Morgunblaðið - 26.11.1959, Page 9
Fimmtudagur 26. nóv. 1959
M ORCVNBT AÐIÐ
9
set inn til höfuðborgarinnar eða
í allra næsta nágrenni. Einkum
urðu um þetta harðar deilur árm
1896 ogl912—14. I>eir, :sem vildu
ilytja, töldu, að skólinn kæmist
við það í meiri snertingu við hið
andlega líf höfuðstaðarins, eink-
um háskóla ríkisins og aðrar æðri
menntastofnanir, að skólastarfið
myndi taka meiri og víðtækari
þroska út í höfuðstaðnum, að
kennslan myndi verða ódýYari
þar, nota mætti söfn og rann-
sóknarstofur annarra skóla. A
móti Var því haldið fram, að skól-
inn þyrfti að hafa mikið land-
rými og stórt bú, að því bæri að
stefna, að hann yrði sjálfum sér
nógur í kennaraliði og tækjum,
auðvelt væri að hafa samband
við höfuðstaðinn, þegar þörf gerð
ist, ódýrara myndi fyrir ríki, svo
og nemendur, að hafa skólann í
Ási o. s. frv. Hinir síðarnefndu
höfðu betur, skólinn var ekki
íluttur. Og nú mundi enginn
Norðmaður halda því fram, að
búnaðarháskóli þeirra væri betur
settur í Oslo en í Ási.
Allt frá upphafi háskólans í
Ási hefur aðsókn þangað verið
góð og oftast miklu meiri en
hægt var að taka á móti. A fyrra
tímabili skólans, 1859—-1897, út-
skrifuðust þaðan (úr framhalds-
deild eftir 1871) 326 nemendur.
Nemendur útskrifuðust annað
hvert ár, og voru því að meðal-
tali útskrifaðir 19 nemendur
hvert sinn eða tæplega 10 að
meðaltali miðað við ár. Síðara
tímabil skólanS, 1897—1958, hafa
útskrifazt alls 1351 búfræðikandí-
dat eða að meðaltali um 22 á
ári, flest 38 og fæst 6 (enginn
1903). Úr öllum deildum skólans
hafa að meðaltali á ári útskrifazt
um 50 kandídatar sl. 60 ár (1898
—1957). Þetta sama tímabil var
hægt að taka inn í skólann tæpan
helming þeirra, er sóttu (49%).
Af fyrrnefndum 50 kandídötum
árlega eru 22 búfræðikandídatar,
14 skógræktarkandídatar, 6
mælingamenn, 5 garðyrkjukandí-
datar og 3 mjólkurfræðikandí-
datar. Síðustu árin hefur aðsókn
verið hvað mest, og árin 1947—
1956 komust aðeins 31% inn af
þeim, er sóttu.
Hin síðari ár hafa árlega verið
teknir milli 70 og 80 nemendur
í háskólann í Ási og nemendur
skólans alls verið um eða nokkuð
yfir 200. Haustið 1959 voru tekn-
ir inn 92 nýir nemendur, og má
því að næstunni búast við fjölda
þeirra 250—300.
Nemendur skólans hafa með
sér fjörugt og fjölbreytt skólalíf.
Hafa þeir komið upp sérstöku
félagsheimili í því skyni ásamt
ágætum íþróttavelli! Þar iðka
þeir skemmtanir, íþróttir, mál-
fundi, fyrirlestra o. fl.
Fyrir sérstakan velvilja frá
skólanum hafa Islendingar feng-
ið aðgang þar, jafnan einn á ári.
Mun það upphaflega gert fyrir
atbeina þáverandi ritara skólans,
Olavs Klokk, en þar hafa íslend-
ingar jafnan átt hauk í horni,
þar sem Klokk var. Fram til árs-
ins 1958 hafa alls 16 Islendingar
verið innritaðir í Búnaðarháskól-
ann í Ási, þar af 12 í búfræði-
deildina og 4 í skógræktardeild-
ina. 18 aðrir útlendingar hafa
innritazt að Ási frá byrjun fram
til 1958.
