starfs hans sem verður hvað mest
ur hlekkur i „norsk íslenzkri sam
vinnu“; bækurnar hafa allar vak-
ið mikla athygli í Noregi og feng-
ið þar verðugt lof. Fonna Forlag
hefur gefið þær út vel og smekk-
lega og ekkert til sparað að þær
mættu verða sem eigulegastar
norskum lesendum. Það ber einn-
ig að þakka. — Að lokum vil ég
endurtaka það, er ég sagði fyrir
ári, að svona manni eins og Ivari
Orgland ættum við aldrei að
sleppa, heldur láta hann vinna
ævilangt að þýðingu íslenzkra
Ijóða — þó að það kostaði svo
sem eins og ein prófessorlaun.
íbúðir til sölu
Við Stóragerði í Háaleitishverfi höfum við til sölu
mjög skemmtilegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir
á hæðum. Hverri íbúð fylgir að auki 1 íbúðarherbergi
í kjallara, sér geymsla og eignarhluti í sameign.
íbúðirnar eru seldar fokheldar með fullgerðri mið-
stöð, húsið fullgert að utan, öll sameign inni í
húsinu múrhúðuð, með handriði á stiga í ytri fors-
tofu, allar útidyrahúrðir fylgja. Bílskúrsréttur. Sér-
staklega fagurt útsýni.
Lán kr. 50 þús.' á 2. veðrétti. Fyrsti veðréttur laus.
Hagstætt verð.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4. — Símar: 13294 og 14314.
Vesturbœr
íbúðir í smíðum
2ja — 3ja og 4ra herbergja.
I Vesturbænum höfum við til sölu í fjölbýlishúsi, sem
er í smíðum, íbúðir sem seljast fokheldar með
miðstöð eða fullgerðar eftir vali kaupanda.
MÁLFLUTNINGS og FASTEIGNASTOFA
Sigurður Reynir Pétursson, hrl.
Agnar Gústafsson, hdl.
Björn Pétursson. Fasteignaviðskipti
Austurstræti 14, n. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78
Einbýlishús í smíðum
á skemmtilegum stað í Kópavogi til sölu. Húsið er
2 hæðir og kjallari. Á I. hæð eru 2 samliggjandi suð-
urstofur með svölum. Eldhús með borðkrók, ytri og
innri forstofa og snyrtiherbergi. Á efri hæð eru 3
herbergi með svölum út af tveimur og baðherbergi.
í kjallara eru 2 herbergi, góðar geymslur, þvotta-
herbergi og miðstöðvarherbergi. Mætti gera litla
séríbúð í kjallara. Húsið, sem er fokhelt, selst þann-
ig eða lengra komið eftir ósk kaupanda.
Mjög hagkvæmir skilmálar, ef samið er strax.
STEINN JÓNSSON, hdl.,
lögfræðiskrifstofa — fasteignasala
Kirkjuhvoli — Símar 1-4951 og 1-9090.