Morgunblaðið - 26.11.1959, Page 6

Morgunblaðið - 26.11.1959, Page 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Fímmíudagur 26. nóv. 1959 Miklarbæturtildrengs ermeiddistávistheimili ■Bl—■■■^^“■■■■■■*^B^™,—■■■■■■■■“■■“■■■■■■^■■■■■■■■■■■^■■Mi Skaðabótamdl dæmt í Hæstarétti ÉNN er genginn dómur í skaða- bótamáli, sem höfðað var gegn ríkissjóði. Er hér um óvenjulegt mál að ræða. Eru skaðabótakröf- urnar gerðar vegna slysa, er drengur er dvaldist á drengja- vistheimilinu í Breiðuvík, varð fyrir í leik við skólafélaga sína. 1 þessu máli var skaðabótaskyld- an lögð á herðar ríkissjóði og var hann dæmdur til greiðslu á nokkuð á annað hundrað þúsund krónum. Aðilar að málinu eru Sigurður ísaksson, Selvogsgötu 8, Hafnar- firði, en hann höfðaði málið vegna sonar síns, Jóns, sem var 9 ára er slysið varð og er því ófjárráða. Hinn málsaðilinn eru fjármála- og menntamálaráðu- neytið f. h. ríkissjóðs, en sem kunnugt er rekur ríkið vist- heimilið í Breiðuvík. Forsaga málsins er á þá leið, að i nóvember 1955 var Jóni syni Sigurðar ísakssonar, og konu hans, komið til dvalar á Breiðuvíkurheimilinu. — Höfðu foreldrar drengsins um það framgöngu í samráði við barna- verndarnefnd Akraness, en þar bjuggu foreldrar Jóns þá. — Nokkru fyrir jólin þetta sama ár bar það við að þáverandi for- stöðumaður heimilisins, Kristján Sigurðsson, heyrði hljóð í dreng úr gangi er liggur að herbergjum vistheimilisdrengjanna. Fór for- stöðumaðurinn ásamt konu sinni þegar á vettvang. Komu þau að Jóni, þar sem hann hélt hendi fyrir öðru auganu. Var forstöðu- manninum tjáð að einn drengj- anna hefði skotið ör í auga drengsins. Hjónin fóru með Jón litla þeg- ar inn í íbúð sína og lcönnuðu meiðslin. Kom í Ijós að augað var blóðhlaupið, en ósært að því er þeim virtist. Forstöðumaður- inn hafði þegar samband við hér- aðslæknirinn á Patreksfirði, er ekki kvaðst geta komið, enda gæti hann ekki veitt aðra hjálp en að binda um augað, sem og var gert. Við athugun kom í ljós að einn vistheimilisdrengjanna hafði skotið ör af boga upp úr kjall- arastiga, en í því bar Jón að og fékk hann örina í augað. Bogi þessi var eign heimilisins og hafði forstöðumaðurinn eigi leyft að hann eða aðrir bogar heimilis- ins væru notaðir nema á vissum svæðum úti við og ekki nema að honum sjálfum viðstöddum. Forstöðumaðurinn fylgdist með hinu særða auga og hafði nokkrum sinnum samband við héraðslæknirinn á Patreksfirði. — Sérfræðingur skoðaði auga drengsins haustið 1956 og kom í Ijós að drengurinn var blindur á hinu skaddaða auga. í héraðsdómi urðu úrslit máls- ins þau að ríkissjóður var dæmdur til greiðslu á kr. 115,800 ásamt 6% vöxtum frá 1. febrúar 1956. — Þennan dóm staðfesti Hæstiréttur. Segir fyrst á þessa leið um kröfur aðila fyrir dómi: Aðaláfrýjandi (ríkissjóður) hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 10. apríl 1959. Hann krefst aðallega sýknu og málskostnaðar fyrir Hæsta- rétti úr hendi gagnáfrýjanda, en til vara lækkunar á kröfum hans og að málskostnaður verði felld- ur niður. Gagnáfrýjandi (Sig. ísaksson vegna Jóns sonar sins) krefst þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða sér kr. 150.800.00 ásamt 6% ársvöxtum frá 1. febr. 1956 til greiðsludags og máls- kostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti, eins og að málið væri eigi gj af sóknar mál. Fyrir Hæstarétti hafa verið lögð fram nokkur ný gögn þ. á. m. endurrit af vitnaprófum, er háð voru eftir uppsögu héraðs- dóms. Kom þá fyrir dóm Kristján Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Breiðavíkurhælis, starfsstúlka hælisins á þeim tíma, er slysið varð, og þrír drengja þeirra, er þá