Morgunblaðið - 26.11.1959, Qupperneq 16
16
MORCVNfíLAÐlÐ
Fimmtudagur 26. nóv. 1959
Jósef J. Björnsson
skólastjóri og alþingismaður
1 DAG eru 100 ár liðin frá fæð-
ingu þess merka manns, Jósefs J.
Björnssonar. Var hann fæddur
að Torfustöðum í Núpsdal í Vest-
ur-Húnavatnssýslu 26. nóvember
1859, sonur hjónanna Bjöms
Björnssonar og Ingibjargar
Hallsdóttur.
A 17. ári lagði hann af stað
til Noregs og fékk ingöngu í bún-
aðarskólánn á Stend skammt frá
Björgvin. Var sá skóli 2ja ára
skóli og námið bæði bóklegt og
verklegt. Jósef tók þaðan burt-
fararpróf með ágætiseinkunn og
snéri að því loknu til Danmerkur
og stundaði þar framhaldsnám
í eitt ár. Fór síðan heim til ís-
lands og er talið að þá hafi hann
verið bezt lærður allra tslend-
inga í búnaðarfræðum.
Hann var Um tíma við um-
bótastörf hjá Einari Guðmunds-
syni bónda á Hraunum í Fljót-
um. Tók síðan að sér leiðbein-
ingar um jarðrækt og áveitur í
Skagafirði. Árið 1882 var Bún-
aðarskólinn á Hólum í Hjaltadal
stofnaður og gerðist Jósef skóla-
stjóri hans og var það í það
sinn í 6 ár en hætti árið 1888.
Aftur tók hann við skólastjórn
1896 og var þá um 6 ára skeið
eða til 1902, þegar skólinn var
gerður að bóklegum skóla með
vetrarkennslu aðeins í stað árs-
skóla eins og áður var. En Jósef
varð 1. kennari skólans 1902 og
hélt því starfi alla tíð til 1934.
Bóndi var Jósef um langan
tíma alls. Fyrst á Bjarnastöðum
í Kolbeinsdal, síðan á Asgeirs-
brekku, en lengst á Vatnsleysu í
Viðvíkursveit. Stundaði hann bú-
skapinn lengi samhliða kennsl-
unni við skólann og fór nokkuð
oft gangandi á milli sem þó er
talsverð leið.
Jósef var þríkvæntur og eign-
aðist 14 böm. Eru 8 þeirra á
lífi og allt hið merkasta fólk.
Fyrsta konan var Kristrún Frið-
bjarnardóttir frá Fyrirbarði í
Fljótum. Misti hann hana í hin-
um skæðu mislingum 1882 eftir
tæpa árs sambúð. Önnur konan
var Hólmfríður Bjorhsdóttir frá
Ásgeirsbakka. Lifðu þau saman
í farsselu hjónabandi um 10 ára
skeið og eignuðust 7 börn. Þriðja
og síðasta kona Jósefs var Hildur
Björnsdóttir, hálfsystir Hólm-
fríðar. Er hún enn á lífi. Allar
voru konur þessar mikilhæfar.
Er hin síðasta, frú Hildur, sú
eina er við hinir yngri nemend-
ur Jósefs höfðum kynni af. Og
það leyndi sér ekki, að hún er
gáfuð kona og fyrirmyndar hús-
freyja. Þau hjón eignuðust 6
börh og eru 3 þeirra á lífi.
Auk sinna aðalstarfa stundaði
Jósef Björnsson mörg önnur
opinber störf. Hann var þing-
maður Skagfirðinga í 8 ár frá
1908—1916. Hreppstjðri Viðvík-
urhrepps 1893—’96, oddviti um
skeið. í yfirskattanefnd Skaga-
fjarðarsýslu nærri 20 ár; for-
maður búnaðarfélaga í Viðvikur-
og Hólahreppi lengi og margt
fleira.
Jósef flutti með konu sinni til
Reykjavíkur 1941 og átti þar
heima fimm síðustu ár æfinnar
umvafinn ást og umhyggju konu
og barna og barnabarna. Hann
andaðist 7. október 1946 og var
jarðaður að viðstöddu fjöl-
menni „heima á Hólum“ 17.
s. m. —
Jósef J. Björnsson var frábær
hæfileikamaður og ljúfmenni.
