Morgunblaðið - 26.11.1959, Page 15

Morgunblaðið - 26.11.1959, Page 15
Fimmtudagur 26. nðv. 1959 M O R C V /V B t;a Ð 1Ð 15 Hrefna Jóhannesdóttir Akstur Ungur maður óskar eftir atvinnu við akstur. Er van- ur stórum bilum. Tilboð leggist á afgr. blaðsins fyrir laugardag merkt: „Akstur 1919 — 8474“. Bifreiðaeigendur fyrirliggjandi Startarar og Dynamoar 6 of 12 volta í fiestar tegundir amerískra bifreiða. NOTAÐ — ÓDÝBT Einnig Felgur á amerískar bifreiðir flestar stserðir. Bifreiðavarahlutaverzlun Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 — Sími 10600. Myndin er af Bessa Bjarna syni í hlutverki vonbiðilsins í leiknum. — K.hafnarbréf Framh. af bls. 10 að vera Kjærböl hvöt til að at- huga málið nánar. Hann átti að tryggja sér, að hið raunveru- lega álit skipstjóranna á vetrar- siglingunum kæmi fram í þeirri yfirlýsingu, scm hann las upp á þingfundi. Stjórnarandstaðan vili því til vara ákæra Kjærböl fyrir að hafa vanrækt ráðheraskyldur sínar, þar sem hann hafi ekki kynnt sér málið til hlítar, áður en hann gaf þinginu skýrslu um það. Loks er síðasta ákæruatriðið það, að Kjærböl hafi reynt að þröngva Palle Brandt ritstjóra til að hætta að skrifa um, hve hættulegar vetrarsiglingarnar væru. Ef svo kynni að fara, að ríkis- réttur sýknaði Kjærböl, fyrst og fremst af því, að engin ráðherra- ábyrgðarlög eru til í landinu, þá væntir stjórnarandstaðaon þess, að forsendur dómsins varpi nýju ljósi á málið. — Minning F. 30. ág. 1890. D. 20. nóv. 1959. í DAG fer fram frá Fossvogs- kapellu útför frú Hrefnu Jó- hannesdóttur, læknisekkju, Brá- vallagötu 16a er andaðist í Lands spítalanum 20. þ.m. Hrefna var fædd í Ólafsvík 30,- ág. 1890. Voru foreldrar hennar Jóhannes Stefánsson, verzlunarstjóri, síðar kaupmaður og kona hans frú Hólmfríður Þorsteinsdóttir Hjálmarsen. Systurnar voru þrjár, Þorstensa, dó ung; og Soffía, kona Lúðvíks Kristjáns- sonar iðnaðarmanns hér í bæ, er hún dáin fyrir nokkrum árum. Var heimili þeirra Jóhannesar og Hólmfríðar annálað myndarheim ili. Hrefiia erfði og tileinkaði sér hið bezta hjá foreldrum sínum, vandist snemma á vinnu og reglusemi, sem kemur sér vel fyrir alla, ekki síst fyrir hinar tilvonandi húsmæður. Hinn 3. okt. 1914 gekk Hrefna að eiga Árna lækni Helgason, Árnasonar prests að Kvíabekk í Ólafsfirði og konu hans Maríu Torfadóttur Thorgrímsen. Árni læknir var gáfaður og glæsilegur hæfileikamaður; var hann settur héraðslæknir í Höfða hverfishéraði 1914. Dvöldu þau hjónin þar til 1924, er Árni var skipaður héraðslæknir á Patreks firði 1924. Á Patreksfirði dvöldu þau þar til Árni læknir andaðist 1943; flutti þá frú Hrefna hingað til Rvíkur, og hefur dvalist hér síðan. Hlutverk héraðslæknafrúnna á íslandi hefur oftast verið mikið og erfitt. Þar sem ekki voru sjúkrahús, þurfti oft að taka sjúka og slasaða menn á heimil- ið. Varð þá oft hlutverk læknis- konunnar að hjúkra hinu veika fólki. f bví hlutverki naut Hrefna sín vel að hjúkra og hlúa að hinum stjúku og bágstöddu. Stöð ug gestanauð á héraðslæknisheim ilunum eykur og mjög á störf húsmóðurinnar. Þau hjónin voru samstillt í góðvild, glaðlyndi og gestrisni, enda oftast gestkvæmt á heimili þeirra. Ég hefi ekki komið á mörg heimili þar sem hin sanna íslenzka gestrisni naut sín betur en á heimili þeirra, þar var allt veitt af heilum huga. Frú Hrefna var sérstæður persónuleiki, djörf og fáguð í framkomu, hressandi hlátur hennar og glaðlyndi gat létt á- hyggjum og sorgum af samferða mönnunum, hún var heil og ekk ert tvískipt, berorð og hiklaus í tali við hvern sem í hlut átti, trygglynd var hún og vinaföst og eignaðist því marga vini, — slíku fólki er gott að kynnast. Hrefna Jóhannesdóttir var kona meðalhá vexti, fríð sýnum og vel vaxin, svipurinn hreinn og ákveðinn og var hún höfðing- leg í framkomu. Þau hjónin eignuðust fimm börn: Hólmfríði, tannsmið, er bjó með móður sinni; Maríu er dó ung; Áslaugu, gifta Gunnari Proppe verzlunarmanni; Helga, verkfræðing, giftan Bryndísi Þorsteinsdóttur hagstofustjóra og Jóhönnu er ávallt dvaldi með móður sinni. Með Hrefnu Jóhannesdóttur er horfin góð kona og góð móðir, sem er sárt saknað af börnum, barnabörnum, frændum og vin- um. Ég kveð hana vinarkveðju með hjartans þakklæti fyrir mig og mína, og bið Guð að blessa hana og hennar fólk um alla tíma, og gefa henni gleðiríka heimkomu til landsins ókunna. Kr. Sv. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir gamanleikinn Tengdasonur óskast í 30. sinn í kvöld. — „Tengdasonurinn“ hefur orð- ið mjög vinsæll hjá leikhús- gestum og hefur aðsóknin verið í samræmi við það. Húsfyllir hefur verið á leiknum um langan tíma. Keilir íær kraftblökk AKRANESI, 24. nóv. — Vélbát- urinn Keilir var í dag að taka reknetin í land og síðan á að koma fyrir kraftblökk aftan við stýrishúsið, samskonar og vél- báturinn Guðmundur Þórðarson RE 70 hefur notað með ágætum árangri til að draga inn nótina. Framtíðaratvirma Reglusamur maður óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina, svo sem afgreiðslu- eða lagerstörf. Tilboð merkt: „Framtíðaratvinna 1707 — 8624“ sendist af- greiðslu Morgunblaðsins fyrir 1. desember n.k. Sjónvarpstæki Nýtt sjónvarpstæki með H. F.-tónum til sölu. Upp- lýsingar í síma 19550 frá kl. 9—5 og í sima 22977 eftir þann tíma. Eitt herbergi og eldhús í kjallara í Laugarneshverfi til sölu. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guði. Þorlákssonar og Guðm. Péturssonar. Aðalstræti 6, III. hæð (Morgunblaðshúsinu) Símar 1 20 02 — 1 32 02 — 1 36 02. í dag verður opnuð ný SEMDIBÍLASTÖÐ að Einholti 6 hér í bæ Önnumst allskonar sendibíla-akstur innanbæjar og utan SÍMI: 15230 SENDIBIL AR H. F, Ein.riol.i Ö — Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.