Morgunblaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. nóv. 1959 '': ■ ■ Húfa tyrir ungar og gamlar 1 DAG mun kvennaþátturinn birta uppskrift af mjög hlýrri og fallegri húfu, sem mjög auðvelt er að hekla. Allir kannast við, hve nístingskalt hér getur verið að vetrarlagi, og því nauðsynlegt fyrir hverja konu að eiga hlýja húfu, sem draga má niður fyrir eyru, til varnar kuldan- um. Er ekki að efa að marga mun fýsa að eignast húfuna á meðfylgjandi mynd, sem er hekluð á mjög skemmtilegan og nýtízkulegan hátt, og þess utan mjög klæðileg bæði fyrir ungar og gamlar. Uppskriftin er svohljóðandi: Garn: 100 gr. gróft garn. Heklunál nr. 414 (Inox). Loftlykkjur — Im. Búið til lykkju x, stingið heklunálinni í lykkjuna og dragið upp nýja lykkju. Endurtekið frá x, þar til tiltekinn fjöldi lykkja er kominn. Fastar lykkjur — fm. Sting- ið nálinni niður í eina af lykkj unum í fyrri umferð, dragið upp 1 lykkju (2 1. á nálinni), dragið garnið í gegnum báðar lykkjurnar. Smeygilykkjur — sm. Sting ið nálinni í lykkju í fyrri umf., dragið garnið í gegnum hana og 1. sem er á nálinni Augalykkjur — aul. Leggið garnið í lausa lykkju (auga) um vinstri vísifingur. Stingið heklunálinni gegnum lykkju- garðinn í umfefðinni á undan (fm.). Stingið nálinni gegnum augað á vísifingri, krækið í garnið í lausu hlið augans, dragið garnið gegnum lykkju- garðinn, stækkið eða minnkið augað um leið með hjálp vísi- fingurs, þar til 1. hefur fengið þá lengd, sem óskað er eftir. Dragið fingurinn úr auganu, en haldið því föstu með vísi- fingri vinstri handar og þumal fingri sömu handar og dragið garnið í gegnum þær 3 lykkj- ur, sem nú eru á nálinni, þ. e. a. s. augalykkjuna og tvær lykkjur. Húfan er hekluð upp og niður, þ. e. a. S. umferðirnar liggja lóðrétt (húfan er ekki hekluð í hring eins og venju- lega) og að síðustu hekluð . saman í hnakkanum. Fitjið upp 41 lm (hæð húf- unnar). Heklið 40 fm. í Im- keðjuna og ljúkið umf. með 1 lm. 1. umf. (ranga húfunnar). Heklið 1 aul í hverja fm i fyrri umf. og endið umf. með 1 lm. 2. umf. Heklið 28 fm, ljúkið umf. á 1 sm, snú við. (11 lykkjur standa eftir óheklað ar). 3. umf. Heklið 1 aul í hverja lykkju og endið með 1 Im. 4. umf. Heklið 40 fm, endið umf. með 1 lm. 5. umf. Hekluð eins og 1. umf. 6. umf. Heklið 33 fm, ljúkið umf. með 1 sm, snú við. (6 1. standa eftir óheklaðar). 7. umf. Heklið 1 aul I Snotur vetrarhúfa Hekluð ur grófu garni á mjóg nýtízkuelegan hátt hverja 1. og endið með 1 lm. 8. umf. Hekluð eins og 4. umf. Byrjið aftur að hekla frá 1. umf. Haldið áfram að hekla, þar til lengri kantur húfunnar mælist 48 sm (ummálið). Tak- ið eftir, að þegar augalykkju- umf. eru heklaðar, snýr ranga húfunnar upp, en lykkjurnar koma á réttuna, sem þá snýr niður. Heklið húfuna saman í hnakkanum, dragið hana saman í hvirflinum og saum- ið. Klippið upp allar auga- lykkjurnar með hvössum skærum. — H. G. Foreldrar Önnu voru Magnús Ólafsson, óðalsbóndi, Möðruvöll- um, og Marselía Kristjánsdóttir, kona hans, frá Sigríðarstöðum í Lj ósavatnsskarði. Voru þau valinkunn sæmdar- hjón og sannir héraðshöfðingjar. Af þrem börnum þeirra hjóna komst Anna ein upp. Magnús, föður sinn, missti Anna í æsku árið 1885. Þær mæðgur bjuggu fyrst á eftir á óðalinu, en brugðu búi 1892, og fluttu til Akureyrar, en þar giftist Marselía, móðir Önnu, skömmu síðar Sigfúsi Jónssyni, kaupmanni, en missti hann eftir skamma sambúð. Nú hafði Anna menntazt bæði utanlands og innan, eftir því sem bezt varð á kosið fyrir konur þeirra tíma, og varð brátt af- bragð annarra kvenna í öllu, er að hannyrðum laut. Hún setti brátt á stofn hann- yrðaverzlun á Akureyri, sem gott orð fór af, og hannyrðanámskeið, sem Anna hélt, voru