Morgunblaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 18. nóv. 1959 MOncmsr.LAÐlÐ 11 Berlín, 1 okt. 1959. FRÁ því um miðjan september- mánuð hefur Vestur-Berlín hald- ið hina árlegu fjölbreyttu lista- hátíð, „Berliner Festwochen", sem mun standa fram í miðjan október. Ekkert hefur verið spar að til þess að gera hátíðina sem glæsilegasta og eftirminnilegasta. Á auglýsingaturnum borgarinn- ar má lesa nöfn heimskunnra listamanna, sem koma hér og flytja list sína, eins og t. d. Fried- rich Gulda, Dietrich Fischer- Diskau, Leonard Bernstein, Marxa Callas, Herbert v. Karajan o. fl. Á öllum sviðum lista og jafnvel á sumum sviðum, sem margir mundu ekki kjósa að telja til 'lista, getur eitthvað athyglisvert að líta og heyra. Væri alltof langt mál að telja upp allt það, sera hér er á boðstólum. Þar mætist gamalt og nýtt. Enn láta menn einhuga hrífast af verkum hinna sígildu stór- meistara, Goethes og Schillers, Mozarts, Wagners, Brahms og Beethovens. Jafnvel andi „svans ins frá Avon“ mun svífa yfir vötnunum. En í þetta sinn er lík- legt að menn verði elcki jafn einhuga um hans háa flug og sumum finnist söngur hans nokk uð rámur og hamurinn svartur í túlkun jasskóngsins Duke EU- ington, sem mun flytja hér frum samda Shakespeares-svítu, „Such Sweet Thunder". Við svítuna verður dansaður ballett undir stjórn Frakkans Lacotte, og á milli þáttanna munu leikarar lesa og leika kafla úr verkum meistarans. Þykir mörgum þetta ganga guðlasti næst, öðrum birt- ist Ellington sem hinn eini sann- leikur — og síðan er deilt. Eðli- lega. Hér mætist gamalt og nýtt. Nútímalist er hér skipaður hár sess. Vekur hún að vonum mikla athygli, — og deilur. Skapendur nútímalistar, og einkum þeir rót- tækari, eru kallaðir „avantgard- istar“ eftir franska orðinu avaut gards, sem á vandræðalegri ís- lenzku mætti kalla „framherja". Hinir allra róttækustu bera hið virðulega nafn „absúrdistar", „hinir fjarstæðukenndu". Þessir báðir hópar ryðja brautina. Þeir vekja helztu deilurnar. Þetta eru þeir, sem svo fáir skilja, en eru dáðir af þeim, sem skilja. Þeir hafa hér margt nýstárlegt fram að færa og girnilegt til fróðleiks, og mun ég reyna að segja frá nokkru af því. Þess vegna skorti sannfær- ingarmáttinn. Einn helzti hugmyndasmiður nútímahljómlistar er Paul Hinde mith. Hér er því mikið leikið eftir hann, þ. á. m., er óperan „Matthías málari“. Er hún talin með beztu verkum Hinde- miths. Þótti mér hljómlist hans fremur óáheyrileg. Einkum fannst mér þó aðfinnsluvert, að hljómlistin úr hljómlistargryfj- unni og atburðarásin á sviðinu virtust alls ekki vera í íamræmi. Baskett Þetta voru tvær fjarskyldar sög- ur, sem báðar höfðu óneitanlega nokkuð til síns ágætis. En saga, minna en trúarbrögð manns- ins, sálarstríð hans O'g ákafa leit að guðdóminum, þarfnast sannarlega, þegar hún er túlk- uð í óperuformi, hljóm- listarinnar sem dramatísks stuðn ings, en þolir hana alls ekki sem keppinaut. Þess vegna skorti hér sannfæringarmáttinn. Síðasti þátturinn er beztur. Þar bólaði á lyrik, sem hljómaði í þreyttum eyrum eins og englarödd. Þess vegna klappaði fólkið að lok- um. Púað og baulað i hléinu. Enn meiri eyðimörk var þó ópera Arnolds Schönbergs, „Móses