Morgunblaðið - 14.11.1959, Side 15

Morgunblaðið - 14.11.1959, Side 15
Laugardagur 14. nóv. 1959 MORcrfivnrjflí» 15 lö sem viniium Namm, hvílíkt hnossgæti. barnaafmælum og eru þá oft borðaðar heitar pylsur með. Einnig er sérstaklega ljúf- fengt að hafa ristað brauð með mjólkurhristingi. Malt-*njólk (malted milk), sem er mjólkurhristingur að viðbættri einni skeið af malt- dufti, eða maltextrakt er mjög vinsælt erlendis og er það í Bandaríkjunum kallað „Busi- nessman Lunch“, vegna þess hve algengt er að verzlunar- og skrifstofufólk láti það nægja sem hádgeisverð. Þess má geta að í Bandaríkjunum er ís á hvers mann borði svo til daglega. Bananasneiðar (Banana Split) Hýðið er tekið af full- þroska banana, (Á fullþroska banana er hýðið orðið alveg gult, með dökkleitum blettum, án þess þó, að komnir séu skemmdir pollar í hann) og hann síðan skorinn sundur Norsk ljóSahók eitir Ivar Orffland KOMIN er í bókabúðir í Reykja 1 kafla eru kvæði i m ýmis há- vík ný ljóðabók eftir Ivar Org- land, norska sendikennarann við Háskóla íslands, og nefnist hún „Mjöd og rnalurt". Útgefandi er Fonna Forlag í Osló. Að því er Orgland tjáði blað- inu, er nafnið táknrænt um efni bókarinnar. Mjöður vísar til hinna safaríku kvæða en malurt til ádeiluljóðanna. Bókin hefst á formálsljóði, en síðan er henni skipt í þrjá kafla. í þeim fyrsta eru ljóð um manna mun, í þeim næsta skemmti- kvæði um ástir innan og utan hjónabands, drykkju og annað, sem hjartað gleður, en í þriðja norræn efni, svo sem norskan gamalost ,færeyskar skammir um Norðmenn, íslenzku og nýnorsku, og loks skemmtikvæði um Har- ald hárfagra ®g Gyðu frá Hörða- landi. Bókin kom út í Noregi í októ- berbyrjun og var gefin út i óvenjustóru upplagi, þegar um ljóðabók ræðir, þannig að greini- lega hefur verið búizt við mik- illi sölu. Teiknimyndir eru allmargar i bókinni, og eru þær gerðar af Audun Hetland, sem er frægur skopteiknari í Noregi og starfar hjá Bergens Tidende. Mamma mig langar í is HVERSU oft höfum við ekki heyrt þessi orð: „Mig langar í ís“, þegar við af tilviljum göngum með krakkana í eftir- dragi fram hjá ísbúð; jafnvel í nístingskulda heimta þau ís. Börn eru sólgin í ís. Og hví ekki að færa ísinn inn á heim- ilin, ef svo mætti að orði kom- ast, gefa börnunum ís í eftir- rétt á sunnudögum, í afmæl- um eða á öðrum tyllidögum? Það er hægt að framreiða ís- inn á marga vegu og eru sum- ir ísréttirnar mjög bragðgóðir. Því hefur verið haldið fram, að ísinn hér á landi sé svo dýr, að hann sé ekki kaupandi. Því hringdum við niður á ísborg, sem nú hefur kynningarsölu bæði á mjólkurís og rjómaís, spurðumst fyrir um verðið, og fengum að vita að líterinn af mjólkurísnum kostar kr. 15,00 og rjómaísnum kr. 26,00. — Og húsmæður góðar. Hve mikið af ávöxtum í graut og rjóma fengjuð þið fyrir 15 krónur, eða hve marga súpu- pakka fengjuð þið fyrir sömu upphæð? Hér fara á eftir nokkrar ■ uppskriftir á ísréttum, sem allar húsmæður ættu að prófa að gefa börnunum og eigin- manninum að bragða á: Mjólkurhristingur (Milk- Shake) 1.8 dl. mjólk, stór ísskammtur, 50 gr. sósa (ananas, jarðaberja, kirsu- berja, súkkulaði o. s. frv. Þessu öllu blandað saman í hrærivélarbollanum og þeytt eftir endilöngu og lagður á aflangon disk eða skál. Síðan er ísskammtur settur á