Morgunblaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 10
10 MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 27. nóv. 1959 Cha Cha Cha CHA-CHA-CHA dansinn fer nú sigurför um gjörvallan heim. Ungt fólk á íslandi, sem og í öðrum löndum iðkar cha-cha- cha af miklum áhuga við ýmis tækifæri. Cha-cha-cha er upp- runninn á Kúbu, eins og fyrir- rennarar hans rumba og mambo. Þessir tveir síðarnefndu dansar hafa notið mjög mikilla vin- sælda allt fram á þennan dag, en nú hefur cha-cha-cha tekið við. Á dögunum kom út hér 1 Reykjavík allnýstárleg bók, það er að segja kennslubók í Cha- cha-cha. Þetta mun vera nýjung hér á landi og þess vegna lék okkur hugur á að vita, hver viðbrögð Reykjavíkuræskunn- ar yrðu. Og það leið ekki á löngu, áður en við hittum ungan pilt og stúlku hér í bæ, sem voru einmitt að æfa cha-cha-cha eina kvöldstund og þau voru svo elskuleg að leyfa okkur að horfa á. Eins og vænta mátti stjórnaði herrann kennslunni og las upp- hátt sporin úr bókinni og fram- kvæmdi þau jafnóðum: „Fram með vinstri, lyfta upp hæl og hægra fæti, hreyfa hann ekki“. Svo kom næsta fyrirskipun og þannig koll af kolli, þar til frum- sporin 10 höfðu verið stigin og þá var byrjað upp á nýtt. — Hvernig kunnið þið við cha-cha-cha, spyrjum við til þess að segja eitthvað. — Alveg prýðilega, segir herr- ann, sem heitir Pétur. — Og hvað finnst dömunni? — Jú, mér finnst þetta reglu- lega skemmtilegt — annars finnst mér skemmtilegra að dansa vals. — En hvað dansar Pétur helzt? — Allt þetta villtasta, segir hann og hoppar nokkur skref um gólfið. — Ég er bara að mýkja lappirnar, segir hann og hlær hrossahlátri, hö-hö-hö-hö, — það er alveg bráðnauðsynlegt. ---Já, auðvitað, segjum við, sem höfum ekki vit á neinu. — En segið okkur eitt. Hve- nær haldið þið að þið verðið fullniuna í cha-cha-cha. — Ég veit ekki segir Pétur. Sko, þetta eru bara frumsporin, ■ EITTHVAÐ FYRIR Unglingaria // Kók 44 ÖLL þekkjum við Kóka kóla, eða kókið, eins og við köllum það oftast nær. Um daginn þegar við sáum þessa ungu stúlku vera að sjúga kók í gegnum lakkrísrör inni á greiðasölustað í bænum, kom okkur í hug sagan, sem sögð er um uppruna Kóka kóla. Við ábyrgjumst ekki að hún sé í alla staði sönn, en það er áreiðanlegt, að hún á við einhver rök að styðjast. í henni segir, að fátækur efna- fræðingur í Bandaríkjunum hali eitt sinn gripið til þess í neyð sinm að setja saman nýtt og áður óþekkt efnasamband og selt það síðan lyf- salanum í bænum, og hann hafi hafið framleiðslu á blöndunni — og mælt eindregið með henni sem kveflyfi. Þetta var á þeim tímum, sem lyfsalar fundu upp og fram- leiddu lyf sín upp á eigin ábyrgð. Og svo setti hann nokkrar flöskur út í gluggann hjá sér eins og hverj- um kaupmanni sæmir, en salan gekk heldur treglega, þar til einn góðan veðurdag að auðugur ferða- maður, sem þjáðist af kvefi, kom inn í búðina og bað um kvefmix- túru. Ferðamanninum þótti meðal- ið svo bragðgott, að hann keypti uppfinninguna af lyfsalanum og hóf framleiðslu á því í stórum stíl, en alls ekki sem kvefmeðali. Kókið er nú orðið afarútbreytt og milljónir fiaskna seljast daglega og milljónir Hér á íslandi er líka umboð fyrir Kóka kóla og það er framleitt hér í stórum stíl og nýtur mikilla vin- sælda. Við litum um daginn sem snöggv- ast inn í einu verksmiðjuna hér lendis, sem framleiðir Kóka kóla, Vífilfeil hf., þar