Morgunblaðið - 22.11.1959, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.11.1959, Qupperneq 3
Sunnudagur 22. nóv. 1959 M O R C 11 N fí l A Ð 1Ð 3 .. Sr. Óskar J. Þorláksson F j a 11 r œ ð a n „En er Jesús sá mann- fjöldann, gekk hann upp á fjallið, og er hann var seztur niður, komu læri- sveinar hans til hans. Og hann lauk upp munni sín- um, kenndi þeim og sagði“. (Matt. 5. 1). Þannig er sagt frá upphafi fjallræðunnar, sem án efa er þekktasta og áhrifamesta ræða, sem flutt hefur verið á þessari jörð. Eins og kunnugt er kenndi Jesús Kristur í ræðum og í dæmisögum, frá þeim er sagt í guðspjöllunum. Þar er upp- sprettulind þeirra lífssanninda, sem kristindómurinn hefur að flytja. Ritningin í heild mótar trúarhugmyndir vorar, og þó fyrst og fremst Nýja-testament- ið, sem hefur að geyma boðskap Jesú frá fyrstu hendi. Enginp Kuldalegt bjðrgunarstarf ENN berast blaðinu frétt- ir af hinu mikla óveðri, sem geisaði um Norður- land, þótt nú sé nærfellt hálfur mánuður liðinn síð- an það 'skall svo skyndilega og fyrirvaralaust yfir. — Norður í Skagafirði olli það talsverðu tjóni, þótt frá sé talið hið hörmulega slys er varð í Hofsósi, er þrír ungir menn fórust. Myndir þær, sem fylgja þessari stuttu frásögn, tók Árni Sigurbergsson, f lug- maður, norður við Svartá í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, er hann um tíma dvaldist þar á heimili bróður síns. Hestar þeir, sem myndirnar eru af, hröktust undan veðrinu og lentu úti í hólma í Svartá á milli bæjanna Hamra og Sölfaness. Síðan bólgnaði áin upp svo að hólminn fór í kaf og voru hestarnir þá í mikilli hættu því krapa- eðjan í ánni var ekki hest- held þótt menn gætu farið yfir hana. Alls voru þeir fimm mennirnir, sem lögðu út í hólmann til þess að bjarga hestunum. í þeim hópi voru bræður frá Hamrahlíð og Reykjum í Túngusveit. Erfiðlega gekk að koma hestunum yfir krapið enda var áin mjög djúp eins og raunar má sjá á myndunum. Notaðir voru kaðlar við verkið og varð á stundum að draga hest- ana áfram á þeim. Þessi björgun fór fram á þriðjudaginn, eftir að veðr- inu tók að slota, en það skall sem kunnugt er yfir á sunnudag. Alls björguðu þeir félagar 6 hestum ■ úr áxmi, en þeir voru eign bænda á Reykjum og í Hamrahlíð. Ekki er kunnugt um hvort fleiri hesta hefir hrakið ’í ána, en mögulegt er að þar hafi hross farizt. Nokkrar kindur fennti í framanverðum Skagafirði og brögð voru að því að tófa legðist á fé í fönn. Sérverzlun með sængurföt o" tæki- færisgjafir í GÆR var opnuð að Bergstaða- ■træti 7, ný verzlun með alls- konar sængurfatnað o. fl. Meðal annars verða þar á boðstólum utsaumuð koddaver og vöggu- eett, sem eru tilvaldar tækifær- isgjafir. Verzlunin mun einnig annast merkingar í allskonar sængur- fatnað, handklæði o. fl. — Verzl- unin hefur aflað sér sjálfvirkra véla til útsaums og merkinga, •em eru hinar fyrstu vélar slíkr- •r tegundar hér á: landi. Grindadrápið á Dalvik: Menn stungu og lömdu á báðar hendur DALVIK, 21. nóv. — I gærmorg- un hófst hvalskurðurinn hér á Dalvík og var haldið áfram óslit- ið til kl. 12 í gærkvöldi. Vinnan fiekk ágætlega, þótt veður væri mjög óhagstætt, norðaustan stormur og rigning. Fjöldi manna vinnur að þessu. bæði ungir og gamlir, m.a. allar skipshafnir bát- anna, sem róið hafa héðan und- anfarið. Heita má að öll vinna dnnur en frystihúsvinna hafi lagst niður, t.d. vinna við hús- byggingar og iðnað. Er allt verk- ið unnið í sjálfboðavinnu, þar að kirkjan á i hlut, en hún er í mikilli fjárþröng. Sérfróður maður um hvalskurð Magnús Olafsson, frá Hvalstöð- inni í Hvalfirði, er kominn hing- að og hefur eftirlit með verk- inu, sem hefur gengið betur en vomr stóðu til. Hvalskurðurinn fer allur fram úti, því ekki varð öðru við komið. Eftir að dimma tók var komið fyrir ljósköstur- um á athafnasvæðinu, svo vinnu- skilyrði voru sæmileg hvað það snerti. Hreppsnefnd og safnaðar- nefnd sjá um verkið. I gærkvöldi höfðu safnaðarkonur veitingar í matsal verbúðar Egils Júlíusson- ar og mun svo verða í dag og næstu daga meðan á verkinu stendur. 