Morgunblaðið - 27.11.1959, Blaðsíða 3
Fðstudagur 27. n'ðv 1959
MORClllSTU.AÐlÐ
3
Miðbæjar-
skólanum
BARNAUPPELDI og barna-
fræðsla eru þýðingarmikill
þáttur í skyldum hvers þjóð-
félags, enda varðar miklu að
sú kynslóð, sem á að erfa land
ið sé vel búin undir þær marg
víslegu skyldur, er _ henni
verða lagðar á herðar. f þessu
sambandi hefur oft og mikið
verið rætt um hlutverk heim-
ilanna og skólanna í uppeldis-
málunum og hver nauðsyn sé
á góðu samstarfi þar í millum.
Miðbæjarskólinn í Reykja-
vík hefur hafizt handa um at-
hyglisverða nýjung á þessu
sviði. Hefur kennsla í skólan-
um verið felld niður í einn
dag á ári, en foreldrar eða aðr-
ir forráðamenn barnaiina boð-
ið í skólann þann dag til að
ræða við kennara barna sinna,
er hafa verið til viðtals hver
í sinni kennslustofu og haft
þar við hendina skólavinnu
nemenda og skrá yfir skóla-
sókn o. fl.
Þessi nýbreytni hefur verið
gerð einu sinni á ári og var
gerð í þriðja skipti í gær. —
— Tíðindamaður Mbl. og ljós-
myndari brugðu sér upp í Mið-
bæjarskóla um 3-leytið í gær-
dag til að kynnast af eigin
raun þessum þætti uppeldis-
málanna.
I>að leyndi sér ekki að for-
eldrar höfðu tekið vel undir
þá ósk að mæta í skólanum,
því nokkur þröng var á skóla-
göngunum og að sjálfsögðu
voru mæður þar í miklum
meirihluta, enda ekki ólíklegt
á þessum tíma dags. Við hitt-
um skólastjórann, Pálma Jó-
Svavar Guðmundsson, kennari í níu ára bekk, ræðir hér við mæður nokkurra nemenda sinna: Eg
reyni að kenna þeim að teikna í þremur víddum, sagði Svavar um leið og við gengum út úr
kennslustofunni eftir að myndin var tekin.
sefsson, að máli og spurðum
hann nánar um þessa tilhögun
og hvernig hún hefði gefizt.
Kvað hann þetta hafa gefizt
vel og í fyrra og hitteð fyrra
hefðu mætt til viðtals foreldr-
ar 70—80% nemendanna. —
Pálmi sagði okkur að foreldr-
unum væri sent bréf og þau
beðin að mæta á ákveðnum
tíma, hvert foreldri til viðtals
við kennara síns barns, talaði
sami kennari að jafnaði við
fimm foreldra á hálftíma,
venjulegast aðeins við einn
aðila í einu. Ef foreldrarnir
hefðu eitthvað út á kensluna
að setja, bæru þeir fram sínar
kvartanir og hið sama gerðu
kennaramir, ef þeim fyndist
eitthvað athugavert við nem-
andann. Ef allt væri hins
vegar í lagi, fengju foreldr-
arnir þarna beztu fréttir sem
þeir gaetu fengið.
Skólastjórinn sýndi okkur
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
nú inn í nokkrar kennslustof-
ur, þar sem kennarar voru að
ræða við foreldra ýmist undir
fjögur augu eða við fleiri í
hóp. Umræður féllu því mið-
ur oftast niður, er fréttamenn-
irnir komu inn, en þó heyrðum
við eitt sinn sagt:
— Sjáðu til, þetta gerðu
flestir í bekknum rétt. Hann
les ekki nógu vel. f>að er ekk-
ert annað að stróknum.
Pálmi Jósefsson, skólast;
Miðbæjarskólan1.
Fjárlög ekki af-
greidd fyrir áramót
Frv. um bráðabirgðafjárgreiðslu
ur rikissiooi
Al-
um
úr
í GÆR var lagt fram á
þingi frumvarp til laga
| bráðabirgðafjárgreiðslur
ríkissjóði á árinu 1960. Frum-
varpið er á þessa leið:
„Til febrúarloka 1960 er rikis-
stjórninni heimilt að greiða úr
ríkissjóði til bráðabirgða í sam-
ræmi við ákvæði fjárlaga 1959
öll venjuleg rekstrargjöld ríkis-
ins og önnur gjöld, er talizt geta
til venjulegra fastra greáðsilna
þess, þótt ákveðin séu og heim-
iluð til eins árs í senn.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar
1960“.
í tHefni dagsins héngu myndir eftir 10, 11 og 12 ára börn á öllum göngum skólans. Ljósmyndar-
-ok mynd af þessu málverki eftir einn 12 ára dreng.
í athugasemdum við frumvarp-
ið segir á þessa leið:
„Augljóst er að eigi verður
hægt að afgreiða fjárlög fyrir ár-
ið 1960 fyrir næstu áramót, er
því nauðsynlegt að veita ríkis-
stjórninni heimild þá, sém felst
í frv. þessu“.
Frumvarpið var tekið á dag-
skrá í Ed. í gær og gerði fjármála
ráðherra Gunnar Thoroddsen
grein fyrir því. f upphafi máls
síns vitnaði hann í yfirlýsingu
forsætisráðherra, er hann gaf
við upphaf stjórnarsamstarfsins
þar sem segir á þessa leið:
„Að undanförnu hafa sérfræð-
ingar unnið að ítarlegri rann-
sókn á efnahagsmálum þjóðar-
innar. Skjótlega eftir að þeirri
rarmsókn er lokið, mun ríkis-
stjórnin leggja fyrir Alþingi til-
lögur um lögfestingu þeirra úr-
ræða, er hún telur þörf á“.