voru vistmenn á hælinu, þ. á. m. drengurinn, sem valdur var að slysinu. Segir Kristján, að þrír bogar hafi verið geymdir í útigeymslu hælisins og hangið Framhald á bls. 22. í'.yVywyyvysyyyyyyyyyyyt.1 JAFNAN er það viðburður í listalífi Beykjavíkur, þegar Svavar Guðnason heldur sýn- íngu. Þeir, sem eitthvað vita um myndlist, vita einnig, að hann er einn af okkar lang- fremstu listamönnum og hefur með verkum sínum skapað sér trausta stöðu í list Norður- No. 9 „Bryggjan" Tempera og olía málað 1936—37 af Svavari Guðnasyni. Eitt fyrsta abstrakt verk gert af islenzkum málara. tímabilinu í Danmörku voru ófáanleg þaðan úr landi. Þetta eitt gefur nokkra hugmynd um, að Danir vita sig hafa mikil verðmæti í fórum sín- skíra og Ijómandi litameð- ferð og Svavar Guðnason. Hon um tekst að láta sterka og skæra liti dansa á léreft- inu, en samt með fullu í tilefni fimmtugsafmælis Svavars Gudnasonar landa. Það er staðreynd, að Svavar Guðnason vann slík af rek á sviði abstrakt listar í Danmörku. að hann verður jafnan talin til brautryðjenda í því landi á tuttugustu öld, hvað þá hér heima. Nú gefst okkur tækifæri til að sjá góða heildarmynd af listþróun Svavars Guðnason- ar. Þessi sýning hans er fyrst og fremst byggð upp af vatns- litamyndum og krítarmyndum ásamt nokkrum olíumálverk- um. Varð listamaðurinn að taka ' til þessara bragða, þar sem mestu verk hans frá um, þar sem eru verk Svavars Guðnasonar. Samt tekst Svav- ari að gefa góða heildarmynd og sýna hvernig list hans hef- ur þróazt, og á þessari sýningu kennir margra grasa. Eitt er þó sameiginlegt einkenni verk anna, en það er, að þau eru stranglega valin og listræn gæði látin öllu ráða. Hvert ein asta verk á þessari sýningu er langt yfir það hafið, að nokk- uð sé hægt þar að finna, sem miður fer. Ég veit, að þetta er mikið sagt, en samt dettur mér ekki annað í hug. Fáir íslendingar hafa eins öryggi og samræmi Verk hans eru djörf og áhrifa- mikil. samt hárfín og oft svo fáguð að undrum sætir. Það er áberandi hvað snemma verk Svavars hafa öðlast per- sónuleg einkenni og hve fljótt hann hefur tileinkað sér þá litameðferð, sem gengur eins og rauður þráður 1 öllum þess- um verkum. Það mætti segja þetta skýrar með því einfald- lega að segja: Svavar Guðna- son hefur það ríka tilfinningu fyrir litum, að hann hefur ver- ið snillingur í litameðferð frá því hann gerði sínar fyrstu myndir. En nú má ekki skilja j þetta á þann veg, að engint þróun hafi átt sér stað í list v Svavars Guðnasonar. Öðru| nær. Hann hefur leitað víða| og fundið margt. Hann hefurý verið opinn fyrir því er var að| gerast í kringum hann ogj kunnað vel að fara með það,' er hann gat notað, án þess^ nokkru sinni að missa nokkuð af sínum sérstæða myndræna skilningi. í öllum þeim verk-' um, sem ég hef séð eftir Svavar Guðnason, er einhver, rammíslenzk taug. Eitthvað, sem ég get ekki skýrt nánar í rituðu máli. En ég finn í verk um þessa manns eitthvað, sem andar íslenzkri náttúru, sann- færandi og áhrifaríkt. Þessi afmælissýning Svav- ars er mikil sýning og allir sem einhvern áhuga hafa áj£ skrifar úr daglegq lifínu • Þarf ekki að kvarta Velvakanda hefur borizt eft- irfarandi bréf frá bónda í Ár- nessýslu: „Velvakandi! í dálkum þínum í gær, skrif- ar K. ’S. úr Vestmannaeyjum xim útvarpið og finnst það telja bænduma einu stétt landsins eftir flutningi þess að dæma. Hvort man K. S. ekki allan síldarlesturinn á sumrin og haustin ef reknetjaveiði er. Það er ekki látið nægja að geta um heildarveiði dagsins, held- ur er einnig getið um veiði flestra báta daglega og svo vikulega lesin heildarskýrsla um afla einstakra báta. Á vetr arvertíð endurtekur sig sami lestur ef á sjó gefur, nema hvað það er þá ekki sild. Væri sambærilegur frétta- lestur frá landbúnaðinum að sumrinu, væri daglega getið um heyhirðingu á hverju búi landsins. Ég vildi aðeins senda þessar línur til þess að sýna hversu fjarstætt það er að aðrar at- vinnugreinar hafi ekki rúm í útvarpinu. Að minnsta kosti þarf sjávarútvegurinn ekki að kvarta að hans sé ekki getið í fréttunum. Svo þakka ég fyrir birting- na. Bóndi“. 