Morgunblaðið - 14.11.1959, Qupperneq 8
8
MORClimtr AfílÐ
L'augardagur 14. nðv. 1959
Birgir Gunnarsson
formaður Heimdallar
AÐALFUNDUR Heimdallar,
F.U.S. var haldinn í Sjálfstæðis-
ihúsinu í fyrrakvöld.
Formaður félagsins, Baldvin
Tryggvason, lögræðingur, setti
fundinn og skipaði Sigurð Helga-
son, lögfræðing fundarstjóra.
Fundarritari var Stefán Snæ-
björnsson, húsgagnasmiður.
Skýrsla formanns
Því næst flutti formaður
skýrslu fráfarandi stjórnar. Gat
hann þess fyrst, að fjármálin
hefðu nú eins og oft áður reynzt
eitt erfiðasta úrlausnarefni stjórn
arinnar, en með því að leggja
mishá gjöld á félaganna, hefði
tekizt að halda í horfinu, og væri
fjárhagur félagsins nú allgóður.
Skömmu eftir að stjórnin tók
við. var stofnað til svokallaðra
Birgir Gunnarsson
Klúbbfunda, þar sem meðlimir fé
lagsins, gestir þeirra og nokkrir
fleiri komu saman til hádegis-
verðar í Sjálfstæðishúsinu 2.—
3ja hvern laugardag. Á meðan
setið var undir borðum, var hlýtt
á erindi um eitthvert ákveðið
efni. Hafa fimm shkir fundir ver-
ið haldnir. Þá hélt félagið æsku-
lýðsfund* fyrir báðar kosning-
arnar, þar sem nokkrir Heim-
dellingar gerðu grein fyrir við-
horfum sínum til þjóðmálabar-
áttunnar. Ferðadeild félagsins
starfaði með líkum hætti og áður,
en vegna kosninganna í sumar.
var farið í nokkrar færri ferðir
en t.d. í fyrrasumar. Vegna kosn-
inganna réðist félagið ekki í að
setja á svið leikrit í sumar. Hins
vegar hefur verið ákveðið að
efna til leiksýninga í vetur í Sjálf
stæðishúsinu, og hefur samizt um
það við Gunnar Eyjólfsson leik-
ara, að hann stjórni sýningun-
um. Mun þessi starfsemi hefjast
fljótt eftir áramótin. Stjórnin
hefur tvisvar á starfstíma sínum
beitt sér fyrir söfnun nýrra fé-
lagsmanna, og hafa félaginu
baetzt um 300 nýir meðlimir. Fyr-
ir síðustu kosningar var Heim-
dallur ásamt Sambandi ungra
Sjálfstæðismanna aðili að útgáfu
tveggja bæklinga, „Komi her —
Fari her — Veri her“ og „Víti til
varnaðar“. Ennfremur sendi fé-
lagið öllum þeim, sem þá gengu
að kjörborðinu í fyrsta sinn, bréf,
þar sem gerð var grein fyrir
stefnu félagsins. Um svipað leyti
hófst einnig samstarf Heimdallar
Og S.U.S. um útgáfu á fjögurra
síðna blaði, „Frá ungu fólki“, sem
komið hefur út nokkrum sinnum
sem fylgirit Morgunblaðsins. Enn
fremur gaf félagið út kosninga-
handbækur fyrir báðar kosning-
arnar á þessu ári. Nýlega kom út
á vegum Heimdallar ræða sú,
sem Birgir Kjaran hagfræðingur
flutti á fundi Stúdentafélags
Reykjavíkur í vor um efnið:
„Hve mikil opinber afskipti eru
samrýmanleg lýðræðislegu þjóð-
skipulagi. Einnig komu nýlega út
„Félagstíðindi“. Loks gat for-
maður þess, að Heimdellingar
hefðu að sjálfsögðu nú eins og
endranær innt af hendi mikið
starf í sambandi við kosningabar-
áttu flokksins.
Stjórnarkjör
Þegar formaður h'afði lokið
skýrslu sinni las gjaldkeri, Krist-
ján Ragnarsson, reikninga félags-
ins. Kom í ljós, að afkoma félags-
ins hefur verið góð. Þessu næst
gerði Jón E. Ragnarsson stud. jur.
grein fyrir tillögum uppstillinga-
nefndar. Baldvin Tryggvason
hafði eindregið færzt undan end-
urkjöri sem formaður félagsins.
Nefndin gerði að tillögu sinni, að
formaður næsta starfsár yrði
Birgir ísl. Gunnarsson stud. jur.
