Morgunblaðið - 03.11.1959, Side 16
16
M O R C n N íí 1, A Ð I Ð
Þriðjudagur 3. nóv. 1959
Jóel Fr. Ingvarsson
skósm.meistari sjötugur
Hlustaö á útvarp
tir ýmsum áttum (Sv. Skorri
Höskuldsson) 25. okt.: Fyrst var
farið með kafla úr leikriti því,
er Þjóðleikhúsið sýnir nú eftir
F. G. Lorca, nefnist á isl. Blóð-
brullaup. f útvarpinu var þessi
þáttur ákaflega hávaðasamur og
aesilegur, hróp og köll og skild-
ist fátt af því sem æpt var. Þeg-
ar þetta er ritað hef ég ennþá
ekki séð þennan suðræna leik,
sem gagnrýnendur telja eitt af
meistaraverkum í bókmenntum
aldar vorrar. Efast ég mjög um
að hann eigi vel við íslenzkt
skaplyndi. Suður-Spánverjar og
ísiendingar eru víst all-ólíkir að
skapgerð. En takist leikendum
okkar að ná réttum blæ á leik-
inn er þetta fróðlegt. Þá talaði
Skorri við hinn merka mann
Þorstein M. Jónsson, fyrrv. al-
þingismann. Var talið einkum
um alþingiskosningar á fyrstu
tugum aldarinnar, en Þorsteinn
var mikils metinn alþingismað-
ur og framarlega í flokki stjórn-
málamanna. Tók meðal annars
þátt í samningum við Dani er
um sjáifstæði íslands var samið
1918, var í nefndinni er um það
mál samdi. Auk þess talaði Sv.
Sk. Höskuldsson við Karl Ein-
arsson, fyrrv. alþ.m. um alþing-
iskosningarnar.
★
Séra Emil Björnsson taXaði
um daginn og veginn, mánud.
26. okt. Lagði hann út af frá-
sögninni í Spádómsbók Daníels,
er Belsazar konungur sat og
svallaði í höll sinni og hafði lát-
ið færa þangað gullker þau er
Nebúkadrezar faðir hans hafði
fært þangað úr musterinu í
Jerúsalem og drakk úr þeim á-
samt gæðingum sínum. Sást þá
hönd er ritaði á hallarvegginn
spádóminn um hrun ríkis hans
og dauða. Taldi séra Emil að við
værum nú sjálf að skrá okkar
örlagadóm á vegginn. Sjálfstæði
okkar væri ótryggt, vanti
margt til þess að öruggt megi
heita. Vér erum smáþjóð á al-
farabraut. Hættulegt að lenda í
miðdepli athafna stórþjóða. Vér
höfum hér erlent herlið til land
varna. Vér fáum erlent verka-
fólk til þess að vinna fyrir okk-
ur bæði á sjó og landi. Miklu fé
er varið í veizluhöld og óþarfa
eyðslu. Óþarfleg embætti stofn-
uð, — menn þykjast vera ríkari
en þeir eru. Drykkjuskapur
manna, jáfnvel barna, að verða
þjóðarböl og við til aðhlægis er-
lendum mönnum er hingað
koma. Samt lifum við á gjöfum
frá erlendum þjóðum, lánum og
betli, erum þurfalýður annara
þjóða í okkar ímyndu velmeg-
un. Stjórnmálamenn þora ekki
að gera það sem þeir vita að
JÓEL Fr. Ingvarsson, skósmíða-1
meistari í Hafnarfirði, er sjötug-
ur í dag. Hann er borinn og barn I
fæddur Hafnfirðingur, einkason- j
ur Ingvars Jóelssonar skipstjóra,!
sem var stórbrotinn athafnamað-
ur á sinni tið, og konu hans Hall
dóru Torfadóttur. Eru bæði föð-
ur- og móðurætt Jóels hinar
merkustu, þótt hér verði ekki
raktar. Og ekki skal þá heldur
nein tilraun til þess gjörð, að
segja sögu hans sjáifs þau 70 ár,
sem hann á nú að baki. Aðeins ör
fáum orðum skal á það drepið,
sem hann hefir lagt til félags-
mála í fæðingarbæ sinum á liðn-
um árum. En sá þáttur einn væri
löng, merk saga, væri henni full
skil gjörð.
Jóel var bæði gefin góð söng-
rödd og næmt söngeyra, og var
hann öflugur og traustur liðsmað
ur i karlakórnum Þresti á þeirri
tíð, er sá kór gat sér hvað bezt
orð, undir stjóm þeirra tónskáld-
anna Friðriks Bjarnasonar og
Sigurðar Þórðarsonar. Þá söng
hann einnig í áratugi í kirkju-
kór Hafnarfjarðar.
Rúmlega tvítugur að aldri
gjörðist Jóel félagi j fé'lagsdeild
K.F.U.M., sem þá var nýstofnuð
í Hafnarfirði, og hefir hann nú i
nærri hálfa öld verið styrkasta
stoðin í þeim félagsskap og
gegnt formannsstörfum lengst af.
