Morgunblaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. nóv. 1959
Starfsmannafélag
ríkisstofnana 20 ára
1 DAG eru rétt 20 ár liðin frá
því stofnfundur Starfsmannafé-
lags ríkisstofnana var haldinn í
Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í
Reykjavík. Höfðu 130 ríkísstarfs-
manna skráð sig sem stofnendur,
en frumkvæðið að félagsstofnun-
inni áttu starfsmannafélög
þriggja stofnana, Tryggingastofn
unar ríkisins, tollstjóraskrifstof-
unnar og Tóbakseinkasölu ríkis-
ins. —
Stofnun félagsins átti sér
nokkurn aðdraganda, en aðal-
ástæður má telja þrjár:
1. Mikil óánægja vegna þess að
skrifstofu- og afgreiðslufólk í
þjónustu ríkisins, fékk ekki
greidda verðlagsuppbót á
laun sín til jafns við aðra
launþega í landinu.
2. Handahóf við ákvörðun launa
ríkisstarfsmanna.
3. Eftirlaunaréttur, sem þá féll
ekki í skaut öðrum en
embættismönnum.
Framhaldsstofnfundur félags-
ins var haldinn 22. nóvember og
voru þá samþykkt lög félagsins
Og kosin fyrsta stjóm.
í lögum félagsins segir svo um
tilgang þess:
„Tilgangur félagsins er: að efla
samvinnu og samstarf félaga
sinna og bæta hag þeirra eftir
því, sem við verður komið. Til-
gangi sínum hyggst félagið að ná
með því:
1. að félagsbinda innan sinna vé-
banda allt það starfsfólk, sem
rétt hefur til inntöku sam-
kvæmt lögum þessum.
2. að vernda réttindi félags-
manna og beita sér gegn
hverskonar misrétti í launa-
greiðslum og starfskjörum, m.
að með því að ná samningum
við vinnuveitanda — ríkis-
stjóm eða forstöðumenn ríkis-
stofnana — um kaup og kjör
félagsmanna.
3. að kosta kapps um að auka
kynningu félagsmanna inn-
byrðis.
Félagið er opið öllu skrifstofu-,
innheimtu- og afgreiðslufólki,
sem vinnur hjá ríkisstofnunum.
Ennfremur er félagsfundi heimilt
að veita upptöku í félagið öðru
starfsfólki ríkisstofnana, enda sé
það samþykkt með % hlutum
greiddra atkvæða. Þó eiga þeir,
sem ráða kaupi og kjörum starfs-
fólks eigi rétt til upptöku í fé-
lagið“.
Þróunin hefur síðan orðið sú,
að innan vébanda félagsins eru
nú margir starfshópar, sem ekki
var gert ráð fyrir í fyrstu lögum
þess.
í fyrstu stjórn áttu sæti: for-
maður Guðjón B. Baldvinsson,
varaformaður Björn L. Jónsson,
ritari Helgi Guðmundsson, féhirð
ir Rannveig Þorsteinsdóttir og
meðstjórnandi Páll Þorgeirsson.
Varamenn: Filippus Gunnlaugs-
son og Stefán J. Björnsson.
A þriðja fundi félagsins, sem
haldinn var 17. jan. 1940 flutti
stjórnin tillögur um ýmis aðkall-
andi hagsmunamál.
Lagt var til og samþykkt að
skipa nefnd til að athuga á
hvern hátt tryggja megi félags-
fólki eftirlaun og gera tillögu þar
um. Nefnd þessi var skipuð í des.
1940 og var formaður hennar K.
Guðmundur Guðmundsson, trygg
ingafræðingur, er nokkrum ár-
um áður tók sæti í stjórnskipaðri
nefnd til að undirbúa lög um
lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna.
Þá var og samþykkt tillaga frá
stjórninni þar sem fastlega er
skorað á ríkisstjórnina að nota
heimild í lögum no. 10, 4. apríl
1939 til að ákveða með reglu-
gerð að greiða verðlagsuppbót á
laun opinberra starfsmanna og
hafa félög ríkisstarfsmanna með
í ráðum um samningu reglu-
gerðarinnar.
Lagði fundurinn sterka áherzlu
á að opinberir starfsmenn nytu
fulls jafnréttis á við aðra laun-
þega og framleiðendur, sem þeg-
ar höfðu fengið verðlagsuppbót
samkv. nefndum lögum.
