Morgunblaðið - 26.11.1959, Síða 10

Morgunblaðið - 26.11.1959, Síða 10
10 MORCVISBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. nóv. 1959 Margt undartegt í Kjœrböl-málinu Kaupmannahafnar- bréf frá Páli Jónssyni Kaupmannahöfn í nóvember „MARGT er undarlegt í Kjærböl- málinu“, skrifaði hið óháða danska blað „Information“ ný- lega. „Undarlegast af öllu er þó það, að okkur finnst augljóst, hvað hafi gerst, þegar um yfir- lýsingarnar frá skipstjórum Kjærböl Grænlandsverzlunarinnar er að ræða. En við sem skrifum í blöð- in verðum að gæta þess, að það sem virðist augljóst, verður að vera lögfræðilega sannanlegt. — Þess vegna verðum við að taka á málinu með silkihönzkum, ef við viljum ekki eiga refsingu á hættu“. Tillaga stjómarandstöðunnar (vinstrimanna og íhaldsmanna) um að höfða ríkisréttarmál á hendur Kjærböl, fyrrum Græn- landsráð'herra, verður að líkind- um rædd á þjóðþinginu innan skamms. Ennþá er ekki fyrirsjáanlegt, hvort þingið samþykkir eða feiir þessa tillögu. Ef stjórnarflokk- arnir standa sameinaðir á móti • • • M • • -953» - • * • MBS • • • ESÉ* • • • • * • • iw • • *•«■•••■■• henni, þá nær hún ekki fram að ganga. Ennþá er ekki afráðið, hvernig þeir snúast í þessu máli. Um það eru skiptar skoðamr í öllum þremur stjórnarflokkun- um. Eitt af blöðum stjómarandstöð- unnar sagði nýlega, að líklega greiði sumir jafnaðarmenn at- kvæði á móti tillögunni. Aðrir þingmenn jafnaðarmanna og flest ir þingmenn róttæka flokksins og réttarsambandsins muni ekki greiða atkvæði, en fáeinir úr stjórnarliðinu muni sennilega gera sitt til, að Kjærböl komi fyrir ríkisrétt.Verði tillaga stjóm arandstöðunnar því líklega sam- þykkt. Þetta er þó sem sagt ekki annað en getgátur. Sem stendur virðist vera algerlega óvíst um afdrif þessa máls á þinginu. Skiljanlegt er, að mótspyrnan er mest meðal jafnaðramnna, þar sem flokksbróðir þeirra á þarna hlut að máli. En þarna kemur líka annað til greina. Sagt er, að jafnaðarmenn óttist, að ríkisrétt- armál á móti Kjærböl skapi for- dæmi og kunni þannig að stuðla að því, að H. C. Hansen forsætis- ráðherra komi fyrir ríkisrétt út af Blechingberg-málinu. Eins og áður hefur verið getið um hér í blaðinu, sagði „Informa tion“ fyrir skömmu svo frá, að danskir stjórnmálamenn ræði nú þennan möguleika. Eitt af blöð- um stjórnarandstöðunnar, „Dag- ens Nyheder", skrifaði seinna, að svo einkennilega standi á, að það séu stjórnarflokkarnir en ekki stjórnarandstaðan, sem tali um þetta. Stjórnarandstaðan hafi hvorki íhugað né rætt um ríkis- réttarmál á hendur forsætisráð- herranum og geri það ekki á meðan óvíst sé, að hvaða niður- stöðu umboðsmaður þjóðþingsins komist. Hann hefur Bleching- bergmálið til umsagnar. En stjórn arflokkarnir óttist auðsjáanlega, að skýrsla hans kunni að verða forsætisráðherranum óþægileg. í ljósi þess í'hugi stjórnarflokkarn- ir afstöðu sína í Kjærbölmálinu. Verði Kjærböl stefnt fyrir ríkisrétt, þá veuður það fimmta ríkisréttarmálið í Danmörku. — Hinn frægi lögfræðingur A. S. Örsted, sem var giftur systur Oehlenschlægers, var fyrsti ráð- herrann, sem kom fyrir þennan rétt. Það var árið 1855. Hann var sakaður um að hafa varið fé til vígbúnaðar án samþykkis þingsins, en var sýknaður. Næst- ★ f KVÖLD efnir Gideonfélagið til Biblíuhátíðar í Hallgríms- kirkju í Reykjavík, í tilefni af að nú er að hefjast úthlut- un Nýja testamenta í 12 ára bekkjum í öllum barnaskólum landsins. Að þeirri úthlutun lokinni má reikna með, að all- ir unglingar á aldrinum 12 til 18 ára, eigi Nýja testamenti félagsins. Það hefur lengi verið föst venja Gideonfélaga á Norður- löndum, að halda árlega Bibl- íuhátíð ýmist í kirkjum eða kristilegum samkomuhúsum, enda fyllilega viðurkennt að þau starfi í þágu hins kristna safnaðar. Gideonfélagið hefur gefið um 400 hjúkrunarkonum Nýja testamenti. 