sem hún stendur nýmáluð vestur við Hofsvallagötu — Hvað framleiðið þið margar flöskur daglega, eða réttara sagt innihald í margar flöskur, spurðum við fyrsta starfsmanninn, sem við mættum, þegar við gengum inn I vélasalinn. — Getið þið nú, svaraði hann. — Svona um tíu þúsund, svaraði annar okkar, sem ætlaði að vinna þá upphæð í Happdrætti Háskólans næst. — Þar varstu vitlaus, svaraði starfsmaðurinn sigri hrósandi, þær eru milli 20 og 25 þúsund. — Er ekki hægt að búa til kók í heimahúsum eftir formúlu frá ykkur?, spurðum viið. — Nei, formúlan er algert hern- aðarleyndarmál, sagði maðurinn, en svo leit hann flóttalega í kringum sig og hvíslaði síðan að okkur: Það eina, sem ég get sagt ykkur, er að það fara níu sykursekkir í dags- framleiðsluna. sem við erum að æfa núna. Svo kemur hitt þarna aftar — sko aftar í bókinni. En ég er nú; soddan námshestur í „svona lög- uðu“ og þetta kemur held ég mjög fljótt. — Og Þóra? — Ég verð að reyna að fylgjast með Pétri, þó hann fari nú hratt yfir. Og samtalið varð ekki lengra, þvx nú lagði Pétur nýja hljóm- plötu með laginu „Tea for two cha-cha-cha“ á plötuspilar- ann, svo var aftur byrjað að æfa danssporin með bókina í hend- inni. Brœðrafélag Nessóknar ALLT frá því að Neskirkja var vígð, og guðþjónustur fluttar þar hvern helgan dag, hefur kirkju- sókn verið allgóð, líklega sú jafn- bezta hér í bæ. Nessöfnuður var búinn að heyja þrotlausa baráttu fyrir kirkjubyggingu sinni í 17 ár, og nú hefir hann í rúm tvö ár notið árangurs iðju sinnar með því að sækja vel helgar tíðir í kirkju sinni, kirkjunni sem svo margir hafa dáð og lofsungið sem eitt af meistaraverkum mannanna, — og svo aðrir sem vart hafa fund- ið nógu sterk orð til að lýsa hneykslun sinni á þessum kirkju- byggingarstíl. í Nessókn hefur í mörg ár starfað af mxklum áhuga og fórn- Im Hir, • • • m/m • • -■ • • • • B • ■ -MB • - • - m • iii Ástarsagan. vinsæla SYSLU- MANNS- SONURINN ■aiililiKjlllH [ftir Ingibjörgu Sigurðardóttur |||| Þetta er íslenzka ástarsagan, sem hlotið hefir miklar vinsældir hjá lesendum tímaritsins ,,Heima er bezt“. Fæst hjá öllum bóksölum. (•••••• {••■•■• Bókin er 131 bls. — Verð kr. 60.00 fýsi, Kvenfélag Neskirkju, og þar sem konur taka höndum sam- an til góðra verka hefur miklu verið áorkað. Karlar sóknarinnar hafa og líka tekið virkan þátt í starfi safnaðarins s.s. við kirkjubygg- inguna, og þeir munu nú sem fyrr hafa hug á að láta ei þar við sitja, því að starfið er margt í svo stórum söfnuði. Koma þarf á skipulögðu samstarfi safnaðar- manna, og var því máli hreyft á aðalfundi safnaðarins fyrir skömmu, og kjörin nefnd til und- irbúnings stofnun bræðrafélags i sókninni. Þessi nefnd hefir nú ákveðið, að boða til stofníundar n.k. sunnudag 29. þ.m. kl. 20,30 í Nes- kirkju. Jafnframt gengst nefndin fyrir kirkjukvöldi í sambandi við stofn fundinn. Þar mun sóknarprestur- inn sr. Jón Thorarensen, flytja erindi, kirkjukórinn syngur og organisti kirkjunnar leika á hið hljómfagra pípuorgel kirkjunnar. Þess er að vænta að safnaðar- menn fjölsæki kirkju sína þetta kvöld, og skal það hér framtekið, að þó stofnun bræðrafélags fari fram í sambandi við kirkjukvöld- ið, þá er öllu safnaðarfóki heim- ill aðgangur, og hjartanlega vel- komið. Þ. Á. P. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ■iaiBiniEaiiaiiiKBi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.