eftirsótt. Anna var margfróð kona og vel greind, sem aflaði sér marg- víslegrar þekkingar á langri ævi. Hún var félagslynd og kunni illa við að sitja auðum höndum, enda var hún hamhleypa við hvert starf, sem hún tók sér fyr- ir hendur, og kona skaps og festu. Einkum átti lítilmagninn og þeir sem bágt áttu stórt rúm í hjarta hennar, og fengu starfs- kraftar hennar í þágu þeirra einkum notið sín í starfi kven- félagsins Hlífar á Akureyri, ea hún var formaður þess í 15 ár, og síðar heiðursfélagi. Frarnh. á bls. 19. Kolbeinn Þorsteinsson, skip- stjóri áttræður KOLBEINN Þorsteinsson er átt- ræður í dag. Hann er einn a£ fyrstu skipstjórum á íslenzka tog- araflotanum. Var hann 1. stýri- maður hjá Halldóri bróður sín- um á Jóni forseta, fyrsta togar- anum, sem íslendingar létu smíða, og síðar skipstjóri á ýms- um togurum hátt á annan áratug. Vorið 1905 höfðu þeir bræður Halldór og Kolbeinn ásamt fjór- um öðrum skútuskipstjórum, þeim Magnúsi Magnússyni, Jafet Ólafssyni, Jóni Ólafssyni og Jóni Sigurðssyni leitað til Thor Jens- en, þáverandi eiganda Godthaab- verzlunar og beðið hann að standa fyrir féiagi til togara- kaupa. Thor léði máls á því, en taldi sjálfsagt að keyptur yr#i nýr tog- ari, en skipstjórarnir sex höfðu búizt við, að í fyrstu yrði að sætta sig við gamlan togara, vegna þess að þá félaga skorti fjárhagslegt bolmagn til kaupa á nýju skipi. Stofnuðu þeir sjömenningarnir síðan félagið „Alliance“, sem lét smíða togarann Jón forseta, er kom hingað á Reykjavíkurhöfn 22. jan. 1907. Höfðu verið miklir örðugleik- ar við kaup skipsins, m. a. vegna þess, að seljandinn stóð ekki við samningana, og þurfti Thor Jen- sen að nota tiltrú sína og lagni til hins ítrasta til þess að hindra, að þeir félagar misstu af kaupunum. Rekstur Jóns forseta gekk vel strax i upphafi, þrátt fyrir marga byrjunarörðugleika. Skipið var gert út frá Reykjavík, en þá var ekki hafin hér hafnargerð, lögn vatnsveitu eða rafmagnsvirkjun og aðeins örfáir menn með nokkra vélfræðilega þekkingu. Mörg góð fiskimið voru þá ófund- in. Það sem reið baggamuninn að allt fór vel, var að á skipinu reyndist valinn maður 1 hverju rúmi og forustan örugg. Halldór skipstjóri var þaulvanur sjómað- ur og hafði verið í siglingum með Englendingum og Ameríkumönn- um og skútuskipstjóri í tvö ár. Báðir höíðu þeir bræður, Halldór og Kolbeinn verið um skeið á enskum togurum og einnig fjórir hásetanna. Með komu Jóns forseta urðu þáttaskil í sögu sjávarútvegsins á íslandi og nýir og betri tímar fóru í hönd fyrir landsmenn alla. Kolbeinn var 1. stýrimaður á Jóni forseta í þrjú ár. Sjálfur varð hann fyrst togaraskipstjóri árið 1910 á Frey, sem gerður var út af Milljónafélaginu. Voru þeir þá þrír bræður orðnir togara- skipstjórar, Halldór, Þorsteinn í Bakkabúð, síðar í Þórshamri og Kolbeinn. Um langt árabil voru þeir meðal aflasælustu togara- skipstjóra og allir þjóðkunnir menn. Foreldrar Kolbeins voru hjónin Þorsteinn Helgason og Guðný Bjarnadóttir, er bjuggu að Mel í Hraunhreppi og síðar í Prests- húsum á Kjalarnesi, en fluttust til Reykjavíkur árið 1892. Er Kol- beinn yngstur 13 systkina, en af þeim náðu átta fullorðinsaldri. Var séra Bjarni Þorsteinsson tón- skáld þeirra elztur og var 18 ára aldursmunur á honum og Kol- beini. Voru foreldrar þeirra fá- tæk, en komin af alkunnu atorku fólki. Börn þeirra sóru sig líka í ætt til Mýramannakyns hins forna, er komið var af Hrafn- istumönnum. Kolbeinn ber nafn langafa móður sinnar, séra Kol- beins Þorsteinssonar í Miðdal, sem var lærdómsmaður mikill og latínuskáld, eins og séra Bjarni Þorsteinsson. Tólf ára fluttist Kolbeinn til Reykjavíkur með foreldrum sín- um. Árið 1899 tók hann stýri- mannapróf