A árunum 1897—1958 úrskrif-
uðust frá Ási alls 3062 kandídat-
ar, þar af 1351 í búfræði, 873 í
skógrækt, 359 í mælingafræði,
279 í garðrækt og 200 í mjólkúr-
fræði. Auk þess stunduðu nám
við skólann 414 óreglulegir
nemendur.
Kannsókn 1939—1941 sýndi, að
um 90% af nemendum skólans
var úr sveit. Árin 1951—1954 var
meðalaldur kandídata við burt-
fararpróf 28,7 ár. Er það mjög
hár meðalaldur.
Árið 1955 var athugað, hvaða
stöður í þjóðfélaginu kandídatar
frá Ási skipuðu, þeir er voru
undir 70 ára aldri. Náðist til 953
búfræðikandídata. Skiptust þeir
í stöður, svo sem eftirfarandi töl-
ur sýna:
Atvinnurekendur
(bændur o. fl.) 191 = 21,1%
Ráðunautar 174 = 18,3%
Starfsmenn við búnaðarskóla 124 13,0%
Við tilraunir og rannsóknir 75 = 7,9%
Starfsmenn Bún- aðarháskólans 67 7,0%
í ráðuneytinu og við skyld störf 29 3,0%
Hjá bönkum og kornverzlunum 28 . . 2,9%
Við einkafyrir- tæki 148 15,5%
Ýmislegt (og óvíst) 117 — 12,3%
Búnaðarháskólinn hefur nú
yfir að ráða landsvæði, sem er
540 ha að stærð, um 130 stærri
og minni byggingum, en auk
þess búa margir af starfsmönn-
um skólans í eigin húsum. Mjólk-
urkýr eru um 80, auk geldneyta,
sauðfé um 60, hestar 4, gyltur
15—18.
Búnaðarháskólinn er vel búinn
af söfnum og rannsóknartækjum.
Auk þess á hann stórt og gott
bókasafn. Árið 1957 voru til í
því safni alls um 166.000 bækur
og rit, sem klæddu um 2000 hillu-
metra. Árlegur vöxtur safnsins
er um 70 hillumetrar.
Og að síðustu skal svo minnzt
á starfsmenn skólans. Þeir voru
1. janúar 1959, sem hér segir:
Prófessorar 29
Dósentar 4
Tilraunast j órar 8
Amanuenser 11
Lærðir aðstoðarmenn 26
Bústjóri 1
Kennarar og vísindamenn há-
skólans eru þannig 79 að tölu. En
auk þess hafa ýmsar vísindastofn-
anir landbúnaðarins aðsetur sitt
í Ási í meiri eða minni tengslum
við háskólann. Þá er fjöldi verka-
manna, skrifstofufólks, iðnaðar-
manna matreiðslukvenna, lær-
linga o. s. frv. alls 282 að tölu,
svo að samtals verða starfsmenn
háskólans 361, auk um 100 verka-
manna, þegar sérstök störf kalla
að. Þar að auki eru svo áður-
nefndir 85 vísindamenn og aðstoð
armenn þeirra, sem eru að meira
eða minna leyti tengdir háskólan-
um í störfum sínum, en launaðir
af öðrum aðilum. Þannig verða
þeir, er beint eða óbeint vinna að
búnaðarvísindum í Ási allt að
500 talsins og íbúatalan alls hátt
á 2. þúsund manns.
Frá því að vera lítið meira en
eitt stórt heimili 1859 hefur stofn
unin í Ási þannig vaxið upp í það
að vera allstórt þorp. Það hefur
því farið á þann veg, er Bjanes
búnaðarmálastjóri mælti eitt sinn
í umræðum um flutning háskól-
ans til höfuðborgarinnár. Orð
hans voru þessi: „Naar Högskolen
ikke kan flyttes til byen, maa
byen flytte ut til Högskolen".
Þannig hafa orð þessa landbún-
aðarfrömuðar Norðmanna orðið
að veruleika. Það er borgin, sem
flutti út að Ási.
Þannig er búnaðarháskóli Norð
manna í dag. Hann er sjálfura
sér nógur í kennslu og rannsókn-
um búnaðarvísinda. En hann er
í samstarfi við aðra aðila, bæði í
borg og sveit. Og þannig mun
hann vinna að framgangi land-
búnaðarins um ókomnar aldir.