Þar sem ekki höfðu borizt fleiri
tillögur var hann sjálfkjörinn.
Með honum voru sjálfkjörnir í
stjórn:
Guðni Gíslason stud. jur.,
Gunnar Tómasson verzlunar-
skólanemi, Jón E. Ragnarsson
stud. jur., Kritsján Ragnarsson
skrifstofumaður, Magnús Step-
hensen iðnnemi, Ólafur Davíðs-
son menntaskólanemi, Ólafur
Jensson skrifstofumaður, Othar
Hanson fiskvinnsiufræðingur.
Varastjórn: Magnús I.. Sveins-
son skrifstofumaður, Ragnar
Kjartansson nemandi, Þórður
Óskarsson verzlunarskólanemi.
Umræður
Að loknu stjórnarkjöri fór
fram kjör fulltrúaráðs félagsins
og síðan hófust umræður um
skýrslu stjórnarinnar og önnur
mál. Þessi tóku til máls: Þór Vil-
hjálmsson lögfræðingur, Pétur
Sæmundsen viðskiptafræðingur,
Magnús Óskarsson lögfræðingur,
Ágúst Hafberg framkvæmda-
stjóri, Jóhann Ragnarsson etud.
jur., Haraldur Teitsson fram-
kvæmdastjóri, Othar Hanson fisk
vinnslufræðingur og Geir Hall-
grímsson formaður S.U.S.
AO síðustu tók hinn nýkjörni
formaður til máls. Þakkaði hann
sérstaklega fráfarandi formanni
mjög góð störf í þágu félagsins á
undanförnum árum og mælti
nokkur hvatningarorð til félags-
manna.
★
Eitt sinn kom upp
eldur í íslenzku
krLstniboðsstöðinni,
og urðu miklar
skemmdir. Konsó-
menn brugðu skjótt
við og komu me9
trjávið til viðgerða
á því, sem eldurinu
hafði eyðilagt.
Starf trúboðann a í Konsó
FREGNIR af íslenzku trúboðun-
um, sem dveljast í kristniboðs-
stöðinni í Konsó í Eþíópíu, bera
það með sér, að starfsemi þeirra
fer vaxandi með hverjum degi.
— Um þetta leyti eru liðin fimm
ár, síðan Felix Ólafsson, kristni-
boði, og Kristín, kona hans, sett-
ust að í Konsó og hófu þar kristni
boðsstarf. En fyrir einu ári var
formlega stofnaður kristinn söfn-
uður í Konsó, er skírn fór fram.
Fer þeim fjölgandi, sem snúa
baki við djöfladýrkuninni, sem
þarna ríkir, og vilja gerast kristn
ir. Benedikt Jasonarson, sem nú
hofur leyst Felix af hólmi, held-
ur námskeið í kristnum fræðum
fyrir þá, sem óska að taka skírn,
og er þátttaka í námskeiðum
þessum góð. Auk þess eru guðs-
þjónustur haldnar og farnar
prédikunarferðir út í þorpin.
Þá hefur skólastarfið í Konsó
einnig aukizt að mun. Til þessa
hafa verið starfræktir tveir bekk-
ir. Það hefur háð kennslunni, að
skilningurinn á námi er takmark
aður, enda kunnu Konsómenn
hvorki að lesa né skrifa, þegar
kristniboðarnir komu. Margir
nemendur vilja aðeins sækja
skólann, þegar þeim sjálfum
hentar. Heimavist fyrir drengi
hefur gefið góða raun, og í haust
stóð til að hafa þriði» bekfc, ef
starfsmenn fengjust. Sem dæmi
um árangur þes*a kennslustarfs
má geta þess, dð Felix kristniboði
hefur fengið bréf frá drengjum,
sem hvorki kunnu að lesa né
skrifa, en eru pú vel ritfærir,
jafnvel á framandi tungu. Bréfin
eru nefnilega rituð á amharisku,
máli hins ríkjandi þjóðflokks í
landinu. Kennsla verður öll að
fara fram á því máli, þótt það sé
jafnóskylt Konsómálinu og ís-
lenzkan.
í sjúkraskýli kristniboðsstöðv-
arinnar er jafnan margt um
manninn. Koma sjúklingar þang-
að hópum saman, jafnvel 70—100
á dag, enda fer orðstír íslenzku
hjúkrunarkonunnar, Ingunnar
Gísladóttur, vaxandi í þorpunum
í nágrenninu. Ingunn er Konsó-
mönnum í senn hjúkrunarkona,
ljósmóðir og læknir, og hefur hún
bjargað mörgu mannslífinu þenn-
an tíma, sem hún hefur starfað
meðal þessara frumstæðu manna.