Þetta trúnaðarstarf hefir Jóel
rækt af brennandi áhuga og
fágætri fórnarlund. Enda hefir
það alla tíð verið heitasta þrá
hans að leggja kirkju- og krist-
indómsmálum ailt það lið, er
hann mátti.
Jóel Ingvarsson hefir átt sæti
í sóknarnefnd Hafnarfjarðar-
kirkju hátt á þriðja tug ára og
verið meðhjálpari og umsjónar-
maður kirkjunnar síðastliðin 13
ár. Og ekki er mér hvað minnst
í huga árvekni hans, skyldu-
rækni og trúmennska við þau
störf. Og vart mun dagur líða
svo, að hann dvelji ekki lengur
eða skemur í kirkju sinni til að
vinna að því og gæta þess, að
allt sé þar sem skyldi.
í einkalífi sínu hefir Jóel ver-
ið mikill gæfumaður. Hann er
kvæntur Valgerði Erlendsdóttur,
sem með ráðum og dáðum hefir
stutt hann í störfum hans og
reynst honum hinn bezti og sam-
hentasti lifsförunautur í hví-
vetna. 10. október s.l. áttu þau
hjón 45 ára hjúskaparafmæli.
Þau eiga 4 börn uppkomin og
tvö fósturbörn.
Við samstarfsmenn og vinir
Jóels Ingvarssonar, árnum hon-
um heilla og blessunar Guðs á
merkum tímamótum í lífi hans
og biðjum honum langra lífdága
með óskertum kröftum.
Garðar Þorsteinsson.
— Chessman
Framh. af bls. 10
mannsins með rauða ljósið, ung
kona, ligur enn sjúk á geðveikra-
hæli. Fjölskylda hennar er ekki
í neinum vafa um það, að Chess-
man sé orsök geðbilunar hennar.
Aðrir, sem sannfærðir eru um
sök hans, hafa þó samúð með hon
um, og vilja að hann sé náðaður.
Hópur kvekara í Kaliforníu hef-
ur gengizt fyrir undirskriftum að
beiðni til rikisstjórans í fylkinu
um það að dauðadómnum verði
breytt í ævilangt fangelsi. í
beiðninni er sagt, að Chessman
eigi skilið náðun vegna þess að
hann hefur ekki orðið neinum að
fjörtjóni. Undir þessa beiðni hafa
ýmsir kunnir menn ritað, þeirra
á meðal Elenor Roosewelt og
Aidous Huxley.
Chessman er hins vegar ekkert
hrifinn af þessum aðgerðum.
Hann skrifar ríkisstjóranum bréf,
þar sém hann fer aðeins fram á
það að málið verði tekið upp að
nýju, til þess að hann geti sannað
sakleysi sitt. Og ef honum tekst
það ekki, þá sætti hann sig við
að vera tekinn af lífi. Caryl
Chessman vill ekki halda áfram
að lifa í skjóli náðunar. í bók
sinni „Klefi 2455, armur dauð-
ans“, segist hann ekki óttast dauð
ann. Og barátta hans fyrir lífinu
líkist mest leikjum skákmanns á
taflborði. Annað hvort vinnur
hann skákina eða tapar henni.
Þannig er viðhorf hans enn í dag,
11 árum eftir að hann var dærnd-
ur til da»iða.
tilveru. Veit ég að margir hafa
hlustað með athygli á þetta vel
flutta erindi.
★
Ragnar Jóhannesson ræddi við
merkisbóndann Bjarna Sigurðs-
son í Vigur. Hefði það samtal
gjarnan mátt vera lengra, þvl
Bjarni hafði frá mörgu að segja
og fróðlegu. Virtist hann oft varla
vera búinn að svara einni spurn-
ingu Ragnars þegar önnur kom.
Hefði vel mátt sleppa fiðluleik
Jósefs Neven, sem var næst á
undan samtalinu, öllum hlust-
endum að meinalausu.
★
Allmargar þýddar smásögur
hafa verið lesnar í útvarpinu und
anfarið Flestar hafa sögur þess-
ar verið góðar bókmenntir, þær
er ég hef heyrt. Sumum finnsta
eitthvað af þeim ljótar, t.d. Svarti
kötturinn, hin fræga saga Edgar
Allan Poe’s. Satt er það, að margt
af því sem nú er farið með í
útvarpi, og prentað, er ekki fyrir
óþroskuð böm né taugaveiklað
fólk, en þá má alltaf loka fyrir
útvarpið eða láta hjá líða að lesa.
