Morgunblaðið - 14.11.1959, Side 12
12
MORCUrUiLAÐIh
Laugardagur 14. nóv. 1959
rogtntMftfrifr
Úcg.: H.í. Arvakur. Eeykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innanxands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið
AUKIN AFKÖST - BÆTT LIFSKJÖR
MENN greinir á um, hvort
Bandaríkin búi við hið
bezta þjóðskipulag. Eng-
inn ágreiningur er aftur á móti
um það, að engin þjóð búi við
betri lífskjör en Bandaríkjaþjóð-
in. Sumir segja að svo sé vegna
þjóðskipulagsins, aðrir telja, að
það sé þrátt fyrir óheppilegt þjóð
skipulag.
Þeir, sem halda því fram, að
það sé þrátt fyrir þjóðskipulagið,
sem betri lífskjör séu í.Bandaríkj
unum en nokkursstaðar annars-
staðar, segja, að það sé hin mikla
framleiðsla ein, sem ráði lífs-
kjörunum þar. Framleiðslumagn-
ið eigi aftur orsakir sínar í auð-
æfum landsins og mikilli tækni.
Þennan ágreining þarf ekki að
rekja lengra. Á hann er drepið
hér, vegna þess að hann sýnir
hversu fráleit sú kenning er, sem
flutt var í Þjóðviljanum í fyrra-
dag, þegar um ástandið á íslandi
var sagt:
„Aukin afköst þýða ekki bætt-
an hag verkafólks, heldur meiri
gróða til atvinnurekendans".
★
Sú skýring, sem kommúnistar
hafa sífellt gefið á því að Banda-
ríkjaþjóðin byggi við betri lífs-
kjör en aðrir, að það væri vegna
þess, að framleiðslan sé þar meiri
en annarsstaðar, sannar, að einn-
ig þeir verða að viðurkenna, að
afkastaaukning, jafnvel þar sem
þeir kalla hið mesta auðvalds-
þjóðfélag af öllum, kemur verka-
lýðnum að gagni. Því fer sem
sagt fjarri, að það sé atvinnurek-
andinn einn sem græði á afkasta-
aukningu og þar með meiri fram-
leiðslu. í nútímaþjóðfélagi leið-
ir þetta til þess, að verkamaður-
inn fær einnig bætt kjör.
Þetta á hvarvetna við. í tilvitn-
aðri Þjóðviljagrein er um það
talað, að með breyttum þjóðfé-
lagsháttum mundu verkamenn
verða fúsari til þess að léggja
meira að sér en áður, af því að
þá mundu þeir njóta ávaxtanna
af erfiði sínu. Einnig ’sú rök-
færsla sýnir, að sjálfir þjóðfélags
hættirnir hafa hér ekki úrslita-
þýðingu, heldur er það vinnu-
semi, afköst og framleiðsla, sem
raunverulega ráða því, hver kjör
almennings eru í hverju landi.
Ef kommúnistar fá ekki verka-
lýð, sem undir þá er seldur, til
þess að vinna meira en áður og
auka afköst sín, þá geta þeir
ekki bætt kjör hans.
★
Kommúnistar segja, að saman-
burður á milli hinna kommúnisku
landa og þeirra lýðræðisþjóða,
sem lengst eru komnar, sé ósann-
gjarn af því, að kommúnisku
löndin hafi verið svo langt á eft-
ir, þegar hið nýja þjóðskipulag
var tekið upp. Þrátt fyrir mikla
vinnu og miklar tækniframfarir
eru lifskjörih enn aftur úr í þess-
um löndum. Það er m.a. vegna
þess, að valdhafar þar þurfa lítt
eða ekki að skeyta um óskir
fólksins, heldur geta einbeitt
kröftunum að tilteknum viðfangs
efnum, svo sem geimförum og
tunglskotum og þess vegna náð
þar skjótari árangri en aðrir. Það
er svipað eins og þegar Faróarnir
reistu pýramída forðum. Þeir
þykja enn á okkar dögum tækni-
legt undur, en enginn vildi vera
í sporum þess verkalýðs, sem
þrælaði til þess að koma upp
þeim tilgangslitlu furðuverkum.