hið minna og síðar stýrimannapróf hið meira. Kolbeinn varð svo ungur skútu skipstjóri, að hann þurfti að kaupa sérstakt leyfisbréf fyrir aldurssakir til þess að mega taka við skipstjórn. Þegar Kolbeinn hafði verið togaraskipstjóri um skeið, stofn- aði hann með Th. Thorsteinsson togarafélagið Braga, sem gerði út tvo nýja togara og var Kolbeinn skipstjóri á öðrum þeirra, Baldri. Var hann þá sum árin aflahæstur í togaraflotanum. Árið 1913 veiddu þeir Kolbeinn og Jóel heit inn Jónsson, skipstjóri, fyrstir manna með botnvörpu á Hala- miðum vestra. Kolbeinn var einnig mjög afla sæll á síldveiðum. Hann og Björn Ólafs í Mýrarhúsum munu hafa verið fyrstu íslendingar, sem sóttu til síldveiða með herpinót á Þistilfjörð og austur að Langa- nesi. Skömmu eftir stríðslokin fyrri varð Kolbeinn fyrir mlklu fjár- hagslegu tjóni, vegna verðfalls á fiski og sökum annarra óhappa, sem steðjuðu að útgerðinni. Þegar togararnir höfðu flestir verið seldir úr landi haustið 1917, að kröfu Bandamanna, átti Kolbeinn hörð fangbrögð og tví- sýn við Bakkus og fór um tíma halloka í þeirri viðureign. En Kolbeinn sá upp koma öðru sinn:, jörð úr Ægi iðjagræna, enda er honum ekki fysjað saman og enn varð hann togaraskipstjóri um skeið. Eftir að Kolbeinn hætti skip- stjórn vann hann lengi við netja- gerð hjá Alliance. Átti hann þá lítinn opinn vélbát og sótti sjó- inn á honum um áartugaskeið einn síns liðs og varð oft gott til fanga. Kolbeinn er mjög orðheppinn maður, og hafa sum orðatiltæki hans orðið landfleyg eins og: „Ég tala ekki við seglskip", en þau orð lét Kolbeinn falla við stýri- mann sinn, eitt sinn, er þeir voru komnir norður fyrir Garðskaga í svarta þoku og voru ekki vissir um hvar þeir væru staddir. Allt í einu sáu þeir skútu, skammt frá togaranum. Lagði stýrimaður þá til, að þeir hefðu tal af skútu- mönnum til þess að spyrja þá hvar þeir mundu staddir, en fékk þá þetta stuttaralega svar hjá Kolbeini, er vissi af eigin reynslu, sem skútuskipstjóri, að það var að fara í geitarhús að leita sér ullar að spyrja þá um þetta eins og á stóð. Kolbeinn var kvæntur Krist- inu Vigfúsdóttur frá Mosfelli í Svínadal, hinni myndarlegustu konu. Eignuðust þau sex börn, tvo syni og fjórar dætur, sem öll komust upp og urðu hið gjörvi legasta fólk, eins og þau áttu kyn til. Sigfús skipstjóri, sem var elztur þeirra systkina, fórst með togaranum Jóni Ólafssyni í lok októbermánaðar 1942 af stríðs- völdum. Var mikill mannskaði að missi þessa ágæta skipstjóra og skipshafnar. Einnig lézt Aðal- heiður dóttir þeirra á bezta aldri, mesta efnisstúlka. Kristín, kona Kolbeins, andaðist 9. ágúst 1947. Kvæntist Kolbeinn aftur Snjó- laugu Björnsdóttur, sem hann missti eftir skamma sambúð. Kolbeini var lýst svo sextug- um: „Kolbeinn er hár maður og þrekvaxinn, rammaukinn að burð um, harðger og ódeigur til fram- kvæmda, gleðimaður mikill, þeg- ar því var að skipta og hnyttinn í svörum og frásögnum". Kolbeinn býr nú að Hrafnistu og unir þar vel hag sínum. Hann er enn við góða heilsu, nema fæt- urnir eru farnir að láta sig. Margir, sem kynnast hafa þess- um merkismanni munu senda hon um hlýjar kveðjur og hugsanir á afmælisdaginn og óska honum góðrar heilsu á ófarinni æfibraut með þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir. í dag verður Kolbeinn á heim- ili dætra sinna og tengdasona á Hverfisgötu 53. Sveinn Benediktsson. Anna Magn- úsdóttir — Minningarorð ANNA Magnúsdóttir, mikilhæf og mæt dóttir Eyjafjarðar, er gengin fyrir ætternisstapa. Hún var fædd 18. nóv. 1873 á hinu fornfræga höfuðbóli, Möðruvöll- um, fram í Eyjafirði. rr‘M*'r*w*,r’r*Tr’Tr~r,ir*r’'r*#Tr~rtbr»^»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.