Morgunblaðið - 22.11.1959, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.11.1959, Qupperneq 23
Sunnudagur 22. nóv. 1959 MORGVNBtAÐIÐ 23 Fiskiðnaða rná mskeið haldið í Reykjavík 46 þátttakendur víðs vegar af landinu FYRRA laugardag hófst hér í eyri, 1 frá Húsavík, 1 frá Seyðis- bænum fiskiðnaðarnámskeið á vegum sjávarútvegsmálaráðu- firði, 1 frá Reyðarfirði, 3 frá Djúpavogi og 1 frá Eyrarbakka. Kennarar á námskeiðinu eru neytisins og veitir fiskimatsstjóri, aujj. Bergsveins Bergsveinssonar, því forstöðu. Þátttakendur eru 46, þar af 5 stúlkur. Námskeiðið stendur í þrjár vikur og fer fram daglega verkleg og bókleg kennlsa. Bóknámið fer fram í fundarsal 1 Hamarshúsinu. Eru daglega flutt þrjú erindi um mál er varða framleiðslu og fiskmat á hrað- frystum fiski til útflutnings, svo og mat á ísvörðum fiski áður en hann er tekinn til vinnslu. Verk- lega kennslan fer fram í hrað- frystihúsinu ísbjörninn á Sel- tjarnarnesi á kvöldin, eftir að daglegum störfum þar er hætt, og í hraðfrystihúsi Júpiters og Marz á morgnana. Þátttakendur í námskeiðinu þurfa að hafa unnið við þessi störf áður og verða m.a. að leggja fram heilbrigðisvottorð og um- sögn frá viðkomandi yfirmats- manni um fyrri störf. Eru þátt- takendur víðs vegar að af land- inu, 3 piltar frá Hafnarfirði, 2 stúlkur og X piltur af Seltjarnar- nesi, 10 piltar og 3 stúlkur úr Reykjavík, 3 piltar frá Akranesi, 2 frá Grundarfirði, 2 frá Ólafs- vík, 1 frá Bolungarvík, 3 frá ísafirði, 2 frá Súðavík, 1 frá Hofs- ós, 1 frá Siglufirði, 1 frá Ólafs- firði, 1 úr Hrísey, 3 frá Akur- yfirfiskmatsstjóra, dr. Sigurður Pétursson, gerlafræðingur, Sig- urður Haraldsson, efnaverkfræð- ingur, Finnbogi Árnason, yfirfisk matsmaður, Lýður Jónsson, yfir- fiskmatsmaður, Ólafur Árnason, yfirfiskmatsmaður, Einar Jó- hannsson, fiskvinnslufræðingur, Óttar Hanson, fiskvinnslufræðing ur, Einar Ingi Sigurðsson, skrif- stofustjóri, Arnlaugur Sigurjóns- son, eftirlitsmaður og Guðmund- ur Jóhannsson, eftirlitsmaður. Að námskeiðinu loknu geta þátttakendur starfað við fiskmat og hverskonar eftirlit með fisk- framleiðslu, að loknum hæfileg- um reynzlutíma. Glæsilegir tónleikar Deep River Boys Helgarnámskeið Sambands ísL ung- temnlara SAMBANDIÐ íslenzkir ung- templarar efnir til svokallaðs helgarnámskeiðs í ýmsum grein um félagsmála, dagana 27., 28. og 29. nóvember n. k. Á námskeiðinu, sem ætlað er ungu fólki, verður veitt fræðsla um fundi og fundastjórn, dag- skrá funda og skemmtisamkoma, leiðbeint verður í upplestri og um framkomu ræðumanna, og fleira. Leiðbeinendur á námskeið inu verða Einar Björnsson, full- trúi, Magnús Óskarsson, Iögfræð ingur, Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona og séra Árelíus Níels- son, sem verður forstöðumaður námskeiðsins. Námskeiðið hefst föstudags- kvöldið 27. nóv. kl. 8,30 og verð- ur leiðbeint til kl. 11 um kvöldið. Verður svo haldið áfram á laug- ardag kl. 16,30 og til kl. 19,00, og á sunnudagskvöld lýkur nám- skeiðinu með dansæfingu í Góð- templarahúsinu. ÖUn ungu fólki, sem áhuga hefur fyrir félags- starfi, er heimil þátttaka í námskeiðinu meðan húsrúm leyf lr. Þátttökugjald er kr. 20,00. — Innritun fer fram að Fríkirkju- vegi 11 (bakhúsi), þriðjudaginn 24. nóv. kl. 5—7 e.h. ÞESSA dagana stendur yfir heim sókn eins frægasta söngflokks, sem hingað hefur komið. Eru það hinir vinsælu söngvarar Deep River Boys. Þeir eru hingað komnir á vegum Hjálparsveitar skáta og rennur allur ágóði skemmtananna til hinna þörfu starfsemi þeirra. Ég get fullyrt, að sú skemmtun, sem