Morgunblaðið - 03.11.1959, Síða 20

Morgunblaðið - 03.11.1959, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. nóv. 1959 mng. UllfCl óinum — öldungis furðulegt! varð öðruim manninum að orði, og röddin var gróf og með útlendum hreim. — Jajnlíkar eins og tveir vatns/lropar! sagði hinn. En gamla konan þaggaði niður í þeim með einu augnatilliti. — Góða mín, sagði hún blíð- lega og lagði höndina á handlegg Janet. — Þér verðið að vera við- búin þungu áfalli. Við komum því mióur með slæmar fréttir. Janet stóð sem negld við gólf- ið og starði. — Það er um systur yðar, heyrði hún konuna segja eins og úr miklum fjarska. — Við erum komin til að segja yður, að syst- ir yðar, Gloria drottning Andro- víu, er —. Röddin var niðurbæld af gráti og brást henni næstum — að hún er dáin! Gloría dáin! Janet gat blátt áfram ekki trúað því. Glaða, hamingjusama systir hennar, sem alltaf hafði verið svo lífsglöð — sem ætíð hafði rétt út hendurn- ar eftir öllum gæðum þessa heims. Ef gamla konan sagði satt, var það hluti af Janet sjálfri , sem var dáinn. Nú skildi hún, af hverju henni hafði verið svo undarlega innan- brjósts undanfarið, því þannig hafði því ætið verið varið um Gioriu og hana. Þær urðu veikar samtímis, hvort heldur voru mislingar eða bara kvef. Þær deildu öllu, ekki aðeins efnis- legum hlutum, heldur einnig til- finningum, hugsunum, því að bandið, sem tengdi þær saman, var sterkara en milli annara systra. Þær höfðu ætíð sagt, að það væri eins og einni mann- eskju hefði verið skipt milli tveggja líkama, þvi þær voru, svo nákvæmlega eins. Jafnvel móðirin hafði aldrei verið viss með að greina milli þeirra, þó hún væri auðvitað ófús til að viðurkenna það. Gamla konan lét Janet setjast við hlið sér á legubekkinn, strauk um handlegg hennar og talaði við hana á sinn rólega, blíða og vingjarnlega hátt. En Janet hlustaði ekki á hana. Það var eins og kvikmynd væri sýnd í höfði hennar, með myndum af Gloríu, eins og hún var um það leyti, er hún kynntist Michael. Þegar þessi ungi, hávaxni her- maður kynntist tvíburunum fyrst, datt þeim ekki í hjartans hug, að hann væri konungur. Hann var einungis einn af mörg um útlendum hermönnum, sem voru í setuliði hér í borginni á stríðsárunum, og það kom alger- lega flatt upp á Gloríu, þegar hann sagði henni, að þegar óvin- Stúlkur óskast við ýmsan frágang. Uppl. hjá verkstjóranum Sjóklæðagerð Islands Skúlagötu 51 Afgreiðslustúlka óskast Upplýsingar í síma 33540, eftir kl. 8 í kvöld. NYKOMIN P I L S mikið úrval VSRIIUMIN LAi IAUCAVCC 2* 1 EFTIR f 1 RITA I I H ARDINGE I irnir hefðu verið hraktir úr Androvíu, yrði hann að snúa aft- ur heim í hásætið í smáríkinu, sem falið var í einum útkjálka Evrópu. Og þegar sigur var unninn og hann fór heim, fór Gloría með honum — Gloria Hamlyn, dóttir bóksalans í Marketstræti, unz sprengja afmáði bæði hann og bókabúðina. Kát og ósmeyk fór hún til Androvíu, til að verða ein af fáum drottningum, sem enn finnast í Evrópu. Janet hafði aldrei náð sér til fulls eftir þetta áfall. Hún hafði dregið sig inn í skel sína, ringluð af öllu þessu furðulega, sem bor- ið hafði svo óvænt að. Henni fannst einhvern veginn ómögu- legt, að venjulegar manneskjur eins og hún og Gloría, skyldu hafa nokkuð saman að sælda við annað eins og hásæti og konungs ætt. Málið var afgreitt í