Á þessum sama fundi var enn-
fremur samþykkt tillaga frá fé-
lagsstjórn varðandi heildarsam-
tök opinberra starfsmanna þar
sem stjórninni er falið að eiga
viðræður við hliðstæð stéttar-
félög um samvinnu og sameigin-
leg hagsmunamáL i
Átti félagið jafnan fulltrúa í
nefndum þeim, sem um þetta
fjölluðu, formaður félagsins var
í stjórn fulltrúaráðs opinberra
starfsmanna, er var fyrirrennari
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja. Félagið hefir og frá upp-
hafi átt fulltrúa í stjórn Banda-
lagsins og ávalt á aðalfundum
sínum eða í sambandi við kjör
fulltrúa á þing B.S.R.B. rætt hin
helztu hagsmunamál, sem á döf-
inni hafa verið hverju sinni og
íbúðir óskast
Höfum kaupendur að 2ja og 3ja herb. íbúðum á hita-
veitusvæði og utan þess. Góðar útborganir.
EINAR SIGURÐSSON, hdl.
Ingólfsstræti 4 — Sími 16767.
Plötusmiðir
og lagtækir hjálparmenn óskast
Blikksmiðjan Grettir
gert um þau ályktanir.
Ekki eru tök á því í stuttu
máli að telja þá, er setið hafa í
stjórn félagsins á þessum 20 ár-
um ,en formenn þess hafa verið:
Guðjón B. Baldvinsson, en hann
hefir setið í stjórn félagsins frá
upphafi, 15 ár sem formaður og
5 ár sem varaformaður, Ingólfur
Jónsson, lögfr. og Rannveig Þor-
steinsdóttir hrl., hvort í 2 ár.
Núverandi formaður er Páll Haf-
stað og með honum eru í stjóm
Guðjón B. Baldvinsson varafor-
maður, Guðjón Guðmundsson
ritari, Eyjólfur Jónsson bréfrit-
ari, Flosi H. Sigurðsson féhirðir,
Hulda Bjarnadóttir fjármálarit-
ari og Þórhallur Pálsson vara-
ritari.
Helzta. viðfangsefni félagsins,
er nú sem jafnan, að fá viður-
kenndan samningsrétt ríkis-
starfsmanna.
Af öðrum áhugamálum má
nefna skatta- og útsvarsmál, en
félagsmenn telja að þeir og aðr-
ir fastlaunamenn beri tiltölulega
þyngri skattabyrðar en flestir
aðrir. Þá hefir félagið mikinn á-
huga á að eignast hentugt hús-
næði fyrir starfsemi sína. Væri
sennilega auðveldast að leysa j,
það mál í samvinnu við önnur j
launþegafélög.
Vegur félagsins hefir farið
vaxandi og voru félagsmenn
rúmlega 570 um sl. áramót, er
voru dreifðir á 70 vinnustaði.
Félagið mun minnast 20 ára
afmælisins með fagnaði í veit-
ingahúsinu Lido n. k. föstudags-
kvöld, 20. þ. m.
Jú, það er sem ykkur sýnist, húsmæður góðar, þetta er ýsa —
ný ýsa, sem verið er að skipa upp hér í Reykjavík.
Þorsteinn Konráðsson
Minning
F. 6. 5. 1951. — D. 11. 11. 1959.
„Þú Tcomst eins og vorblœr frá
vonanna strönd,
þegar veturinn liðinn var hjá“.
ÞAÐ er ekki ósennilegt, að marg-
ir foreldrar geti tekið undir þessi
orð, þegar þeim hefur fæðzt heil-
brigt barn í þennan heim.
Að baki liggur tími erfiðleika,
sem einatt er samslunginn af
björtum vonum og kannski
einnig vissum kvíða. Því enginn
veit fyrirfram, hvert muni verða
útlit, eða eiginleikar, að maður
ekki tali um örlög, hins nýja ein-
staklings.
Og gleði foreldranna er líka
óblandin, þegar heilbrigt barn
þeirra lítur dagsins ljós. Fram-
undan bíður lífið með sín ótelj-
andi viðfangsefni og tækifæri.
Að vísu íylgir hverri vegsemd
nýr vandi, jafnvel aukið erfiði,
vökunætur og ýmiss konar aðrir
örðugleikar fyrir foreldrana. En
hversu glaðir taka eigi foreldr-
amir allar slíkar byrðar á sínar
herðar, er heill barnsins er ann-
ars vegar?
En því miður eru hættumar
margar, sem á vegi okkar dauð-
legra manna bíða og þrátt fyrir
góðan vilja, ótrúlega fómfýsi og
vizku mannanna, eru sumar þess-
ar hættur þess eðlis, að þær
verða eigi yfirstignar.
Þannig var vissulega málum
háttað, þegar Þorsteinn litli Kon-
ráðsson lézt eftir harða baráttu
við ósigrandi sjúkdóm hinn 11.
þ. m., aðeins rúmlega 8 ára gam-
all. Gerði hinn skæði sjúkdómur
fyrst vart við sig fyrir um það bil
3 mánuðum síðan. Var Þorsteinn
litli þá fluttur í sjúkrahús og þar
dvaldist hann, þar til yfir lauk.