og Aron“, sem var hér sýnd í fyrsta sinn í Þýzkalandi. — Þar otar höfundinn, sem er Gyð- ingur, saman bræðrunum Móses og Aron og í þeim hinni einlægu skilyrðislausu trú gegn efagirn- inni og efnishyggjunni, bljúgri, innri trú gegn. hlutlægri, sem þarf að sjá og þreifa á, gefur lýðnum gullkálfinn til þess að dansa í kringum, en hlýtur sinn dóm áður en lýkur. Höfundur hefur boðskap að flyta, sem hon- um er hjartfólginn og dýrmætur, en hann hefði líklega átt að boða hann með öðru en tólftónasmíð. Á frumsýningunni var byrjað að púa og baula í hléinu. Ófært var að halda sýningunni, sem var út- varpað, áfram. En þá hrópaði hljómsveitarstjórinn, Hermann Schercher, til áhorfenda og bað þá, fyrst blíðlega og síðan hvass- lega að hafa sig hæga eða yfir gefa leikhúsið að öðrum kosti: „Annars get ég talið ólátaseggina til þeirra, sem hafa hótað mér í síma að kasta framan í mig vitríól sýru, ef ég léti verða af því að flytja þetta verk.“ — Loks fékk hann frið til að ljúka verkinu. Blaðadómar voru ekki óvingjarn- legir. Það er ekki siður lengur að vera andvígur verkum. Allt nýtt er heilagt, og sá, sem skamm ar, skilur ekki. Þess vegna lofa allir nýu fötin keisarans. í verki þessu talar skaparinn til Mósesar í sexföldum talkór, englar syngja í kór, Móses talar, Aron syngur og hljómsveitin hamast í gryfj- unni — allt saman í einu í einni risatólftónakombínasjón. Þá hugs aði ég með mér, að auðvitað væri þetta ekki fyrir slíka aftaníossa eins og mig, heldur opinberaðist öll snilldin aðeins þeim, sem þekkti öll völundargöng tónfræð- innar, svo að ég spurði einn þeirra. Hann var þá bara ekkert hrifinn. Honum fannst það þreyt- andi að hlusta á heila óperu með röð af laukréttum stærðfræðiút-. komum, sem hrópuðu alltaf til hans gegnum hávaðann, jafnvel þótt sumar hefðu fengizt með skínandi sniðugum aðferðum. ljós í „Zyklus fúr einen Schlagz- Sömu hljómar, sama flatneskjan. Tónskáldið Karlheinz Stock- hausen er varla hægt að telja framherja. Helzt má líkja hon- nm við skriðdreka. Hann er löngu búinn að henda tólftónahljómlist og slíku gamaldags fikti í rusla- körfuna. Tónhæð, tónlengd og tónstyrkleiki, allt verður þetta nú sameiginlega að hafa sínar á- kveðnu útkomur. Það kom bezt í ljós í Zyklus fúr einen Schlagz- euger", sem krefst ótrúlegrar leikni af bambusslagaranum og ég heyrði á Stockhausen-tónleikum, þar sem hann stjórnaði verkum sínum sjálfum. Síðasta verkið á dagskránni var „Refrain fúr 3 Spieler", og var það nú flutt í fyrsta sinn (píanó, cembaló), Það var átakanlega líkt hinu fyrsta, sem hann hafði samið fyr- Arnold Szhönberg ir 9 árum, sömu hljómar, sama flatneskan, e. t. v. aðeins vísinda- legar fram sett. Jafnvel eitt dag- blaðanna hafði manndóm til þess að kveða upp úr um föt Stock- hausens, sem tekið hafði 9 ár að sauma: Já, en hann er ekki í neinu. Fleiri tónverk framherja, sem varla voru þornuð á pappírnum, voru frumleikin hér um þessar mundir. Má nefna kórverk Vog- els, Arpiade, eftir Ijóðum eftir Hans Arp, og „Söngva sjóræn- ingjans O’ Rourcke og unnustu hans Sally Brown“ eftir Blacher. Tilraunaleikhús. Leiksviðið er ekki sízt vettvang ur framherja. Hið glæsilega leik- hús, Schillertheater, opnaði