kyrrþey — Miahaefl. krafðist þe&s, og tvíburunum féll það einnig bezt — og þeas vegna vissi raunar enginn í borginni, hvað orðið hefði um Gloríu Hamlyn. Hún hafði gifzt útlending og farið með honum í annað land. Það var hið eina, sem fólk vissi, og Janet hafði ekki sagt neinum frá þeim ótrúlega sannleika, að systir hennar væri orðin drottn- ing og byggi í gamalli höil, um- kringd allri þeirri dýrð og við- höfn, sem konungum sæmir. Hún vildi ekki, að fólk fengi neitt um það að vita. Ilenni fannst hún hata nafnið Andro- vía, því að það hafði rænt Glor- íu frá henni, þetta litla, kynlega land, sem almenningur í Eng- landi vissi naumast að væri til. Og nú var Gloría dáin. — — Það var slys, hún féll af hestbaki í hallargarðinum — það skeði svo fljótt — hún þjáðist ekkert, útskýrði gamla konan. — En — en barnið? stamaði Janet. — Páll prins? Hann veit ekki einu sinni, að mamma hans er dáin. Hún þagnaði, og Janet sá, að hún leit þýðingarmiklu augna- ráði til eldra mannsins. — Það er víst bezt að við kynnum okkur, flýtti hún sér svo að halda áfram. — Ég er Helga Arnberg — greifafrú Arnberg — og er glöð að geta sagt, að ég var vinkona drottn- ingarinnar frá þeirri stundu, er hún kom til lándsins. Og þessir tveir menn eru Bersonir hirð- marskálkur, og Max Retohard, einkaritari drottningar. Á ný slógu þeir hælunum sam an og hneigðu sig, svo Janet varð feimin. Hún var ekki vön slíkum hirðsiðum — þeir til- heyrðu heimi Gloríu en ekki hennar. — Það — það var afar fallegt af ykkur að koma hingað og segja mér þetta, stamaði hún. — Þáð var ekki eina ástæðan fyrir heimsókn okkar, sagði gamli hershöfðinginn, hranalega eins og maður, sem ekki hefur tíma til mælgi um aukaatriði. — Hersföfðingi! — Afsakið, greifafrú. Ofurlítil hneiging. — Ég skal alveg láta yður um málið, en við höfum lítinn tíma. Arnberg greifafrú kinkaði kolli, og Janet herti sig upp. Fréttin, sem þau höfðu flutt henni, hafði komið svo óvænt, að henni fannst sem ekkert gæti komið henni á óvart framar. En hún var ekki viðbúin því, sem nú fylgdi á eftir. — Það er hætta á óeirðum I Androvíu, sagði greifafrúin. — Síðan stríðinu lauk, hefur óró- lerki og óánægja grafið um sig, og hætta á, að bylting brjótist út. Þá j»ði konungsvaldið afnum ið, en í þess stað myndum við fá Rupert prins, sem fullur er af nýmóðins hugmyndum, og myndi láta sér nægja að verða forseti í lýðveldi .Það er hann, sem á sök á öllum erfiðleikun- um, því að hann er vondur og slóttugur maður, valdagráðugur og svífst einskis, og hann hefur komið sér innundir hjá fjölda fólks, því að hann er glæsimenni á sinn hátt og kann að koma ár sinni fyrir borð. Ég held ekki ég hafi heyrt Röskur sendisveinn óskast. Vinnutími 10—5 og laugard. 10—12. Smith og IMorland H.f. Hafnarhúsinu — Sími 11320 Nokkrar stúlkur óskast nú þegar við þrifalega verksmiðju vinnu. Uppl. hjá Georg og Co., Hverfis- götu 46 (upp portið) sími 11132. neitt um Rupert prins, sagði Janet og velti fyrir sér af hverju þau sögðu henni allt þetta, þó þau mættu vita, að hún gæti ekki hugsað um annað en sorgina og systurmiss'inn. — Hann er hálfbróðir konungs ins — Rudolf gamli konungur var tvíkvæntur, útskýrði greifa- frúin, en það er næstum ekki hægt að trúa því, að þeir séu skyldir. Konungurinn er ljós- hærður, góður og velviljanður. — Meinlaus, sagði