hann (má \era hvort sem er mjóllc- ur eða rjómaís) og sósu helit yfir. Sósan er ýmist súkku- laði, jarðaberja, kirksuberja, ananas, eða eitthvert annað bragð sem óskað er eftir. fstertur. Bakaðir eru köku- botnar og tertur og settur ís- skammtur (rjómaís) ofaná og sósu hellt útyfir. Oft skreytt með berjum, kirsuberjum oft- ast, en einnig jarðarberjum. Þetta er mjög ljúffengt og hægt að hafa endalausa til- Ný bók: Þjóðdansar ÚT ER komin kennslubók í þjóð- dönsum eftir frú Sigríði Þ. Val- geirsdóttur magister. Nefnist bók in ÞJÓÐDANSAR I. Undanfarin ár hefur verið kvartað um skort íslenzkra dans- lýsinga. Bók Helga Valtýssonar, VIKIVAKAR og SÖNGLEIKIR, sem stjórn UMFÍ gaf út 1929, er uppseld og ekkert hefur verið gef ið út á íslenzku af erlendum þjóð- dönsum. Bókin ÞJÓÐDANSAR I er því rituð til þess að bæta úr brýnustu þörf í þessu efni. í stað þess að gefa út tæmandi lýsingar dansa, var horfið að því að hafa sína ögn ina af hverju í þessari bók. Alls eru í bókinni lýsingar 59 dansa. Þar af eru 20 barnadansar, 23 ís- lenzir dansar og 16 erlendir. Samhliða lýsingu hvers dans breytni í því. þar til ísinn hrærzt *” vel fylgir ljóðið, hlutað í hendingar út. Þá er því hellt í hátt gler-| glas og framreitt þannig með| drykkjarstráum í. | Þetta er mjög vinsælt í | í samræmi við lýsinguna, þA fylgja lýsingunni og ljóðinu núm- er takthluta viðkomandi lags, sem sett er fram á nótum með lýsingunni. Með lýsingum dansanna fylgir ýtarleg lýsing á sporum, hoppum og dansstöðu. Við framsetningu lýsinga er fylgt hinum ströngustu kröfum, sem þekkjast meðal erlendra fræðimanna um dansa. Formála að bókinni ritar Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi, en inngang ritar frú Sigríður. Bókin er gefin út að tilhlutan Menntamálaráðuneytisins með fjárveitingu frá Alþfngi og styrk frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Bókin, sem er í kvart-broti, 80 bls., er unnin í Prentsmiðjunni HÓLAR hf. í Reykjavík. Bókin er til sölu í Skólavöru- búðinni — Ríkisútgáfu námsbóka — Hafnarstræti 8 í Reykjavík og hjá stjórn Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Þýzkir námsstyrkir RÍKISSTJ ÓRN Sambandslýð- veldisins Þýzkalands býður fram námsstyrki skólaárið 1960/61. Er um tvenns konar styrki að ræða: 1. Almennir styrkir til háskólanáms Tveir slíkir styrkir eru ætlaðir íslenzkum námsmönnum til tólf mánaða námsdvalar við þýzka háskóla, tækniháskóla eða lista- háskóla. Styrkirnir nema 350 þýzkum mörkum á mánuði, og hefst styrktímabilið 1. okt. 1960, en lýkur 30. sept. 1961. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 30 ára. Þeir skulu annað hvort hafa lokið fullnaðarprófi frá háskóla eða a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Umsækjendur um styrk til náms við tæknihá- skóla skulu hafa lokið sex mán- aða verklegu námi- Nægileg þýzkukunnátta er áskilin. Eyðublöð fyrir styrkumsóknir verða afhent í menntamálaráðu- neytinu. Umsóknir skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 30. des. 2. Styrkir til iðnfræðináms og kennaranáms Eigi er vitað, hve margir slík ir styrkir koma í hlut íslenzkra umsækjenda, þar sem valið verð ur úr umsóknum frá mörgum löndum. Styrkir eru að fjárhæð 350 þýzk mörk á mánuði og eru ætlaðir til tólf mánaða námsdval ar við iðnfræðiskóla eða kenn- araskóla. Styrktímabilið er frá 1. marz 1961 til 28. febr. 1962. