Morgunblaðið - 22.11.1959, Side 20

Morgunblaðið - 22.11.1959, Side 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. nóv. 1959 ttn incj c^ec^n uiCjct 19 óinuni EFTIR RITA I HARDINGE — Ég skal fúslega játa, að það var stúlka hérna, sagði hann, — en láttu einhvern fá henni kápuna, svo hún geti farið. Þú mátt ekki neyða hana til að sýna sig hér frammi fyrir öllum þess- um mönnum. —- Ég skal sjálfur láta hana fá kápuna og blessun mína um leið. Mig langar til að sjá hana. Sveita stúlka, sem hefur getað heillað þig, Rupert, hún hlýtur að vera eitthvað óvenjuleg! Allt í einu heyrðist létt fóta- ak og þýð ungmeyjarrödd. — Ef yður þóknast, yðar há- tign — þetta er kápan mín! Helga, barnfóstran, sem fylgt hafði Janet, hneigði sig djúpt fyrir konunginum. — Janet létti. Dásamlega Heiga litla, sem var svo trygg og hugrökk! Hún drúpti höfði svo mjög, að ekki sást í andlit henni, en á hálsinum mátti sjá, hversu ákaft hún roðnaði, þegar hún fann, að allir mennirnir störðu á hana og vissi, hvao kon- ungur og liðsforingjarnir hans hlutu að hugsa. Konungurinn leit niður á Ijósu flétturnar, sem lagðar voru í krans um höfuðið, og virti jafn- framt fyrir sér þessa yndislegu stúlku, sem laut svona auðmjúk frammi fyrir honum, og bæði Janet og Rupert tóku eftir nýrri hættu. Það yrði allt annað en þægilegt, ef Michael bæri kennsl á Helgu. Þá myndi hann krefjast að fá að vita, hvað barnfóstra Páls væri að gera hér, og hann myndi gruna hana um að vera njósnari. Konungur leit háðslega á hana. — Hættu nú að væla, stelpa! hreytti hann úr sér. — Lof mér að sjá þetta andlit, sem gert hef- ur slíkt kraftaverk! En Helga drúpti höfði enn dýpra og grét átakanlega, eins og hún væri frá sér af blygðun og úrræðaleysi. — Ó, hlífið mér, yðar hátign! Lofið mér að fara heim! snökti hún. — Svei mér þá, Rupert, hún er ekki annað en krakki! Ég blygðast mín sannarlega fyrir þig, sagði konungur gremjulega. — I guðs bænum — taktu káp- una þína og farðu þína leið, stelpa! En þótt hann henti kápunni til hennar, kraup Helga jafn álút, unz hann var aftur farinn inn í stofuna. >á faldi hún rjótt andlitið í kápunni og hljóp af stað í blindni, svo hún hefði rek- ið sig á, ef ungi liðsforinginn, sem tekið hafði á móti Janet og henni, hefði ekki rétt út hönd- ina til að styðja hana. — Þetta var laglega af sér vik ið! hvíslaði hann, þegar þau voru komin fram í ganginn, og þessi orð, ásamt handleggnum, sem héit utan um hana, voru næg laun fyrir Helgu. Þessar heimsóknir til kastalans með drottningunni voru henni einkar ljúfar, því að þá fékk hún tæki- færi til að hitta þennan unga liðsforingja. Jafnskjótt og dyrnar höfðu lokazt að baki Helgu, byrjaði konungur að ganga órólega fram og aftur um gólfið. Janet hafði auga með honum, og hún gat sér til um hugarástand hans, meðan hann reyndi að herða sig upp til að framkvæma áform sitt. En hún fann ekkert ráð til að að- vara Rupert. Hún gat aðeins horft á og hlustað, úr felustað sínum. Rupert var reiðilegur á svip. — Þú hefur alla daga svín verið, Michael, sagði hann æfur. — Þú hafðir engan rétt til að fara þannig með vesalings stúlk- una. Konungur stanzaði og sneri sér við, en hann rauk ekki upp í reiði. I stað þess hikaði hann ofurlítið, setti up pdapurlegan svip og sagði nokkuð, sem kom alveg óvænt. — Mér þykir