150 dýr skorin á einum degi I gærkvöldi var búið að skera um 150 dýr og þar að auki hafði verið fargað 50 dýrum í heilu lagi, en bændur komu úr sveit- inni á ökutækjum sínum að fá sér hval. Hafði þá fengist um 30 tonn af kjöti, sem sumt er fryst hér og sumt á Akureyri. Einnig standa vonir til að hægt verði að koma spikinu í verð. Verður gerð tilraun til að bræða það á Akureyri. Einnig hefur komið til tals að gera tilraun til að mala bein í Krossanesverksmiðjunni, en það er allt í óvissu enn. Ef það ekki heppnast verður mikið verk að fjarlægja öll bein og innyfli, sem gera má ráð fyrir að séu allt að 100 tonn að þyngd. Telja má það heppilega ráð- stöfun að ánafna kirkjunni hagn- aðinum af þessum feng, því ólík- legt má telja að almenningur hefði lagt sig svo mjög fram við að bjarga þessum verðmætum, ef aðrir aðilar hefðu átt hlut að máli. Annars má segja að nú sé mesti móðurinn af mönnum eftir að aðalorrustan er afstaðin. en hún verður mörgum sjónarvottum minnisstæð og gefur ástæðu til að álykta að bardagafýsnin sé nokk- uð rík í eðli okkar Islendinga, þótt við státum af því að hafa ekki borið vopn á naungann svo öldum skiptir. Það voru ótrú- lega margir, einkum af yngri kyn slóðinni, sem þustu á vettvang er dýrin bar að, og stungu og lömdu á báðar hendur, en skeyttu því lítið þótt dýrin í fjörbrotunum þeyttu sjó og sandi yfir þá og blóðbogarnir stæðu a þeim úr öllum attum. Mundu þeir í hita bardagans hvorki hafa látið sér bregða við sár eða bana, eða eins og sjónarvottur segir um grinda- dráp í Færeyjum: „Alls staðar háreisti hróp og köll. Föt, hendur og andlit blóði ötuð og með drápfýsn í augum líktust grindabanarnir fremur mannætum frá Suðurhafseyjum en hinum glöðu og gæflyndu Fær- eyingum". — S.P. ! getur talizt sannmenntaður mað- ur, nema hann viti citthvað um það, sem í þessum ritum stend- ur. Hver maður ætti að þekkja ræS ur Jesú, svo sem fjallræðuna (Matt. 5—7), útsendingarræðuna (Matt. 9—10), þrumuræðuna (Matt. 23), skilnaðarræðuna (Jóh. 17) og endurkomuræðuna (Matt. 24—25), og kunna skil á helztu dæmisögum hans. Af ræðum Jesú er fjallræðan kunnust allra. Þar fer saman trú arlegt og siðferðilegt djúpsæi. Þar eru sett fram hin fullkomn- ustu siðaboð kristindómsins. Þar horfir Jesús beint inn í hugskot og hjörtu mannanna og grefur fyrir rætur allra meina. Þar les- um vér um hinar einföldustu lífs reglur í samskiptum mannanna, svo sem gullvægu lífsregluna: „Allt, sem þér því viljið að aðr- ir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. (Matt. 7. 12). Þar lesum vér um hin háleit- ustu markmið mannsandans, „Verið þér þvi fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er full- kominn“. (MaVt: 5. 48). í fjallræðunni er víða gripið á persónulegum vandamálum, sem hver hugsandi maður hlýtur að velta fyrir sér. Þar er lögð rík áherzla á að vera heill Og sannur fyrir Guði, því að fyrir honum verði ekkert dulið. Menn eru hvattir til þess að lifa í gætni og grandvarleik, bænrækni og bróðurhug og líta á allar skyld- ur lífsins sem skyldur við Guð. Ef vér viljum í alvöru kynnast þeim kröfum, sem krist- indómurinn gerir til vor, verðum vér að kynnast fjallræðunni ,fyrst og fremst. Ég efa það ekki, að flestir, ef ekki allir lesenda minna hafa einhvern tíma lesið fjallræðuna og geyma í huganum orð hennar og líkingar, en það er mikilsvert að rifja hana upp við og við. Fyrsti forseti íslands, Sveinn Björnsson, flutti eitt sinn nýárs- ávarp til þjóðarinnar, þar sem hann hvatti þjóðina til starfs og dáða. í ávarpi þessu ráðlagði hann fólki að lesa fjallræðuna, að minnsta kosti einu sinni á ári og þá helzt í byrjun ársins og hugleiða efni hennar vandlega. Það tekur ekki langan tíma, að lesa þessa þrjá kapítula fjall- ræðunnar, en það tekur langan tíma að tileinka sér þau sann- indi lífsins, sem hún byggir á og það fá menn ekki gert, nema með einlægu trausti til guðlegr- ar handleiðslu og ákveðinni viljastefnu. Og það er einmitt hin trúarlega alvara og siðferði- lega ábyrgðartilfinning, sem þarf að móta þjóðlífið, ef vel á að fara. „Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, heldur á sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni“. (Matt. 4. 4). í þessu felast þau lífssannindi, að þó að tímanleg gæði séu mik- ils virði, þá megna þau aldrei ein að veita mönnum varanlega lífshamingju. Fáir munu í alvöru neita því, að þeir tímar, sem vér lifum á séu, að mörgu leyti, umbrota- og upplausnartimar, og því er oss áreiðanlega mikil þörf á þvi að hlusta vandlega á þann trúarlega og siðferðilega boðskap, sem fjallræðan hefur að geyma. Mörg dæmi mætti nefna, þar sem einmitt lífsspeki fjallræð- unnar hefur beint huga manna inn á nýjar brautir trúar og sið- ferðilegrar alvöru. Flestir kann- ast við skáldsnillinginn Leo Tol- stoy. Hann ritaði ódauðlegar bók menntir, en hann réð oft ekki við hinar lægri hvatir í sál sinni. En svo sá hann lífið í nýju ljósi og breytti um lífsstefnu. Hann segir svo frá: „Fyrir fáum árum fór ég í alvöru að trúa kenningum Krists, og líf mitt breyttist. Ég hætti að þrá það, sem ég hafði áður þráð. Lífsstefna mín og áhugamál urðu önnur en áður. Það var sem gott og Ult hcfði skipti um svið“. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.