Morgunblaðið - 26.11.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.11.1959, Qupperneq 2
2 MORGUNBT AÐ1Ð Fimmtudagur 26. rióv. 1959 Frjálslegri viðskipti er kjörordid í Evrópu STRA’SSBOHG, 25. nóv. NTB- Reuter. — Ráðherranefnd Hins sameiginlega markaðar Evrópu birti í dag ákvörðun sína um að ráðstafanir hlutaðeigandi ríkja tii frjálslegri verzlunarhátta skyldu einnig taka til landa utan svæðis- ins. í yfirlýsingu, sem birt var í dag, segir að ríkin sex, að standa að Hinum sameiginlega markaði, muni veita öðrum ríkjum sömu innflutningsívilnanir og þau eiga Breytingar á rit- stjórn Þjóðviljans ÞJÓÐVILJINN skýrir frá því að gerðar hafi verið breytingar á ritstjórn blaðsins. Hefur Magnús Torfi Ólafsson, sem verið hefur blaðamaður, nú verið ráðinn rit- stjóri ásamt þeim Magnúsi Kjart- anssyni og Sigurði Guðmunds- syni. Þá hefur ívar H. Jónsson tekið við fréttaritstjórastarfinu af Jóni Bjarnasyni, sem gerður hefur verið að ritstjóra frétta- þátta. sjálf að njóta hvert gagnvart öðru eftir 1. janúar lð60. Umræddar ráðstafanir skulu ná til allra aðildarríkja Al’þjóð- legu tollá- og viðskiptanefndar- innar og nokkurra fleiri landa. í yfirlýsingu sinni hvetur nefndin öll önnur ríki í Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu (OEEC) til að gera svipaðar ráðstafanir. Rík- in sem til greina koma í sam- bandi við innflutningsívilnanir um áramótin, munu einnig njóta góðs af tóllalækkunum ríkjanna á Sameiginlega markaðinum, sem koma til framkvæmda 1. júlí nk. Slíkar lækkanir kom þó ekki til greina þegar svo stendur á, að lækkanirnar mundu leiða til þess að tollar yrðu lægri en þair eru milli ríkjanna sex, sem standa að hinum sameiginlega markaði. Ný nefnd Á fundinum í Strassborg urðu ráðherrarnir ennfremur ásáttir um að setja á laggirnar nefnd, sem hafi samvinnu við önnur Evrópuríki um að kanna mögu- leikana á því að stuðla enn að frjálslegri viðskiptaháttum 1 Evrópu og heiminum yfirleitt. Ónýtu fleygt af DÆMI um það hvernig óþurrk- arnir í sumar hafa leikið bændur var að sjá í Þingvallasveitinni í gær. Vegfarendur á leið frá Sogs- virkjuninni til Þingvalla sáu hvar fólk frá Miðfelli í Þingvaila- hreppi var önnum kafið við hey- vinnu. Það var að aka gulnuðu, illa förnu heyi á heygrind út af túnbletti, til að fleygja því. Þar hefur sjálfsagt verið fleygt 50—60 hestum af ónýtu heyi. Víða á bæjum þar um slóðir munu bændur nú vera að losa af blettum sínum hrakið og ónýtt hey, þó ekki sé það í eins stórum stíl og þetta. Og þó heyskapur- inn hafi verið erfiður þar.náðist þó nokkurt hey framan af sumri, og ástandið því heldur skárra þar um slóðir en þegar kemur austur í Rangárvallasýsluna og Skafta- fellssýslur. En heyið er allt frek- ar lélegt. Dagskrá Alþingis í DAG er boðaður fundur í sam- einuðu Alþingi kl. 1,30 og að honum loknum eru boðaðir fundir í deildum. — A dagskrá sameinaðs þings eru þrjú mál: 1. Fyrirspurnir: a. Lántaka í Bandaríkjunum. Hvort leyfð skuli. b. Vörukaupalán í Banda- ríkjunum. — Hvort leyfð skuli. 2. Byggingarsjóður ríkisins. — Hvernig ræða skuli. 3. Byggingarsjóðir. — Hvernig ræða skuli. Fjögur mál eru á dagskrá efri deildar: 1. Gjaldaviðauki 1960, frv. — 1. umræða. 2. Dýrtíðarráðstafanir vegna at- vinnuveganna, frv. — 1. umr. 3. Tollskrá o. fl., frv. — 1. umr. 4. Bifreiðaskattur o. fl., frv. — 1. umræða. Á dagskrá neðri deildar eru tvö mál: 1. Bifreiðaskattur o. fl. frv. — 1. umræða. 