fyrir því, Rupert, ég sé sannarlega eftir því, sagði hann hægt. — Sérð eftir því? — Já. — Nú gerirðu mig þó hissa! Slííkt hefur þú aldrei sagt áður! — Nei, ég veit það. Röddin var orðin svo lág og hógvær. — En nú segi ég það. Þú verður að fyrirgefa mér, Rupert, en taugar mínar eru allar úr skorðum. Rupert starði á hann. Janet hafði aldrei séð hann jafnundr- andi, og hún var næstum eins undrandi sjálf. Þetta var ekki líkt Michael. En hún hafði grun um, að þetta væri aðeins bragð. Svo hélt hann áfram að tala, hratt og andstutt. — Stundum finnst mér eins og ég viti ekki, hvað ég segi eða geri, játaði hann. — Ég er næst- um utan við mig af sorgum og áhyggjum. — Er það svona slæmt? sagði. Rupert vingjarnlega. — Já, einmitt. Ég veit hvorki upp né niður, af því — Já, af því að ég hef verið svo blind- aður. Þú spurðir áðan, af hverju ég kæmi til að tala við þig. Ég kom ekki til að rífast við þig, heldur til að biðja þig um hjálp. — Biðja mig um hjálp? — Já, sagði konungur. — í kvöld varð mér ljóst, hversu slæma ráðgjafa ég hef haft, og hve mikið tjón ég hef unnið land inu. Og nú er mér Ijóst, að það er aðeins einn maður, sem getur hjálpað mér til að bæta úr því. Augu Ruperts Ijómuðu. „Meinarðu þetta í raun og veru? spurði hann ákafur. Konungur kinkaði hægt kolli. — Já, víst meina ég það, sagði hann. — Ég hef farið heimsku- lega að ráði mínu. Ég hef látið menn eins og Bersonin og Retc- hard telja mér t*ú um, að Andro- vía sé ótæmandi auðsuppspretta, sem ég gæti ausið af að vild — að landið sé einungis til fyrir mig. .....gporið yðuj hlaup 6 mlJli maj-gra verzkma1- MRWOl í ÖIIUM «WM! - Austurstraeti SHUtvarpiö Sunnudagur 22. nóvember 9.10 Veðurfregnir .— 9.20 Vikan framundan. 9.30 JFréttir. — Morguntónleikar: „Dagur Sameinuðu þjóðanna 1959“: Endurvarp frá alþjóðleg* um hátíðatónleikum, í Moskvu, Genf og New York 24. okt. (fyrri hluti). a) Hátíðarforleikur eftir Sjostak ovitsj (Sinfóníuhljómsveit Sovétríkjanna; Konstantin Ivanoff stj). ' b) Vöggusöngur úr óratóríunni ,,A friðarverði“ eftir Prokof- jeff (Sara Dolukhanova og drengjakór kórskólans í Moskvu syngja með fyrr« nefndri hljómsv.'. c) Píanókonsert í a-moll op. M eftir Schumann (Wilhelm Kempff og Suisse-Romandn hljómsveitin leika; Ernest Ansermet stjórnar). 10.30 Prestvígsla í Dómkirkjunni: Biskup Islands vígir þrjá guð« fræðikandídata, Hjalta Guð* mundsson til Mountainsafnaðar f Norður-Dakota, Skarphéðin Pét« ursson til Bjarnanesprestakalls I Ausfjur-Skaftafella/.Mfófastsdæmi og Sigurjón Einarsson til Brjáns* lækjarprestakalls 1 Barðastrand* arprófastsdæmi. Séra Sigurbjörn A Gíslason lýsir vígslu og séra Oskar J. Þorláksson þjónar fyrir altari. Vígsluvottar auk þeirra: Séra Olafur Skúlason og séra í»órir Stephensen. Einn hinna ný vígðu presta, Skarphéðinn Péturg son, prédikar. Organleikari: Dr. Páll Isólfsson. 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindaflokkur útvarpsins um kjarnorku í þágu tækni og vís« inda; IV: Nýjar orkulindir (Björn Kristinsson verkfræðing* ur). 14.00 Messa í Fríkirkjunni í Reykja* vík á 60 ára afmæli safnaðaring (Prestur: Séra Þorsteinn Björng son. Organleikari: Sigurður la« ólfsson). 15.15 Kaffitíminn: — (16.00 Veður- fregnir). a) Jacques Ghestem og Raoul Gola leika vinsæl lög á fiðlu og píanó. b) Rita Streich syngur lög úr óperettum. c) Lúðrasveit Reykjavíkur latk- ur; Herbert Hriberschek stjórnar. 