smá- útibú, tilraunaleikhús, fyrir ný leikhúsverk og verk ungra leik- ritaskálda. Er tilraunaleikhúsið kallað „werkstatt", verkstæði, og er það réttnefni. Það er útbúið eins og hvert annað leikhúsverk- stæði eða æfingasvið: kalkaðir múrveggir, ljóskastarar hanga á slám út um allan áhorfendasal, bekkja- og sætanúmer eru hripað á gólfið með krít, og fortjaldið er ómerkilegt léreftstjald, sem næstum sést í gegnum. Allt er þetta með ráðum gert til þess að skapa senr óþvingaðasta og inni- legasta stemningu milli leikara og hinna 150 áhorfenda. Tvítal einnar sálar. „Werkstattleikhúsið" var opn- að með tveimur einþáttungum. Fjalla þeir báðir um einmana- leik mannskepnunnar og um- komuleysi í hinum stóra heimi og hina langdregnu bið eftir dauð- anum. Þó eru þessi verk næsta ólík. Annað líður áfram í hæg- látum tómleika, þar sem þagnirn- ar tala, hitt rennur áfram í ólgu- straumi. Hið fyrra er eftir kemp- una Samúel Beckett, „miðfram- vörðinn" í hópi leikritaskálda, nýjasta verk hans „Das letzte Band“ (Krapp’s Last Tape). Er það nú flutt í fyrsta skipti í Þýzkalandi í mjög góðri þýðingu, að því er ég bezt fæ séð, eítir Tophoven. Sviðið: borð, stóll, stór lampi. Leikendur: hinn gamli, ein mana Krapp og segulbandið hans. Þögn. Átómatiskar hfeyfingar, litið á úrið, etinn banani, litið á úrið. Engin hugsun. Vani. Beckett er sannarlega í essinu sínu. Aftur er litið á úrið, nú má spila á segulbandið. Krapp hlustar á spólu, sem hann hafði talað inn á fyrir 30 árum. Þá hafði hann lifað smáævintýri, sem hann treg aði. Hann var þá einmana, en hann var ungur og leit vonglöð- um augum á frarhtíðina. Hann vonaði, að hann myndi yfirvinna tómið og finna lausn og tilgang í lífinu. Nú vildi hann, að ævin- týrið væri komið aftur. Þetta er tvítal einnar sálar. Spólan ljóstar upp um hann .... Loks talar hann inn á nýja spólu: „Ég var að hlusta á, hvaða reginfífl ég var fyrir 30 árum ....“, en hann hef- ur ekkert breytst, er jafnumkomu laus, lífið honum eins snautt. Hann setur fyrri spóluna á og hlustar enn á forna ævintýrið — og bíður, bíður í rænuleysi og vonleysi eftir, að rænulaust og vonlaust líf taki einhvern tíma enda. Spólan rennur út. Þögn. Öllu er lokið. En aðeins eitt hand- tak nægir, og spólan hrópar snn á ný veruleikann inn í þögnina .. hið sama mottó Becketts: tóm- leiki, trúleysi og engin lausn. Þátturinn er býsna áhrifaríkur, og leikur Walthers Francks í hlut verki Krapps afbragðsgóður. En nú er kominn tími til að Beckett slái nýja strengi. „Síðasta tón- bandið“ var alls ekki eins gott og fyrsta leikrit hans, „Beðið eftir Godot“, og tæpast eins gott og hið næsta „Endatafl". Unglingurinn í gallabuxunum. Hinn leikþátturinn var eftir ungan Bandaríkjamann, Edward Albee. Er þetta fyrsta verk hans og hefur aldrei verið flutt áður. Það nefnist „Die Zoo-Geschichte („A Zoo Story“) og gerist í lysti- garði í New York: Tveir bekkir, í baksýn voldugur skýjakljúfi: mergðin. Reglusamur borgári sezt á bekk, leggur frá sér pípu, tóbak og eldspýtur, allt í röð og reglu, tekur upp bók og byrjar að lesa, skrifstofumaður, sem á konu og tvö börn, borgar skattinn sinn, er alltaf vel greiddur og líður vel. Þá kemur vandamál nú