Framfaramaður í búnaði. Hug-
ljúfur og gestrisinn heimilisfað-
ir. Umhyggjusamur og ástríkur
eiginmaður og íaðir, merkur al-
þingismaður og félagsmálastjórn-
ari. Voru allt þetta merkir þætt-
ir í lífi hans.
En við sem nutum kennslu
hans, leiðbeininga og vináttu og
þeir voru fjölda margir, við
munum hann fyrst og fremst
sem slíkan. Hann var brautryðj-
andi í búnaðarfræðslu á Islandi
og hann stundaði sitt fræðslu-
starf á því sviði lengur en nokk-
ur annar. Fróðleiksmaður var
hann með afbrigðum í öllu sem
að búnaði laut, og þekkt var um
hans daga, skarpgáfaður og á-
gætur kennari, mikill verkmað-
ur, ósérhlífinn og hagsýnn í
vinnubrögðum. Eg hygg, að
hann hefði verið bezt til fallinn
að vera prófessor og rannsókn-
armaður við stóra vísindastofn-
un. Þá hefði hann notið sín bezt.
Það er alltaf þýðingarmikið og
merkilegt, að renna huganum yf-
ir minningarnar um mikilhæfa
samfylgdarmenn, sem engar brýr
hafa brotið að baki sér, en notið
trausts og vinsælda til æviloka.
Jósef J. Björnsson var einn af
þeim. Og nú þegar heil öld er
liðin frá fæðingu þess merka
manns, þá geta afkomendur,
venzlamenn, nemendur og vin-
ir lítið með ánægju til baka yfir
sögu hans og hugsað til þessa
stórfróða, glaðlynda, skemmti-
lega og gáfaða fræðara. Við
hljótum að gera ráð fyrir því,
að bjart sé í kringum hann á
! hinu æðra tilverustigi.
i Jón Pálmason.
Kjötsöcj, vigt, áleggshnífur
Nú þegar óskast keypt kjötsög, vigt og áleggshnífur.
Tilboð sem greini verð og ásigkomulag sendist af_
greiðslu blaðsins fyrir laugardag merkt: „Kjötsög
— 8477“.
Sendisveinn óskast
hálfan daginn ( frá kl. 2—6).
Bókaútgáfan Helgafell
Sími 16837.
U ngling
vantar til blaðburða við
Lönguhlíð
Afgreiðslan — Sími 22480.
LANDSHAPPDRÆTTI ^
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
VINNINGASKKÁ:
1. Rambler-station bifreið
model 1959 .. kr. 175.000.00
2. Braun radiogrammofénn
.....:.... kr. 19.500.00
3. Góðhestur . Á . kr. 15.000.00
4. Philco kæliskápur
HEILDARVERÐMÆTI
kr. 315.460,00
Diegið 1. desembei
........ kr. 12.000.00
5. Farmiði Rvík—New York
og heim ...... kr. 8.620.00
6. do ....... — . 8.620.00
7. Grundig segulbandstæki
................ kr. 8.500.00
8. Farmiði fyrir 2 m/ Gull-
fossi til Kaupmannahafnar
................ kr. 8.440.00
9. Hoover sjálfvirk þvottavél
m/ þurrkara . . kr. 8.250.00
10. Pfaff sjálfvirk saumavél
í tösku ...... kr. 8.200.00
11. Gólfteppi .... kr. 7.500.00
12. Kvikmyndasýningarvél
m/ tjaldi .... kr. 6.000.00
13. Raíha-eldavél kr. 6.000.00
14. Farmiði m/Gullfossi til
Khafnar og heim
★
MIÐAR FÁST ENNÞÁ
í HAPPDRÆTTIStíiLNJM
í AUSTURSTRÆTI - OG
í SJALFSTÆÐISHÚSINU
RAMBLER ST4TIOM i»59
er stærsti vinningurinn
.............. kr. 4.220.00
15. Shellgas-eldavél m/ bakara-
ofni og 10 kg .hleðslu
............... kr. 4.100.00
16. Kvikmyndaupptökuvél
............... kr. 4.000.00
17. 14 feta flugustöng m/ hjóli
............... kr. 4.000.00
18. Passap Automatic prjónavél
m/ kambi .... kr. 3.410.00
19. Armstrong strauvél
............... kr. 2.950.00
20. General Electric hrærivél
............... kr. 1.150.00