9 Engir aðalfundir Bifreiðaeigandi hefur snúið sér til Velvakanda og varpað fram þeirri fyrirspurn, hvort Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda muni hafa geispað gol- unni. Segir hann, að í lögum félagsins sé svo fyrir mælt, að aðalfundur skuli haldinn í apríl ár hvert, en að því er hann bezt viti hafi enginn að- alfundur verið haldinn á þessu ári. Þá hefur meðlimur í Flug- björgunarsveitinni borið fram umkvörtun sama eðlis. Kveður hann ekki hafa verið haldinn aðalfund þar sl. þrjú ár. • Bílastæðin fyrir bíla Kæri Velvakandi! Það hefur oft verið deilt á óaðgæzlu bílstjóra í akstri og brýnt fyrir þeim að sýna var- úð og fara að settum reglum. Þessa hefur alls ekki verið vanþörf, þvi alltof margir bíl- stjórar sýna ótrúlega mikið kæruleysi. En bílstjórar eru ekki þeir einu, sem torvelda eðlilega umferð og skapa þar hættur. Gangandi vegfarend- ur eru oft sízt betri. Til dæm- is finnst mér óverjandi með öllu, þegar gangandi vegfar- endur leggja leið sína inn á bílastæði og þramma þar yfir og skeyta engu þótt það valdi töfum og erfiðleikum bíleig- enda, sem þurfa að koma bíl- um sinum inn á stæðin eða út af þeim. Þetta er sérstaklega áber- andi á bílastæðinu á Hótel- íslands-grunninum. — Menn „stytta sér þar leið“. En sjaldn ast græða þeir sporlötu neitt á því, þar sem vegurinn þar yfir er ekki greiðfær. Ég hef líka orðið var við það, að bíl- stjórar sýna hinum „óboðnu" litla tillitssemi (og það að von- um), og hefur magur fengið þar skettur á buxur sinar og frakka. Sama er að segja um hjól- reiðamenn, þeir eiga ekkert erindi inn á bilastæði. Hér er ekki um neitt hé- gómamál að ræða. Umferð gangandi manna og hjólreiða- manna um bílastæði skapar hættu. Við megum ekki láta það spyrjast, að við vöknum þá fyrst upp við vondan draum, þegar slys hefur orðið. —Exex. myndlist. verða að sjá hana.4 Það er margt fleira, sem hægtí væri að rita um þessa sýningu,| en ég læt þetta nægja að sinni.í Samt verð ég að játa það, áður!{ en lýk þessum línum að mért finnst furðulegt, að þessi| merkilegu verk skuli enn vera| í eigu listamannsins. Það erg * líka furðulegt, að slíkar ger-jf semar skuli enn vera falar, og| það furðulegasta er, að þessi| verk skuli ekki hafa verið öll| keypt upp strax fyrsta dagl sýningarinnar. Svo þakka ég Svavari Guðnaí syni fyrir þá ánægju, er hannj veitir okkur með þessari sýn- ingu og ósk mín er sú, að hanní megi lengi starfa og aukaj þjóðarauð íslendinga með list<> sinni. Valtýr Pétursson. ] Bókasafn Alliance Francaise í nýjum húsakynnum BÓKASAFN Alliance Francaise er flutt í ný húsakynni að Tún- götu 20, annarri hæð, sem fram- vegis verður einnig íbúð franska sendikennarans við Háskólann. í sambandi við flutninginn er nú í ráði að endurskipuleggja safnið, semja nýja bókaskrá o. s. frv.Er þess vegna nauðsynlegt í bili að kalla inn allar bækur safnsins, sem nú eru í láni og eru það vinsamleg tilmæli Alliance Francaise, að allir sem hafa bæk ur að láni úr safninu bregðist skjótt við og skili þeim svo að hægt verði að hefja skráningu bókanna og eðlileg starfsemi safnsins þurfi ekki að truflast meir en nauðsynlegt er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.