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 26 ára. Þeir skulu leggja fram prófskírteini og önnur vott orð um menntun. Iðnfræðinemar skulu hafa lokið sveinsprófi eða a.m.k. tveggja ára verklegu námi. Umsækjendur um kennara styrki skulu hafa stúdentsprof eða kennarapróf. Styrkir eru ætlaðir kennurum við sérskóla, svo sem iðnskóla, verzlunar- •kóla, landbúnaðarskóia, garð- yrkjuskóla eða húsmæðraskóla. Nægileg þýzkukunnátta er áskil- in. — Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. Um- sóknir skulu hafa borizt ráðu- neytinu fyrir 15. maí 1960. (Frá menntamálaráðun.). Taka uppreisnar- menn boði de Gaulle ? TUNIS, 11. nóv. LEIÐTOGAR útlagastjórnarinn- ar í Alsír hittust hér í dag til þess að rqgða og rannsaka nánar síðustu yfirlýsingu de Gaulles um Alsírmálið. De Gaulle bauð þá fulltrúum uppreisnarmanna að koma til Frakklands til við- ræðna við frönsku stjórnina og 1 þeir þyrftu ekkert að óttast. Þá endurtók hann loforð sitt um sjálfsákvörðunarrétt Alsírbúa. — Fréttamönnum ber saman um að einhver hreyfing sé nú að kom- ast á uppreisnarmenn eftir þessi margendurteknu boð de Gaulles. SAMKEPPHII iim MrmiiR fyrir ábreiður EKENS efnir til samkeppni í gerð mynstra á áþrykkt bómullarefni fyrir ábreiður. Öll Norðurlöndin mega taka þátt í keppni um verðiaunin, sem eru 10.000,00 sænskar krónur og sem skipt- ast þannig. 1. verðlaun 3.000,00 sænsk. kr. 2. 3. 2.000,00 — 1.000,00 — Þeim 4.000,00 sænsk. kr. sem afgangs eru verður úthlutað samkvæmt ákvörð un dómnefndar. Ekens verksmiðjurnar efna nú aftur til norrænnar samkepþni um tillögur að mynstrum fyrir ábreiður. í þeirri sam- keppni, sem við efndum til fyrir þrem- ur árum, fengum við fjöldan allan af tillögum og mynstrum — auðseldum, fögrum og nýtízkulegum. Viljið þér vera með og gera eitthvað ennþá ný- tízkulegra, ennþá fegurra, eitthvað verulega gagnlegt? Allir sérfræðingar í listvefnaði /,,textilkonstnárer“/ og „designers" á Norðurlöndum mega taka þátt í samkeppninni. Allir áhugasamir um þetta frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og ís- landi eru því velkomnir með tillögur sínar, í samræmi við þær reglur, sem dómnefndin hefir ákveðið. í dómnefndinni eiga sæti m.a. frú Astrid Sampe, SID, forstöðukona fyrir Nordiska Kompaniets Textilkammare í Stokkhólmi, frú Maja Lundbáck, verknámskennari við handíðalistaskól- ann í Stokkhólmi, listdæmandinn Ulf Hárd af Segerstad, SID, aðalritstjóri fyrir FORM, blaði sænska handíðafé- lagsins, o. fl. Allir þeir, er áhuga hafa á þátttöku í samkepprtinni, sendi tilkynningu þá, er hér fer á eftir, og munu þeim þá sendar keppnisreglur og nánari upp- lýsingar. Tillögurnar verða að berast í umslagi. sem hefir verið póstafgreitt í síðasta lagi 15. febrúar 1960. Við vonumst eftir mikilli þátttöku og erum þakklát öllum tillögum. EKENS, Tollarp, sími /0450/ 10680. Til AB Ekens Fabriker, Tollarp, Sverige V. 1. sendið leiðbeiningar um norrænu ^ mynstur samkeppni yðar. -h B Nafn .................................. s Heimili ............................... pm Heimili ............................... d Sendi frímerki fyrir burðargjaldi kr. 3,50 w

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.