A¥
♦ *
BRiDGE
A¥
♦ +
EINS og öllum bridgespilurum
er kunnugt, kemur það oft fyrir
að sagnhafi, í miðju spili, leggur
upp spil sín og lýsir því yfir,
að hann eigi afganginn eða gefi
einn eða fleiri slagi. Oft hefur
komið fyrir, að sagnhafi hafi
sagt rangt til, t. d. eigi alls ekki
alla slagina ef varnarspilararnir
spila rétt og hafa spilarar því
ekki verið á eitt sáttir um hvern-
ig íara eigi að í slíkum tilfell-
Úm.““88. gréln alþjóOalaga um
bridge tekur af allan vafa um
þetta og segir svo i greininni:
Ef sagnhafi sýnir spil sín vilj-
andi, og sérstaklega krefst eða
gefur eftir einn eða fleiri af
þeim slögum, sem eftir eru, eða
stingur upp á, að ekki sé lengur
spilað úr spilinu, þá er þetta
talið sem krafa sagnhafa, og
a) spilinu er hætt og sagnhafi
leggur spil sín upp á borðið
og lætur þau liggja þar og
gefur fulla skýringu á því,
hvemig hann ætlar að spila
úr spilunum.
b) verjandi getur, hvenær sem
er, eftir að sagnhafi hefir gert
kröfu sína, lagt upp spil sín
og bent meðspilara sínum á,
hvernig hann skuli haga spila-
mennsku sinni. Sagnhafi get-
ur ekki krafizt neinnar refs-
ingar fyrir óreglulega spila-
mennsku þess verjanda, er
þannig hefir lagt spil sín á
borðið.
Eftirfarandi spil sýnir ljóslega,
hvernig sagnhafi getur notfært
sér upplýsingar, sem andstæð-
ingarnir aðeins ætla sín á milli.
♦ A G 9 5
♦ K 10 6 3
¥ G 10 7
♦ A 8 3
♦ A G 4
N
A 8
¥ D 2 v ¥ 8 6 4
♦ D 9 6 v „ A ♦ K 10 5 2
* K D 8 5 ö * 10 7632
A D 7 4 2
V A K 9 7 3
♦ G 7 4
* 9
mnn Kunni vrttigespnan
Leslie Dodds sat í Suðri og var
lokasögnin 4 hjörtu. Eftir að
sagnir höfðu gengið þannig:
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf dobl 3 lauf 4 hjörtu
Vestur, Harrison-Gray, lét út
laufakóng, sem var drepinn með
ás í blindum. S. J. Simon, sem
sat í Austri áleit, að aðeins væri
hægt að hnekkja spilinu, ef
Vestur/Austur ætti annað hvort
ás eða kóng í tromplitnum, og
gæti spilið þannig komizt inn
áður en öll tromp Austurs væru
af honum tekin og B myndi þá
láta út spaðaás og annan spaða,
sem Austur myndi trompa. —
Þess vegna þegar laufaásinn drap
laufakónginn lét Simon laufa 10.
Bæði Dodds í Suður og Harri-
son-Gray í Vestur skildu hvað
þetta þýddi, það hlyti að vera
um að ræða einspil í spaða hjá
Austri, því ekki gat hann verið
að biðja um lauf, þar sem laufa
gosi var í blindum.
Suður áleit einnig, að ekki gæti
hjartadrottning verið hjá Austri,
því það væri ósennilegt, að Aust-
ur ætlaðist til að Vestur kæmist
inn á hjarta, ef Austur væri sjálf-
ur með drottninguna. — Suður
tók því ás og kóng í hjarta og
þriðja hjartað, lét síðan út frá
blindum spaða 3 og drap með
drottningu. Vestur lét út tigul 6,
sem var drepin með ás. Því næst
trompaði Suður laufa 4 og lét út
spaða 2, Vestur lét spaða 5 og
spaða 6 var svínað. Spaða var
síðan svínað aftur og fengu því
N og S 10 slagi. Er mjög ósenni-
legt, að Dodds hefði unnið spilið,
ef hann hefði ekki „lesið úr“
spaðakallinu hjá Austri.
Nýtt danskt
flugfélag
KAUPMANNAHÖFN, 11. nóv. —
Hið nýstofnaða flugfélag, Flying
Enterprise, sem m.a. ætlar að
reyna að ná í eitthvað af Græn-
landsfluginu, hefur enn ekki feng
ið Argonaut-flugvélarnar tvær,
en þessar vélar fær félagið vænt-
anlega frá brezka félaginu Over-
seas Aviation.