hershöfðing inn, en hún tók ekkert tillit tii innskotsins. — Rupert prins er dökkur, bæði að ytra útliti og innræti, hélt greifafrúin áfram. — Á með an Miohael konungur barðist með bandamönnum í stríðinu, var Rupert heima í Androvíu, önnum kafinn við að brugga samsæri og áróður, og það lítur ekki út fyrír, að hann sé hætt ur því enn. Fólk hefur mætur á honum, af því hann er talinn hafa stofnað andspyrnuhreyfing- una, en nú vitum við, að hann nolaði hana aðeins tœl að ávinna sér traust, og til framdráttar sín- um eigin fyrirætlunum um að hrifsa til sín völdin, þegar frið- ur kæmist á. Og hver veit — máske hefði honum tekizt það, ef konungurinn hefði ekki haft sy.stur yðar heim með sér sem drottningu sína. Hún vann hjarta þjóðarinnar frá þeirri stundu, er hún kom í landið, og það eru vinsældir hennar, sem hafa komið í veg fyrir áform Ruperts. Hún hefur gert Andro- víu að einu ánægðasta ríki í Evrópu. ......Pparið yður hiaup & milli maxgna vcrzlana! óÓRUOOL ÁCllUM tóW! - Austurstrseti ailltvarpiö WlTH A GPilNPING ROAR. THE MASS OP SHALE SATHERS SPEEP ANP CRASHES DOWN THE STEEP MOUNTAINSIPE Skriðan veltur með þungum ®ný niður bratta hlíðina, og Andi. sem er staddur í farvegi skriðunnar, tekur til fótanna til að reyna að bjarga lífi sínu. Hon- um tekst á síðustu stundu að I hlíðarinnar, áður en skriðan skjótast mn í gjótu við rætur | hleðst upp fyrir framan gjótuna. Þriðjudagur 3. nóvemlier 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.00 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik- ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (16.25 Ffréttir og tilkynningar). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — 16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 Framburðarkennsla 1 þýzku. 19.00 Tónleikar. — 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál. 20.35 Utvarpssagan: „Sólarhringur'* eft ir Stefán Júlíusson; I. lestur (Höf undur les). 21.00 Einsöngur: María Markan syngur íslenzk lög. 21.30 Erindi: Með köldu blóði (Biskup Islands, Sigurbjörn Einarsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Tryggingamál (Guðjón Hansen, tryggingafræðingur). 22.30 Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttir). 23.25 Dagskrárlok. Miðvikudagur 4. nóvember: 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik* ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfr. — 9.25 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — 16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó 4 flækingi" eftir Estrid Ott; U. lestur (Pétur Sumarliðason, kena ari). 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Tónleikar. -- 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál. 20.35 Með ungu fólki (Guðrún Helga- dóttir). 21.00 Samleikur á fiðlu og píanó: Ank- er Buch og Rögnvaldur Sigurjona son leika sónötu eftir César Franck. 21.30 Framhaldsleikrit: „Umhverfis jörðina á 80 dögum" eftir Jules Verne; I. þáttur. — Leikstjóri og þýðandi: Flosi Olafsson. Leikend ur: Róbert Arnfinnsson, Erlingur Gíslason, Einar Guðmundsson, Þorgrímur Einarsson, Jón Aðils, Reynir Oddsson, Baldvin Halldórs son. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson). I 22.30 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs j Reykjavíkur. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.