Þorsteinn litli var fæddur hér
í Reykjavík, og em foreldrar
hans Steinunn Vilhjálmsdóttir,
Jónssonar frá Skarði í Gnúp-
verjahreppi, og Konráð Þor-
steinsson, verzlunarmaður, Kon-
ráðssonar frá Eyjólfsstöo'um í
Vatnsdal. Má segja, að hér hafi
orðið skammt stórra högga á
milli, því að afi Þorsteins litla
og alnafni lézt fyrir rúmlega
mánuði síðan.
Þorsteini litla varð ekki langra
lífdaga auðið. Þess vegna verður
lífssaga hans ekki löng. Þeir,
sem gerst þekktu hann, munu
vafalaust sammála um það, að
hann hafi verið óvenjulega geð-
þekkt bam. Hann átti því láni að
fagna, að eiga góða og umhyggju
sama foreldra, sem gættu þess
eftir fremsta megni, að hann
skorti ekkert og gæti notið
flestra þeirra hluta, sem hollir
geta talizt fyrir börn á hans
aldri. Þorsteinn virtist eiga svip-
uð áhugamál og títt er um börn
á hans rekL Hann var fremur
óframfærinn, en glaður í sinn
hóp. Gekk að leik með jafnöldr-
um sínum og systrum, las og
lærði, eins og góðra bama er
siður. Voru teikningar Þorsteins
athygilsverðar mjög.
Það, sem sérstaklega vakti
athygli á honum, var hið ljósa
yfirbragð, hátt og greindarlegt
enni og stór og tindrandi, blá
augu, sem áttu það til að geta
varpað frá sér óvenjulegum
ljóma, þegar hann hreifst af ein-
hverju.
En nú hefur skipt sköpum, því
vetur mannlífsins hefur nú
skyndilega numið land mitt á
meðal okkar. I þessari hörðu
hrinu hefur lífsljós drengsins
hugprúða slokknað. Eftir þriggja
mánaða ójafnan leik beið Þor-
steinn litli loksins lægra hlut
fyrir ofureflinu, eftir hetjulega
vörn. Þó var aldrei æðmorð sagt,
eða kvartað. Síðasta sunnudag-
inn, sem hann lifði, fékk hann
leyfi til þess að fara í smá-ferða-
lag um bæinn, þrátt fyrir veika
burði. Réði hann sjálfur, hvernig
því ferðalagi skyldi háttað. Fyrst
fór hann heim og skoðaði þar
allt í krók og kring. Hann
gleymdi heldur ekki aldurhnig-
inni ömmu sinni, eða nýfæddri
frænku. Síðast lá leiðin niður að
höfn. Þar leit hann hin ferðbúnu
skip, sem toguðu í landfestar sín-
ar, albúin þess að létta akkerum,
strax og byr rynni á og brottfar-
armerki væri gefið.
Næstu dagana ágerðist sjúk-
dómur Þorsteins litla, en hann
hélt ráði og rænu, þar til síðustu
nóttina. Þó vaknaði hann til með-
vitundar um lágnættið, og bað
þess þá, að læknir yrði sóttur
strax, til þess að lækna sig. Slík-
ur var viljakraftur hans og lífs-
löngun.
Brautarholti 24
Verzlun til sölu
Af sérstökum ástæðum er vefnarðar- og smávöru-
verzlun í úthverfi bæjarins til sölu. Húsnæði tryggt
til lengri tíma. Tilvalið tækifæri fyrir þann, sem
vill tryggja sér góða atvinnu. Tilboð merkt: Gott
tækifæri — 8425".
Einbýlishús í Túnunum
Til sölu. Húsið er steinsteypt 80 ferm 1 hæð og
kjallari vandað og vel við haldið, með góðri hita-
veitu og fallegum garði. Hóflegt verð. Upplýsingar
á skrifstofunni.
EINAR SIGURÐSSON hdl.
Ingólfsstræti 4 — Sími 16767.
Heimasími 16768.
Hinn mikli andans jöfur, Hen-
rik Ibsen, lætur klerkinn Brand
mæla svo á örlagastund: „Evig
ejes kun det tabte". Þetta hefur
verið lagt út á íslenzku: „Aðeins
hið glataða er eilíf eign“. Mörg-
um kann nú að finnast þetta
öfugmæli við fyrstu athugun. En
svo er þó eigi. Okkur mönnunum
hættir einatt til þess að taka
ýmsum hlutum sem alveg sjálf-
sögðum. Þannig er það býsna
algengt, að okkur finnist, að
menn, sem við þekkjum og hitt-
Frarnh. á bls. 19.