hér er upp á boðið, er með því bezta, sem gerzt hefur í ís- lenzku skemmtanalífi. Ágæt hljómsveit Svavars Gests að- stoðar negrana við sönginn, en leikur einnig nokkur lög án þeirra. Skemmtunin hófst á að hljóm- sveitin lék hið vinsæla Red River Rock en í því lagi naut sín vel gítarleikur Eyþórs Þorlákssonar. Er leikur hans öruggur og fágað- ur. Höfum við þarna eignast gít arleikara á borð við þá beztu er- lendis. Deep River Boys koma dansandi inn á sviðið, frjálsir og skemmtilegir í framkomu. Eru þetta þrír söngvarar og píanisti. Sungu þeir vinsæl amerísk dæg- urlög, gömul og ný. Var söngur þeirra og meðferð hreinasta snilld. Bezt fannst mér þeir syngja hið gamla, góða lag Melancholy Baby, en mikla kát- ínu vakti hin kómiska túlkun þeirra á laginu Honey ■— Honey. Píanóleikarinn lék sóló, Tea for Two, í frumlegri útsetningu. Er tækni hans afburðagóð og út- setningin skemmtileg. Eftir hlé komu fram Jón Val- geirs og Edda Scheving. Sýndu þau nokkra dansa við ágætar undirtebtir. Eyþór Þorláksson lék sóló á gítar og Reynir Jóns- son á harmoniku. Var hvort tveggja prýðisvel gert. Deep River Boys komu nú fram aftur. Fyrst röktu þeir sögu Blues söngvarana, sungu lög og skýrðu þróun söngsins, hvernig hann varð til á vörum alþýðunn- ar, síðar sálmasöngur og loks einn vinsælasti þáttur jazzins. Þennan „sögusöng“ færðu þre- menningarnir fram á áhrifaríkan hátt og hápunkti náði stemmn- íslenzku bræðurnir í BLAÐINU í gær birtist frá- sögn, þýdd úr danska blaðinu Politiken, um þrjá íslenzka bræð ur, Einarssyni, sem ekki höfðu sézt um 50 ára skeið, en hittust á dögunum í Danmörku. — Hinn elzti bræðranna var nefndur Carl í hinu danska blaði og „titl- aður „amtmaður“. Mbl. hefir verið tjáð, að hér muni vera um að ræða Karl J. Einarsson, fyrrverandi sýslu- mann og alþm. Vestmannaeyja. Sigtryggur Eyjólfs son 85 ára STYKKISHÓLMI: — Sigtryggur Eyjólfsson, trésmíðameistari í Stykkishólmi, á 85 ára afmæli í dag. Hann er fæddur í Gillastöð- um í Laxárdal, Dalasýslu. For- eldrar hans voru Ingigerður Sig- tryggsdóttir og Eyjólfur Skúla- son. Hann lærði trésmíði hjá Guttormi í Hjarðarholti og stund aði þá iðn æ síðan. Hafði hann meistararéttindi bæði í skipa- smíði og húsasmíði. Á ísafirði var hann um skeið við skipa- smíði, en kom til Stykkishólms 1923 og hefur ætíð verið hér síð- an. Fyrir nokkrum árum er hann hættur allri smíði. Sigtryggur er góður hestamaður og fór orð af gæðingum hans á þeim tíma sem hestar voru hvað mest notaðir hér á landi. — Á. H. irigin, er þeir gengu fram salinn, syngjandi „When The Saints Go Marchin’ in“. Eftir þennan þátt sungu þeir mörg lög, sem almenn ingur þekkir vel, m. a. Twilight Time og „Dry Bones“, en það lag sungu Delta Rythm Boys hér á sínum tíma. Að endingu sungu Deep River Boys eitt lag á íslenzku við mik- inn fögnuð. Var það lagið „Far- maður fæddur á landi“. Náðu þeir furðu vel tökum á textanum, en þó vildi hinn erfiði framburð- ur þvælast nokkuð fyrir þeim. Hlógu menn óspart, er einn þeirra söng: „kúna mí heima og krakana átta, þau kúna á prasa og hátta.“ Um leið og söngvararnir kvöddu og gekk einn þeirra að hljóðnemanum og sagði: Góda nott, vid koma aftúr í morgun.“ Menn eru eindregið hvattir til að sjá þessa skemmtilegu lista- menn, þar eð hér er á ferðinni eitt það bezta, sem hingað hefur komið. Lassi. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. þjóðernissinnanna því yfir dag- inn eftir, að „Daily Herald“ flutti fyrrgreinda frétt, að lýðveldis- herinn hefði aldrei látið sér til hugar koma annað eins og að ræna ríkiserfingjanum. — For- mælandinn sagði: „Ég trúi ekki þessum sögusögnum. írskir þjóð- emissinnar mundu aldrei hverfa að slíkum örþrifaráðum. — Því- líkt framferði væri í algerri and- stöðu við þær leiðir, sem hreyf- ingin hefur alltaf viljað fara til þess að leysa Norður-írland und- an yfirráðum Breta — og loks vil ég bæta því við, að ég trúi því ekki, að nokkur lýðveldis- sinni geti látið sér til hugar koma að ræna litlum dreng“. — ★ — Scotland Yard hefur hvorki viljað segja af né á um sann- leiksgildi orðrómsins og fréttar þeirrar, sem „Daily Herald“ flutti. — Talsmaður Scotland Yard-lögreglunnar sagði m. a. í þessu sambandi: „Við getúm ekki sagt neitt frekar um ástæð- urnar til þess, að sérstakur lög- regluvörður hefur verið settur við Cheam-skólann“, — En á sunnudaginn hafði Scotland Yard látið svo um mælt, að lög- regluvörðurinn væri settur vegna þess, að „óviðkomandi fólk“ hefði sézt í nágrenni skólans. — ★ — Hvort ’ sem nokkuð er hæft í þeim orðrómi, sem gengið hefur í Englandi undanfarna viku, eða ekki, má geta þess, að yfirlýst stefna írsku lýðveldissinnanna og hins útlæga hers þeirra er, að sameina írland — með valdi, ef nauðsyn krefur. Sigurður Ölason Hæslarctlarlögmaður Þorvaldur Lúðviksson HcraSsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Áuslurstræti 14. Sinii 1-55-35 Verzlunarfyrirtæki óskar eftir Bilreiðastjóra Uppl. á Hofsvallag. 22. n. hæð t.h. milli kl. 1—3 í dag. Fokheld íbúð óskast 2ja—4ra herb. íbúð, fokheld eða í smíðum, óskast til kaups. Góð kjallaraíbúð eða risíbúð, kemur til greina. Tilboðsendist afgr. Mbl., merkt: „íbúðar- kaup — 8640“. Maðurinn minn, PÁLL KR. JÓNSSON, Njálsgötu 2, lézt föstudaginn 20. þessa mánaðar. — Katrín Kjartansdóttir. Móðir mín, HREFNA JÓHANNESDÓTTIR, andaðist í Landsspítalanum 20. nóvember. Fyrir hönd ættingja. Hólmfríður Árnadóttir. Tarðarför konunnar minnar, JÓRUNNAR ÓLAFSDÓTTUR, Akurhúsum, Garði, fer fram frá Útskálakirkju, þriðjudaginn 24. þ. m. og hefst kl. 13.15 með hús- kveðju að heimili okkar. Þorlákur Benediktsson. Útför KRISTJÁNS BJARNASONAR frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, fer fram frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 24. þ. m. kl. 13,30. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Guðrún Bjarnadóttir. Bálför bróður okkar og stjúpföður míns, GUÐNA G. SIGURÐSSONAR, málara, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. nóvem- ber kl. 1,30 e. h. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans skal bent á Rrabbameinsfélagið. Stefanía Guðjónsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Haraldur Þórðarson. Innilegt þakklæti til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar, SIGRÍÐAR ÞORLEIFSDÓTTUR. Fyrir hönd barna og tengdabarna. Björn Þórðarson. Hjartanlegt þakklætisendum vér öllum er auð- sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför NIKOLÍNU H. K. ÞORLÁKSDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda. Leifur Guðmundsson. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HELGU HELGADÓTTUR, Melahúsi við Hjarðarhaga. Bjarni Bjarnason, Aðalsteinn Vigfússon. Lmilegustu þakkir til allra sem auðsýndu mér samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, KÁRA SIGURÐSSONAR. Sérstaklega vil ég þakka Karlakór Reykjavíkur, starfsfólki Útvegsbanka íslands, Magnúsar Víglunds- sonar h.f. og hraðfrystihúss h.f. Júpeters og Marz. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Guðríður Guðlaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.