Morgunblaðið - 22.11.1959, Page 13

Morgunblaðið - 22.11.1959, Page 13
Sunnudagur 22. nðv. 1959 MORVVNBLAÐ1Ð 13 Mynd Jjessi var tekin af ríkisstjórninni á Alþingi sl. föstudag. Talið frá vinstri: Emil Jónsson, Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Guðmundur I. Guömundsson, Gylfi Þ. Gíslason, Gunnar Thoroddsen og Ingólfur Jónsson. ^ REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 21. növ. Ný stjórn Stjórnarmyndun Sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokks nú er rökrétt afleiðing ekki aðeins síðustu Alþingiskosninga heldur þróunar íslenzkra stjórnmála undanfarin ár. Fylgisaukning Sjálfstæðismanna í Hræðslu- bandalagskosningunum 1956, sem óumdeilanlega var fyrst og fremst á kostnað Alþýðuflokks- ins, og endurheimt hans á veru- legum hluta þess fylgis á þessu ári sannar, að þúsundir kjós- enda, sem úrslitum geta ráðið í þessu landi, vilja samvinnu þess- ara tveggja flokka. Samstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna var gersam- lega búið að ganga sér til húðar. Að því leyti mátti segja, að Hræðslubandalagstilraunin væri skiljanleg, þó að meginhugsun hennar væri fjarstæða. Vitanlega gat það aldrei blessazt, að 37— 38% þjóðarinnar gæti farið með völd í landijiu, jafnvel þótt hægt væri að afla sér meirihluta á Al- þingi með vaf asömum ráðum. Enn fjarstæðara var slíkt, þegar á daginn kom, að saman höfðu flokkarnir ekki nema 33—34%, eins og reyndist í Hræðslubanda- lagskosningunum 1956. Samstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðismanna er af gerólík- um toga spunnið. Eftir kosning- unum nú eru 55% kjósenda fylgj- andi hinni nýju stjórn. Hún hefur mun meira fylgi meðal kjósenda en V-stjórnin hafði, þó að talið væri saman fylgi allra flokkanna þriggja, sem hana studdu, Fram- sóknar, Alþýðuflokks og komm- únista. Kjósendur ráða Með myndun hinnar nýj u stjórnar er þess vegna farið að vilja meirihluta kjósenda. Nú sr ekki brotið á móti loforðum, sem gefin voru fyrir kosningar. Þvert á móti, þá voru kosningastefnu- skrár beggja flokka svo svipaðar að efni, að engum duldist, að ef þeim væri fylgt, þá hlytu flokk- arnir að vinna saman á kjörtíma- bilinu. Stefnuskrá hinnar nýju stjórn- ar er ekki löng. Þar eru fá loforð gefin. Þetta er eðlilegt. Aðkom- an á þjóðarbúin er nú ekki slík, að möguleikar séu. til mikilla lof- orðagjafa. Langar stefnuyfirlýs- ingar og loforðalistar hafa og að undanförnu reynzt býsna hald- lítil, þegar til átti að taka. Svika- ferill V-stjórnarinnar er öllum í minni. Framsókn hljóp og úr samstarfi við Sjálfstæðismenn, þrátt fyrir það, þótt ekki væri búið að framkvæma nema að nokkru leyti þau loforð, sem gef- in voru við myndun stjórnar Ól- afs Thors 1953. Meira er vert um athafnir en innantóm fyrir- heit. Hver er aðkomau ? Hið mest aðkallandi verkefni nú er að kanna til hlítar, hvemig komið er fjárhag þjóðarinnar. Því miður er þó nú þegar hægt að segja, að þjóðin hefur lifað um- fram efni, eytt meiru heldur en hún hefur aflað. Ef svo er haldið áfram enn um hríð, getur það ekki endað nema á einn veg, þ. e. a. s. með greiðsluþroti. Ef það er yfirvofandi, þá verð- ur þjóðin umbúðalaust að fá vit- neskju um það, svo og hversu nærri hættan kann að vera. For- senda lækningar er að gengið verði úr skugga um eðli mein- semdarinnar. Almenningi verður þegar í stað að skýra frá hinu sanna. Þetta er nauðsynlegt af mörgum ástæðum, en ekki sízt þeirri, að hér á landi eru það kjósendur, sem ráða. Þeir verða þess vegna að fá rétta vitneskju um höfuðstaðreyndir til þess að þeim sé fært að taka réttar á- kvarðanir. Enda verða engar ráð- stafanir gerðar til leiðréttingar, nema með stuðningi almennings, og hann fæst að sjálfsögðu ekki nema menn