1600 eintökum hef ur það útbýtt á sjúkrahúsum. Um 1200 Biblíum hefur verið dreift á hótel, farþegaskip cg fangahús. Að rúmu ári liðnu munu um 20 þúsund ungling- ar hafa eignast Nýja teseta- menti þess. Til þess að koma þessu í verk hefur fámennur hópur félagsmanna tekið á sig þunga fjárhagslega byrði, á undan- förnum árum. Bækur eru dýr- ar og þær ganga úr sér, eink- Gideonfélagið hefur gefið nálega átján þúsund unglingum Nýjatestamenti, þegar lokið er úthlutun þessa árs. — Myndin er tekin í Melaskólanum í Reykjavík. Biblíubátíð anlega á hótelum og sjúkra- húsum. Þá þarf að koma með nýjar bækur í stáðinn. Tilgangur Biblíuhátíðarinn- ar í Hallgrímskirkju í kvöld er í og með sá, að kynna al- menningi starf og framtíðar- verkefni Gideonfélagsins, í von um að það veki hjá mörg- um löngun til að veita því nokkurn fjárhagslegan styrk Árleg útgjöld hafa verið 70 til 80 þúsund krónur. Dagskrá kvöldsins verður fjölbreytt. — Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, flytur aðalræðuna. ur í röðinni var Krieger mennta- málaráðherra, sem var ákærður 1877, af því að hann seldi Tiet- gen rústir Marmarakirkjunnar. Seinna sama árið var Hall menntamálaráðherra stefnt fyrir ríkisrétt Hann hafði varið of miklu fé til að reisa nýtt kgl. leikhús. Viggo Hörup, sem seinna stofnaði dagblaðið „Politikeri“, var saksóknari fyrir hönd ríkis- þingsins í báðum þessum málum, en báðir ráðherrarnir voru sýkn- aðir. Vegna fjárglæfra Albertis var árið 1909 höfðað ríkisréttarmál á hendur tveimur ráðherrum, nefnilega I. C. Christensen, sem var sýknaður, og Sigurð Berg, sem var dæmdur í 1,000 króna sekt. Ríkisrétturinn er skipaður 15 hæstaréttardómurum og 15 öðr- um mönnum, sem til þess eru kosnir af þjóðþinginu. í Dan- mörku eru ekki til lög um ráð- herraábyrgð. Er því ekki hægt að dæma Kjærböl, nema hann reynist vera sekur við hegning- arlögin. Stjórnarandstaðan leggur sem kunnugt er til, að Kjærböl verði ákærður fyrir að hafa gefið þjóð- þinginu villandi upplýsingar, þeg ar hann vísaði á bug aðvörun grænlenzka þingmannsins Augot Lynge, sem taldi vetrarferðir milli Grænlands og Danmerkur ■■laaansaiignniiKiaiiafliiagi [ftir Magiuís Björnsson Hrakhólar og höfuðból hafa að geyma ellefu þætti um fólk og fyrir bæri, flest tilheyrandi öldinni sem leið. I bók Magnúsar kennir margra og ólíkra grasa, eins og í fyrri bók hans, Mannaferðir og fornar slóðir. Yfir grónar traðir gleymsku og fyrnsku, leiðir höfundurinn per- sónurnar ljóslifandi fram í dags- ijósið og kynnir þær þannig fyrir lesandanum, að hann gleymir þeim ógjarnan strax. Bókin er 278 bls. Verð kr. 168.00 BÓKAFORLAG H ODDS BJÖRNSSONAR liWiMSMiiWlMBBI—S—I mjög hættulegar. Þetta gerðist á þjóðþingsfundi h. 13. man 1957. Danska ríkisstjórnin hafði skömmu áður ákveðið að láta smíða nýtt Grænlandsskip, „Hans Hedtoft", til vetrarsiglinga. Kjær böl las þá upp á þingfundi yfir- lýsingu frá skipstjórum Græn- landsverzlunarinnar þess efnis, að rétt væri að halda uppi vetrar siglningum. En Kjærböl nefndi ekki, að skipstjórarnir höfðu skömmu áður skrifað undir aðra yfirlýsingu, þar sem þeir réðu frá vetrarsgilningum, sérstaklega ef um farþegaflutninga var að ræða. Sagt er, að skipstjórarnir skrif- uðu undir þá seinni hálfnauðugir, en gerðu það þó m. a. af þeirri ástæðu, að þeir óttuðust, að fyrri yfirlýsingin mundi gera það að verkum, að nýtt Grænlandsfar yrði ekki smíðað, og að útgerð sú, sem Grænlandsverzlunin hef- ur haldið uppi í tvær aldir, mundi því leggjast niður, áður en langt um liði. Grænlandsverzlunin á nú ekki nema tvö millilandaskip. Þau eru orðin gömul og endast ekki mörg ár fram úr þessu. Aðalatriðið í þessu máli er það, hvort Kjærböl var kunnugt um fyrri yfirlýsinguna, þegar hann svaraði Lynge. Hans C. ChristJ- ansen, forstjóri Grænlandsverzl- unarinnar fullyrðir, að svo hafi verið, en Kjærböl hafi heimtað,, að henni yrði breytt þannig, að hún skaðaði ekki skipasmíða- áform ráðherrans. Tvö vitni, sem hafa verið yfirheyrð í þessum mánuði, styðja framburð forstjór- ans. Kjærböl segir, að hann hafi að eins vitaö um seinni yfirlýsing- una. Sé þetta satt, segir stjórn- arandstaðan, þá getur það þó ekki leyst Kjærböl undan ábyrgð. Honum var að minnsta kosti kunnugt um, að það var örðug- leikum bundið að fá þessa yfir- lýsingu. Hann vissi líka að einn af skipstjórunum, sem skrifuða undir hana, hafði opinberlega ráð ið frá vetrarsiglingum. Þetta á't: Framh. á bls. 1r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.