Þótt segja megi, að stundum
sé hæpinn samanburður á milli
afkasta og lífskjara hjá þjóðum.
sem ólíkt skipulag hafa, þá er
hann þeim mun auðveldari hjá
þeim lýðræðisþjóðum, sem við
hvorttveggja skipulagið búa.
Minnkandi hrifning almennings í
Bretlandi af þjóðnýtingu á rætur
sínar að rekja til þess, að verka-
lýður hefur sjálfur séð og fund-
ið, að fyrirtæki verður sízt bet-
ur rekið, afkastameira né fær-
ara til þess að standa undir líf-
rænlegum launagreiðslum við
það að komast • í eign ríkisins.
Það er samanburðurinn, sem fólk
ið sjálft hefur getað gert, er
þarna ræður úrslitum.
★
Hér á landi hafa margar or-
sakir leitt til þess, að lífskjör al-
mennings hafa mjög batnað á
þessum mannsaldri. Verkalýðsfé-
lög og margháttuð samtök al-
mennings eiga sinn þátt þar í.
Frumorsökin er tvímælalaust
aukin afköst, aukin framleiðsla.
Kjarabarátta, þar sem þessi
grundvöllur gleymist, verður
gagnslaus eða verra en það. Ó-
mögulegt er að skipta meiru en
aflað er. Samtök launþega hér á
landi eru svo sterk og óflug, að
þeim er treystandi tii þess að
sjá til þess, að launþegi fái jafn-
skjótt í sinn hlut það, sem hon-
um ber af auknum afköstum og
vaxandi framleiðslu. En ef geng-
ið er lengra í kröfunúm, bá er
beint brotið á móti hagsmunum
þeirra, sem barizt er fyrir, bá er
efnt til greiðsluþrots, sem áður
en varir hlýtur að bitna á öllum
þeim, sem lifa þurfa af framleiðsl
KALDAR KVEÐJUR
ÞAÐ voru kuldalegar kveðj-
ur, sem Tíminn sendi
fyrrverandi utanríkisráð-
herra Framsóknar, dr. Kristni
Guðmundssyni, er hann á dögun-
um hélt til London í því skyni að
gegna sendiherrastarfi sínu þar.
Tíminn sagði, að „mjög væri ó-
klóklega og óheppilega á málum
haldið“-með því að láta manninn
hverfa aftur til þess starfs, sem
hann fær há laun fyrir að gegna.
Það er málstaður fyrir sig að
halda því fram, að íslendingar
ættu að slíta stjórnmálasambandi
við Breta vegna framferðis þeirra
hér við land. Morgunblaðið er
UTAN UR HEIMI
Ettir-
maður
de
Caulle?
F’F FRAKKAR eru spurðir,
hvað gerast muni í mál-
efnum ríkisins, þegar de
Gaulle er allur, munu flestir
yppa öxlum með uppgjafar-
svip og gefa þannig til kynna,
að hér sé spurt um það, sem
ómögulegt er að svara. —
Ýmsir hafa þó sínar hug-
myndir í þessu efni. Ef gert
er ráð fyrir því, að fimmta
lýðveldið franska reynist á
traustum grunni byggt, þann-
ig að það lifi áfram, búast
margir við því, að Antoine
Pinay, fjármálaráðherra,
slíku andvígt en viðurkennir, að
viss rök megi færa fyrir því.
Hitt er fráleitt að hafa
opið sendiráð í London, standa
undir sórkostlegum kostnaði af
því, hafa sendiherra skipaðan þar
á háum launum en láta hann ekki
mánuðum eða misserum saman
koma til stöðu sinnar.
Ef núverandi sendiherra gerir
illt verra með því að gegna þeirri
stöðu, sem hann er skipaður í, þá
er annaðhvort að fá nýjan mann,
honum hæfari, til að gegna stöð-
unni, eða ‘ leggja stöðuna alveg
niður og losna við kostnaðinn af
henni.
HENRI — greifinn af París
verði næsti forseti Frakk-
lands. Ýmsar fleiri uppá-
stungur heyrast og.
