Morgunblaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 1
20 síður 46. árgangur 257. tbl. — Miðvikudagur 18. nóvember 1959 Prentsmiðja Morprmblaðsins Leynd yfir land- helgisfundunum Bretar hafa áður rætt við „áhuga- sama aðila" — og munu halda Jbv/ áíram, segir opinher talsmaður LONDON, 17. nðvember. — (Einkaskeyti til Mbl.) — EMBÆTTISMENN frá 11 þjóðum héldu í dag áfram viðræðum til þess að sam- ræma afstöðu sína til stærð- ar fiskveiðilandhelgi — til undirbúnings næstu sjóréttar- ráðstefnu í Genf. — Nær ógerningur er að fá nokkrar fréttir af ráðstefnu þessari, en heimildir, sem venjulega eru tryggar, segja, að Bretar hafi kallað hana saman til þess að skipuleggja andstöð- una við þau ríki, sem krefj- ast óskoraðrar 12 mílna fisk- veiðilandhelgi. ★ Umræður eru taldar byggjast fyrst og fremst á bandarísku til- lögunni frá 1958 um 6 mílna lö.g- sögulandhelgi og 6 mílna fisk- veiðitakmörk þar fyrir utan, þar sem þær þjóðir, er stundað hefðu Framh. á bls. 2. Ráðherrafundur um fríverzlunarsvæði Finnar vilja njófa réttinda, án beinnar þátttóku STOKKHÓLMI, 17. nóv. — NTB — Sérfræðingarnir, sem fjallað hafa um uppkast að samningi „ytri“ ríkjanna sjö um fríverzl- unarsvæði, komu saman í dag til þess að leggja síðustu hönd á upp Anastas Mikojan á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Mikojan rœddi viðskipti íslands og Sovétríkjanna á Keflavíkurflugvelli í gœr; Hafið þið yfir nokkru að kvarta? — spurði hann „Við kaupum síld og þið vodka, Jbað á vel saman" kastið, áður en ráðherrafundur hefst hér um málið. — Ráðherr- arnir eru væntanlegir hingað á morgun, en fundir þeirra standa sennilega á fimmtudag og föstu- dag. Sænski verzlunarmálaráðherr- ann, Gunnar Lange, sagði á þing- fundi í dag, að eining ríkti innan stjórnarinnar varðandi þátttöku Svíþjóðar í fríverzlunarsvæðinu. — Málið væri einnig til umræðu á finnska þinginu í dag. — Var þar samþykkt með 143 atkvæðum gegn 40, að veita ríkisstjórninni heimild til að hefja samninga við ríkin sjö, með það fyrir aug- um að koma á samstarfi með þeim og Finnlandi — þ.e.a.s., að Finnar njóti flestra sömu rétt- inda og rikin sjö, án þess að taka formlegan þátt í bandalaginu. Aðeins kommúnistar greiddu gera tunglið að ferðamannalandi Rússar ætla að MIKOJAN, varaforsætisráð- herra Sovétríkjanna og með- limur í forsætisráði mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, kom við á Keflavíkurflugvelli í gær á leið sinni til Mexíco og hafði þar 2 klst. viðdvöl. Ráðherr- ann ók einnig til Keflavíkur og skoðaði bæinn. í frásögn af komu ráðherrans hér á eft- ir, er það m. a. haft eftir hon- um, að það sé hernaðarleynd- armál, hvenær Rússar senda menn til tunglsins, og enn fremur að samúð Rússa sé með íslendingum í Iandhelg- ismálinu. l»á lagði ráðherrann enn fremur áherzlu á aukin viðskipti milli Sovétríkjanna og íslands, og sagði að allt hið góða í samskiptum ríkjanna mætti enn bæta. Koman til Keflavikur Frásögn af komu ráðherrans til Keflavíkur fer hér á eftir: Anastas Mikojan kom til Kefla- víkur á leið sinni frá Moskvu til Mexícó, þar sem hann mun opna rússneska iðnaðar- og vísinda- sýningu. Þegar flugvélin lenti, var þar saman kominn hópur fyrirmanna, bæði íslenzkra og rússneskra, til að taka á móti honum. Þar voru m. a. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, í forföllum Guðmundar í. Guð- mundssonar, Jónas Haralz, ráðu- neytisstjóri, Páll Ásgeir Tryggva- son og Tómas Tómasson úr ut- anríkisráðuneytinu, auk Björns Ingvarssonar, lögreglustjóra, sem var í skrautlegum einkennisföt- um og minnti einna helzt á rúss- neskan generál. Þarna voru einnig staddir Alexandrov, sendi- herra Sovétríkjanna á íslandi og frú, og ýmsir aðrir starfsmenn rússneska sendiráðsins í Reykja- vík. Þegar vélin kom til Keflavík- urflugvallar laust fyrir kl. 10 í gærmorgun, sagði einn af starfsmönnum sendiráðsins við fréttamenn Morgunblaðsins: — Þetta er ekki þota, heldur bara Iljúsin-18. Ég vona að það verði ykkur ekki nein vonbrigði. En það ,urðu engin vonbrigði í sambandi við komu Mikojans til Keflavíkurflugvallar. í fyrsta lagi var flugvélin hin glæsileg- asta, þegar hún renndi sér eins og járnfugl niður á flugvöllinn og ók síðan á tveimur hreyflum að hótelinu, og í öðru lagi gekk Mikojan í land og var hinn kát- asti þær tvær klukkustundir, Framh. á bls. 2. NÝJU-DELHI, 17. nóv. (Reuter) — Indverska stjórnin hefur sak- að Kínverja um að beita hót- unum og harðneskju við tíu ind- verska landamæraverði, er þeir tóku til fanga, er til .átaka dró í austurhluta Ladakh-héraðsins í í Kasmír í síðasta mánuði. — Gaf indverska utanríkisráðuneytið út yfirlýsingu um þetta í dag. Landamæravörðunum var sleppt úr haldi sl. laugardag. — í skýrslu utanríkisráðuneitisins segir m. a., að það hafi þegar komið í ljós, að Kínverjar hafi atkvæði gegn þessari tillögu. — Lögðu þeir fram gagntillögu þess efnis, að Finnar skyldu ekki taka þátt í efnahagssamstarfi hinna sjö ríkja á neinn hátt, en hins vegar skyldi haldið áfram tilraunum til þess að koma á góðum verzl- unarsamböndum við öll lönd. yfirheyrt mennina á hinn harka- legasta hátt, á meðan þeir voru í haldi. Enn fremur segir, að þeir hafi verið látnir búa við mjög þröngan kost, og beitt hafi verið „þvingunum og hótunum við þá- til þess að knýja fram yfirlýs- ingar, sem Kínverjar vildu fá þá til að gefa“. Mennirnir tíu eru nú á leið til höfuðborgar Kasmír, Srinager, og sagði talsmaður utanríkisráðu neytisins, að beðið væri eftir fullnaðarskýrslu þeirra um fanga vistina hjá Kínverjum. Kínverjor beittu fongnna hörðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.