Morgunblaðið - 26.11.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Hvass NA — Hiti 2—5 stig Biblíuhátíð Sjá bls. 10. 264. tbl. — Fimmtudagur 26. nóvember 1959 Sjómaður bíður bana í Bremerhaven FREGNIR hafa borizt um það frá hafnarborginni Bremerhav- en, að þar í borg hafi látizt 1 sjúkrahúsi af völdum slyss Sig- urður Guðmundsson sjómaður, skipverji á togaranum Röðli, til heimilis Efstasundi 79 hér í bæ. Sigurður heitinn hafði komið til Bremerhaven í síðustu sölu- ferð togarans. Hann mun hafa verið á leið til skips í myrkri, er hann féll af bryggjunni sem tog- arinn lá við, og hafði hann feng- ið mikið höfuðhögg við fallið. Var Sigurður þegar fluttur í sjúkrahús meðvitundarlaus. Þar hafði hann svo legið, að mestu eða öllu leyti rænulaus' frá því slysið varð, 11. nóv. og þar til hann lézt 22. nóv. sl. Sigurður Guðmundsson sem var 46 ára að aldri, lætur eftir sig konu, Huldu Pétursdóttur og þrjú börn á aldrinu 2—8 ára. Hús 6 manna fjöl- skyldu skemmist mik- ið af eldi EldsupptÖk’ út frd rafmagnsofni ENN varð eldsvoði í fyrrinótt í Smáhúsahverfinu við Suð- urlandsbraut. Kom upp eldur í Iitlu húsi, Suðurlandsbraut 77, og urðu skemmdirnar svo miklar á húsinu að fjölskyld- an, hjónin og fjögur börn, urðu að flytjast á brott úr húsinu, og stendur fjölskyldan uppi húsnæðislaus. 1 þessu litla húsi bjó eigandi þess, Dagur Óskarsson. I húsinu Feróa- bannið staðfest í SAMBANDI við rannsókn á máli Olíufélagsins og fyrrum forstjóra þess, Hauks Hvann- bergs, hafði verið farið fram á það við rannsóknardómar- ana, að Haukur fengi að fara utan til lækninga. Þessu synj- uðu rannsóknardómararnir. Skaut Haukur Hvannberg forstjóri þá synjun þessari til Hæstaréttar. í gær kvað Hæstiréttur upp úrskurð sinn. Rétturinn staðfesti úrskurð héraðsdómaranna „þess efnis a>ð ekki yrði Ieyst af honum (Hauki Hvannberg) bann það er áður hafði verið við því Iagt að hann færi úr lögsagn- arumdæminu“. hefur hann lagt stund á bólstrun húsgagna. Hafði hann verið að hreinsa til í vinnuherbergi. Þar stóð rafmagnsofn, og féll ofan á rauðglóandi vírana ló og kusk, og gaus þá upp eldur. Dagur reyndi að slökkva eldinn, en hann læsti sig óðara um her- bergið. Dagur fór þá fram í íbúð- ina, vakti konu sína, Hólmfríði Jónsdóttur, og börn þeirra fjög- ur, sem eru á aldrinum 5—11 ára. Eldurinn ' breiddist óðfluga út um bólsturunarverkstæðið, en þar var allmikið af efni til bólst- urgerðar. Kona Dags fór í síma og sjálfur fór Dagur að næsta brunaboða til að kalla á slökkvi- liðið. Var elduíinn allmagnaður er slökkviliðið kom á vettvang. Borið var út úr íbúð fólksins inn- anstokksmunir og önnur verð- mæti. Eldurinn komst úr vinnu- stofunni og inn í eldhúsið, en í öðrum íbúðarherbergjum urðu skemmdir af reyk og vatni. — Verulegar brunaskemmdir urðu í vinnustofunni, og þar brann og eyðilagðist allt efni Dags, húsgagnaáklæði, dýnuhálmur, gúmmímottur og fleira. Allt var í vátryggingu hjá Degi, þó ekki væri það hátt vátryggt. Er tjón Dags mjög mikið og tilfinnanlegt, en sjálfur hefur hann átt við vanheilsu að stríða. Þúsund kr. hrognakassi STYRJUHROGN? — Já, gjör- ið svo vel. — Þetta er rúss- neski kavíarinn sem kominn er í nokkrar búðir hér í bæn- kavíarkassa, en í honum eru glasið kostar aðeins 172krónur, 6 glös af styrjuhrognum og um. Sigurjón Þóroddsson verzlunarstjóri hjá Silla & Valda sýnir ungri dömu einn en ekki 178, eins og talið var í fyrstu. Nokkur glös höfðu hann