• Hvað hugsar de Gaulle
Eðlilegt er að spyrja í þessu
sambandi: — Hvað hefir de
Gaulle sjálfur í hyggju? — Sú
saga er sögð — og varla er hún
einber uppspuni — að de Gaulle
hafi verið spurður að því,
skömmu eftir að hann komst til
valda 1958, hve lengi hann hefði
haft í hyggju að gerast leiðtogi
Frakklands á ný — en hann kvað
þá hafa svarað: „Að því hefi ég
alltaf stefnt“. — Vafalaust er
sannleikur í þessu fólginn — og
hafi de Gaulle gert sér far um
að hugsa „fram í tímann" hing-
að til, hví skyldi hann þá ekki
einnig gera það, þegar um það
er að ræða, hver verða skuli
( eftirmaður hans í forsetastóli?
//
Fljúgandi salamandra
44
PTÖÐUGT eru að koma
fram nýjungar á sviði
flugsins. — Þar á meðal er
þessi óvenjulega þyrla —
sem sumir nefna „fljúgandi
salamöndruna“. Hún er
framleidd af Westmiflster-
verksmiðjunum í Englandi
— þ. e. a. s. almenn fram-
leiðsla er reyndar ekki haf-
in, en hún hefir verið
reynd það lengi, að þess
mun nú skammt að bíða,
að hún komi á markað. —
Framleiðendurnir gera sér
miklar vonir um þessa
þyrlutegund, sem á að geta
verið til margra hluta nyt-
samleg. Hún mun fyrst og
fremst ætluð til flutninga á
tiltölulega stuttum vega-
lengdum, því að tekið er
fram, að hún geti flutt 5
lesta þunga 160 km leið.
Hún fer með 180 km. hraða
á klst. fullhlaðin.
„Húsið“ undir sjálfum
búknum má nota hvort
heldur er til farþegaflutn-
inga (rúmar 25—40 manns)
eða sem „færanlegt“ sjúkra-
hús, sem mundi t. d. geta
komið sér vel í hernaði. —
Þetta „hús“ er hægt að taka
af með skjótum hætti, og
er þá hægt að flytja stór
stykki með því að hengja
þau neðan á þyrluna milli
hjóla.
Þeir munu ekki vera svo fáir
í Frakklandi, sem telja að Henri
de France, greifinn af Paris, sé
hvað líklegastur eftirmaður for-
setans. Og ýmsir, sem gerst ættu
að vita um stefnur og strauma
í málefnum ríkisins, munu bæta
við 1 hálfum hljóðum, að greif-
inn af París sé einmitt só mað-
ur, sem de Gaulle hafi helzt
augastað á.
sem óbreyttur hermaður — árið
1940 og gegndi þar þjónustu um
nokkurra ára skeið. Árið 1950
settist hann svo að í Frakklandi,
og hefir komið ár sinni vel fyrir
borð á ýmsan hátt. — Framan
af aldri var hann áhangandi
frönsku konungssinnahreyfingar-
innar, en árið 1937 losaði hann
sig úr öllum tengslum við hana
Hvað — og hver tekur v/ð eftir de
Gaulle i Frakklandi? Fáir hugsa svo
langt, en sumir gera sér ákvebnar
hugmyndir...............
• Af konunglegum ættum
„Greifinn af París" er eng-
inn óperettutitill. 1 Frakklandi
eru aðalstitlar einveldistímans
enn við lýði — og Henri de
Franee er beinn afkomandi
Louis-Philippe. — Hann hefir
hlotið góða menntun og marg-
víslega lífsreynslu. Hann fékk
t. d. leyfi til þess að ganga í
útlendingahersveitina frönsku —
og málgagn hennar, hið öfga-
fulla „Action Francaise“.
• Börnin tólf
Hann hefir ýmislegt ritað
um stjórnmál og einnig haldið
fyrirlestra, sem vakið hafa at-
hygli. Þykir hann bera glöggt
skyn á þjóðfélagsmál. — Henri
de France er mjög efnaður mað-
Framh. á bls. 16.
Verður hann eftirmaður de Gaulles í forsætisstóli? — Greifinn
af París, efst — og börnin lians tólf.