Morgunblaðið - 14.11.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.11.1959, Qupperneq 2
2 MORGUTSTt T.A Ð 1Ð L'augardagur 14. nóv. 1959 Bretar hjóða tollfrelsi gegn eftirgjöf landhelgi KAUPMANNAHOFN, 13. nóv. (Frá Páli Jónssyni) — Ritzau fréttastofan skýrir frá því í dag, að Bretar hafi lagt til, að Danir Norðmenn og Svíar fái sameig- inlegan innflutningskvóta fyrir fryst fiskflök í Bretlandi. Er það T unglskot reynt WASHINGTON, 11. nóv. — Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að Bandaríkjamenn geri sér vonir um að geta skotið cldflaug umhverfis tunglið í lok nóv. eða byrjun desember. Ef sú tilraun heppnast vel er reiknað með að annarri eldflaug verði skotið i desember og henni stefnt til Ven- usar. Sú eigi síðan að ganga á braut umhverfis sólina. Það var ætlun Bandaríkja- manna að skjóta tunglflaug hinn 3. október, eða um svipað leyti og Rússar skutu sínu vel heppn- aða Lunik. En þessi tilraun fór út um þúfur, því fyrir mistök sprakk bandaríska tunglflaugin á skotpallinum skömmu áður en tilraunin átti að fara fram. En það er ætlun Bandaríkja- manna að reyna að koma sinni timglflaug á braut umhverfis tunglið, en ekki umhverfis tungl og jörðu, eins og Lunik. Ef slíkt tækist, fengjust mun betri og fyllri upplýsingar um eiginleika tunglsins en fært hef- ur verið að afla með Lunik, hin- um rússneska. Nú er mikið kapp lagt á að Ijúka undirbúningi svo að til- raimin dragist ekki mikið leng- ur. Rússnesk vopn TEHERAN, fran: — íranska kvöldblaðið „Kayhan“ sagði frá því á mánudaginn í fréttum frá Abadan, að 15 rússnesk skip og yfir 100 flutningaflugvélar hefðu flutt fjölda af þotum, jeppum, þungavopnum og skotfærum til Basra 1 írak. — Blaðið sagði, að meginhluti þessara farma hefði verið fluttur til Bagdad. Einnig sagði það, að allmargir rússnesk- ir liðsforingjar hefðu komið með vopnasendingunum. tillaga Breta, að þessar þjóðir megi árlega selja tollfrjálst 20 þúsund tonn af frystum fisk- flökum til Bretlands, þó gegn því skilyrði, að þessar þjóðir skuld- bindi sig til að víkka landhelgi sína ekki upp í 12 sjómílur. Fréttastofan segir, að Norður- landaþjóðirnar telji sig ekki geta gengið að þessu, í fyrsta lagi vegna þess, að þær sætta sig ekki Hollendingar verja V-lndíur HAAG, 13. nóv. Reuter: — Land- varnarráðherra Hollands, S. H. Visser skýrði þjóðþinginu í dag frá því að ríkisstjórnin hefði gert sérstakar ráðstafanir til varnar hollenzku Nýju Gíneu. Hann greindi ekki nánar frá því í hverju varnarráðstafanir þessar hefðu verið fólgnar, en til þeirra hefði ríkisstjórnin lagt 18% milljón gyllina. Hann sagði að umræddar varnaraðgerðir hefðu komið til framkvæmda í byrjun þessa árs. Hollenska Nýja Gínea er vest- urhluti samnefndrar eyju norður af Ástralíu. Hafa Indónesíumenn gert tilkall til hennar, en Hol- lendingar vilja ekki sleppa henni. Landssvæðið er 400 þús. ferkíló- metrar á stærð og búa þar 700 þúsund manns. við kvótatakmörkun á fiskflök- unum og 1 öðru lagi vegna þess, að þær vilja engum rétti afsala sér í landhelgismálunum. Snert- ir þetta mál Dani vegna fisk- veiðihagsmuna í Grænlandi. Telja Danir, það óhæft hjá Bret- um að blanda hér saman fisk- verzlun og landhelgismálum. Hammarskjöld fer til Laos NEW YORK, 9. nóv. — Fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, Dag Hammarskjöld, mun leggja af stað héðan til Laos á morgun, þriðjudag, til þess að afla sér „upplýsinga frá fyrstu hendi“ um vandamál það, sem olli því, að Laos sneri sér til S. þ. með beiðni um að senda stjórn- inni aðstoð — eða a. m. k. að senda rannsóknarnefnd til lands- ins, eins og gert var Hammarskjöld mun dveljast í Laos í viku til tíu daga. — Frétta menn segja í þessu sambandi, að svo sé litið á , að skýrsla rann- sóknarnefndar S. þ. um ástandið í Laos hafi veitt nægar sannanir fyrir utanaðkomandi íhlutun um málefni ríkisins