16.15 A bókamarkaðnum (Vilhj. I*. Gíslason, útvarpsstjóri), 17.30 Barnatími (Skeggi Asbjarnargoil kennari): Lesið úr fjórum nýjum barna- bókum. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þetta vil ég heyra: Hlustandf velur sér hljómplötur (Guðm. Matthíasson stjórnar þættinum). 19.40 Tilkynningar, — 20.00 Fréttfr. 20.15 „Dagur Sameinuðu þjóðanna 1959“: Endurvarp frá alþjóðleg* um hátíðartónleikum, sem haldn ir voru í Moskvu leika; Konstan tín Ivanoff stjórnar). a) Fiðlukonsert í D-dúr op. 35 (2. og 3. kafli eftir Tjaíkovskí (Valerí Klímoff og Ríkishljóm sveitin í Moskvu leika; Kon- stantín Ivonoff stjórnar). b) Lokaþáttur 9. sinfóníu Beet- hovens (Söngfólkið Elisabeth Schwarzkopf, Maureen Forr ester, Jan Peerce og Kim Borg, Schola Cantorun kórinn og Fílharmoníska hljómsveitin í New York flytja; Eleazar de Carvalho stjórnar.) 21.00 Spurt og spjallað 1 útvarpssaL — Þátttakendur: Ingi R. Helga- son, lögfræðingur, Steingrímur Hermannsson verkfræðingur, Valdimar Kristinsson, viðskipta- fræðingur og Vigfús Guðmunds- son veitirigamaður. Sigurður Magnússon fulltrúi stjórnar um- ræðunum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 23. nóvember I 8.00—10.00 Morgunútvarp ( 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur: Um vetrarfóðr- un (Pétur Gunnarsson tilrauna- stjóri). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tónlistartími barnanna (Sigurð ur Markússon). 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. — 1925 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik ur undir stjórn Hans Antolitsch. a) Ungverskir dansar nr. 1, 3 og 5 eftir Brahms. b) Valse triste eftir Sibelius. c) „Nótt í Madrid“ eftir Glinka. d Skersó og mars úr „Appelsínu prinsinum'* eftir Prokofjeff. 21.00 Þættir úr sögu íslenzkra hand- rita: Flateyjarbók og Vatnshyrna (Jónas Kristjánsson cand. mag). 21.25 Pólsk tónlist: Gísli Magnússon leikur „Þjóðlög fyrir pfanó" eftir Witold Lutoslawskí. 21.40 Um daginn og veginn (Sigurlaug Bjarnadóttir). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Islenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.30 Kammertónleikar: Kvintett í Es-dúr K. 452 eftir Mozart. — Rudolf Serkin og með- limir úr Fíladelfíublásarakvintett inum leika. 23.00 Dagskrárlok. Heildverzlun óskar að ráða stúlku til að vélrita nótur og svara í síma. — Nafn og heimilisfang leggist í Pósthólf 1031, Reykjavík. Teddy Sýning á framleiðslu- vörum okkar er í sýningarglugga Málarans. BARNAFATAGERÐIN S.F. VESTURGÖTU 25 ☆ Teddy Teddy kuldaúlpan er nýjung sem vekur mikla athygli. ☆ úlpan er smekkleg, þægileg, hlý, Hún er unnin úr alullarefni. Fást hjá Verzl. Valborg, Austurstræti 12, Verzl. Sóley, Laugav. 33, Verzl. Marteins Einarssonar & Co. Laugav. 31. BINGÓ BINGO Brátt geta allir eignast BINGÓ BING Spií fyrír bont o<j $i(ílöró>tú BINGÓ kemur á markaðinn fyrir mán- aðamót. Látið BINGÓ stytta yður skammdegis- stundirnar. Steinskriða hefur lnm í gjótu. Hann bt Andalmætti við að halda sér upp úr ] hennar reyna að ryðja frá munn-1 fram fram. Gættu að þér Sirrí, oiium I vatninu, meðan Sirrí og faðir ‘ anum. Sirrí hvetur hestinn, á-1 steinarnir eru að losna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.