Hins vegar hefur enn eitt fé-
lagið verið stofnað í Danmörku.
Það heitir „Kawa Air“ og að
stofnuninni standa frímúrarasam
tök. Tilgangurinn er að taka að
sér alls kyns leiguflug, aðallega
með ferðamannahópa fyrir ferða.
skrifstofur. Segjast forráðamenn
félagsins ætla með þessu að
reyna að koma í veg fyrir að er-
lend flugfélög fái jafnmikla flutn
inga frá Danmörku og hingað
til hefur verið. Þá er ætlunin að
hefja innanlandsflug.
„Kawa Air“ hefur þegar keypt
tvær Argonautflugvélar, en ætl-
ar að skipta á þeim og tveimur
Viscount-vélum. Starfsemi fé-
lagsins hefst fyrir áramót.
Líklegt er, að Ingunn komi heim
í hvíldarleyfi á næsta ári. — Ung
ur íslenzkur læknir og kona hans
sem er hjúkrunarkona, dveljast
nú erlendis við framhaldsnám,
en þau gera ráð fyrir að fara til
Eþíópíu til starfa fyrir kristni-
boðið. Þá má geta þess, að önnur
ung hjón eru í Ósló um þessar
mundir við undirbúningsnám til
kristniboðsstarfs í Konsó, og
standa vonir til þess, að þau
geti farið næsta vetur.
Eins og kunnugt er stendur
Samband ísl. kristniboðsfélaga
fyrir trúboðinu í Konsó. Sam-
band þetta starfar innan íslenzku
kirkjunnar, og, eru í því ýms fé-
lög og hópar áhugamanna um
kristniboð. Kristniboðssambandið
er 30 ára um þessar mundir. Það
studdi lengi vel kristniboð í Kína,
en þar hafa starfað 2 þjóðkunnir
íslendingar, þeir Ólafur Ólafsson
og sr. Jóhann Hannesson, pró-
fessor. Þegar kommúnistar náðu
völdum í Kína, urðu allir erlend-
ir kristniboðar að hverfa úr
landi. íslenzkum kristniboðsvin-
um opnuðust þá dyr til Konsó-
þjóðflokksins í Eþíópíu, og hafa
þeir nú starfað þar í 5 ár í nánu
samstarfi við norska kristniboða,
sem eru þar í nágrenninu.
Áhugi og skilningur á kristni-
boðinu hefur mjög glæðzt hér á
landi í seinni tíð. Kristniboðið i
Konsó er eingöngu rekið fyrir
gjafafé þeirra, sem máhð vilja
styðja. í fyrra voru senaar 175
þús. kr. til Konsó, en fyrir þetta
fé voru greiddar tæpar 100 þús.
kr. í gj aldeyrissls.att. Að auki
voru send lyf og sáraumbúðir og
ýmis annar varningur. Sumir
hafa gefið fatnað — Konsómenn
ganga fáklæddir — eða notað lér
eft, sem er rifið í ræmur og not-
að í sárabindi.
Þótt kristniboðið sé tiltölulega
nýtt af nálinni með fslendingum,
hafa aðrar þjóðir unnið að því
árum og jafnvel öldum saman.
Árið 1958 töldust vera 38600
karlar og konur starfandi að
kristniboði í ýmsum heiðnum
löndum. Þeir starfræktu um 2500
sjúkrahús, og leita þangað um 2
millj. sjúklinga árlega. Sjúkra-
skýlin eru um 25 þús., og veita
þau hjálp 15—20 millj. manna á
ári hverju. Skólastarfsemi kristni
boðanna er gífurleg. Skólar
þeirra eru um 100 þúsund, og
eru nemendur um 5 milljónir.
Þess má geta, að íslenzk fóstra,
Halla Bachmann úr Reykjavík,
starfar að kristniboði á Fílabeins
ströndinni í Vestur-Afríku. Hélt
hún þangað fyrir nokkru á veg-
um erlends kristniboðsfélags, er
starfar þar meðal frumstæðra
svertingja.
íslenzk sýning
ÍSLENZKA myndlistarsýningin,
sem haldiri var í Moskvu í vor
og síðan í Kiev og Leningrad,
hefur nú verið send til Póllands.
Var hún opnuð í Kraká 5. þ.m.
Gert er ráð fyrir, að myndirnar
verði einnig sýndar í Varsjá.
(Frá Menntamálaráðuneytinu).