til þess að rétt- læta, að Sameinuðu þjóðirnar haldi áfram að fylgjast náið með framvindu mála í Laos. Biskupinn flytur ávarp við hátíðamessuna i Selfosskirkju. (Ljósmynd: Stúdíó) Prestar vilja vinna meira saman í hópum SELFOSSI, 13. nóv. — Aðalfund- ur Prestafélags Suðurlands var haldinn hér á sunnudaginn og mánudaginn var. Prestar á félags svæðinu fjölmenntu á fundinn nema frá Reykjavík. Á sunnu- daginn voru messur í nálægum kirkjum og hér í Selfosskirkju var hátíðamessa um kvöldið. Hátíðamessa Þó illslcuveður væri var margt manna við hátíðamessu, enda fór hún fram með óvenjulegri við- Þing S.U.S. sett í gærkvöldi Skýrsla formanns bar vott um mikið og fjölbætt starf spuequies SujiJ va\yiHWId ungra Sjálfstæðismanna var sett í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík kl. 8,30 í gærkvöldi. Geir Hallgrímsson, hæstaréttar lögmaður, formaður sambands- ins, setti þingið með ræðu. Bauð hann þingfulltrúa velkomna, ekki sízt þá, sem komið hafa um langan veg. Þá ávarpaði Geir forraann Sjálfstæðisflokksins, Ól- af Thors, sem var gestur við þingsetninguna. Að ræðu Geirs Hallgrímssonar lokinni var Matthias Sveinsson, formaður FUS á Selfossi, kjör- inn fundarstjóri. Gaf hann síðan formanni flokksins orðið. * ,Carmina Burana' endur- tekin í Háskólanum ÝMSIR, sem gátu ekki komið því að það yrði endurtekið. Það verð- við að hlusta á tónverkið Carm- ina Burana eftir þýzka nútímatón skáldið Carl Orff, er það var kynnt I háskólanum í síðastliðn- um mánuði, hafa óskað eftir því, Heimdellingar VINSAMLEGAST gerið skil í Landshappdrættinu. — Dregið 1. desember nk. ★ Óðinsfélagar VINSAMLEGAST gerið skil fyrir miðum í Lands- happdrættinU hið fyrsta. — Dregið 1. des. nk. ur því flutt aftur af hljómplötu- tækjum háskólans í hátíðasalnum á morgun, sunnudaginn 15. nóv. kl. 5 síðdegis. Tónlistarkynning- unni lýkur um kl. 6.30. Carl Orff er eitt helzta núlif- andi tónskáld Þjóðverja, en lítið þekktur hér á landi. Carmina Burana eru latnesk, þýzk og frönsk miðaldakvæði flökkustúd- enta um vorið, vínið og ástina. Við þau samdi Carl Orff 1936 þessa tónsmíð fyrir hljómsveit, kóra og einsöngvara. Þetta er eitt víðkunnasta og vinsælasta tón- verk síðustu áratuga, enda í senn nýstárlegt, alþýðlegt og fjöl- breytilegt, bæði fallegt, fjörlegt og þróttmikið. Það er hér flutt af þýzkum listamönnum undir tilsjón höfundar, en stjórnandi er Wolfgang Sawallisch. Dr. Jakob Benediktsson mun skýra textana og Guðmund- ur Matthíasson tónlistarkenn- ari skýra frá tónskáldinu og tónverkinu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. RÆÐA ÓLAFS THORS Ólafur Thors flutti ýtarlega ræðu um stjórnmálaviðhorfið að loknum kosningum. Lagði hann áherzlu á, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur nú loks fengið á Al- þingi þá sterku aðstöðu, sem hann hefur lengi haft meðal þjóð arinnar, og skýrði síðan, hvaða verkefni bíða úrlausnar í þjóð- félaginu og hver væri skoðun miðstjórnar og þingflokks Sjálf- stæðismanna um það, hvernig við skyldi snúast. Að ræðu Ólafs Thors lokinni ávarpaði fundarstjóri hann með nokkrum orðum, en þingfulltrú- ar hylltu formann flokksins með dynjandi lófataki. Skýrsla formanns Þessiu næst flutti Geir Hall- grímsson skýrslu um störf sam- bandsstjórnar. Kom þar fram, að S.U.S. hefur starfað með miklum myndarbrag að undanförnu. For- maðurinn gat m.a. um mót, stjórn málanámskeið, útgáfustarfsemi, erindrekstur, fundi með trúnað- armönnum og almenna stjórn- málafundi, sjávarútvegsmálaráð stefnu, þátttöku í starfi samtakra ungra stjórnmálamanna í ríkjum Atlanshafsbandalaginu — og um ýmsa aðra sarfsemi. Þá ræddi hann um það starf einstakra fé- laga innan S.U.S., sem sambands stjórnin hefur aðstoðað sérstak- lega við. f sambandinu eru nú alls 28 samtök ungra Sjálfstæð- ismanna í öllum héruðum lands- Nefndakosningar Að skýrslu formanns S.U.S. lokinni var kosið í fimm nefndir til að undirbúa mál fyrir þing- fundi. Nefndirnar munu sitja áð störfum árdegis í dag. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins býður þing- fulltrúum til hádegisverðar í Sjálfstæðishúsinu, en kl. 2 hefst almennur þingfundur. Á fundin- um í gærkvöldi voru þeir Jósef Þorgeirsson, Akranesi, og Ólafur B. Thors, Reykjavík, kosnir til að vera ritarar þingsins. Við lauslegt manntal í gær- kvöldi taldist starfsmönnum þingsins svo til að um 150 þing- fulltrúar væru komnir til að sitja sambandsþingið. Sennilegt er tal- ið að þingstörfum ljúki annað kvöld. Gjafir til Reyni- va llakirkju VALDASTÖÐUM, 12. nóv. — Vegna þess hvað grein um af- mæli Reynivallakirkju lá lengi hjá blaðinu,,var ekki getið um allar gjafir, sem kirkjunni hafa borizt. En þær, sem hafa borizt síðan, eru tveir vegglampar frá Halldóru Halldórsdóttur frá Valdastöðum. Peningagjafir frá eftirtöldum: Jóni Bjarnasyni, Sandi, Kristínu Pétursdóttur, Þórsgötu 17, Reykjavík og Birni Guðnasyni frá Eyjum. Allt er þetta mjög vel þakkað fyrir kirkjunnar hönd. — St. G. höfn, og vakti gleði kirkjugesta. Fjórir prestar þjónuðu við altar- ið, en séra Jón Árni Sigurðsson prédikaði, en í messulok flutti biskup landsins, herra Sigur- björn Einarsson, ávarp. Há- tíðamessa hófst með prósessiu hempuklæddra presta og biskups. Var gengið syngjandi um kirkj- una og bóru stúdentar reykelsi og kross en skátar báru Ijós. Við hátíðamessuna sjálfa tónaði einn prestanna pistilinn, annar tónaði guðspjallið og hinn þriðji þjón- aði við altarið Kirkjukór Selfoss- kirkju söng klassiska kirkjumús- ik með undirleik kirkjuorganist- ans Guðmundar Gilssonar. Fundurinn Á mánudagsmorgun hófst svo sjálfur fundur prestafélags suður lands, en aðalumræðuefni þessa fundar var samstarf presta. Hafði það komið glöggt í Ijós á þessum fundi, að prestar telja nauðsyn á að þeim léyfist að vinna meira saman í hópnum hver með öðr- um, heldur en núverandi kirkju- skipan heimilar. Það virðist vera reynsla þjónandi presta, að hve- nær, sem hægt er að efna til kirkjulegrar viðhafnar, þá er jafnan mikill áhugi fólks og kirkjusókn bregst ekki. Stjórn prestafélags Suðurlands var öll endurkosin, en formaður hennar var séra Sigurður Pálsson á Selfossi og með honum séra Garðar Svavarsson, prestur í Laugarnessprestakalli og séra Sveinn Ögmundsson í Þykkvabæ. G. G. Námskeið fyrir af- greiðslufólk á vegum V.í. Upp úr næstu áramótum hefst hér í Reykjavík námskeið í verzlunarstörfum er Verzlun- arskóli íslands gengst fyrir. Mun námskeið þetta, er verð- ur til húsa í V. R.-húsinu í Vonarstræti 4, starfa sem sér stök deild við Verzlunarskóla íslands. Námskeiðið verður eingöngu helgað þjálfun og menntun þeirra, er vinna af- greiðslustörf eða ætla að ieggja þau fyrir sig. Mun það standa í fjóra mánuði. • Skortur á sérmenntuðu fólki 1 gær áttu fréttamenn tal við Magnús J. Brynjólfsson, form. skólanefndar Verzlunarskólans. dr. Jón Gíslason, skólastjóra, Þorvarð Jón Júlíusson, frkvstj. Verzlunarráðs íslands, og Gísla Einarsson fulltrúa, um námskeið þetta. Rakti dr. Jón fyrir frétta- mönnum þróun verzlunarmennt- unar hér á landi síðustu hálfa öidina og benti á hver riauðsyn væri nú orðin á sérmenntun í af- afgreiðslustörfum. Þeir, sem út- skrifast úr 4. bekk Verzlunar- skóla íslands leggja flestir fyrir sig skrifstofustörf og því er hér á landi alvarlegur skortur á sér- menntuðu afgreiðslufólki, en þessu námskeiði og væntanlega fleiri slíkum er ætlað að bæta úr því. Magnús J. Brynjólfsson skýrði frá námskeiðum, er haldin hafa verið fyrir nemendur Verzlun- arskólans, þar sem þeim hafa m. a. verið kennd hagnýt skrif- stofustörf. Sóttu 35 piltar og- 37 stúlkur slíkt námskeið, er Gísli Einarsson skipulagði nú í haust með aðstoð Sölutækni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.