kostar 1032 krónur, þvi selzt í gær. Hvalkjötið allt ónothœft til dýrafóðurs ÞAÐ er komið babb í bátinn hjá þeim á Dalvík. Fréttaritari Mbl. á Dalvík, S. P. J., símaði í gær- kvöldi, að frá því væri horfið að frysta kjötið til dýrafóðurs. Hafa dýralæknar er skoðað hafa hval- kjötið, ekki viljað gefa því til- skilin vottorð sem fóður. Það var ekki búið að ganga alveg frá frystingu kjötsins er dýralæknarnir komu til þess að skoða það. Stúdentafagnaður 30. nóv. i Sjálfstœðishúsinu Stúdentafélag Reykjavíkur held- ur hinn árlega fullveldisfagnað sinn í Sjálfstæðishúsinu mánu- daginn 30. nóvember. Ræðu- maður kvöldsins verður Jón Pálmason, fyrrverandi forseti Al- þingis. Þá munu þeir Kristinn Hallsson söngvari og Bessi Bjarna son leikari sjá um söng- og skemmtiþætti. Loks er í ráði að fram fari rímnasöngur auk hins almenna söngs, sem er fastur lið- ur í samkvæmum Stúdentafélags- ins 30. nóvember. Að loknum skemmtiatriðunum verður svo stiginn dans til kl. 3 eftir mið- nætti. Nánar verður skýrt frá sölu aðgöngumiða í auglýsingum frá félaginu. Hér mun hafa ráðið um, hve illa tókst til, lítil þekking manna á sviði hvaladráps sem þessa. I öll- um hópnum höfðu verið 10—12 kýr og höfðu þær verið mylkar. Við aðförina að þeim, hafa skepnurnar orðið svo óttaslegn- ar, að mjólkin hefur runnið út í blóðið. Ekki hafði kjötinu af þessum skepnum verið haldið út af fyrir sig, er þær voru skornar, heldur var það látið fara til frystingar með öðru kjöti af hvölunum. Við það að mjólkin rann út í blóðið í kún- um, hefur það skaðleg áhrif á kjötið. Af því að ekki var hægt fyrir dýralækna að greina á milli þessa skaðlega kjöts og hins, sem talið var í fyrsta flokks ástandi, gátu dýralæknar ekki gefið ó- yggjandi vottorð um gott ástand kjötsins til dýraeldis. Þetta gerir vissulega mikið strik í reikninginn fyrir Dalvík- inga, sem ætluðu að láta kirkju sína fá allan ágóða af fyrirtæk- inu. Þá hefur og komið í ljós, að ekki verður hægt að nýta beinin af hvölunum og ekki heldur inn- volsið. Er búið að flytja beinin út á Böggviðsstaðasand við mynni Svarfaðardalsár, og verða beinin grafin þar, ef ekki tekst s.ð kveikja í beinahrúgunni og brenna hana. Aftur á móti er það komið í ljós að spikið gefur af sér verulegt lýsismagn. Þó svo illa hafi til tekist um hvalkjötið, eru nú uppi ráðagerðir um það, að láta vinna það í verksmiðju til mjölframleiðslu, og mun hval- mjölsframleiðslan hefjast bráð- lega. — Dauðaslys á brezkum togara við ísland SKÝRT er frá dauðaslysi á brezk um togara á íslandsmiðum í síð- asta hefti af Fishing News. Það var bátsmanninum Charles Hald- enby á togaranum Cape Palliser, sem skolaði út í fárviðrinu á dög- unum og týndist hann. Hann var 42 ára. Frá því er greint í fréttinni, að Haldenby hafi verið veikur. fyrir. Þegar hann var á togaran- um Lord Tedder í sumar missti hann einn fingurinn og hafði mein hlaupið í handlegginn á honum. Var hann ekki búinn að ná sér eftir þáð, þegar hann skráði sig á Cape Palliser. Hann var áður fyrr skipstjóri á Fleet- wood-togurum. Stjórnarskiptin rœdd á fundi í Keflavík FLOKKSRÁÐ Sjálfstæöisflokksins í Gullbringusýslu boðar til fundar að VÍK í Keflavík í kvöld kl. 8.30 síðdegis. Ólafur Thors, forsætisráðherra, flytur ræðu um stjórnarskiptin og viðhorfið í þjóðmálunum. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að f jölmenna stundvíslega á fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.