2. Áburðarverksmiðja, frv. ____ 1. unuæoa. heyinu túnunum Heyið sem feygt var af tún- blettinum frá Miðfelli, mun hafa verið slegið seint í ágúst, náðist þá illa hrakið upp í sæti, og ekki verið viðlit að hreyfa það síðan. Er því ekki lengur um annað að gera en henda því. Þing Farmanna- og fiskimannasam- bandsins NlTJÁNDA þing Farmanna- og fiskimannasambands Islands var sett í gær í Reykjavík. Mættir eru um 30 fulltrúar víðs vegar að af landinu. Forseti sambands- ins, Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, setti þingið með ræðu. Þingfor- seti var kjörinn Þorsteinn Árna- son vélstjóri, Reykjavík, og rit- ari Guðmundur Jensson. í dag var kosið í nefndir og byrjað að ræða dagskrármál, en helzt þeirra eru hafna- og vita- mál, skipabyggingar, réttindamál sjómanna, sameining á vélfræði- kennslu við Sjómannaskólann, veðurathuganir, landhelgismál, hagnýt meðferð fiskjar, auk margra annarra mála. Búizt er við að þingi ljúki á laugardag. Fríverzlunarlöndin bíða átekta Ríkin sjö sem sömdu um Frí- verzlunarsvæði Evrópu hafa á- kveðið að bíða átekta og tillagna frá Hinum sarrieiginlega markaði, áður en þau gera ráðstafánir til að brúa bilið milli þessara tveggja viðskiptabandalaga í Evrópu. Þetta er haft eftir góðum heimildum í London í kvöld. Það er enn helzta markmið ríkjanna á Fríverzlunarsvæðinu, að banda- lögin verði sameinuð, en þau hafa ekki í hyggju að gera sérstakar ráðstafanir að svo komnu máli til að koma slíkri sameiningu til leiðar. Þessi sjö ríki vilja ekki gera neitt það, sem síðar kyimi að torvelda slíka sameiningu, og þess vegna munu þau bíða átekta. Hins vegar er því haldið fram, að ríkisstjómir þessara ríkja muni kynna sér niðurstöður ráð- herranefndarinnar í Strassborg ráekilega, áður en Fríverzlunar- sáttmálinn verður endanlega stað festur í byrjun desember. Tvær ísiisk- sölur í gær f GÆR seldu tveir togarar afla sinn í V-Þýzkalandi. Annar tog- aranna Svalbakur, seldi í Cux- haven 136 tonn af ísvörðum fiski fyrir 108.800 mörk, sem er ágætt markaðsverð. í Bremerhaven landaði Þorsteinn þorskabítur 115 tonn og seldi fyrir 86.200 mörk. ÞORBJÖRN KARLSSON, verkfræðingur, ritar fróðlega grein um jarðboranir í síð- asta hefti Iðnaðamála. Segir hann m.a. frá því, að fyrir skemmstu hafi verið boruð vestur í Bandaríkjunum tæp- lega 8 km. djúp hola í olíuleit. Þetta er dýpsta holan, sem boruð hefur verið og þrisvar sinnum dýpri en „stóri bor- inn“ okkar getur borað, enda er hann af minnstu gerð þeirra bora, sem notaðir eru við olíuleit. En djúpa holan í Texas bar engan árangur og segir Þor- björn, að þessi misheppnaða borun sé dæmigerð fyrir olíu leitina í dag. Sífellt sé varið meira fé til borana, en árang- urinn sé oft lítill sem enginn. Þessi aukni kostnaður hafi þó ekki haft jafnmikil áhrif á olíuverðið og ætla mætti, því borunartækni hafi fleygt fram og útlit sé fyrir að borunar- kostnaður muni jafnvel fara lækkandi á næstu árum. í greinínni skýrir Þorbjörn mismunandi borunaraðferðir og greinir frá hinum ýmsu vandamálum, sem við er að etja í boruninni. Nú eru ýmist notaðir svonefndir höggborar eða snúningsborar. Höggbor- arnir eru eins konar meitlar, sem gjarnan eru notaðir, þeg- ar um hörð jarðlög er að ræða, en snúningsborarnir eru líkastir venjulegum trébor, nema hvað vatn, loft eða aur- leðja er notuð til þess að þrýsta svarfinu upp úr bor- holunni. En mikill jarðhiti getur oft tafið fyrir boruninni og enda þótt borinn sé stöðugt kældur flýtir hitinn fyrir tæringu bor tækjanna. T. d. hefur 240 stiga hiti verið mældur í 4600 metra borholu í Texas. í Fróðleg grein um jarðboranir Hveragerði segir Þorbjöm, að hitinn hafi komizt upp í 200 stig í 400 metra dýpi, en 130 stig á sama dýpi í Reykjavík. Þá segir Þorbjörn: — Vegna hinnar gífurlegu útbreiðslu snúningsbora í seinni tíð hafa kostir höggbora í hörðum þurrum jarðlögum