Morgunblaðið - 03.11.1959, Qupperneq 24
VEÐRIÐ
Lægir í dag, frost 3—6 stig.
o fgmiM*
244. tbl. — Þriðjudagur 3. nóvember 1959
AKUREYRARBRÉF
Sjá bls. 13.
Svart af milHsíld
í Vestm.eyjahöfn
VESTMANNAEYJUM, 2. nóv:
— Fyrir nokkru urðu menn
varir við það, að smásíld var
komin hér inn í höfnina. Var
þetta kræða, sem eigi varð
nýtt. Nú um helgina varð á
þessu breyting. Þá fylltist
höfnin, að því er virðist, af
síld af millistærð. Út af Naust
hamrabryggju kastaði 15
tonna bátur, Guðbjörg, í dag
loðnunót. Fylltist nótin á svip
stundu. Fór þá vélskipið
Júlía til aðstoðar við litla bát-
inn. í kvöid var búið að veiða
í nótina um 500 tunnur og ætl
aði báturinn með síldina inn
til Grindavíkur, þar sem hún
verður brædd. Hér í Vest-
Stólu og drukku
180 flöskur
uf Sherry
NÝLEGA hefur lögreglan
handtekið tvo pilta, 16 og 17
ára gamla, sem stolið hafa um
15 kössum af sherry og ýmis
konar skrautmunum, mest úr
keramik.
Skrautmunum stálu þessir
unglingspiltar í vörugeymslu
Jóns Jóhannessonar við Borg-
artún 6, en áfenginu úr birgða
geymslu Áfengisverzlunarinn
ar í sama húsi. Höfðu þeir
komizt inn í miðstöðvarklefa
hússins og þaðan mfðfram
vatnsleiðslum að birgða-
kössum Áfengisverzlunarinn-
ar. Munu þeir alls hafa náð í
um 180 flöskur af sherry og
lítur út fyrir að allt þetta
sherry hafi farið ofan í þá
sjálfa, því það er allt búið en
ekkert af því munu þeir hafa
selt.
mannaeyjum er ekki vélkost-
ur til þess að bræða síld.
í ráði er að á morgun fari
enn stærri bátur út með hin-
um litla 15 tonna báti, er það
90 tonna vélskip, Suðurey.
Síðast fyrir 5—6 árum, gekk
síld hér inn á höfnina í all-
stórum stíl. — Bj. Guðm.
V. B. segir upp
samningum
TRÚNAÐARRÁÐ Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur ákvað
á fundi sínum 29. október að
segja lausum samningum við
vinnuveitendur um kaup og kjör.
Samningurinn rennur út 1. des-
ember næstkomandi.
Nýi Drangur við hafnarbakkann á Akureyri.
(Ljósm. vig.)
Ekið í veg fyrir
Á SUNNUD AGSKV ÖLDIÐ er
einn af bílum sjúkraliðsins kom
þeysandi eftir Suðurlandsbraut-
inni, með blikandi hættuljós á
þaki og veinandi sírennu, munaði
minnstu ,að slys hlytist af, vegna
fádæma kæruleysis sem bílstjóri
einn sýndi. Ók hann í veg fyrir
sjúkrabílinn, sem var á leið í
slysavarðstofuna með slasað fólk.
Varð nokkur skellur. Var það
ökumanni sjúkrabílsins að þakka
að ekki hlauzt verra af. Lög-
reglustöðinni var þegar tilkynnt
um þetta um talstöð sjúkrabíls-
ins. Er lögreglubíll kom á vett-
vang, var enginn bíll á árekstrar-
staðnum.
Brimið eyðilaoði
varnargarðinn
FORÁTTUBRIM og versta veður
hefur verið undanfarna daga og
bátum á Suðurnesjum ekki gefið
á sjó.
Á laugardagskvöldið var svo
mikið brim í Sandgerði, að stein-
steyptur varnargarður, sem Guð-
mundur Jónsson á Rafnkelsstöð-
um lét gera, til að verja lóð sína
sjávargangi, eyðilagðist að
mestu.