Afmælishátíðin var haldin dag-
ana 3.—7. september 1959. Fór
hún mjög vel og hátíðalega fram
til mikils sóma fyrir rektor Wex-
elsen og aðra þá, er að henni
stóðu.
Hinn fyrsta dag voru fyrirlestr-
ar hjá nokkrum þeirra, er kallað-
ir höfðu verið til heiðursdoktora,
og boð hjá rektor. Heiðursdoktor-
efmn voru 8 að tölu, 2 frá Dan-
mörku, 2 frá Svíþjóð, 1 frá Finn-
landi, 1 frá Hollandi, 1 frá Sviss
og 1 frá Bandaríkjunum.
Næsta dag, föstudag 4. sept.,
var hátíðin opnuð með virðulegri
athöfn í hátíðasal skólans. Var
salurinn þéttskipaður boðsgest-
um allt að 300 að tölu. Til há-
tíðarinnar var sérstakléga boðið
fulltrúum frá æðri menntastofn-
unum landbúnaðarins á Norður-
löndum, Danmörku, Finnlandi,
I íslandi og Svíþjóð, en ekki mun
j öðrum útlendum mönnum hafa
verið boðið að undanskildum heið
I ursdoktorunum. Ávörp voru
þarna flutt og gjafir afhentar. Frá
nágrannaþjóðunum var um að
ræða skrautrituð ávörp, en inn-
lendar stofnanir gáfu margar
peningaupphæðir, og í sumum
tilfellum var þar ekki skorið við
neglur. Norsku landbúnaðarfé-
lögin gáfu 1(4 milljón kr. og rikis
stjórnin lofaði jafn hárri upphæð
til að reisa af grunni nýja bygg-
ingar, þar sem m. a. á að koma
fyrir hátíðasal skólans. Norsku
áburðarverksmiðjurnar gáfu (4
milljón kr.r frá tveimur stórum
fyrirtækjum alls kr. 400.000,00,
en auk þess margar minni gjafir.
Síðari hluta þessa dags voru
fyrirlestrar hjá heiðursdoktúrun-
um óg um kvöldið skemmtun 1
félagsheimili nemenda.
Laugardag 5. september náði
hátíðin hámarki sínu. Konungur
og krónprins voru báðir við-
staddir. Rektor Wexelsen flutti
ræðu og rakti í skýrum dráttum
sögu skólans, flutt var drápa til
skóians og heiðursdoktorunum 7
að tölu (1 var fjarstaddur) af-
hent viðurkenningarskírteini fyr-
ir doktorsnafnbótinni. Eins og
áður er sagt, hefur norski bún-
aðarháskólinn veitt allmörgum
fræðimönnum norskum doktors-
nafnbót. Voru 17 þeirra viðstadd-
ir þessa athöfn. Gengu þeir allir
fyrir rektor og fengu sérstök
heiðursskjöl afhent. Um kvöld'.ð
var veizla fyrir um 250 manns i
Akershus-höllinni, þar sem kon-
ungur og krónprins voru m. a.
viðstaddir.
Sunnudag 6. september var við-
hafnarguðþjónusta í kirkjunni
í Ási, en skemmtun hjá nemend-
um um kvöldið.
Mánudag 7. lauk hátíðahöldun-
um í félagsheimili nemenda, þar
sem saman var komið um 500
manns.
Önn dagsins hófst á ný við
kennslu og rannsóknir, við nám
og leiki. Norska þjóðin hafði sýnt,
að hún metur mikils búnaðarhá-
skóla sinn. og háskólinn mun eftir
afmælið koma fram heilsteyptarl
og sterkari en nokkru sinni fyrr.
ALLT Á SAMA STAÐ
Champíon
kraflkertin fáanieg
í alla bíla.
Þaí ftr sama bvaía tftgund
bifrftíðar þér eigií, það
borgar sig að nota —
Champion - bif reiðakortin
EGILL VILHJÁLMSSON HF.
Laugaveg llö, suni ZZ240