tímans, ungi, hirðulausi maður- inn í gallabuxunum og skræp- óttu skyrtunni, rokkfíflið. Hann er að koma úr dýragarðinum. Hann hefur sögu að segja, og hann neyðir góðborgarann til að hlýða á hana, truflar lestrarfrið- inn. Þetta er lítil saga í stórri umgjörð og jafnframt stór saga i lítilli umgjörð. Hann var einn. Aleinn. Líka innan um félaga. Aldrei fann hann neinn, sem mætti honum á miðri leið, skildi hann og hann gæti gefið allt. ALLT. Jafnvel hundur húsfreyj- unnar urraði að honum og stökk á hann. Hann reyndi að vingast við hundinn og tók að gefa hon- um kjötbita. Hundurinn þáði bit- ana og stökk svo á hann. Þá lagði hann fæð á hundinn og tók mestu ákvörðun lífs síns. Hann eitraði kjötbita og gaf hundinum, ætlaði að drepa hann. En hundurinn þoldi eitrið, og nú stökk hana aldrei framar á hann. Hann forS- aðist að snerta hann og horfði að- eins köldu augnaráði á hann. Hann skildi. í augnaráði þeirra skapaðist kaldur, gagnkvæmur skilningur, sem hann hafði hlotið til þessa. Andlegt, kalt samband við hund var það, sem hann hafði uppskorið í lífinu. Nú var hann að koma úr dýragarðinum. Hann varð að segja sögu sína áður en lyki og hafði ákveðið að segja hana þeim fyrsta, sem hann hitti. Sögunni um einmana sál innan um skýjakljúfana og mergðina var lokið. Hún var vel sögð, ekki sízt af hinum unga Thomas Holtz- mann, sem lék hið erfiða hlut- verk sögumannsins, þótt einstaka sinnum yfirdrifi hann. Enn betur hlustaði Kurt Buechler í hlut- verki góðborgarans. Þrátt fyrir mikinn fögnuð áheyrenda, lét höf undur, sem var viðstaddur frum- sýninguna, ekki sjá sig að sýn- ingu lokinni, en hann mun áreið- anlega þurfa að standa á stærri sviðum áður en langt um líður. Upp á gamla mátann. ' Hinn frönskuskrifandi Rússi, Adamov, sem talinn hefur verið í hópi helztu „absúrdista" með Beckett og Rúmenanum Ionescu, hefur nú í bili snúið baki við „absúrdismanum", telur hann ófullnægjandi tjáningarform, þeg ar til lengdar lætur, og hefur nú skrifað 4 tíma leikrit upp á gamla mátann: „Paolo Paoli“. Jókst hróður hans raunar ekki við það. Þótti leikritið langdregið og á- deila þess þróttlaus. Loks má geta þess, að hinn bál- vondi John Osborne er enn ofar- lega á lista, en heldur er stjarna hans farin að lækka á Berlínar- himninum. „Epitaph fúr George Dillon“ samdi hann áður“ en „Look Back in Anger“ hafði hreiðrað um sig í kolli hans, og hefði aldrei fengið jafnþokkalega dóma nú, ef hann hefði ekki urr- að hressilega og litið reiður um öxl, svo miklu stendur það hinu að baki. Miklu betra er „Die Glanznummer" (The Entertain- er) sem einnig er verið að sýna hér og vekur nokkra athygli. Listdans hefur ekki sízt mótazt af áhrifum nútímasjónarmiða. Það sýndi listdansflokkur einn frá Bandaríkjunum, „Balletts U. S. A.“ undir stjórn Jerome Robbins. Það voru góðir gestir, — „die reine Freude", sögðu Ber- línarbúar. „Moves“ hreyfingar, fyrsta verkið á leikskránni, list- dans án hljómlistar, var eins og bæheimskur kristall, skínandi í ótal litum. Hljómlist hefði brotið hann. Hvort sem var í hópdansi eða sólodansi, þá var myndin á- vallt augnayndi, allar hreyfingar mjúkar og hnitmiðaðar og listin Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.