Kvað fjármálaráðherra ljóst,
að þessar athuganir tækju nokk-
urn tima, en fjárlög væru þeim
svo nátengd, að þar yrði ekki á
milli skilið. Hefði því verið á-
kveðið að fara sömu leið og svo
oft áður, er ekki hefði verið hægt
að afgreiða fjárlög fyrir áramót.
Er fjármálaráðherra hafði lok-
ið máli sínu, var frav. vísað til
2. umr. og fjárhagsnefndar með
samhljóða atkvæðum.
Tveir togoror
seldu í gær
Togarinn Egill Skallagrímsson
seldi í Cuxhaven í gærmorgun
139 lestir fyrir 112,600 mörk.
Togarinn Jón Þorláksson seldi
einnig í gærmorgun í Bremer-
haven 127,8 lestir fyrir 92,500
mörk.
STAKSTEII\1AR
Ræða Jóhanns Hafsteins
á NATO-fundinum
Jóhann Hafstein alþingismað-
ur, formaður íslenzku sendi-
nefndarinnar á þingmannafundi
NATO í Washington, hélt vel og
skörulega á hinum íslenzka mál-
stað í landhelgismálinu í ræðu
sinni á fundinum. — Um
þá ákvörðun íslendinga að sækja
ekki Atlantshafsráðstefnuna á 10
ára afmæli NATO í London sL
sumar, komst Jóhann Hafstein
að orði á þessa leið:
„Islandi fannst ekki viðeigandi
að sækja þessa ráðstefnu í sum-
ar, sem haldin var í London,
höfuðborg Bretaveldis, meðan
brezk herokip miðuðu bystum
sínum á hin litlu íslenzku varff-
skip í íslenzkri landhelgi, sem
er að sjálfsögðu andstætt sátt-
mála Atlantshafsbandalagsins og
góðri sambúff bjóða í milli“.
Allir íslendingar taka vissu-
lega undir þessi ummæli Jóhanus
Hafsteins.
Kommarnir hugga sig
Kommúnistum finnst nú frem-
ur illa komið fyrir sér og Jna
ráði sínu illa. Reynir kommún-
istablaðið í gær að hugga sig
og flokk sinn með því, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi hvað eftir
annað boðið kommúnistum stjórn
arsamvinnu í nýrri stjórn. Er
það auðvitað rétt og alþjóð kunn
ugt, að Framsóknarmenn hafa
hvað eftir annað lýst þvi yfir,
að þeir teldu vinstri stjórn sína
og kommúnista beztu stjórn, sem
þjóðin gæti fengið, þrátt fyrir þá
reynslu, sem fslendingar öðluff-
ust af slíkri stjórn á árunum
1956—1958.
En heldur slær út í fyrir komm
unum í Þjóðviljanum í gær, þeg-
ar þeir halda því fram, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi boðið
flokki þeirra samvinnu um ríkis-
stjórn í desember 1958. Um þetta
kemst Þjóðviljinn að orði á þessa
ieið:
„Sjálfstæðisflokkurinn bauð
Alþýðubandalaginu samstjórn í
desember 1958 upp á þá kosti,
að framkvæmd yrði 6% launa-
lækkun og kjördæmabreytingin
yrði lögfest. Alþýubandalagiff
hafnaði því boði, vegna þess að
það taldi og telur að kjaraskerð-
ing hjá verkafólki sé ranglát og
algerlega þarflaus ráðstöfun“.
Það er auðvitað óþarfi að taka
það fram, að kommúnistablaðið
fer hér með algert fleipur. Sjálf-
stæðismenn buðu kommúnistum
ekki upp á neina samvinnu um
ríkistjórn í desember 1958, eftir
að vinstri stjórnin rofnaffi. Hins
vegar er það á allra vitorði, aff
kommúnistar voru sjálfir mjög
áhugasamir um að slík samvinna
tækist.
Böðlar Ungverjalands
Oft hafa kommúnistar um heim
allan orðið að viðundri fyrir aff
verja hvers konar hryðjuverk
og ofbeldisaðgerðir Sovétstjórn-
arinnar rússnesku. En sjaldan
eða aldrei hafa þeir lagzt eins
lágt, eins og þegar þeir tóku upp
vörn fyrir rússneska blóðbaðið í
Ungverjalandi fyrir þremur ár-
um. Ungverskt fólk hafði risið
upp gegn hinum rússnesku kúg-
urum sínum, sem rænt höfðu þaff
frelsi og sjálfstæði. í örfáa daga
leit út fyrir, að hin frelsisunnrndi
ungverska þjóð hefði unnið sigur
á böðlum sinum. En þá sendu
Rússar óvígan her, búinn hvers
konar nýtízku morðtækjum inn
í Ungverjaland tii þess að vinna
bug á uppreisninni.
Þessu ódæðisverki Rússa hafa
kommúnistar um all..n heim,
einnig hér á íslandi, sungið lof.
Það ætti að vera íslenzku þjóð-
inni greinileg visbending um hiff
sanna eðli hins dulbúna komm-
únistaflokks hér á landi.