Norðlendingar hafa eignazt
nýjan Drang
AKUREYRI, 2. okt. — Síðastliðna nótt kom hingað nýr póst- og
svo flóabátur, er Drangur hefur verið nefndur, svo sem fyrri flóa-
bátur Norðlendinga, sem gengið hefur hér síðan 1946.
★ 40 farþegar.
Nýi Drangur er 191 brúttó lest
og er smíðaíur í Ankerlökken í
Florö norður af Bergen í Nor-
Drukkinn leigubíl-
stjóri veldur slysi
Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ varð
harður bílaárekstur í einu út-
hverfi bæjarins. Ölvaður leigubíl
stjóri átti alla sök á þessu óhappi.
í einkabíl sem leigubíllinn ók á,
voru tvær konur sem báðar
meiddust svo einnig bílstjóri er
bil þeirra ók.
Bílstjórinn á einkabílnum, bíl
Arents Claessen stórkaupmanns,
R-2271, hefur skýrt svo frá að
hann hafi verið á leið suður Lang
holtsveginn. Sá hann, er nær dró
gatnamótum Snekkjuvogar, að
bíl var ekið á móti, á sama veg-
arhelmingi og hann ók sjálfur á.
Kvaðst bílstjórinn hafa talið að
þessi bíll myndi ætla að sveigja
til hægri niður Snekkjuvog. Hafi
hann þá sveigt bílinn á götuna.
En allt í einu sá hann að bíll-
inn sem á móti kom, tók stefnu
beint inn á götuna og skipti eng-
um togum að bílarnir skullu'
saman.
í bíl Claessens stórkaupmanns
var kona hans og tengdadóttir og
meiddust þær báðar á fótum,
einnig meiddist bílstjórinn.
Skýringin á þessum gáleysis-
lega akstri er árekstrinum olli,
kom þegar í ljóst á slysstaðnum,
því bílstjórinn á leigubílnum
R-7944 Ingi S. A. Olgeirsson var
mjög ölvaður undir stýri bílsins.
Hafði hann skorizt á höfði við
áreksturinn. Einn farþegi var í
leigubílnum. Kom í ljós við rann
sókn málsins í gær, að hann hafði
ekið bílnum nokkru áður, en far-
þeginn var að sama skapi drukk-
inn sem bílstjórinn. Sjúkrabíll
flutti fólkið í Slysavarðstofuna.
egi. Hann rúmar 42 farþega í
setusal, en svefnrúm er fyrir 8
í rúmum og 4 á bekkjum í svefn-
sal. Skipið er ætlað til siglingar
á Eyjafirði og til Skagafjarðar
með viðkomu í Grímsey og er
jafnaðarlega gert fyrir 40 farþega
hvað snertir öryggistæki. Hins
vegar er hægt að flytja með skip-
inu a. m. k. 70 manns í hópferðir
og verður þá aukið um öryggis-
búnaað.
Áhöfn skipsins er 7 manns. —
Steindór Jónsson framkvæmda-
stjóri sigldi skipinu hingað til
lands. 1. vélstjóri er Tómas Krist
jánsson. Skipið er búið 400 ha
Vichmann aflvéi, auk tveggja
AKRANESI, 2. nóv. — Sex rek-
netjabátar fóru út á veiðar héðan
í morgun. Fimm trillubátar reru
— en hvorttveggja var, að þeir
reru með litla línu — og hitt, að
þeir fiskuðu lítið. — Oddur.
Dýralæknir hefur
kært Ketlubúið
Tíndi upp skjöl sín í bíl
á hvolfi
UM hádegisbilið £ gær varð
árekstur á Reykjanesbrautinni.
skammt fyrir innan Hafnarfjörð.
Rákust þar saman bifreið frá
rússneska sendiráðinu, sem var á
leið suður og fólksbifreið frá
Keflavík.
Sendiráðsbifreiðin var keðju-
laus, en vegurinn háll, og hefur
hún sennilega af þeirri ástæðu
ekki getað sveigt til vinstri eftir
að hafa gefið það til kynna með
stefnuljósinu. Rákust bílarnir
saman og lenti sendiráðsbíllinn
utan í steini á vegarbrúninni og
hvolfdi á veginum. Einn maður
var í bílnum, en hann slapp
ómeiddur. Meðan þeir sem að
komu tóku úr afturrúðuna, svo
hann kæmist út, var hann önnum
kafinn við að týna upp skjöl sín
og stinga í vasa sína.
