Morgunblaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 6
6 MORGVNBL4Ð1Ð Miðvik'udagur 18. nóv. 1959 vart samrýmast eðlisfræðilegum lögmálum. Er ekki að orðlengja það, að þær vöktu hvað mesta hrifningu áhorfenda, og var það að vonum. Gervi og búningar eru ákaflega merkileg og margslung- in, og varla til sá prjónn eða fjöð- ur, sem ekki gegnir sérstökum tilgangi. Þessi list miðar að því að sýna eðlisþætti persónanna á einfaldan hátt, bæði með lát- bragði og með hinum hugmynda- ríku gervum. Að þessu leyti mætti líkja þessu við brúðuleik- hús — raunar ákaflega fullkom- ið og langt þróað. Þjóðleikhúsið Sýning Pekingóperunnar FYRIR um það bil hálfum mán- uði gisti hér bandarískur ballett- flokkur, sem að undanförnu hef- ur kynnt Evrópubúum nýja, en þjóáiega list, afsprengi nýrrar menningar. Nú eru hér á ferðinni fulltrúar hinnar elztu menningar sem enn er við lýði hér á jörðu, og sýna okkur forna list, sem er til orðin úr aldagömlum hefðum, enda þótt hún sé ekki mjög göm- ul í því formi sem hún birtist okkur. Hér er sem sé um að ræða variasjón á fornu stefi, ef svo mætti að orði kveða, eða kannski öllu heldur þróun ævafornar list- iðju. Sýningar beggja þessara flokka voru í raun og veru merki leg og heillandi reynsla fyrir okk ur sem bergjum nær eingöngu af brunni hinnar „klassísku" evr- ópsku listhefðar. Þeir töluðu til okkar mælskum tungum þeirrar menningar er þeir voru fulltrúar fyrir. Má næstum segja að þessi ólíka list hafi aukið á áhrifamagn hvor annarrar, tvær heillandi andstæður: hin gamla menning- Nýr bátur til Sandgerðis SANDGERÐI, 16. nóv. — í morgun kom til Sandgerðis nýr vélbátur, „Jón Gunnlaugs" GK 444. Báturinn er 70 brúttólestir. Jón Gunnlaugs er byggður hjá H. Siegfried skipasmíðastöð í Eckernförde, Vestur-Þýzkalandi. Hann er búinn fullkomnum sigl- ingar- og öryggistækjum, vel bú- inn að hverskonar vélum. Allur er báturinn hinn vandaðisti.. — Báturinn er úr eik og dekk úr organpine. Innréttingar eru úr harðvið og plasti. Gólf í lest og vélarrúmi er úr alúminíum. — Yfirbygging er úr stáli og galvani seruð. Ganghraði í reynsluferð var 11% míla, meðalganghraði í heim siglingu var 10 mílur. Báturinn hreppti slæmt veður við Noregsstrendur, en annars var veður gott lengst af. Hann reyndist mjög gott sjóskip. Eigendur bátsins eru hf. Mið- nes, Sandgerði. Skipstjóri verð- ur Kristinn Magnússon, Sand- gerði, en hann sigldi báttnum heim. Vélstjóri verður Bragi Siigurðsson, Sandgerði og stýri- maður Guðmundur L. Guðmunds son, SandgerðL ararfleif og umbrot hins nýja tíma. Þessar sýningar eru því án efa merkur áfangi í stuttri sögu Þjóðleikhúss vors, og glæsilegt framlag á tíu ára afmæli þess. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem hér gistir kínverskt listafólk, því fyrir aðeins fjórum árum sýndi hér flokkur frá Pek- ing-óperuleikhúsinu við mikla hrifningu. Það var því ekki lítið tilhlökkunarefni að fá nýja heim- sókn frá þessari fjarlægu og merkilegu menningarstofnun, með nýju sýningarfólki. — Og aftur létu íslenzkir leikhúsgestir heillast af hinni framandi list, enda þótt hennar yrði ekki notið til fullnustu, svo sem við var að búast. Kemur þar að sjálfsögðu til vankunnátta vor og þekking- arskortur á