á meðal- dýpi fallið í skuggann. í hörð- um jarðlögum hefur stundum verið reynt að sameina kosti þessara tveggja aðferða með því að byrja með höggbor í efstu lögunum ,en skipta síð- an yfir í snúningsborun þeg- ar dýpra kemur. Hefur sú að- ferð verið notuð við borun gufuborsins í Reykjavík og gefið góða raun. Hamarborinn, sem er ný uppfinning, sameinar í einum bor höggbor og snúningsbor. Hamarútbúnaðinum er komið fyrir í venjulegum snúnings- bor milli álagsstanga og bor- krónu, sem er fremst á born- um. Þessi bor líkist venjuleg- um loftbor ,sem er knúinn af Þorbjörn Karlsson Mál drykkjusjúklinga rædd á bæjarráðsfundi þessari nefnd eru Kristinn Stef- ánsson áfengisvarnaráðunautur, Jónas Guðmundsson skrifstofu- stjóri og dr. Sigurður Sigurðsson yfirlæknir. Mun vera ætlunin að ljúka endurskoðun þessara laga fyrir lok þessa árs. Á FUNDI bæjarráðs Reykjavík- ur á þriðj udaginn, var rætt um mál nokkurra drykkjusjúklinga, sem eru á vergangi hér í bænum. Yfirframfærslufulltrúi hafði skrifað bæjarráði um bágar að stæður þessara drykkjusjúkl- inga. Er um að ræða 10 manns og munu ástæður þessa fólks vera þær, að það mun ekki vera tækt á þau hæli, sem starfrækt eru fyrir þessa sjúklinga. Er fólkið á stöðug- um þvælingi í áfengisleit, milli þess sem það hefur þak yfir höfuð sér í fangageymslu eða fær að vera úti um nætur. Eru kjör þess hin bágustu. Iðulega liggur fólk þetta inni í verkamannaskýlinu. Nú er verið að endurskoða lög- in um umferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. Taldi bæjarráð að senda bæri nefnd þessari greinargerð yfirframfærslufull- trúa um ástæður þessa fólks. í Fimdiir kaup manna HAFNARFIRÐI — Fyrsti fundur Kaupmamnafél. Hafn- arfjarðar á vetrinum verður í kvöld kl. 8.30. Hann verður haldinn að Strandgötu 4 (í húsi Jóns Mathiesens) og með- al umræðuefna eru trygging- ar- og verðlagsmál. Dýpsta borhola í heimi 8 km. leðjustraumi í stað þrýsti- lofts. Hann heggur niður bor- krónunni 400—1000. sinnum á mínútu um leið og borinn snýst 50—100 snúninga á mín- útu. f sumum hörðum jarðlög um hefur hamarborinn náð allt að 10 sinnum meiri bor- hraða en venjulegur snúnings bor. En einn aðalókosturinn við snúningsborinn er sá, að eft- ir því sem holan dýpkar eykst orkutapið vegna núnings bor- stanganna við holuveggina. í 3 km. djúpri holu tapast t.d. um 90% af orku þeirri, sem þarf á yfirborðinu til þess að snúa borstöngunum í hol- unni. Þar af leiðandi hefur miklu fé verið varið til þess að finna upp nýjar aðferðir, sem nýta orkuna betur og gera borun- ina sjálfa ódýrari. Hverfilborinn er ein þess- ara nýjunga. Þar snýst aðeins borkrónan, sem knúin er með leðju eða vatni. en sjálfar bor stangirnar snúast ekki. í Rúss landi eru menn líka farnir að nota litla rafmótora til þess að knýja hverfisborinn — og eru þessir mótorar látnir fylgja borkrónunni niður í jörðina. Það nýjasta á þessu sviði er eldborinn, sem er á byrjunar- stigi í Rússlandi Er bor þessi líkastur logsuðutæki, sem bræðir sér göng niður í jörð- ina. Nefnir Þorbjörn tvo bora í þessu sambandi. Annar myndar 2000 stiga hita, hinn allt að 3500 stiga hita. 30 menn fnrost í ofviðri TOKÝÓ, 25. nóv. NTB-AFP: - 30 manns fórust eða er saknað eftir að flutningapramma og fisk bát hvolfdi í dag úti fyrir Kyrra hafsströnd Japans þegar ofviðr gekk yfir. 1 fiskibátnum voru 21 menn og fóru þeir allir í sjóinn þegar honum hvolfdi, en björg unarliði tókst að bjarga sei þeirra, en átta annarra er sakn að. Bandarískar leitarflugvéla voru sendar á vettvang til ai leita hinna týndu og bjarga þeim séu þeir enn lífs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.