í hinni bifreiðinni voru 6
manns, og meiddist enginn.
DÝRALÆKNIRINN á Hellu,
Karl Kortsson, hefur kært Ramg-
ársand hf., sem rekur búið á
Ketlu á Rangárvöllum fyrir
sýslumanni, vegna fóðurskorts
kinda frá búinu. Vísaði sýslu-
maður máLnu til hreppsnefndar
Rangárvallahrepps til frekari
rannsóknar, en hún mun ekki
hafa gert neitt frekar í málinu
enn sem komið er, að því er odd
viti hreppsnefndarinnar tjáði
fréttaritara blaðsins á Hvolsvelli
í gær.
Tilefni kærunnar er það, að
er slátrað var 334 lömbum frá
búinu á Ketlu 20. okt. sl. í slát-
urhúsinu á Hellu, lentu 156
lömb í 3. flokki, en 104 voru
dæmd óhæf vegna fóðurskorts.
Dýralæknirinn er kjötmatsmað-
ur á staðnum og taldi hann þarna
vera um að ræða brot á dýra-
verndunarlögunum, og kærði til
sýslumannsins.
Kindum Ketlubúsins mun hafa
verið beitt á hina nýuppræktuðu
sanda búsins fram að rúningu,
en eftir það í mýrlendi rétt neð
an við Keltu, þar sem kallað er
Grafarn.es.
Bolinder hjálparvéla. I>á er í því
ratsjártæki, 36 mílna, miðunar-
stöð, dýptarmælir, sjálfstýring,
vökvastýring og auk þess tvö
vökvadrifin spil á dekki.
Á 4 milljónir.
Hinn nýi Drangur mun kosta
sem svarar 4 millj. ísl. króna,
kominn hingað til lands, Steindór
telur sig hafa verið mjög heppinn
í öllum viðskiptum við hina
norsku skipasmíðastöð, en umboðs
maður hennar hér á landi er
Magnús Ó. Ólafsson . í Reykja-
vík .Rómar hann alla fyrir-
greiðslu verktaka, en þetta er
fyrsta skipið, sem þessi skipa-
smíðastöð smíðar fyrir aðra en
Norðmenn.
Heimsiglingin gekk með ágæt-
um. Hófst hún í Bergen síðastl.
fimmtudagskvöld og tók rúrha
þrjá sólarhringa. Ganghraði
skipsins í hafi var að jafnaði 10
mílur. I reynsluferð var gang-
hraðinn 11,3 mílur. Skipverjar,
sem voru sex í heimsiglingunní,
telja Drang gott sjóskip og fengu
af því nokkra reynzlu, þar sem
þeir lentu í illviðri og nam vind-
hraði þá 8 vindstigum. Hinn nýi
Drangur mun hefja ferðir frá
Akureyri til Sauðárkróks með við
komu á Eyjafjarðarhöfnum og í
Grímsey nú í þessari viku og
mun verða mikil bót að hinu nýja
skipi, enda fullnægir það öllum
þeim skilyrðum, er krefjast verð-
ur af slíkum skipum.
Frá Akureyri til SauSárkróks.
Steindór Jónsson hefur annazt
póstferðir hér síðan árið 1942
og notað í þær gamla Drang frá
1946. Hafa jafnan yerið af þess-
um ferðum mikil not, enda verið
fluttir um 5000 farþegar árlega
á þessari siglingaleið.
vig.
D-lista skemmtanir
í Reykjaneskjördœmi
D-listinn í Reykjaneskjördæmi efnir til skemmtana
fyrir starfsfóik sitt frá alþingiskosningunum í kvöld
kl. 8,30 á eftirtöldum stöðum:
Hafnarfirði í Góðtemplarahúsinu.
Hlégarði í Mosfellssveit fyrir héraðið norðan
Hafnarfjarðar.
Flutt verða stutt ávörp, skemmtiatriði og dansað.
D-LISTINN í REYKJANESKJÖRDÆMI