kínverskum siðum og háttum, og þó kannski ekki hvað sízt að við eigum að venjast há- værari og á ýmsan hátt grófari tjáningarmeðulum (sbr. ameríska ballettinn, sem stendur okkur nær „í tíma og rúmi“), ennfrem- ur skortir talsvert á að við Vest- urlandafólk höfum til að bera austrænt þolgæði. Engu síður staðfesti fögnuður áhorfenda ó- tvírætt að sýningin átti erindi til okkar, þótt um langan veg væri farið. Það hlýtur enda að vera harla undarleg manngerð, sem ekki léti hrífast af hinum hugþekku lýr- ísku ævintýrum, hinum undur- samlegu búningum og furðu- gervum, og hinum tjáningarfullu hreyfingum og svipbrigðum, svo ekki sé minnzt á þær furðulegu „akróbatísku" kúnstir sem heyra til bardagaatriðum og þess hátt- ar, og virðast í fljótu bragði séð Sviðið sjálft er svo aftur á móti mjög einfalt, en tjáningar og gervi og að nokkru leyti hljóm- kliðurinn, sem gegnir þarna meira eða minna táknrænum til- gangi, gefa borðinu og stólnum ýmsan og óskyldan tilgang, og breytir þeim eftir þörfum í hvers konar staðhætti er sýningin krefst. Allt byggist meira eða minna á táknum. (Það er því engin tilviljun að mörg nútíma- ljóðskáld hafa orðið fyrir mikl- um áhrifum af þessari barnslega- einföldu og tæru austurlandalist, sem byggir svo mjög á táknum, en það er önnur saga). Peking-óperan er — eins og komið hefur fram í blöðunum — sérstakt listform, orðið til við samruna aðskildra listgreina. Hún er ein af fjölmörgum óperu- tegundum í Kína, og á sér langa erfðasögu, enda þótt hún, slík sem hún er í dag, sé ekki nema hálfrar aldar. Hún er ákaflega lang-þróað listform, enda ber hún með sér þann fínleik og þokka er einungis fær skapazt í skjóli langrar og að vissu leyti einhliða menningar. Oddur Björnsson. Látinn íslandsvinur PROFESSOR Dr. Ferdinand Dannmeyer, formaður íslands- vinafélagsins í Hamborg lézt þar í borg 13. þ.m., og hefur útför hans farið fram í kyrþey, að hans eigin ósk. íslendingar hafa misst góðan vin og mikilsverðan. — Vinátta hans til íslands og íslendinga var fölskvalaus og einlæg, enda var Professor Dannmeyer ávalt reiðu búinn að hjálpa íslendingum og skrifar úr daglegq lifínu • Mýsla kynnist menningunni Mýsla, litla brúna hagamús- in úr sveitinni, sem stundum hefur verið sagt frá hér í dálkunum, er komin í bæinn. Það er haft eftir skólastýru, sem vildi sýna fram á að skól- inn hennar þyrfti einmitt að vera í Reykjavík, að það væri ekki nóg að ungar stúlkur lærðu hvenleg störf. Ættu þær að vera uþpalendur, þyrftu þær að hafa komizt í kynni við menninguna í höfuð borginni, sem hefði upp á að bjóða leikhús og söfn. Þessi röksemdarfærsla kvað niður allar mótbárur músamömmu. Eftir nákvæma yfirvegun ákvað Mýsla að fyrstu kynnin af menningunni skyldu verða í Þjóðleikhúsinu. Það var víst enginn smáskammtur af menn ingu, sem þar var á boðstólum þessa dagana. „Þjóðleikhús fá- mennustu menningarþjóðar heims býður í dag flokki af- burðalistamanna frá þjóðleik- húsi fjarlægustu, elztu og stærstu menningarþjóðar heims velkominn“, las hún á miða, sem hún trítlaði yfir á Hverfisgötunni. * Skásett augu og kynleg hljóð Að vísu var víst ekki dýrt að borga 120 kr. fyrir þessi ósköp af menningu. En Mýsla litla kaus nú samt að skjótast inn í skjóli undir