viti, hvers eðlis vand inn er. Afturhaldsendinn dæmdi sig úr leik Það mun nokkuð samhljóða álit allra utan Framsóknarflokksins, að tímabært sé að hann fái að hvíla sig frá stjórnarþátttöku um sinn. Ekki vegna þess, að nokkrir vilji „víkja Framsókn til hliðar“, heldur af því, að almenningur er búinn að fá meira en nóg af yfir- gangi hennar, forréttindum og beinum svikum, svo sem nú síð- ast hafa opinberazt í olíuhneyksli SÍS. Flestir telja þess vegna eðli- legt, að Framsóknarmenn sitji nu um hríð við sama hlut og aðrir landsmenn. Enda dylst fæst- um, að það er sannmæli, sem ev- lendur blaðamaður sagði í sum- ar, eftir dvöl sína hér, er hann kallaði Framsókn „afturhalds- endann á íslenzkum stjórnmál- um“. Morgunblaðið er þó ekki þeirr- ar skoðunar, að segja beri eins og Hræðslubandalagsflokkarnir sögðu fyrir kosningar 1956, að þeir ætluðu aldrei að vinna með kommúnistum og Sjálfstæðis- mönnum. Þvílíkar yfirlýsingar eru jafn heimskulegar sem þær eru haldlausar. Það verður að fara eftir mati á málefnum hverju sinni, með hverjum unnið er. Hótanir ber aS hafa að engu Eins og málefnum háttar nú er eðlilegt að bæði Framsókn og kommúnistar séu utan stjórnar. Kommúnistar viðurkenna raunar, að það sé staðreynd, að þjóðin hafi eytt meiru en hún hafi aflað. En þeir eru ófóanlegir til að taka réttum afleiðingum af þessum staðreyndum, heldur bera í mál- flutningi sínum fram ýmist auð- sæjar blekkingar eða óskamm- feilnar hótanir. Hvorugt er lík- legt til lausnar nokkrum vanda. Menn verða að venja sig við, að vandamál verði ekki leyst nema menn hafi kjark til að líta á þau af raunsæi og engin má ryðjast inn í Stjórnarráð íslands með hót unum um að gera ella ólíft í land inu. Ef menn vilja halda uppi löglegu lýðræðisskipulagi, þá verða þeir að hafa þolinmæði og svo mikið traust á eigin mál- stað, að þeir hafi slíkar hótanir að engu. Þetta á ekki síður við dylgjur kommúnista um það, að erfitt kunni að verða að selja Rússum íslenzkar afurðir, ef kommúnista deildin hér á landi verði ekki í stjórn. Skrif Þjóðviljans að und- anförnu hafa verið ætluð til þess að láta menn skilja þetta á fínan hátt. Þessar dylgjur eða dulbúnu hótanir hafa verið bornar fram í því formi, að núverandi stjórnar- flokkar væru andvígir viðskipt- unum við löndin austan járn- tjalds. Þetta er algert öfugmæli. Forystumenn þessara flokka hafa einmitt átt mikinn þátt í að koma þessum viðskiptum á, bæði, er þau voru fyrst tekin upp eftir ófriðarlok, og síðan, er þau voru endurnýjuð á árunum 1952—53. „íslendingar ráða hver jir eru í þeirra ríkisstjórn Allt annað mál er, hvort menn vilja verða algjörlega háðir ein- stökum tilteknum viðskiptalönd- um, eða hvort menn vilja hafa viðskipti sem allra víðast. Sú er a. m. k. stefna Sjálfstæðismanna, sem þeir hafa ötullega barizt fyr- ir. í þeim efnum hefur þá og Alþýðuflokkinn ekki greint á. En kommúnistar láta öðru ’hvoru svo, sem þeir einir geti tryggt viðskiptin austur á bóginn og vist þeirra í stjórninni sé nauðsynleg forsenda fyrir því, að þau haldist. Þess vegna var mjög fróðlegt, þegar fréttamað- ur Morgunblaðsins spurði Mikc- jan, annan valdamesta mann Sovétríkjanna á dögunum: „— Þér töluðuð áðan um sölu á íslenzkum fiski til Sovétríkj- anna. Munduð þið kaupa meira af okkur af fiski, ef við hefðum kommúnista í stjórn? Mikojan: — Við erum þeirrar skoðunar, að kommúnistar séu bezt fállnir til að stjórna ogstjórn með kommúnistum í sé bezta stjórnin. En íslendingar eiga að ráða, hverjir eru í þeirra ríkis- stjórn. Við höfum keypt af ykkur fisk í nokkur ár og kommúnistar hafa ekki verið í stjórn þann tíma“. „Skrifa eins og okhur sýnist44 Eins og sjá má af orðum Miko- jans eru hugmyndir manna um kommúnismann