Þeir Bjarni Thorarensen, Jónas
Hallgrímsson, Matthías Jochums
son og Einar Benediktsson, svo
ég nefni nokkra 19. aldar menn,
þurftu ekki að blóta og klæmast
til þess að láta í ijós það sem
þeim lá á hjarta. Mörg af yngri
stórskáldunum eru og hæversk í
orðum, svo sem t. d. Gunnar
Gunnarsson. Blót og formælingar,
sóðaorð og klám, er ætið Ijótt 1
skáldskap. En ef ekkert ætti að
heyrast af slíku í útvarpi nú á
tímum, mundi útvarpið ekki gefa
rétta hugmynd um á hvaða stigi
íslenzkar nútíðarbókmenntir eru.
Þorsteinn Jónsson.
gera þarf, af hræðslu við kjós-
endur. Fólk spyr: Hver borgar
bezt fyrir litla og lélega vinnu?
Skólalærdómur er ítroðsla, en
ekki uppeldi. Fólkið heimtar
meira og meira af óþarfa inn-
flutningi. Grátbroslegt lista-
snobb þróast hér vel. Það tekur
örskamma stund að eyðileggja
alda gamla menningu. „Eins og
vér sáum munum vér uppskera“,
það er fornt spakmæli í hinni
helgu bók, sígilt. Stór ríki hafa
liðið undir lok frá því sögur
hefjast. Hversu nauðsynlegt er
ekki smáríki eins og ísland er
að gæta sín vel. Þetta er örlítill
útdráttur úr röggsamlegri og al
vöruþrunginni ræðu sr. Emils
Björnssonar. •
★
Jón R. Hjálmarsson, skóla-
stjóri flutti erindi um það,
hvernig danskir konungar náðu
yfirráðum á íslandi. Var þetta
stutt og greinargóð lýsing á því
hvernig land vort komst undir
danska konunga með Noregi —
um tíma jafnvel undir Svíakon-
ung unz það varð viðskila við
móðurlandið, Noreg er Svíar
fengu yfirráðin þar. Þá var ís-
land látið fylgja Danmörku. Ef til
vill var það heppni fyrir okkur,
óvíst að frændur okkar, Norð-
menn ,hefðu orðið samningslipr
ir, að láta svo aflasæla verstöð af
hendi.
land sé eitt af mínum uppáhalds
skáldum og ég sé sögum hans vel
kunnugur, hlustaði ég að stað-
aldri á sr. Sigurð, mér til óbland-
innar ánægju og þakka honum
kærlega fyrir þýðinguna og lest-
urinn. Legg ég til að útvarpið fái
hann ef mögulegt er ,til þess að
þýða fleiri sögur eftir Alexander
Kielland og flytja þær í útvarpi.
f þessari viku flutti Ævar Kvar-
an einnig síðasta erindi sitt í
flokknum Að tjaldabaki. Ber
einnig að þakka honum ágæt er-
indi um vel valin efni, listalega
flutt, fróðleg og mannbætandi,
eins og merkur maður og gáfaður
sagði við mig. —
Endurfundir nefndist erindi er
Grétar Ó. Fells rithöfundur flutt.i
20. okt. Var það um það, hvað
tæki við, bak við þetta jarðneska
líf og hversu áríðandi væri að
lifa svo, hér í þessari tilveru að
von gæti verið á þægilegri eða
a. m. k. þolanlegri líðan í næstu
Séra Sigurður Einarsson skáld,
lauk í þessari viku lestri hinnar
ágætu skáldsögu Alexanders Kiel
land: Garman og worse. Hann (S.
E.) hefur sjálfur þýtt söguna og
engu sleppt úr. Enda þótt Kiel-
A STRÆTUM VORRA TlMA
Nú á tímum ber götulífið æ mefri svip af umferðinn
í óslitnum straumi umferðarinnar hreyfist aragrúi fara,
tækja að settu marki. Stöðugt eru gerðar hærri kröfur ti
þeirra sem farartækjunum stjórna um árvekni og einbeit-
ingu hugans við aksturinn. Öryggiskenndin er í þessv
sambandi tilfinning sem ekki ber að vanmeta. Hámark
þessarar öryggskenndar hlotnast yður með því að nota
hin fullkomnu og traustu reiðhjól frá Fahrradelektrik.
Þaulvanir vélfræðingar, tæknimeistarar og fagverka-
menn sérvélaiðnaðar þýzka alþýðulýðveldisins vinna lát-
laust að endurbótum og fullkomnun reiðhjólanna. Vinna
þessara manna er öll í þágu öryggis yðar! Vegna viður-
kenndra vörugæða hafa reiðhjólasmiðir vorir áunnið sér
traust innan reiðhjólaiðnaðarins.
Þetta vita smiðir, reiðhjólasaiar og verkstæði.
Hjólreiðamenn finna það af reynsiunni.
tJTFLUTNING ANNAST:
TRANSPORTMASCHINEN EXPORT-IMPORT
DEUTSCHER ÍNNEN-UNÐ AUSSENHANDEL
DEUTSCHER DEMOKRATISCHER REPUJBLIK