pilsi einnar af þessum síðklæddu leikkon- um. Það voru rifur upp í pils- ið á báðum hliðum, svo þar var greiður aðgangur, auk þess sem hægt var að fylgjast með því sem gerðist báðum megin. Það væri ekki mikil hætta á götunum í Reykjavík, er íslenzkar stúlkur gengju í síðum kjólum með rifum. Mýsla litla trítlaði fram í salinn og kom sér fyrir á góð- um stað. AUt í einu hrökk hún í kút. Var kominn köttur í húsið? Og það frekar tveir eða þrír en einn? Mýsla litla titraði af ótta. Hún gægðist fram. Áhorfendur hlustuðu með alvöruþrungnum hátíða- svip á þessi hljóð, sem auð- heyrilega komu frá sviðinu. Og nú tók skrautklædd prima- donna á sviðinu undir. Hún hafði að vísu skásett augu, en það var líka eina líkingin við hinn skelfilega óvin. Nú var bara um að gera að láta engan mann sjá að maður kynni ekki að meta þessa tónlist. 9 Leiksýning — ísl. listamenn Svo kom hléið. Mýsla litla sperrti eyrun. Konur í næstu sætum voru að lesa leik- skrána. — Gistihúsið á vega- mótum, Haustfljótið, Ölvaða blómarósin.... Þetta er það sama sem ég sá fyrir fjórum árum, þegar flokkur frá Pek- ing-óperunni kom hér síðast. Af hverju reyndum við ekki að fá miða á einhverja af hin- um sýningunum? — Vegna þess að leikhúsið auglýsti bara Peking-óperan, fimm sýningar. Hvort sem maður vildi sjá eitthvað nýtt eða eitthvað af því sem maður þekkir frá því síðast, þá var ekki hægt að velja. — Kannski þetta sé nýjung í leiklistarlífinu? Það var hvorki auglýst skrá yfir dans- ana né tónlistina, þegar banda ríski dansflokkurinn kom um daginn. Nú verður kannski bara auglýst leiksýning, ís- lenzkir listamenn eða ópera, íslenzkir söngvarar. Hvað skyldi maður líka vera að kæra sig um hvað maður sér, þegar þessi mikla menningar- þjóð er að sanna það að hún virðir þá litlu þjóð, er þetta kalda land byggir, eins og stendur í leikskránni. Mýsla var svo sem sammála. Hvað þurfti fólk svo sem að vera að hafa skoðun á því hvað það vildi sjá, úr því þetta var allt saman jafnmikil menning? Ekki datt henni í hug að vera að kvarta, þó hljóðin frá sviðinu vektu upp hjá henni óþægilegar minn- ingar um tunglskinsnætur úti í garði. leggja málstað okkar lið, ef svo bar undir. Áhuga- og framfaramál okkar íslendinga voru hans hjartans- mál. — Oft átti ég tal við Pro- fessor Dannmeyer í Hamborg. — Alltaf var áhugi hans á málefn- um íslendinga jafnmikill og um- hyggja hans fyrir landi okkar og þjóð. í sumar kom hann í hinzta sinn hingað til lands. Dvaldi hann hér nokkurn tíma sér til hressingar — en undan- farið ár var heilsa hans ekki góð. Honum þótti vænt um að koma til íslands, og hafði hann oft orð á því við mig. í Skálholt þótti honum gott að koma og á 79 ára afmælisdaginn var hann á Þingvöllum. Professor Dannmeyer átti mik- inn þátt í ágætu samstarfi Þjóð- verja og íslendinga á ýmsum sviðum og verða þau störf hans seint fullþökkuð, enda sæmdi ríkisstjórnin hann stórriddara- krossi Fálkaorðunnar fyrir nokkr um árum. Á íslandi eru margir vinir Professors Dannmeyer, og munu þeir minnast hans með söknuði og þakklæti. Minningin um þenn an einlæga vin lands okkar og þjóðar mun geymast lengi — en lengst hjá þeim, sem þekktu hann bezt. Gísli Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.