ýmislegar, þar sem hann telur þá bezt fallna til að stjórna. Fróðlegt var að heyra orð ungmennis eins, sem viðtal var við í útvarpinu sl. miðviku- dag. Það er mál fyrir sig, að ýmsum þótti kynlegur sá boðskapur, sem þarna var fluttur í þætti, en nefn ist „Með ungu fólki“ og börn og unglingar munu einkum hlusta á. Ungmennið hélt því sem sé fram, að hér í bæ væri engin boðleg skemmtun nema það sem hann kallaði fylleríispartí í heimahús- um. Þau gætu verið hin bezta skemmtun, þó því aðeins að ekki væri drukkið í hófi. Þetta er boðskapur fyrir sig og skal ekki sérstaklega rætt um hann, heldur hitt, að ekki leynd- ist, að ungmennið var kommún- isti og mélt því m. a. fram til ágætis þeirri stefnu, ( þó að hún væri ekki berum orðum nefnd) að hún tryggði því og öðrum, er hana aðhylltust, að þeir mættu tala eða skrifa eins og þeir vildu. Þess vegna er fróðlegt að kynnast nýju dæmi um komm- únisma í framkvæmd, er gerð- ist fyrir rúmri viku austur í Pól- landi. Þá var fréttaritara banda- ríska stórblaðsins New York Times vikið þaðan úr landi. Er hann spurðist fyrir um, hverjar sakir væru á sig bornar, hvort hann hefði sagt nokkuð rangt í skrifum sínum þaðan, svaraði um boðsmaður pólsku stjórnarinnar á þessa leið: „Spurningin um hvort rangt var sagt eða ekki kemur þessu máli ekki við. Þú hefur skrifað mjög rækilega og í smáatriðum um innri stöðu, flokksmálefni og forystu. Pólska stjórnin getur ekki þolað frásögn, sem kannar málin jafn djúpt“. Með þessari yfirlýsingu tals- manns pólska utanríkisráðuneyt- isins er lýst hinu andlega frelsi, sem ræður hjé kommúnistum. Furðulegt er, að nokkur sá, sem >, segist meta það mikils eða e. t. v. mest að fá að tala, skrifa og hugsa eins og hann sjálfur vill, skuli sækjast eftir slíku fyrir- komulagi. Hinum fremstu yngri kynslóðar skálda og andans manna á íslandi, er og orðin ljós hin andlega þjökun kommúnista. Um það ber glöggt vitni eitt af kvæðum Hannesar Péturssonar í hinni nýju bók hans: „f sumar dölum“. Það hljóðar svo: ..Kreml , 7/ s Svo þetta mun skipið sem ætlar að sigla til álfu akranna þar sem drýpur hunang og smjör. 1917 það sigldi frá vör við sönglist og blaktandi íána, en villtist. Og nú á dökkum, daunillum mar drafnar það niður eftir að viaé* arnir hættu að þenja fram seglin. Og fuglam- ir löngu farnir sem_ fylgdu því spölkorn á leiö. Á skipsins för ber ekki lengur birtu frá sól eða mána. Og þeir sem leita að álfu hun- angsins eigra um ónýtan farkost, vaxpir langri skör, rjála við hnífinn, horfa lymskir á grannann því hungrið er stöðugt og sárt: Þeir éta hver annan“ Sextíu ára starfsferill \ Skiljanlegt er, að kommúnistar kvarti undan því, að hin ungu skáld séu þeim ekki lengur fylgj- andi, þegar eitt hið fremsta þeirra sendir þeim slika kveðju. Með tímanum mun það þykja jafn fráleitt, að nokkur íslend- ingur skuli hafa óskað eftir því, að þröngsýniskreddur kommún- ista yrðu ráðandi á fslandi og okkur þykir nú, er við heyruru um þá stjórnarhætti, sem voru á málefnum íslands á æskudög- um þeirra, sem enn eru lifandi. Fyrir skömmu er komin út end- urminningabók Jóns Krabbe, er hann nefnir: Frá Hafnarstjórn til lýðveldis. Minningar frá löngum embættisferli. Jón Krabbe er nú 85 ára gamall, fæddur hinn 5. janúar 1874. Móðir hans var ís- lenzk en faðir hans danskur vís- inda- og embættismaður. Sjálf- ur hefur Jón tekið órofatryggð við ísland, vann að íslandsmálum beinlínis frá 1899—1953 og hefur raunar síðan verið hollur ráð- gjafi sendiráðs íslands í Kaup- mannahöfn. Jón kom fyrst til starfa sem aðstoðarmaður í is- lenzku stjórnardeildinni í Kaup- mannahöfn 1899, samtímis þvi sem Jón Hermannsson tók við Framh. á bls. 14. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.